Alþýðublaðið - 29.11.1971, Qupperneq 6
^líPMPflO;
imsgoj)
Útg. Alþýðuflokkurinn
Ritstjóri:
Sighvatur Björgvinsson
Alvarleg mistök
Sennilega er íslenzkri ríkisstjórn
aldrei meiri vandi á höndum, en þegar
dregur til átaka á vinnumarkaöinum.
Engin ríkisstjórn getur þá komizt hjá
þvi, að hafa einhver áhrif á gagn mála.
Og þau áhrif geta orðið hvort heldur
tii ills eða góðs.
Alþýðublaðið ætlar ekki að þessu
sinni að fara að rekja þau mistök, sem
ríkisstjórnin hefur gert í afskiptum sín-
um af samningamálunum frá upphafi.
Sú saga er nú öllum ljós. Af þeim mis-
tökum gat ríkisstjórnin lært og átti að
læra.
En það hefur hún ekki gert, Þessa
síðustu daga hefur hún þvert á móti
keyrt um þverbak í klaufaskap og óað-
gætni.
Fyrir röskri viku lagði ríkisstjórnin
loks fram tillögur sínar um styttingu
vinnuviku. Það frumvarp er í megin-
atriðum sniðið eftir kröfum verkalýðs-
félaganna. En aftan í frumvarpið hnýtti
ríkisstjórnin ákvæði þess efnis, að heim-
ilt væri að semja um miklu minni kjara-
bót, en frumvarpið gerði ráð fyrir!
Þvílík hroðaleg sending til samninga-
nefndar verkalýðsfélaganna! Hvers
vegna i ósköpunum þurfti ríkisstjórnin
fyrlrfram að leika málinu svona í hend-
ur atvinnurekendum? Hún gerir bein-
línis ráð fyrir því í lagafrumvarpi að
verkalýðshreyfingin gefi stórlega eftir
í vinnutímamálinu!
Sama dag og frumvarp þetta kom til
umræðu á Alþingi gerði ríkisstjórnin
sig seka um önnur alvarleg mistök. Og
það var sjálfur félagsmálaráðherra,
Hannibal Valdimarsson, sem það gerði!
Hann hefði þó átt að vita betur!
Þar lýsti hann því skorinort yfir, að
ríkisstjórnin myndi ALDREI leysa
vinnudeiluna með lagasetningu! Auðséð
var, hve þeim þingmönnum, sem nú
standa í forsvari fyrir verkalýðshreyf-
ingunni í samningamálunum brá í brún
við þessa yfirlýsingur ráðherrans. Þeim
var mætavel ljóst, hvað þarna var verið
að segja. Því þarna var sjálfur félags-
málaráðherra að gefa atvinnurekendum
loforð um það, að ríkisstjórnin myndi
uldrei grípa inn í málið með lögum til
þess að rétta hlut verkalýðshreyfingar-
innar.
Það er umhugsunarvert, að strax á
næstu dögum hófust vinnuveitendur
handa um að undirbúa verkbann á
verkalýðsfélögin í landinu. Myndi slík-
um ráðum hafa verið beitt, ef atvinnu-
rekendur teldu sig ekki hafa vissu fyrir
því, að ríkisstjórnin ætlaði ekki að grípa
í taumana?
Svona mistök ríkisstiórnar og ráð-
herra á alvarleeum t.ímum eru ekki bol-
andi. Þótt verbalvðíhrevfinein geti vart
lengur vænzt mikils stuðninps baðan
er hó ástæðulaust. að ríkisstiörnin fferi
sér leik að bví að koma svona í bakið
á henni aftur og aftur.
✓ /
✓
Kjartan á eitt
stærsta safn
Norðurlanda
:□ Þau eru fræg nöfnin á merikj
unum á skjöldunum — Man.
Utd,. Real Madrid, Saniös,
Benefica, Arsenai, Interna.tion-
al Milano, KR — og þega:- við
frétitum á dögunum, að Kjartani
'Pá'lssyni, blaðamanni, heíði
bætzt tvö þúsundasta iþrótta-
merkið í safn sitt fannst okk-
ur sjálfsagt að hitta hann að
máli — fá að sjá þetta merka
safn íþróttamenkja, sem mun
nú eitt stærsta ef ekki stærsta
safn íþróttamerkja á Norður-
löndum — og láta hann segja
frá því hvernig honum hafa
áskotnazt öll þessi merki.
Og það var ekki hægt að
komast fram hjá þeim, þegar
við litum inn til Kjartans —
á 21 skildi á einum Veggnum
gat að líta safnið. Smekklega
raðað efitir löndum — og ekki
nóg með það. Hann á öll merki
ensku knaftspyrnufélaganna í
í deildunum og raðar þeim eft-
ir deildum. A hverju vori breyt
ast því þeir skildir nokkuð því
Kjartan færir til á skjöldunum
meriki þeirra liða, sem flytjast
milili deilda — færast upp eða
faUa niður.
Þá sýnir hann okkur einnig
stóra bók, þar sem hann hefur
teiknað inn öll merkin í eðli-
legum litum og notað til þess
vatnsliti. Allt einnig raðað eft-
ir löndu-m og atvikum. Þarna
eru merki heimsfrægra íþrótta-
félaga — sem f'lest eru á ein-
hvern hátt bundin knattspyrn-
unni, en það þarf þó ekki endi-
lega að vera, og einnig merki
hinna minnstu félaga. Að auki
merki, sem gefin hafa verið út
í sam'bandi við Olympíuleika
eða heimsmeistarakeppni í
knattspyrnu — eða annað
merkilegt á íþróttasviðinu.
Að vísu segja merkin ekki
sögu félaganna — þau eru að-
eins tákn þeirra — en vís't ligg-
ur m'erkileg saga á bak við þau
flest. Slíkt er skráð á skildi
sögunnar — en ekki þá skildi,
sem Kjartan notar undir merki
s.ín. En þetta er víst orðinn allt
of langur inngangur og kominn
tími til að blaðamaðurinn
Kjartan — með íþróttablaða-
mennsku sem sérgrein — segi
frá.
KR-MERKIÐ ÞAÐ FYRSTA
Hefurðu staðið í þessu lengi
Kjartan, eða er.tu kannski al-
æta í söfnun eins og svo marg-
ir?
—* Nei, ég læt mér nægja
þessi íþróttamerki, ég var rétt
innan við fermingu, þegar ég
eignaðist fyrsta merkið — og
auðvitað var það KR-merkið.
— Ertu KR-ingur?
— Já, ég er í KR. Hins veg-
ar er ég fæddur og uppalinn i
Keflavík, en flutti til Reykja-
víkur 8 — 9 ára og Settist að í
Vesitunbænum — bjó á Fram-
nesveginum — og þá var ekk-
ert eðlilegra en gang í KR fyr-
ir strák, sem áhuga hafði á
íþróttum Og síðan hef ég alltaf
verið í KR.
Skömmu eftir að ég eignaðist
mitt fyrsta KR-menki, sem ég á
því miður ekki nú, gaf frændi
minn einn í Keflavík KFK úr
Keflavík cjjf það á ég enn.
— He.furðu safnað þessum
merlkjum lengi?
— Nei, ég byrjaði ekki að
safna þessum merkjum að ráði
fyrr en ég var u.m tvítugt eða
fyrir tólf árum. Ég safnaði ekki
merkjum sem strákur — var þá
yfirl'eitt í sveit á sumrin —
sendur fyrstur alllra stráka í
Vesturbænum í sveitina á vor-
in og kom. síðastur á haustin —
til mikillar ánægju fyrir flesta,
sem þar bjuggu, því ég þótti
víst heldur baldinn sem strákur
— og er það kannski enn.
BYRJAÐI 1 SIGLINGUM
—* Ef ég man rétt þá varstu á
sjó um táma?
— Já, ég fór í siglingar, þeg-
ar ég var 16 ára — réðist á
norskt skip, sem sigldi víða. í-
þróttaáhuginn var alltaf fyrir
hendi og á þessum ferðum eign
aðist ég nokkuð af merkjum.
Þegar skipið var í höfn reyndi
ég að komast á sem fl-est íþrótta
mót og þá helzt knattspymu-
l'ei'ki — á Spáni, Ítalíu, Eng-
landi og Mex.íkó. Og þá reyndi
ég að eignast merki þeirra fé-
laga þar, sem ég sá — Real
Madrid, Barcelona, Roma, Hull,
svo eittihvað sé nefnt.
— Varstu lengi í þessum sigl
ingum?
Kjartan Pálsson með gam-
alt símtæki frá 1920 — „sein
margir öfunda mig af“ og á
hillunni má sjá nokkuð af
þeim verðlaunagripum, sem
hann hefur fengið í golfinu
að undanförnu. Ljósmyndir
GH. —
:
■
wlimmm
.
llill
S Mánutlagur 29. nóv. 1971
pH
.U-| fg
■ ■ .•■
/ :''• - •'
: 'v :
: ::- •■:•■■ :
..
. s
— Ég var í þrjú ár á þess-
um flækingi, en svo köm ég
heim og upp úr því hóf ég fyrir
alvöru að safna íþrót.tamerkj-
um. Fyrst íslenzku merkjunum,
en ég hef lagt á það mik;la á-
herzlu að ná þeim saman. Og
svo komu erlendu merkin hvert
á fætur öðru og þau eru nú köm
in yfir 2000. Ok Kjartan dreg-
ur fram pakka, sem hann var
að fá þá fyrr um daginn, og t
honum eru 22 ný merki, sem
ekki voru áður til í safni hans.
Þau voru að koma frá manni,
sem hann hefur samband v'ið í
Svíþjóð.
ÍSLENZKU
MERKIN SÉRSVIÐ
—< Er ekki erfitt að fá ný merki
í safnið?
— Læt ég það nú vera. Merk
in eru frá flesfum löndum hejms
og þetta eru að mestu leyti
merki knattspyrnufélaga — en
mörg þeirra hafa liíka fleiri
íþróttagreinar á stefnuskrá
sinni. Til dæmis er Real Madrid
geysilega öflugt félag í mörgum
íþróttagreinum, þótt það öðlað-
ist fyrst heimsfrægð fyrir s-igra
sína í Evrópubiikarkeppninni f
knattspyrnu, sem það benlínis
cinokaði fyrstu árin. Og é.g er
einnig farinn að eignast merki
úr öðrum íþróttagreinum eink-
um hand'knattleiks- og körfu-
knattleiksliða.
Ég er með aillar klær úti við
að ná í íslenzku merkin h'etf feng
ið fl'est frá mönnum, sem ég hef
haft kynni af gegnum íþróttir.
Einnig hef ég skrifað mörgum
félögum bréf og beðið þau að
sendi mér merki_
— En erlendu merkin?
— Ég átti nokkur merfef, þ'eg
ar ég kom úr siglingunum, en
skömmu sáðar komst ég í sam-
band við mann í Svíþjóð, sem
safnaði og seldi miérki. Ég skipti
við hann á íslenZkum og erlend
um merkjum. íslenzk merki eru
sjaldgæf og vinsæl hjá söfnur-
um erilendis — sérst-aklega
merki þeirra félaga, sem tek)ð
hafa þátt í hinum ýmsu EVrópu
mótum i knattspymunni. Og
þess vegna er menki KR víða á
skjöldum eriendis.
SKRIFAÐI FRA 1
VÍFILSTÖÖÐUM
En ég skipti ekki lengi við þenn
an mann í Svíþjóð, en hann rek
ur nú stórfyrirtæki með merki.
Ég veiktist fyrir 7 árum tf
berklum og lá á Vífilsstöðum.
um tíma. Þann tíma notaði ég
ti.l þess að skrifa innlendum
og erlendum félögum og komst
þá meðal annars í kynni við
brazilískan mann, sem heitir
Ary Lund og býr nú í Þýzka-
landi. Hann stofnaði alþjóða-
klúbb íþróttamerkjasafnara,
sem heilir Aibzeichen Club
(IAC) og er aðeins einn maður
frá hverju landi þar hlutgengur.
Ég er þar sem fulltrúi íslands
og hef notið góðs af því með
skiptum á íslenzkum merkjum
og fæ eriend í staðinn Sjáðu
hérna þetta bréfasafn — þetta
eru bréf, sem ég hef fengið í
sambandi við merkjasöfnunina,
sagði Kjartan, og sýndi okkur
ura leið stóran bréfabunka.
— En nú eru- merkin. orðin
þetta mörg. Er ekki erfitt að
þekkja þau í sundur?
— Jú, það getur oft verið
hinn mesti galdur. En. þar hjálp
ar mér, að ég hef löngum haft
gaman af því að teikna og mála.
Öll mín merki hef ég fest á
pappír eins og ég sýndi þér i
bókinni áðan. Þess vegna veit
ég fljótt og örugglega hvort ég
á eitthvert merki fyrir, sem ég
fæ sent. Það var mi'kil vinna, að
mála öll þessi merkí inn í bók-
ina — en hefur síðan s.parað'
mér mikinn tíma. Og oft er gott
að geta fliet.t upp í bó'kinni, þ'eg
ar einhver kemur með merki,
sem hann langar til að vi'ta deili
á- , fmmmmrnmwvmmvmwmmwwmm
ÓÞEKKIR í
AUSTUR-EVRÓPU
Er misjafnlega erfitt að eign
ast merki frá löndum?
. — Já, það er erfiðast — já,
langerfiðast — að komast yfir
og eignast merki frá löndum
í Austur-Evrópu. Þar eru allis-
konar merki í umferð og flest-
ir ófeimnir við að senda þau
— en þegar svo ti-1 kemur eru
þetta bara ekki íþróttamerki.
Ég á kunningja í' Tékkósló-
vakíu, sem á stórt safn íþrótta-
merkja og þekkir mikið af
merkjum Aulstur-Evrópu. —
Hann hefur hjálpað mér við að
finna réttu merkin. Og nú veit
ég um öll mín misrki — hvað-
an þau koma og hvers félag
þau eru tákn.
Hvað af þessum merkjum
finnst þér fallegast og heldur
mest upp á?
— Síðari spurni.ngunni er
fijót svarað. Ég held mát upp
á gamla KFK-m;erkið, sem
hann frændi minn í Ke'flavik-
inni gatf mér. Falllegast? Það
•er aftur á móti erfiðara. Af
islenzkum merkjum finnst
mér Fram-merkið bera nokk-
uð af. Það er mátuleiga stórt
— mleð mjú'krim litum og nafn,
félagsins er á því'. FH-m'erkið
er nokkuð sérstætt, þegar það
er athuaað vel, og sniðuglega
gert. Víkings- og Va'lsmerkin
eru falleg, en það er slæmt að
ekki skuli vera nafn eða staíir
á þeim. Nú þegar Víkin.gur
verður í fyrsta skipti í Evrópu
bikarkeppni bikarhafa næsta
haust, verðúr mikil eftirspurn
letftir merki félagsins, en það
getur verið erfitt að skipta á
þvi, og þar sem ekkért nafn
er á þvi.
Kann svo að fara, að út-
lendinga gruni, að það sé ekki
Framh. ó bls. 11.
SINGERer
sporum framar
saumavél framtiöarinnar
Nýr heimur hefur einnig opnazt yður
meS Singer 720 nýju gerSinni, sem
tæknilega hæfir geimferðaöldinni.
sjí Sjálfvirk spólun. ;t; Öruggur teygjusaumur.
;js Stórt val nýrra nytjasauma. ■íf. Innbyggður
sjálfvirkur hnappagatasaumur. ;J; KeSjuspor.
Á Singer 720 táið þér nýja hluti til að sauma
hringsaum, 2ja nála sauma, földun með blind-
saum og margt fleira.
Singer 437.
Sölu- og sýningarstaðir: Liverpool Laugav. 20, Gcfjun Iðunn
Austurstræti 10, Dráttarvélar Hafnarstræti 23, Rafbúð SÍS Ármúla 3
og kaupfélög um land allt. Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar.
Smwmmmmmmmmmmmmmmm
Nibur
o
við fyrir
Nixon
□ Samkvæmt skoðanakönn-
un Gallups hafa vinsældir
Nixon forseta minnkað um
5% í Bandaríkjunum síðustu
vikurnar og aðeins 49%
voru nú ánægðir með hann
sem forseta landsins.
Þá kemur einnig fram í
könnuninni vinsældir Nixons
í samanburði við aðra for-
seta Bandaríkjanna. í öllnm
tilfellum var sama spurning
notuð. E'itu ánægður eða
ekki með það livernig (og
nafn viðkomandi forseta)
sinnir starfi sínu sem for-
seti?
I,
Nixon forseti:
Nú
Meðaltal þessa árs
Meðaltal frá byrjun
Mestu vinsældir
(tekin nóv. 1969).
Lægsta htutfall
(tekin júní 1971).
49%
50%
57%
68%
48%
Johnson, forseti:
Hæst Lægst Meðal
80% 35% 54%
Kennedy forseti
Hæst Lægst Meðal
83% 57% 70%
Eisenhower for'seti
Hæst Lægst Meðal
83% 49% 66%
Truman forseti
Hæst Lægst MeðaJ
87% 23% í 46%
Mánudagur 29. nóv. 1971 7