Alþýðublaðið - 08.03.1972, Page 5

Alþýðublaðið - 08.03.1972, Page 5
lalþýðul útgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri BBiffTpd Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur rit- 111r-11J111 stjórnar Hverfisgötu 8-10. Símar 14-900 (4 línur). Auglýsingasími 14-906. Blaðaprent SÉRSKÖTTUN HJÚNA Fyrsta atriði i breytingartillögum Alþýðu- flokksins við skattafrumvörp rikis- stjórnarinnar er, að Alþingi visi málinu i heild til stjórnarinnar, sem fái það til athugunar og umfjöllunar til næsta þings. Röksemdir Alþýðuflokksins fyrir þvi, að málið eigi ekki að afgreiðast nú, eru margar og þungar á met- unum. Hefur Alþýðublaðið þegar rakið nokkrar þeirra og verða þær ekki endurteknar að sinnia Einsog kunnugt er ráðgerir rikisstjórnin ýmsar kerfisbreytingar á skattalögunum. Það er vissulega timabært að gera slikar breytingar. En það er ekki sama, hvernig það er gert. Rikisstjórnin hefur aðeins tekið sér nokkra mánuði til þess að framkvæma heildar- endurskoðun á skattakerfinu og ákveða breytingar á þvi. Sá timi er vitaskuld allt of skammur. Það hefur glögglega komið i ljós, m.a. á þann hátt, að rikisstjórnin hefur þurft að taka sér þrjá mánuði til þess eins að reyna að gera einhverja bragarbót á upphaflegum til- lögum sinum. Það verk var unnið i örvænt- ingaræði og lyktaði þannig, að allir una illa við. Svona vinnubrögð geta vitaskuld ekki leitt til neins skynsamlegs árangurs. Það er ekki hægt að framkvæma svo umfangsmikið verk eins og heildarendurskoðun skattalöggjafar er á aðeins nokkrum vikum eða mánuðum. Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur bent á ýmislegt, sem sérstaklega þyrfti að sinna við heildarendurskoðun skattakerfisins, en rikis- stjórnin hefur engan tima gefið sér til að athuga. Meðal þeirra stóru nýmæla, sem Alþýðuflokkurinn leggur til að athuguð verði, er sérsköttun hjóna. Þannig verði giftum konum reiknaðar hluti af tekjum mannsins og konan siðan skattlögð sem sjálfstæður einstak- lingur, en skattar eiginmannsins vitaskuld lækkaðir að sama skapi. Þessi hugmynd er stórkostlegt nýmæli i fullu samræmi við nútimaleg sjónarmið. Hana þarf að athuga gaumgæfilega. Það eru einmitt slikar hugmyndir, sem timi verður að fást til þess að fjalla um i sambandi við heildar- enduskoðun skattkerfis. AUKNIR ERFIDLEIKAR f FINNSKRI PðLITÍK Fyrir skömmu kom Kekkonen Finnlandsforseti heim frá Sovét- rikjunum, þar sem hann var i snöggri ferð i einkaerindum . Á þvi ferðalagi hitti hann að máli næstum alla toppmennina i Kreml og allir telja vist, að á fundum þeirra hafi sérstaklega verið rætt um stjórnmálaástandið i Finnlandi nú, jafnvel þótt hluti af dvalartima Kekkonens i Rúss- landi hafi farið i villisvinaveiöar, en Kekkonen er sportmaður hinn mesti, eins og allir vita. Aður en Kekkonen hélt heim fékk hann nýtt heimboö. Hinir rússnesku gestgjafar vilja gjarna fá að sjá framan i hann aftur i ágúst i haust. Það er orðin föst regla hjá Kekkonen að heimsækja hinn volduga nágranna i austri a.m.k. tvisvar á ári. Hinar opinberu ástæður, sem gefnar eru fyrir þessum ferðum, eru margvis- legar, — allt frá bjarndýra- og villisvinaveiðum upp i leiðtoga- fundi á hæsta plani. En raun- verulegur tilgangur er ætið ká sami, að viöhalda nánum tengsíum milli finnska forsetans og leiðtoga Sovétrikjanna. i þau sextán ár, sem Kekkonen hefur gegnt forsetaembætti, hefur hann lagt sérstaka áherzlu á að við halda nánum tengslum austur yfir og margir halda þvi fram, að hann búi yfir sérátökum hæfileik- um til þess að meta stjórnmála- viðhorfið i Kreml i smáatriðum og kunni að hegða sér samkvæmt þvi. Aðrir eru hins vegar þeirrar skoðunar, að hann noti sin góðu tengsl við leiðtoga Sovétrikjanna til þess að auka stjórnmálalegt sjálfræði Finna og auðvelda landi sinu að framfylgja hlutleysis- stefnu. Eitt er þó vist. Eins og málin nú standa hefur Finnlandsforseti vafalaust lagt sérstaka áherzlu á að upplýsa leiðtoga Sovét- rikjanna um stjórnmálaþróun þá, sem átt hefur sér staö i Finnlandi undanfarnar vikur og ástandið nú. Jafnframt hefur hann viljað fá nánari skýringar hjá leiðtogum Sovétríkjanna á viðhorfum þeirra til ýmissra mála, sem snerta Finnland. Ýmislegt hefur gefið til kynna, að hinir sérstöku hæfi- leikar Kekkonens til þess að meta viðhorf og viðbrögð sovéskra ráðamanna hafi ekki reynst alveg óskeikulir upp á siðkastið. t þvi sambandi er nægilegt að nefna ákveðna andstöðu Sovétrikjanna gegn Finnanum Max Jacobsen sem arftaka U-Thants hjá Sameinuðu þjóðunum. Eftir að Finnar höfðu með öllum ráðum leitað eftir stuöningi Rússa við framboð Jacobsen kom hin ákveðna neitun Rússanna Finnum alveg á óvart. Allir höfðu þótzt þess fullvissir, að bæði finnski forsetinn og finnska stjórnin hefðu skilið rétt ýmis viðbrögð Rússa við framboðinu áður en það var endanlega ákveðiö og framboðið væri þvi reist á raunhæfu mati. Það Um það leyti, sem islenzku for se ta h j ón i n sækja Kekkonen, F'innlands- forseta, heim eru mikil veðrabrigði i finnskum stjórnmálum. Meðfylgjandi grein fjallar um þátt Kekk- onens i þvi tafli og er stuðst við grein um það efni, sem birtist i Arbejderblaðinu norska fyrir þrem dögum. reyndist hins vegar ekki vera, þvi Rússar sögðu blákalt nei, þegar opinberlega var óskað eftir stuðn- ingi þeirra við framboð .Jacob- sens. Einnig heima fyrir hefur Kekkonen átt i erfiðleikum, og ýmsir hafa einnig farið að efast um stjórnmálalega innsýni hans i þeim efnum. Samsteypustjórn Karjalainens, þar sem jafnaðarmenn og Miðflokkurinn voru helztu máttarstoðirnar, lamaöist smátt og smátt vegna deilna innan stjórnarinnar um land- búnaðarmál. Deilurnar náðu hámarki i. fyrra haust. Skyndi- lega greip þá Kekkonen forseti inn i gang mála og fyrirskipaði nýjar þingkosningar. En kosningarnar, sem áttu sér stað i janúarmánuði, höfðu ekki i för með sér neinar stórvægilegar breytingar i finnskri pólitik. Og það kom strax i ljós, að það var engan veginn auðvelt að koma saman nýrri samsteypustjórn. Jafnaðarmannaflokkurinn styrkti stöðu sina sem stærsti flokkur landsins. Það var þvi eðlilégt, að formanni flokksins hinum 69 ára gamia Rafael Paasio, væri falið að reyna að koma á fót nýrri rikisstjórn, Fyrst reyndi Kekkonen að stuðla að stjórnarmyndun 5 flokka, þar sem bæði kommúnistar og mið- flokkarnir væru með. En eftir miklar vangaveltur höfnuðu jafnaðarmenn þvi. Þá var reynt að koma á fót fjög- urra flokka samsteypustjórn, þar sem jafnaðarmenn og Miðflokk- urinn væru helztu burðarstoð- irnar. Eftir vikulanga fundi á bak við tjöidin rann sú tilraun einnig út i sandinn. Þá var aðeins einn möguleiki eftir. Minnihlutastjórn jafnaðarmanna, studd 55 af 200 þingmönnum rikisþingsins. Og sú stjórn var mynduð fyrir röskri viku. Frá sjónarhóli Kekkonens er þessi rikisstjórn örugglega aðeins siðasta neyðarúrræðið. E- inng fyrir jafnaðarmenn eru þessi málalok ekkert sérstaklega ánægjuleg. Rikisstjórnin þarf strax i byrjunað fást við launa- og verðlagsvandamál, sem eru geig vænleg og geta leitt til sundrandi átaka. Og jafnaðarmenn þurfa i þokkabót að eiga við kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar, sem enga ábyrgð bera á stjórn landsins og geta þvi orðið jafn aðarmönnum óþægur ijár i þúfu. Fáir reikna þvi með, að rikis- stjórn Paasios sitji mikið lengur en fram til sveitarstjórnakosn- inganna, sem fram eiga að fara i Finnlandi i haust. Hin nýja rikisstjórn á einnig við ýmis önnur vandamál að striða, en verðlags- og kaupgjaldsmál. Meðal annars þarf-hún að ná samkomulagi við EBE, sem ekki er aðeins hagkvæmt fyrir Finna heldur einnig á þann veg, að Sovétrikin geti sætt sig við. Enn einu sinni verða Finnar þvi að halda jafnvæginu á beirri erönnu linu, sem þeim er ætlað að feta. I þvi sambandi er rétt að benda á, að Finnar hafa einnig uppi fyrir- ætlanir um að tengjast á einhvern hátt Comecon, efnahagssam- steypu AusturEvrópu landa. Þaö er hugsanlegt, að með þvi að stækka gáttina til austurs leyfist Finnum einnig að opna meir til vesturs. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVlKUR Alþýðuflokksfélag Reykjavikur heldur ARSHATtÐ n.k. laugardagskvöld, 11. marz, og hefst hún með borðhaldi kl. 19,00 stundvíslega. Hátiðin veröur á HÓTEL ESJU. Dagskrá: 1. Stutt ávarp flytur Sigurður E. Guðmunds- son, formaður félagsins. 2. Einleikur á pianó. Hrafnhildur Steinars- dóttir, 15 ára, leikur. 3. Einsöngur. Guðrún Á. Slmonar, óperu- söngkona, syngur viö undirlcik Guðrúnar Kristinsdóttur. 4. Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason skemmta. Ilansaö verður til kl. 2 e.m. Veizlustjóri Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðuflokksins. Aðgöngumiðasala á skrifstofu Alþýðu- flokksins er hafin. Borðapantanir á Hótel Esju, simi 8-22-00, eftir kl. 15 I dag, miðvikudag. Miövikudagur 8. marz 1972 0

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.