Alþýðublaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 5
lalþýdul Útgáfufélag Alþýöublaðsins h.f. Ritstjóri (áb.). Aðsetur ritstjómar Hverfisgötu 8-10. LJÖTUR Borgarstjórnarmeiri- hlutinn í Reykjavík hefur ákveöið að nota allar álagningarheimildir til hins ýtrasta við álagningu gjalda á borgarbúa. Út- svör verða lögð með 10% aukaálagi og fasteigna- gjöld með 50% aukaálagi. Þessar fyrirætlanir sínar hefur borgarstjórnar- meirihlutinn þegar stað- fest með afgreiðslu fjár- hagsáætlunar Reykjavík- urborgar fyrir yfirstand- andi ár. Hvers vegna ákveður Sjálfstæðisflokkurinn, sem stjórnar Reykja- víkurborg, að fara eins illa með borgarbúa í álagningu opinberra gjalda til borgarsjóðs og honum framast er unnt? „Þetta er reikningur rikisstjórnarinnar til borgarbúa", segir Sjálf- stæðisf lokkurinn. ,,Við höfum ekkert annað gert, en að skrifa upp á þennan reikning og framvísað honum við réttan aðila, höfuðborgarbúann." Þetta er ekki rétt. Reikninginn hefur borgarstjórnarmeirihlut- inn búið til sjálfur. Við gerð hans notaði borgar- stjórnarmeirihlutinn allar hæstu álagningarheim- ildir, sem Alþingi frámast leyfði. Borgarstjórnar- meirihlutinn gat valið um þær álagningarheimildir, sem sveitarst jórn er heimilað að nota í lögun- um um tekjustofna sveit- arfélaga. Hann valdi að nota þær allar til hins ýtr- LEIKUR asta og skildi ekkert eftir. Það er rétt hjá Sjálf- stæðisflokknum, að lög ríkisstjórnarinnar um tekjustofna sveitarfélaga skerða mjög tekjuöflun- armöguleika þeirra. Til þess að geta seilst þeim mun lengra ofan í vasa al- mennings hefur ríkis- stjórnin gengið mjög á hlut sveitarfélaganna í landinu en sagt svo við þau: ,,Ef þið eruð ekki ánægð með ykkar hlut, þá skulum við gefa ykkur heimildir tilþess að seilast alveg niður i vasabotninn. Þið ráðið svo, hvort þið notið ykkur þær heimildir. Það er ykkur í sjálfsvald sett. Ef þið viljið fara að því fordæmi okkar í ríkis- stjórninni að skattpína al- menning eins og framast er unnt, þá skulið þið nota þessar heimildir til fulls. Ef þið viljið ekki fylgja okkar fordæmi, þá látið þið það vera." Og Sjálfstæðismenn í borgarstjórnarmeirihlut- anum í Reykjavík völdu að fylgja fordæmi ríkisstjórnarinnar. Því myndi enginn hafa spáð fyrir. Það er þeim ekki til sóma. Þannig ætla þeir að hefna þess í héraði, sem hallaðist á þá á Alþingi. Það er ekki nóg með það, að ríkisstjórnin refsi almenningi fyrir að hafa stutt sig til valda. Sjálfstæðismeirihlutinn í höf uðborginni ætlar einnig að refsa fólkinu í Reykjavík fyrir það að búa við slæma ríkisstjórn. Sighvatur Björgvinsson Blaðaprent h.f. Almenníngur er látinn gjalda fyrir f jandsamlega ríkisstjórn, — fyrst með aðgerðum stjórnarinnar sjálfrar og siðan með að- gerðum annars stjórnar- andstöðuf lokksins, Sjálf- stæðisf lokksíns, sem stjórnar stærsta sveitar- félagi á íslandi. En hvað gat borgar- stjórnarmeirihlutinn gert, ef hann hefði viljað hegða sér í samræmi við hags- muni almennings en ekki i samræmi við fordæmi ríkisstjórnarínnar? Hann hefði getað hagað eyðslu borgarinnar í samræmi við eðlilegt aflafé hennar. Hann hefði getað tekið tillit til þess við ákvarð- anir umeyðslu á almanna fé, að möguleikar borg- arinnar til tekjuöflunar voru skerfir. En það gerði borgarstjórnarmeirihlut- inn ekki. Það greip hann f járfestingaræði. Hann jók framkvæmdir úr 17% af heildartekjum borgar- innar, eins og var á síð- asta ári, í 27% nú. Því striki hélt meirihlutinn, þótt Ijóst sé, að útilokað er að Ijúka öllum þeim framkvæmdum á árinu vegna ónógs undirbún- ings. Og honum kom ekki til hugar að reyna að draga úr almennri eyðslu stjórnunar- og skrifstofu- báknsins. Hann ákvað bara að sækja meira og aftur meira fé ofan i vasa borgarbúans. Kunni ríkisstjórnin ekki að hemja sig í eyðslu almannafjár þá kann borgarstjórnarmeirihlut- inn í Reykjavik það ekki heldur. Þvi miður fyrir borgarbúa. NÝ VIÐHORF 1 kosningabaráttunni á s.l. ári var mjög hamrað á þvi atriði við kjósendur, að nú væri langþráð tækifæri að koma nýjum mönnum inn með NÝJAR hugmyndir. Við stjórn væru þreyttir menn með úreltar hugmyndir. Einnig átti svo sannarlega að hnekkja veldi Seðlabankans og koma á betra fjármálakerfi en verið hafði i mörg ár. Þetta var undirstrikað með sterkum orðum. Margir urðu við þessum orðum og kusu nýja menn með nýju hug- myndirnar til valda. Og sjá. Hug- myndir koma fram. Fram- kvæmdastofnunin er orðin að veruleika. Stofnun, sem á að sjá fyrir öllu skipulagi og veita af örfandi hendi rikisvaldsins til framkvæmda um allt land. Allur máttur skyldi einnig þverra úr hinu úrelta kerfi, sem Seðla- bankinn hafði verið að koma á fót undanfarin ár og valdaaðstöðu hans. Ekki þarf lengi að leita i orðum núverandi stjórnanda til þess að finna hvað þeir vildu á sinum tima og lofuðu að gera. Menn hafa beðið rólegir eftir að hafist væri handa og vald Seðla- bankans molaði niður i duftið. En mér sem fleirum brá skemmti- lega i brún s.l. miðvikudag 12.april. Þá var haldinn hinn venjulegi matarfundur vegna af- greiðslu reikninga Seðlabankans og mörgum boðið sem áður. Nú skeður það semté i fyrsta sinni, að ÖLL rikisstjórnin mætir með pomp og pragt til matarfundarins og héldu vist flestir að hér vrði um útfarardrykkju að ræða. En hvað skeður? Hvorki meira né minna en bað. að siálft ..fórnar- lambið” stendur upp og tilkynnir, að Seðlabanki Islands sé tilbúinn að kaupa vixla, samþykkta af fjá- rmálaráðherra, til þess að bjarga fjárhag rikissjóðs og einnig til bess að draga úr yaxandi fiár- magnsþenslu i þjóðfélaginu. Ekki var ég á fundinum, en gaman hefði verið að sjá „pamfilana” er þessi yfirlýsing var gerð. Má það ekki teljast til einsdæma, að Íambið verði að bjarga úlfunum, án þess að fórna sér um leið? Margt fleira „skemmtilegt” hefur komið fram i sambandi við fyrri fullyrðingar um nýja menn með nýju hugmyndirnar. Verð- bólguna átti sannarl.að minika og hafa hana alls ekki meiri en i ná- grannalöndunum. En hver maður, sem augu hefur og eyru, sér og finnur þá holskeflu af verð- hækkunum, sem yfir er skollin og enn er ekki séð fyrir endann á. Fleira af nýjum hugmyndum, sem hrundið hefur verið i fram- kvæmd má t.d. nefna. Blaða- fulltrúi rikisstjo”rnari->'’ar heldur mjög flotta matar- og drykkja- veizlu i ráðherrabústaðnum með góðum skemmtikröftum og 6 vin- tegundum. Mér er tjáð að hér sé um algjört nýtt frumkvæði að ræða. En litið finnst mér fara Jón Armann Héðinsson skrifar fyrir sparnaðarviðleitni með þessu móti og hégómlegt verður það atriði að fella niður svonefnd „ráðherravin”, þegar svona siður er innleiddur. En hvað skal segja? Hér ráða nú nýjir menn með nýjar hugmyndir. Vonandi verður uppskeran þegar að henni kemur á sinum tima, i fullu samræmi við hugmynda- fræðina. Jón Árm. Héðinsson HVER VERSUR SUMARGIÚFIN? i nýársgjöf gaf rikisstjórnin þjóðinni fyrri hækkun sina af tveim á verði landbúnaðaraf- urða. Jafnframt gal hún fyrir- heit um, að með skattatiifærsl- um yrði nokkrum visitölustig- um endanlega stolið af launþeg- um. Það fyrirheit hefur hún efnt. i páskagjöf gaf rikisstjórnin þjóðinni 51% hækkun á sima- gjöldum og mikia verðhækkun á bílum. i millitiðinni hafði hún I ENDURNÝJUN LÍFDAGANNA 1 mörgum atriðum félagslegs eðlis erum við tslendingar tals- vert á eftir frændum okkar á Norðurlöndum. Kemur þetta viða fram og jafnvel ekki hvað sizt i starfsemi verkalýðssamtakanna. Sem stofnanir hafa islenzk verka- lýðsfélög um of staðnað. Almenn- ur áhugi er ekki hjá verkafólki fyrir starfsemi þeirra . Fundir eru fásóttir og önnur starfsemi félaganna tiðast mjög takmörk- uð. Verkalýðsfélögin hafa ekki upp á fjölbreytta starfsemi að bjóða. Svo dæmi sé nefnt, þá hefur islenzk verkalýðshreyfing til skamms tima skammarlega litið sinnt fræðslu— og upplýsingar- málum. Hún hefur hugsað sem VERKfl- LÝÐSMflL svo, að þau mál kæmu verkalýðs- félögum litið við,— þau ættu næsta litið skylt við verkalýðs- baráttu. Á sama tima hafa fræðslustofnanir verkalýðsfélaga i nágrannalöndunum eflst og styrkst unz nú, að þær eru farnar að gegna geysi—þýðingarmiklu hlutverki, — ekki aðeins i verka- lýðspólitikinni, heldur einnig i al- mennu menningarlifi i þessum löndum. Á siðustu árum hafa forráða- menn verkalýðshreyfingarinnar á Islandi smátt og smátt verið að uppgötva hve afdrifarikur skort- urinn á fræðslu— og upplýsinga- starfi innan samtakanna hefur verið. Smátt og smátt hefur vönt- unin á þessum mikilvæga þætti félagsstarfsins farið að standa islenzkri verkalýðshreyfingu fyrir þrifum. Þjálfun ungra manna til for- ystustarfa hefur litil sem engin verið. Þess vegna hafa kynslóða- skiptin i forystuliði verkalýðs- félaganna orðið erfið,— einfald- iega vegna þess, að erfitt hefur verið að finna unga menn með næga þekkingu og reynslu til þess að taka við. Skort hefur nýjar hugmyndir og ný viðhorf i bæði baráttuað- ferðum og stefnumiðum verka- lýðshreyfingarinnar. Vegna hvers? Vegna þess, að engin stofnun hefur verið til innan hreyfingarinnar, þar sem um- ræður um frjóar og nýstárlegar hugmyndir, baráttuaðferðir og stefnumörk hafa getað farið fram. Svona mætti lengi telja, en allt ber það að sama brunni. Skort- urinn á fræðslu— og upplýsinga- starfi innan verkalýðsfélaganna hefur i siðustu lotu komið niður á þeim sjálfum, starfsemi þeirra og styrk, baráttu þeirra, félagslegri stöðu þeirra i þjóðfélaginu og pólitiskum mætti. Endurreisn Menningar—■ og fræðslusambands alþýðu er þvi þarft verk, sem vekur miklar vonir. Við starfsemi þess eru tengdar vonirnar um, að verka- lýðshreyfingin gangi nú i endur- Framhald á bls. 4 hækkað landbúnaðarvörur, aftur hækkað brauðvörur, hækkað rafmagnsverð, hækkað ýmsa þjónustuliði og hækkað opinberar ilögur stórlega. Nú er fyrsti sumardagur i vændum. Hver skyldi sumar- gjöf rikisstjórnarinnar verða? Er eitthvað eftir, sem enn er óhækkað? Ef svo er, þá fer fólk nærri um, hvernig fréttatil- kynningin frá rikisstjórninni uni sumarmálin muni hljóða. NÍUl 2THIHU EV. SUMARFAGNAÐUR Sumarfagnaður Alþýðuflokksfélaganna i Hafnarfirði verður haldinn n.k. föstudagskvöld i Skiphóli og hefst kl. 9 e.h. Skemmtiatriði verða flutt. Félagsfólk! Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Alþýðuflokksfélögin i Hafnarfirði. Miðvikudagur 19. april 1972 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.