Alþýðublaðið - 13.04.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 13.04.1972, Blaðsíða 9
Ted MácDougall HAFA SKORAÐ OFTAST Eftirtaldir leikmenn eru nú markhæstir i Englandi. Meö- eru talin mörk skoruð i deild- arkeppninni, bikarkeppninni og keppni um deildarbikarinn. Ted McDougall er nær örugg- ur um að vcrða markaköngur I ár, en hann var einnig mark- hæstur i fyrra með 49 mörk. í ár á hann möguleika á þvi að ná 50 mörkum. 1. deild: Francic Lee (Man City) 32 Martin Chivers (Totthm) 32 Peter Lorimer (Leeds) 26 George Best (Man Utd) 23 Clyde Best (West Ham) 23 2. deild: Bob Latchf. (Birmingh) 26 Bob Hatton (Birmingh) 25 3. deild: Ted McDougall (Bournm.) 44 Alf Wood (Shrewsb) 32 4. deild: Peter Price (Peterb.) 27 MattTees (Griinsby) 26 LITLI BIKARINN Á Akranesi léku heimamenn við Hauka, og skoruðu mark á 30. minútu i sitthvorum hálfleiknum. Það fyrra gerði Andrés, en Teitur það siðara. Hávaðarok var meðan á leiknum stóð, og einnig á meðan leikur varaliðanna fór fram. Þann leik vann tA 4:0. t Keflavik sigraði Breiðablik heimamenn nokkuð óvænt 2:1, og voru öll mörkin skoruð I fyrri hálfleik. Leik varaliðanna varð að fresta vegna óveðurs. BOLTINN Og hér eru úrslit leikja i ensku knattspyrnunni í gærkvöldi. Manchester City sigraði Manch. Utd. 3-1 og Chelsea sigraði Wolves 2-0. Guðmundur Gislason er einn þeirra sundmanna sem valdir hafa verið til landsliðsæfinga. Myndiner, tekin i bikarkeppni SSÍ nýlega, og sést þar vel hversu ókyrrt er oft i laugunum. 29 MANNA LANDSLIÐ ÆFIR SUND HÁLFSMÁNAÐARLEGA Að lokinni bikarkeppni SSl, endurvaldi landsliðsnefndin i sundi hóp sundmanna til lands- liðsæfinga. í hópnum eru nú 29 sundmenn, 15 konur og 14 karlar. Verður æft hálfsmánaðarlega i sundlauginni i Laugardal. t sumar er margt i deiglunni hjá sundfólkinu, t.d. hefur komið boð til SSl um að senda hóp sund- manna til 8 landa keppni til Eden- borg dagana 28.-29. júli. Auk Is- lands taka Skotland, Belgia, tsrael, Noregur, Spánn, Sviss og Wales þátt i keppninni. Eftirtaldir sundmenn hafa ver- ið valdir til landsliðsæfinea: KONUR: Bára Olafsdóttir A Bjarnfriður Vilhjálmsd. UBK ILLA SVIKINN EF EG STEKK EKKI 5.56 M ,,Ég er illa svikinn ef ég stekk ekki 5.56 metra bráðlega, ég er með hæðina i kroppnum”, sagði Sviinn Kjell Isaksson eftir að hafa sett nýtt heimsmet i stangar- stökki um helgina, 5.51 metra. Isaksson var hress i bragði eftir afrekið og skálaði fyrir sjálfum sér i mjólk. Aðstæður voru ekki upp á það allra bezta þegar Isaksson reyndi við methæðina á móti i Austin, Texas. Sólin skein beint i augun og allsterkur hliðarvindur var. En Isaksson lét aðstæðurnar ekkertá sig fá,og,hoppaðiléttilega yfir 5,51, við mikla hrifningu 18.500 áhorfenda. A eftir reyndi hann þvisvar við 5,56, en það tókst honum ekki. SEGIR KJELL ISAKSSON Ekki var stökkserian sérlega glæsileg hjá Kjell. Fyrst reyndi hann við 4,87 á mótinu i Texas og fór þá hæð i fyrstu atrennu, sömu- leiðis 5,03. Næsta hæð sem hann reyndi við var 5,21, og hana fór Kjell i annarri atrennu. Verst gekk honum með 5,36, þvi hann þurfti þrjár tilraunir við Framhald á bls. 4 Elin Gunnarsd. UMSelf. Elin Haraldsdóttir Æ Guðmunda Guðmundsd. UMF- Self. Guðrún Halldórsdóttir 1A Guðrún Magnúsdóttir KR Hallbera Jóhannesd. IA Helga Gunnarsdóttir Æ Hildur Kristjánsdóttir Æ Hrafnhildur Guðm.d. UMFSelf. Ingunn Rikharðsdóttir tA Jóhanna Stefánsd. UMFH og O Salome Þórisdóttir Æ og Vilborg Sverrisdóttir SH. KARLAR: Axel Alfreðsson Æ Elias Guðmundsson KR Finnur Garðarsson Æ Flosi Sigurðsson Æ Friðrik Guðmundsson KR Guðjón Guðmundsson tA Guðmundur Gislason A Gunnar Kristjánsson A Hafþór B. Guðmundss. KR Leiknir Jónsson Á Páll Ársælsson Æ Sigurður Ölafsson Æ Stefán Stefánsson UBK og Þorsteinn Hjartars UmfH og ö Landsliðsnefnd áskilur sér rétt á breytingum á þessu vali liðsins. NORWAY «§> CUP 72 Intemational youth football tournament P^PSI BÆKKELAGETS SPORTSKLUB DQQblQ(Í6t ÍBV hefur borist boð um að senda lið i mikið knattspyrnumót unglingaliða (18 ára og yngri) sem haidið verður I Bergen I Nor- egi dagana 5.-8. júli i sumar. Mót þetta kallast The North Sea Foot- ball Cup og munu taka þátt i þvi lið frá 8 iöndum: Noregi, Sviþjóð, Danmörku, tslandi, Hollandi, Bretlandi, V.-Þýzkalandi og A.- Þýzkalandi. ÍBV hefur þekkst þetta boð og er undirbúningur liðsins fyrir þessa miklu keppni hafinn. Eftir að keppninni i Bergen likur mun ÍBV-Iiðið halda til Hamars og dveljast þar i nokkra daga i boði Hamarkameratene en unglinga- liö frá þvi félagi mun síðan koraa hingað til tslands 1973 i boði ÍBV. — HJ Þetta er ekki eina knattspyrnu- mótið sem islenzkum unglingum stendur til boða I Noregi i sumar. Norska liðið Bækkelaget hyggst halda slikt mót 1.-5. ágúst i sumar. Keppt veröur i 4. aldurs- fiokkum pilta og einum aldurs- flokki stúlkna. Er gert ráð fyrir mikilli þátt- töku, jafnvel 400-600 liöum, og yrði þetta stærsta mót sinnar teg- undar sem haldið hefur verið i Noregi. Ef íslenzk félög hafa áhuga á þessu, eiga þau að snúa sér til Norway Cup 72, postboks 6837, St. Olavs Plass Osió 1. Tim- inn er naumur, þvi að svar þarf að hafa borist fyrir 15. april. ÍBV TIL NOREGS VIUA FLEIRIFARA? VIKINGARNIR ERU ÚR LEIK Vestmannaeyingar hafa nú tekið forystuna i Meistara- keppni KSt, eftir sigur yfir Vikingi i Eyjum á laugardaginn 1:1. Hafa Vestmannaeyingar 4 stig, IBK 3 stig og Vikingur 1 stig. Keflvikingar eiga inni leik á hin félögin, svo ljóst er að leikur ÍBV og IBK verður úr- slitaleikur keppninnar. Ekki er ennþá ákveðið hvenær sá leikur fer fram, en um næstu helgi leikur tBK við Viking. Leikur IBK og Vikings ein- kenndist af veöurfarinu. t fyrri hálfleik var veður sæmilegt, og leikurinn nokkuð fjörugur. Eyjamenn byrjuðu með gassa miklum, og höfðu skorað mark eftir aðeins 4 minútur, og það reyndist er til kom vera sigur- merkið. Valur Andersen braust þá i gegnum Vikingsvörnina, alveg upp að endamörkum, og sendi boltann fyrir markið þar sem Haraldur Júliusson blakaði honum léttilega i netið. tBV var sterkari aðilinn i hálfleiknum, en tókst ekki að nýta sér yfir- burðina til marka. A siðustu 10 minútum fyrri hálfleiks varði Diðrik Ólafsson markvörður Vikings tvivegis hreint stórkost- lega skot frá Sævari Tryggva- syni og Erni óskarssyni. I siðari hálfleik skall skyndi- lega á slyddubylur og varð það til þess að leikurinn drabbaðist allur niður, og miöjuþóf varö af- gerandi. Vikingar kunnu greini- lega Ibetur við aðstæðurnar, og voru meira með boltann, en náðu engum árangri. Eyjavörnin var mjög sterk, og Páll Pálmason var i miklu stuði i Eykjamarkinu. Flaug hann stanganna á milli eftir skoti Hafliða Péturssonar, sem var næst þvi aö færa Vikingi mark. Slasaðist Páll við þessar björgunaraögerðir, og varö að fara af velli. —HJ. Fimmtudagur 13. apríl 1972 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.