Alþýðublaðið - 30.04.1972, Page 2

Alþýðublaðið - 30.04.1972, Page 2
Jóhanna EgiIsdóttir og Jón flxel Pétursson ritja upp gamla atvinnuhætti A mánudaginn kcmur er al- þjóölegur liátiftisdagur verka- lýðsins,- 1. maí. A mánudögum kemur Alþýöublaðið ekki út og þvi verðum við Alþýðublaðsmenn að gera hátiðisdeginum skil i helgarútgáfunni með laugardags- biaði okkar. Hefðum við þó gjarna viljað gcta gert 1. mai betri skil, en við þvi verður vist ekki gert. t)r baráttusögu verkalýösins er margs að minnast og framtiðin ber mjög knýjandi viðfangsefni i skauti sér. Baráttu þeirri, sem hófst hér á landi fyrir þrem aldarfjórðungum með stofnun fyrsta ísl. stéttarfélagsins, sem enn starfar, Hins IsLprentarafél stendur enn og henni mun aidrei ijúka. Ný og ný verkefni taka við, nýir og nýir sigrar verða unnir. Avallt verður barátta verkalýðs sinnanna jafn mikilvæg, ávallt verður verkalýðshreyfingin jafn nauösynleg undirstaða pólitiskra og félagslegra framfara i þjóð- félaginu. Þegar minnast á 1. mai er þvi af mörgu aö taka. Nú í vikunni, þegar hafizt var handa um undir- búning þessa blaös, bárust mér frcgnir af þvi, að i kjallara Þjóð- minjasafnsins væri safn Ijós- mynda frá liöinni tið, þar sem m.a. mætti sjá verkafólk löngu liðins tima við dagleg störf. Þetta myndasafn hefur enn ekki verið flokkaðtil fulls, en meðal þessara gömlu mynda ieynast áreiðan- lcga margir gimsteinar frá gleymdum timum, sem gaman væri að dusta af rykið. fcg fékk leyfi hjá safnvöröum Þjóðminjasafnsins til þess að blaða i þcssum gömlu ljósmynd- um og fá að láni nokkrar þeirra til birtingar. fcg bað svo tvo verka- lýðsforingja af eldri kynslóðinni, þau Jón Axel Pétursson og Jó- hönnu Egilsdóttur, að Hta yfir þær myndir ineð mér, sem ég valdi. og rifja upp gamlar minn- ingar. Arangurinn cr svo hér á opnunni. Þessa opnu helgum við þvi liðn- um kynslóðum verkafólks, liðn- um sigrum, horfnum starfsvenj- um og gleymdri aðbúð. En umfram allt verkakonunni, verkamanninum og sjómannin- um frá liðinni tíð, sem við fátækt og harðræði, áþján og neyð skópu það þjóðfélag velferðarinnar, scm við nútiðarfólk njótum góðs af. Gleöilega hátið I. maí. — SB. Myndirnar hér á opn- unni eru fengnar að láni lijá Þjóðminjasafninu. Um margar þeirra er lítið vitað. Sumar þeirra mun Ólafur Magnússon, ljósmyndari, hafa tekið og flestar þeirra eru frá þvi um aldamót. Það er gaman að skoða þessar myndir. Þegar þær voru teknar var ijósmyndatæknin ekki upp á marga fiskana. Ljósmyndarinn hefur flutt með sér stór- an, svartan kassa, sagt fólkinu að stilla sér upp, eins og glöggt má sjá á sumum myndanna, brugðið sér svo á bak við svart tjald aftan við kassann, haldið á lofti frumstæðu „flashi”,- T- mynduðu stativi með eldfimri fosfórblöndu i sérstökum umbúðum á þverleggnum og smellt af. Skær blossi, hvellur og reykjarmökkur,- og fólkið var fest á filmu til þess svo að birtast á prenti i Alþýðublaðinu þrem aldarfjórðungum siðar,- blaði, sem ekki var einu sinni til, þegar myndin var tekin. ÞETTA ERU ATVINNULÍFS- MYNDIR FRÁ ALDAMÓTUM Jfe Jón: Þessi mynd kemur öllu eldra fólki kunnuglega fyrir sjón- ir. Þetta er inniþurrkun á salt- fiski. Aðalframleiðsluvara lands- manna á þessum árum var salt- fiskur og aftur saltfiskur. Þar sem ekki var hægt að ljúka þurr- kuninni að öllu leyti að sumrinu til komu menn sér upp þurrkun- arhúsum og þá sérstaklega hér i Iieykjavik. Bæði Kvöldúlfur, Alliance, Thorsteinsen, tslands- félagið og fleiri höföu fiskverkun- arhús aö þeirra tima sið, þvi fisk- urinn var hengdur á sporðinum upp á rár og siðan var blásið heitu lofti á fiskinn til þess að þurrka hann. T'iskurinn var svo tekinn niður af og til og settur i stafla til þess að fáta hann brjóta sig og taka þurrkuninni, þvi sólina vantaði. Fólkið á myndinni er auðsjáan- lega aö þvi að hengja nokkra fiska upp á rár og mennirnir, hægra megin á myndinni eru að hifa rárnar upp með taliu. Þekkirðu svipinn á nokkrum þarna? -r- Mér finnst ég kannast við manninn yzt til hægri, en ekki kem ég nafninu fyrir mig. Jóhanna: Ég segi það sama. Mér finnst ég þekkja þetta andlit en ekki get ég þó nafngreint manninn. — Þarna vinna konur við hlið- ina á karlmönnum. Gengu þær i sömu verkin i fiskvinnslunni og þeir? Jóhanna: Já. Til dæmis við breiðslu á fiski báru þær börur á móti karlmönnum, en höfðu um helmingi minni laun. Jón: Þessi mynd er af gömlu bryggjuhúsunum hjá Duus, en þau standa enn uppi. Við bryggj- una liggja uppskipunarbátar og er verið að skipa varningi upp úr þeim. A þessum tima voru engar haf- skipabryggjur i Reykjavik. Allar vörur varð að flytja að og frá skipunum i sérstökum uppskip- unarbátum, en vöruflutninga- skipin lágu fyrir akkerum hérna úti á höfninni. Allar bryggjur i Reykjavik á þessum tima, að Steinsbryggj- unni einni undantekinni, voru timburbryggjur og byggðar eins og sú, sem sést á myndinni. — Gekk uppskipunin enn svona fyrir sig, þegar þú byrjaðir i verkalýðsmálastarfinu? — Nei. Þá voru bólverkin kom- in og flutningaskipin lögðust þar upp að ásamt fiskiskipunum. Þar áttu sér stað ýmis af hörðustu átökunum á fyrstu árum verka- lýðshreyfingarinnar. Einn sögu- legasti slagur, sem ég man eftir, var við Ziemsens bryggju og var það i sambandi. við togarana, en þar var ekki slegist um uppskip- unarbáta, þvi þá voru menn hætt- ir að brúka þá til þess að losa og lesta skip. Þessi átök gengu undir nafninu „Blöndalsslagurinn”. FLEIRI MYNDIR I NÆSTU OPNU 0 Sunnudagur 30. april 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.