Alþýðublaðið - 23.04.1972, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 23.04.1972, Qupperneq 4
HRUTSMERKINGAR ERU TIÐUM FRAMIR OG HREINSKIL SJALFSTÆDIR HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR UM HRUTSMERKID Mottó þeirra sem fæddir eru SKOÐUNUM, STOLTIR OG TILLITSLAUSIR illi 20. marz - 21. apríl er þetta: Sjálfs er höndin hollust Hrútsmerkingar eru oft djarfhuga og skjótráöir, kraftur- inn og ákefðin eru þeir eiginleikar, sem mest gætir i fari þeirra. Athafnir og framkvæmdir eru þeirra lausnarorð og metnaður þeirra mikill. Þeir eru gæddir miklu sjálfs- trausti, og sjaldgæft að þeir þjáist af minnimáttarkennd. Beinist atorka þeirra í réttan farveg, komast þeir langt. Það skal dugnað til að brjóta sér braut í lifinu, og þeir hafa nóg af honum. Dugnaður dæmi- gerðra Hrútsmerk- inga beinist oftast nær að því sem talizt getur skynsamlegt og nytsamlegt, þeir ná oft miklum árangri sem umbótamenn og for- svarsmenn lítils- megandi. Þeir hika ekki við að breyta því, sem þeim fellur ekki og það er þeim ekki að skapi að sitja og bíða þess að gæði lifsins falli þeim í skaut. Þeir svipast stöðugt um eftir tækifærum og grípa þau strax og gefast. Helzt kjósa þeir að fitja upp á einhverju nýju og allir erfið- leikar virðast fyrst og fremst eggja þá til meiri átaka. Framtaksemi þeirra mótast tíðum af þeirri skoðun, að sjálfs sé höndin hollust, en þeir eiga oft erfitt með að sætta sig við ef þess verður nokkur bið að árangurinn kom í Ijós. Hugmyndaauðgi Hrúts- merkinga á sér litil tak- mörk, og snarráðir eru þeir öðrum fremur ef i harðbakkann slær. Þeim virðist auðvelt að taka mikilvægar ákvarðanir, en til er að þeir dreifi kröftum sinum fyrir það að þeim veitist erfitt að einskorða sig við eitt við1 fangsefni i einu. Aðrir Hrútsmerkingar, sem ekki geta kallast eins dæmigerðir, beita ekki dugnaði sinum alltaf eins hyggilega og skyldi. Þeir dragast oft inn i deilur og eiga erfitt með að viður- kenna sjónarmið annarra, og hættir við að vanmeta aðra. Dirfska þeirra getur orðið hættu- ieg vegna skorts á yfir- vegun og vegna þrákelni, og sá ásetningur þeirra að þeim skuli heppnast, orðið til þess að þeir gleyma allri gætni. Bráðlyndir geta Hrúts- merkingar verið, en það er sjaldgæft að þeir séu langræknir eða hefni- gjarnir. Reiðin getur blossað upp snöggvast, en hjaðnaö jafn skjótt aftur. Þannig getur það og reynst með ást Hrúts- merkinga. Hrútsmerkingar eru tiöum framir og hrein- skilnir, öllum sjálfstæðari i skoðunum, oft stoltir og tillitslausir, Þeir bregöast hart við gagn- rýni og andspyrnu og ljá oft taks á sér fyrir það að standast ekki storkanir eða ögrun. Eöa þeir geta vakið andúð og and- spyrnu meö þvi að fylgja málum sinum of fast fram. Þeim ber og mjög að varast allar öfgar, bæði i störfum, fjár- málum og á öðrum sviðum. Heilsufar. Yfirleitt eru Hrúts- merkingar heilsugóðir, sterkbyggðir likamlega, en öðruum fremur hætt við meiðslum, og þá eink- um á höfði og and, Þeim ber einkum að varast of hraðan akstur, og viðhafa alla gát þegar um er að ræða einhverjar iþróttir, sem haft geta hættur i för með sér. Margir Hrútsmerking- ar eru glæsilega vaxnir og vel iþróttum búnir, einkum skara þeir oft fram úr sakir snerpu og hörku, og á það eins við um konur, sem fæddar eru undir þessu merki. Aftur á móti er þolið ekki alltaf að sama skapi. Það eru helzt taugar Þau eru skjót til ásta, eldheit og ákiif í ást sinni á meðan hún varir - en það er sjaldnast lengi, þangað til þau hafa fundið þann aðila, sem þau finna sig geta trúað og treyst, en venjulega hafa þau átt mörg, skammæ ástarævintýri áður en til þess kemur. Þau eru raunsæ í makavali auk þess sem metnaður þeirra kemur þar oft til greina. Fyrir kemur að þeim finnst hjónabandshnappheldan helzt til þröng, en þau frávik eru skömm og sjaldnast alvarlegs eðlis. Hrútsmerkinga, sem ekki eru eins sterkar og vænta mætti um svo likams- hraust fólk, og fyrir bragðið ásækir það oft höfuðveiki, til dæmis migrena, og aðrir kvillar sem eiga rætur sinar að rekja til álags og ólags á taugakerfinu. Mesta hættan heilsufarslega, þar sem Hrútsmerkingar eru annars vegar, er þó sú að þeir ofreyni sig eða ofþreyti sökum þess hve þeir fara sér geyst, hvað svo sem þeir hafa með höndum — og eins slys, sumpart fyrir glannaskap og athugunarskort, en oftast þó vegna ofur- kapps. Ekki eru Hrúts- merkingar þolinmóðir eða þægilegir sjúklingar við að fást, enafturá móti eru þeir oftast nær fljótir að sigrast á sjúkdómum, sem ekki eru þvi alvar- legra eðlis og fljótir að ná sér — en þá er lika til að þeir gæti sin ekki og slái niður aftur eins og það er kallað. Ekki verður neitt fullyrt um það, hvort Hrútsmerk. eru skamm- lifari öðrum yfirleitt — vist er um það að margir þeirra ná mjög háum aldri og halda fullri 'starfsorku og starfsákefð fram i andlátið — en hinu verður ekki neitað, að margir af Hrútsmerk- ingunum stytta sér óbein- linis aldur fyrir það, að þeir kunna sér ekki hóf, hvorki við starf eða i nautnum. Vegna meö- fæddrar hreysti sinnar, eiga flestir þeirra annars langt og athafnasamt lif fyrir höndum — ef þeir una sér hvildar endrum og eins, fara sér hóflega i mat og drykk og njóta lystisemda lifsins sam- kvæmt þvi. Lifsstarf. Hugmyndaauðgi, kapp og dugnaður Hrútsmerk- inga gerir þá liklega til að ryðja sér braut i lifinu og komast vel áfram, eins og það er kallað. Þeim er það flestum i blóð borið, að velja sér þau störf sem gefa þeim mikið i aðra hönd, sækjast margir eft- ir embættum éða st- jórnarstörfum og reyna ast dugmiklir og hug- kvæmir. Þeim lætur yfir- leitt mjög vel að hafa umsjón með miklum framkvæmdum, stjórna mörgu fólki — margir öðrum fremur fæddir for- ingjar eða leiðtogar, sak- ir hugdirfsku, dugnaðar og frumleika, en þó fyrst og fremst fyrir sérstaka hæfileika til að vekja kapp og áhuga annarra og fá þá til að leggja sig alla fram. Margir þeirra hafa getið sér mikið orð sem hermenn og herfor- ingjar, en þeim láta og vel læknisstörf og þó einkum störf sem lúta að verkfræði og vélfræði. Hins vegar eru þeir ekki mikið fyrir það gefnir að taka þátt i flokksstörfum sem undirmenn: þeir verða að geta farið sinu fram og haft forystu á hendi, eigi þeir og hæfi- leikar þeirra að njóta sin. Það er galli á mörgum Hrútsmerkingum, að þeim haéttir nokkuð við geta ekki einbeitt sér til lengdar að einu og sama viðfangsefni. Þó að þeir gangi að einhverjum framkvæmdum með oddi og egg og engir erfið- leikar fái stöðvað dugnað þeirra i fyrstu, getur komið fyrir að þeir glati áhuga á öllu saman þegar sem bezt gengur — og þá oftast vegna þess, að þeir hafa fengið hug á ein- hverju öðru viðfangsefni, og þá yfirleitt enn stærra i sniðum og meira i sam- ræmi við metnað þeirra. Þeir sækjast yfirleitt ekki fyrst og fremst eftir auði, nema þá helzt fyrir það að peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal og veitir aukið sjálfstæði og sjáifræði — en margir kunna þeir þó vel að meta þann munað og glæsi- brag, sem auði fylgir. Og þeir komast einmitt oft og tiðum öðrum fremur yfir mikla peninga, en leggja þá yfirleitt óðara i ein- hverjar framkvæmdir, eða fyrirtæki, oftast fremur af stórhug en for- sjálni, en tapi þeir fé, eru þeir þó ekki að harma það til lengdar, enda oftast fljótir að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Heimili og fjölskylda. Hrútsmerkingar eru yfirleitt góðir heimils- feður og unna mjög fjöl- skyldu sinni, og konur fæddar i Hrútsmerki góð- ar mæður og ágætar húsmæður. Bændurnir yfirleitt lagvirkir, leggja hart að sér við að prýða heimilið, þeir eru einkar smekkvisir og hafa næmt litaskyn. Þeir vilja að heimilið sé sá staður, þar sem þeir geta notið hvild- ar og ánægju, frjálsir og óháðir. Þeir eru gest- risnir og veitulir, enda flestir vinmargir. Þeir unna mjög fjölskyldu sinni, en þeir eru um leið stjórnsamir á heimili og krefjast hlýðni og friðar innan fjölskyldunnar. Hrútsmerkingar una illa barnlausu hjóna- bandi, þar eð þeir eru RITSTJORARNIR FJÓRIR, DUGN- AÐARFORKARNIR 0G HINIR SEM FARA SÍNU FRAM ÁKAFALAUST , Það er anzi erfitt að finna einstaklinga, sem svara til alira helztu ein- kenna hvers stjörnu- merkis, enda er enginn einn maður algerlega dæmigerður Vatnsberi þótt hann sé fæddur i því merki, og sama sagan er um Hrútinn og önnur merki. En fólk getur ver- ið blanda af jákvæðum og neikvæðum eiginleikum hvers merkis, og þannig tala stjörnuspekingar um að viðkomandi einstak- lingur sé svo og svo pósi- tivur eða svo og svo nega- tivur Bogmaður, Hrúts- merkingur, Vatnsberi o.s.frv. Af þessum ástæðum getur upptalning á fáein- um islendingum, sem fæddir eru undir viðkom- andi merki, aldrei gefið neina heildarmynd af þvi hvers konar einstaklingar eru fæddir undir þvi merki, en hins vegar má oft greina sitthvað sem þessir menn eiga sam- eiginlegt, og sem ein- kennandi er fyrir merkið. Það verður vart sagt að Sigurður A. Magnússon ritstjóri Samvinnunnar, Gylfi Gröndal, ritstjóri Vkunnar, Gísli J. Ast- þórsson, ritstjóri Alþýöu- blaðsins og Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri Timans, eigi geysimargt sameiginlegt umfram T L það að allir eru þcir rit- stjórar, og allir hafa þeir starfaö við Alþýöublaðið. En allir cru þeir Ilrúts- merkingar, og cf við leit- um eftir einkennum i per- sónulýsingunni hér i opn- unni, þá rckumst við strax á nokkur einkenn- andi atriði: „Hugmyndaauögi Hrútsmerkinga á sér litil takmörk, og snarráðir eru þeir öðrum fremur ef i haröbakkann slær. Þeim virðist auðvelt að taka mikiivægar ákvaröanir, en til cr að þeir dreifi kröftum sfnum fyrir það, að þcim veitist erfitt að einskorða sig við eitt við- fangsefni i einu”. „Helzt kjósa þeir að fitja upp á einhverju nýju og allir erfiðleikar viríiast helzt éggja þá til meiri átaka”. An þess að ofangrcind- ar tilvitnanir séu eins og skraddarasniðnar per- sónulýsingar þessara fjögurra ritstjóra má þó finna i þeim sitthvað. scm ekki verður á móti mælt að á dável við þá. Og fleiri má finna, sem svara tilannarra lýsinga. „Hrútsmerkingar eru tið- um framir og hreinskiln- ir, öllum sjálfstæðari i skoðunum, oft stoltir og tillitslausir”. Hver mótmælir þvi að þetta eigi að cinhverju leyti við t.d. Asbjörn Sigurj&nsson á Alafossi, Asgcir Pétursson, sýslu- mann Borgfirðinga, Ein- ar Braga, talsmann rit- höfunda, Erlcnd Einars- son, forstjóra SIS, Ólöfu Pálsdóttur, sendiherrafrú og listakonu, Tryggva Ilelgason, „flugmálaráð- herra Norðlcndinga” og Gunnlaug Þórðarson, lög- fræðing? Það er sagt um þá, sem fæddir eru i Hrútsmerk- inu, að þeir séu gæddir miklu sjálfstrausti, og beinist atorka þeirra i réttan farveg komist þeir langt. „Það skal dugnaö til að komast langt i lif- inu, og þeir hafa nóg af honum", stendur i lýsing- unni. Og dugnaður þeirra beinist oft að þvi, sem tal- izt getur skynsamlegt og nytsamlegt. Barði Kriðriksson skrifstofustjóri Vin- nuveitendasambandsins er einn þessara dugnaðarforka, og eins verður ekki annað um frú Hrefnu Tynes, en að hún hafi komiö sitt hverju i verk um dagana. Unnar Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Sambands isl. sveitarfélaga gæti hæglega fallið inn i þenn- an ramma. En svo eru líka þeir menn til, sem viröast hafa til að bera mörg ein- kenni Hrútsmerkisins, en erfitt er að setja i sam- band við ofurkapp eða þrákelkni. Það eru menn, sem virðast koma sinum verkum til skila á ein- hvern rólegri, yfirvegaðri og hljóðlátari hátt en sagt verður um dæmigerðustu llrútsmerkingana. Kraft- urinn er eflaust engu minni þáþótt siður beri á ákefðinni. Þannig mætti til dæmis imynda sér að sé um Jón Múla Arnason, útvarpsþul, Svein Sæmundsson, blaðafull- trúa Flugfélagsins, Agúst Valfells, verkfræðing, Jón Hnefil Aðalstcinsson, knnara og Hákon Lofts- son, biskupsritara i Landakoti. einkar barngóðir, enda laðast börn mjög að þeim. Sem börn hafa þeir yfir- leitt verið foringjar i leikjum, kannski glettnir og aðsópsmiklir, og skilja vel ef börn eru þannig. En þeir krefjast hlýðni af þeim, hættir jafnvel við að ætlast til of mikils af þeim i skóla, verða óþolinmóðir ef þau sam- svara ekki metnaðar- vonum þeirra — og vilja yfirleitt ráða um of fram- tið þeirra, og eru að sjálf- sögðu glaðastir þegar börn þeirra hljóta veg og frama og eru i sviðs- ljósinu eins og það er kallað. Vinátta og ástir. Konur og karlar, fædd undir hrútsmerki, eru yfirleitt einlæg i vináttu sinni og örlát,trygg vinum sinum, en ef til vill helzt til skjót til vináttu og eins fljól til að láta hana fjara út i sandinn, ef svo vill verkast. Þau eru og skjót til ásta, eldheit og áköf i ást sinni á meðan hún varir — en það er sjaldn- ast lengi, þangað til þau hafa fundið þann aðila, sem þau finna sig geta trúað og treyst, en venju- lega hafa þau átt mörg, skammæ ævintýri áður en til þess kemur. Þau eru raunsæ i makavali, auk þess sem metnaður þeirra kemur þar oft til greina. Fyrir kemur að þeim finnst hjónabands- hnappheldan helzt til þröng, en þau frávik eru skömm og sjaldnast alvarlegs eölis. Ekki er það heppilegt fyrir Hrúts- merking að velja sér konu, sem fædd er undir hans stjörnumerki, eða svipaðrar skapgerðar og sjálfur hann, þvi að hætt er við að það yröi ærið stormsamt jafnvel þótt ástarhitinn á milli svipti- byljanna geti bætt það nokkuð upp. Helzt ætti Hrútsmerkingur að velja sér viðmótsþýöa konu og hljóöláta, sem dáir hann, en lætur sér ofsaköst hans eins og vind um eyrun þjóta. Konur, fæddar undir hrútsmerki, eru margar glæsilegar og þeim eigin- leikum gæddar, að þær dragi að sér karlmenn. Þær geta verið harla ástriðu heitar, og séu þær heppnar i makavali, geta þær reynst ástrikar eigin- konuiyþær hafa gaman af að ræða viö karlmenn, en mega gæta sin á þvi að þeir vilja lika einstaka sinnum leggja orð i belg. Verði þær ástfangnar á annað borð, beita þær öll- um tiltækum ráðum, unz þær hafa náð tökum á við- komandi — öðrum en vettlingatökum. Þær eru yfirleitt mjög þrifnar sem húsmæður, sinna manni og börnum af ástriki, en þær hafa lika yndi af að koma i margmenni, klæða sig þá gjarna svo aö eftir sé tekið, en aldrei ósmekklega. Helzt kýs hún að vera hægri hönd eiginmanns sins, bæði heima fyrir og hvað störf hans utan heimilis snert- ir. Hún vill eiga friðsælt heimili meðal annars kærir hún sig litið um að eiginmaðurinn sé þar með uppsteit en býr hon- um næði. og hvild, þegar hann kemur heim, ef hún fær að ráöa. Þær eru hreinskilnar i orði, en ekki ósanngjarnar yfir- leitt. I NÆSTU VIKU: NAUTSMERKIÐ Sunnudagur 23. apríl 1972 Sunnudagur 23. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.