Alþýðublaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.04.1972, Blaðsíða 6
Iðnaðarbanki íslands h.f. Arður til I hluthafa Samkvæmt ákvörðun aðalfundar hinn 15. april s.l. greiðir bankinn 7% arð til hluthafa fyrir árið 1971. Arðurinn er greiddur i aðalbankanum og útibúum hans gegn framvisun arðmiða merktum 1971. Athygli skal vakin á þvi, að réttur til arðs fellur niður, ef arðs er ekki vitjað iipi- an þriggja ára frá gjalddaga, samkv. 5. gr. samþykkta bankans. V Reykjavik, 18. april 1972. IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS H.F. UTGERÐAR MENN Fyrirliggjandi: HORSKANET cristal og normal TEINATÓG NETAHIIINGIR BELGIR BAUJUR UPPSETT LÍNA BRYGGJUBÖND Kaupfélag Suðurnesja Víkurbraut Keflavik Simi 1505 Án þess að hátt færi um það læddist inn i blaðaheiminn is- lenzka fyrir skömmu nýtt blað, sem án efa er kærkomið innan viss hóps manna. Blaðið ber náfnið Ljósmynda- blaðið, og liklega má fullyrða að það sé frumraun islendinga i út- gáfu ljósmyndablaða. Að útgáf- unni stendur Félag áhugaljós- myndara, og hafa þeir félagar sem um hana sáu notið góðrar fyrirgreiðslu hjá Kassagerð Reykjavikur, enda er allur frá- gangur afbragðsgóður,. Þaö er prentaö i ,,offset”,og pappfrinn er mjög vandaður myndapappir. Aðal uppistaða blaðsins er að sjálfsögðu myndir, og flestar al- veg gullfallegar. Ein opna er tek- in undir myndir af sýningunni „Ljós” ’71", sem sex áhugaljós- myndarar stóðu að i vetur, en fjórir þeirra eru i Félagi áhuga- ljósmyndara- Það sem kannski má helzt finna að blaðinu er lesmálið. Nokkrar greinar eru þar um tæknileg efni, mjög fróðlegar. En efnisleg framsetning er ekki upp á það bezta. Það má nú samt lita mild- um augum á það atriði, það er bernskusjúkdómur, sem auðvelt er að bæta i næsta blaði. En verður næsta blað? — Við hittum að máli Skúla Magnússon, einn ritnefndarmanna, og einn þeirra sem stóðu að sýningunni ,,Ljós ’ 71”, og lögðum þessa spurningu fyrir hann. — Meiningin er, sagði Skúli, að gefa þetta blað út tvisvar á ári, og við ætlum að reyna að koma næsta blaði út um mánaðamótin október-nóvember. — 011 vinna við þetta blað er unnin i sjálfboðavinnu, það er ekkert keypt nema efni og prent- un. Lars E. Björk, einn félagi úr Félagi áhugaljósmyndara, vinn- ur hjá Kassagerðinni, og hann vann alla filmuvinnu ókeypis á kvöldin. — Ljósmyndavörukaup- mennirnir brugðust lika svo vel við varðandi auglýsingar, að við þurfum ekki að selja nema 400 blöð til þess að útgáfan standi undir sér. A þessari forsendu getum við haldið verðinu niðri og prentað það á góðan pappir og staðizt þannig samkeppni við er- lend ljósmyndablöð, en blaðið kostar 80 krónur i verzlunum. — Hvernig list ykkur á fram- tiðina varðandi útgáfuna? — Ég veit ekki hvernig fer,þeg- ar við sem stöndum I þessu núna hættum, — hvort einhverjir vilja taka við, en það þyrfti náttúrlega að stefna að þvi að hafa einn mann á launum við blaðið. — Ef við snúum okkur að efn- inu, er það yfirleitt frumsamið eða þýtt? — Það er bæði frumsamið og endursagt. Vitanlega fæst öll vit- neskja úr erlendum blöðum, en það er ekki mikið um beinar bÝð- ingar. — Hvernig ætlið þið að afla mynda i blaðið i framtiðinni? — Það er meiningin að koma af stað samkeppni sem allir geta tekið þátt i. Við ætlum lika að reyna að hafa myndasiður þar sem verða birtar aðsendar myndir. 1 þvi sambandi vil ég benda mönnum á að láta tækni- legar upplýsingar fylgja, og senda myndirnar i stærðinni 18x24 sm eða skornar úr þeirri stærð. — Myndirnar á að senda i pósthólf 1367, Reykjavik. — Hvað er svo að frétta af félaginu sjálfu? — Það er nú hálf dauft yfir þvi núna, skráðir félagar eru ekki nema 50, en við höldum alltaf fundi fyrsta miðvikudagskvöld hvers mánaðar, i kjallarasal Hallveigarstaða. Félagið verður 20 ára næsta ár, það var stofnað 6. febrúar 1953, og það hefur lengi verið meiningin Framhald á bls. 4 o Miðvikudagur 19. apríl 1972 Stóru myndina hér i opnunni tók ólafur Jónsson. Þessi sér- stæða og fallega mynd af morgunkyrrð er i Ljósmynda- blaðinu. Myndin af stráknum, niðri til hægri, er einnig úr blaðinu, en hana tók Ólafur Guðmundsson. Ólafur tók einnig myndina efst til vinstri, en allar þessar þrjár eru i blaðinu. Hinar myndirnar tvær eru svo frá sýningunni LJÓS, sem haldinn var i haust. Fuglamyndina tók Skúli Gunnarsson, en okkur er ekki kunnugt um ,,hertu” mýfidina af unga manninum. Miðvikudagur 19. april 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.