Alþýðublaðið - 23.04.1972, Page 6
NÆSTA
NÁGRENNI
BORGAR-
INNAR
Annar þáttur
Gests Guðfinns-
sonar um ferða-
lög innanlands
llvert skal halda?
1 nágrenni Reykjavikur eru
fjölmargir girnilegir staðir fyrir
náttúruskoðara og útivistarfólk,
mörg matarholan fyrir þá sem
gaman hafa af að vera úti undir
beru lofti og lita i kringum sig. I
þvi tilliti má t.d. minna á strand-
lengjuna og fjörurnar hérna með-
Iram Faxaflóanum, sem margir
hafa alltof lengi sniðgengið og
þekkja ekki nema að sáralitlu
leyti. Ferðafélag tslands hefur
gert þessu svæði nokkuð góð skil
upp á siðkastið, einkum i vetur,
og á þakkir skilið fyrir framtakið.
Vamtanlega verður framhald á
þessu með haustinu. 1 sumar eru
það aftur á móti fjöllin, sem
draga aö sér athyglina og ferða-
fólkið.
Blafjöll
1 þvi sambandi væri kannski
ekki úr vegi að drepa aðeins á
Bláfjöllin, sem nú eru að verða
eitt aðalútivistarsvæði Reykvik-
inga, auk Heíðmerkur og þjóð-
garðsins á Þingvöllum. Það er
reyndar fyrst núna i haust og vet-
ur, sem Bláfjöllin eru að opnast
fólki fyrir alvöru, fyrst og fremst
sem skiðaland, en einnig sem úti-
vistarsvæði fyrir almenning að
sumri til. Langt komið er að gera
ökufæran veg vestur með fjöllun-
um, en að visu er hann ekki full-
gerður ennþá og eftir er að
ganga frá fullnægjandi bilastæð-
um.
Enginn vafi er á, að þarna er
mikið framtiðarland fyrir ibúa
höfuðborgarinnar, bæði vetur og
sumar. Þetta er sannkallaður
dýrðarstaður. Þarna er mikið
gósenland fyrir skiðafólk, snjór
kemur fyrr en á öðrum nærliggj-
andi stöðum og fer miklu seinna,
endist oft fram i mailok eða leng-
ur. A sumrin er þarna ósnortin
viðáttan og kyrrö og ró fyrir þá
sem flýja vilja skarkala og læti
borgarinnar um stund. Það sýndi
sig vel um páskana hvaða að-
dráttarafl Bláfjöllin hafa nú
þegar, nálega hver maður sem
varð á vegi manns eftir hátiðina
hafði verið i Bláfjöllum þessa
fallegu sólskinsdaga og notið þar
veðurbliðunnar.
Skiðafélögin hafa haldið uppi
feröum i Bláfjöll i vetur og gera
það væntanlega eitthvað fram á
vorið. Framtakssamir hópferða-
bilaeigendur þyrftu svo að taka
við og haida uppi ferðum i Blá-
fjöllin um helgar i sumar.
Esja og Móskarðshnúkar
En svo að við vikjum að öðrum
fjöllum i nágrenni bæjarins, þá er
þar reyndar um auðugan garð að
gresja og úr mörgu að velja.
Fyrst skal fræga telja, Esjuna,
uppáhaldsfjall okkar Reykvik-
inga, sem blasir við úr glugga og
dyrum flestra höfuðborgarbúa.
Ferðafélagið hefur lengi haft fyr-
ir reglu að ganga á Esjuna á
sumardaginn fyrsta, en auk þess
ráðgerir það ferð þangað 17. sept.
og á Móskarðshnúka 1. mai. Far-
fuglar eru lika með tvær göngu-
ferðir á Esju, 30. april og 13.
ágúst, sömuleiðis á Móskarðs-
hnúka 30. april, að likindum i
tengslum við Esjuferðina. Oft er
komið að Tröllafossi um leið og
gengið er á Móskarðshnúka.
Myndin er af gangnamannaskálanum á Hlööuvöllum, sem er prýöileg
bækistöö fyrir feröafólk i Hlöðufellsferöum. — Myndina tók Eyjólfur
Halldórsson.
Vífilsfellið er móbergsfell og viða fallega veðursorfið eins og titt er um f jöll af því tagi.
—Myndina tók Óllar Kjartansson.
Það er i raun og veru skömm að
þvi, hvað fáir hafa gengið á Esju,
þetta öndvegisfjall, sem er rétt
við bæjardyrnar. Það er hægt að
ganga á það svo að segja hvar
sem er og tiltölulega erfiðslitið.
Hinsvegar er útsýnið bæði mikið
og fagurt þegar upp er komið,
hvort sem litiö er yfir sundin og
suður um Reykjanes, vestur um
Borgarfjörð og Snæfellsnes eða
inn til jökla og austur um sveitir.
Sjálf er Esjan og ekki siður
Móskaröshnúkarnir skemmtilegt
gönguland, að visu dálitið hart
undir fæti, en litrikt og marg-
breytilegt. Þar hefur lika margur
grjótsafnarinn stungið á sig lag-
legri steinvölu og ekki alltaf farið
erindisleysu á fjallið. Reykvik-
ingar ættu að taka sig á og fjöl-
menna i Esjugöngur i sumar. 1
raun og veru væri kannski ekki
óskynsamlegt að taka Esjuferð
upp i fermingarundirbúninginn
undir leiðsögn sálusorgarans,
sem hefði áreiðanlega gott af þvi
ekki siður en börnin. 1 þvi sam-
bandi mætti minna á útivistarlif
og fjallræðu meistarans mikla frá
Nasaret, sem enginn þarf að
skammast sin fyrir.
Þá er Ferðafélagið með ferð
um Svinaskarð, hinn forna fjall-
veg i Kjós. Þetta er snotur og
þægileg gönguleið að sumarlagi,
og Kjósin stendur alltaf fyrir
sinu, þótt sá landsfrægi draugur,
Irafellsmóri, sé nú kominn að fót-
um fram og varla á faraldsfæti
lengur. Kjósin er með fegurstu
sveitum, og erfiðasti hluturinn
við ferðir þangað að hverfa þaðan
aftur, enda hafa fleiri en trafells
móri ekki látið sér nægja eina
dagstund i sveitinni, heldur setzt
að við Meðalfellsvatn og komið
sér þar upp sumarbústað. Það er
lika hægt að róa út á vatnið i
kvöldkyrrðinni og dorga þar eftir
fiski. Sjálfur hef ég fallið i þá
freistni.
Þyrill og Skarðsheiði
Ferðafélagið ráðgerir ferð á
Skarðsheiði og Þyril 30. april og
Hvalfell 4. júni, en Farfuglar eru
með ferð á Hvalfell og Þyril 7.
mai. Þetta eru allt saman fyrir
myndarf jöll og vel af guði gerð á
allan hátt. að er þess vegna
óhætt að gefa þeim meðmæli og
ráða fólki til aðsitja ekki heima,
þegar þvi er boðið upp á slikt
ágæti.
Skarðsheiðin blasir við, þegar
ekið er um Borgarfjörðinn, en
Reykvikingar kannast einnig við
fjallið i ótal ljósbrigðum heiman
að frá sér og hafa sjálfsagt oft
hugsað sem svo, að gaman væri
að vera staddur uppi á þessu
ævintýrafjalli, þar sem ljós og
skuggar deila svo margvislega
með sér misjöfnunum i landslag-
inu. Tækifærið er sem sagt
skammt undan og ástæðulaust að
hafast ekki að og láta það sér úr
greipum ganga.
Þyrillinn dregur athyglina
óhjákvæmilega að Geirshólma á
Hvalfirði og Harðar sögu og
Hólmverja, enda er farið um
Helguskarð, þegar gengið er á
fjallið. Mörgum kemur á óvart
smátjörn uppi á Þyrli rétt ofan
við brúnina, ástæðulaust er þó að
hafa veiðistöng meðferðis. Hins-
vegar er fiskur i Hvalvatni ofan
við Hvalfell, en vitaskuld þurfa
menn að verða sér úti um veiði-
leyfi séu þeir i einhverjum dorg-
hugleiðingum. 1 Botnsá, sem
kemur úr Hvalvatni, er hæsti foss
landsins, Glymur, fast við 200
metrana. Gljúfrið er þröngt og
hrikalegt, þar sem fossinn steyp-
ist fram af bergbrúninni. Fýllinn
hefur uppgötvað, að þarna væri
gott land undir bú og er setztur að
i Botnsárgljúfrum. Sjálfsagt er
margt vitlausara en það. Undir
hömrunum norðan i Hvalfelli við
vatnið átti Arnes útilegumaður
bæli um skeið og sjást ennþá
grjóthellurnar sem hann hefur
legið á i hellisskútanum. Vind
sængurfólkinu þætti liklega dá-
litið harðneskjulegt fletið.
Botnssúlur og Hlööufell
11. júni ráðgera Farfuglar
gönguferð á Botnssúlur, en
Ferðafélagið á sjálfan þjóð-
hátiðardaginn 17. júni. Hátið er til
heilla bezt. Ekið er að Svartagili i
Þingvallasveit og gengið þaðan á
fjallið. 1 leiðinni gefst væntanlega
tækifæri til að reka nefið ofan i
Súlnagilið. Það er djúpt og mikið
gil og vel þess vert að lita á það.
Botnssúlur eru fjórir fjallshnúkar
eða kannski öliu fremur fjalls-
eggjar og vantar ekki mikið á,að
hægt sé að riða klofvega á þeim.
Þær eru fallegastar i snjó, en allt-
af tilkomumikill útsýnisstaður,
dálitið brattar uppgöngu ofan til.
Venjulega er gengið á syðstu súl-
una, sem jafnframt er þeirra
hæst, 1095 m yfir sjávarmál.
Það er vist litið um Skjald-
breiðarferðir i sumar, og veit ég
ekki hvers þaö ágætisfjall á að
gjalda, sem að formfegurð ber af
flestum fjöllum landsins. Hins-
vegar er á áætlun Ferðafélagsins
2 1/2 dags ferð á Hlöðufell, sem
lika er prýðisfjall i alla staði. Lik-
lega verður i þeirri ferð ekið yfir
Miðdalsfjall og þátttakendum
gefinn kostur á að glima við gull-
kistuna á Miðdalsfjalli, sem erfitt
hefur reynzt að opna, en til mikils
er að vinna.
Hlöðufell er hömrum girt að
mestu og ekki uppgöngufært
nema á einum stað, þótt góðir
klettamenn klöngrist það reyndar
viðar, en það er ekki fyrir hvern
sem er og sjálfsagt i hópferð að
halda sig við þjóðleiðina. Ferða-
féalgið hefur gistiaðstöðu i nýleg-
um ganganmannaskála á Hlöðu-
völlum sunnan undir fellinu, en
leiðin á fellið er einmitt uppundan
skálanum. Ferðin kostar liklega
um 1600 krónur og er þá gisting
innifalin.
Farfuglar áætla gönguferð á Ok
23. júli, en Ferðafélagið ráðgerir
ferð á Prestahnúk og Kaldadal 20.
ágúst. Alltof sjaldan er gengið á
Okið og ætti fólk ekki að sitja sig
úr færi að þessu sinni. Til
skamms tima var talsverður jök-
ull á fjallinu, en er nú að mestu
horfinn, nema úr gignum
sjálfum.
Af Prestahnúk sést inn i Þóris-
dal, þann sögufræga dal, sem öld-
um saman var týndur og tröllum
gefinn, en var loks leitaður uppi
af prestum úr nágrannasóknum i
Framhald á bls. 10
o
Sunnudagur 23. apríl 1972