Alþýðublaðið - 30.04.1972, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 30.04.1972, Qupperneq 3
* — Hérna kemur svo mynd af kjötverzlun og sennilega slátur- húsi á bak við. Þessi mynd er nú sennilega frá þvi fyrir þina tið, Jóhanna? — Já, hún er það. En þó er þetta mjög áþekkt þvi, sem kjöt- verzlanirnar voru þegar ég kom fyrst til Reykjavikur. Þá voru ekki kæliborðin eða frystirarnir. — Þótt það sé ekki beint i tengslum við þessa mynd, þá vek- ur hún þó upp minningar um það, að þið stóðuð einu sinni bæði sam- an i verkfallsdeilu, sem siðar var kölluð „Garnaslagurinn”, eða er þaö ekki rétt, Jón Axel? — Það er nú likast til. Við Jóhanna stóðum vel saman þar, ásamt fleirum. Jóhanna: Þessi átök, „Garna- slagurinn” áttú sér stað árið 1932, ef mig minnir rétt. Samkvæmt samningi Framsóknar við at- vinnurekendur var kaupið þá 70 aurar á klukkustund. en þetta kaup lækkaði Sambandið ofan i 60 aura hjá kvenfólki, sem vann við garnahreinsun. — Hvernig stóð á þvi, að Sam- bandið lækkaði kaupið? — Þeir gáfu okkur engar skýr- ingar á þvi. Sennilega hafa þeir hjá Sambandinu talið sig þurfa að spara og þá dottið það fyrst i hug, að lækka bara kaupið viö fóikið. Nú, nú. Við i Framsókn fórum vitaskuld strax af stað til þess að fá ieiðréttingu mála. Við fórum tvær eða þrjár ferðir á skrifstofur Sambandsins, en fengum algert afsvar. Þeir sögðust ekki borga meir en þessa 60 aura. Þá samþykkti félagið að gera verkfall á Sambandið. Miklir atvinnuerfiðleikar voru þá hér á landi. Um það bil helmingurinn af konunum, sem unnu við garnahreinsunina, en þær munu alls hafa verið um 20, voru ekki félagsbundnar i Fram- sókn, en við héldum marga fundi með þeim og fengum þær til þess að skrifa undir að þær myndu leggja niðurvinnu á vissum degi. Það var svo tilkynnt Samband- inu. Fyrsta morgun verkfallsins mætti engin kvennanna til vinnu. Nokkru siðar komu hins vegar þrjár og einhvernveginn var þeim komið inn i húsið, þótt verkfalls- varzla væri við það. Bæði Jón Axel og Héðinn Valdimarsson stóðu með okkur á verðinum. Þessar þrjár konur ætluðu svo að byrja að vinna. Við vildum koma i veg fyrir það, að þær gætu gerzt verkfallsbrjótar og kom þá til slagsmála i dyrunum milli okkar manna og verkstjórans og annarra starfsmanna hússins. Skömmu siðar kom lögreglan á vettvang, en á þeim árum var lögreglunni yfirleitt fyrirskipað að taka afstöðu gegn verkafólkinu i vinnudeilum, ef átök urðu. — Nú, Jón Axel. Hvaða erindi áttir þú i „Garnaslaginn”. — Það var hluti af minum skyldustörfum. Verkalýðshreyf- ingin hafði þá svokallað verka- lýðsmálaráð, sem við Jóhanna m.a. vorum i og öll slik mál heyrðu undir okkur. Þvi var það okkar hlutverk að styðja þennan veika félagsbróður, Verka- kvennaféiagið Framsókn, i átök- um, sem þessum. Eins og Jóhanna sagði, þá var lögreglan þarna kvödd til hjálpar verkstjóranum hjá Sambandinu gegn okkur, en Sigurður heitinn Kristinsson, sem þá var forstjóri, tók sér þessa atburði mjög nærri og sá mæti maður reyndi að bera klæði á vopnin. Nú, nú. Deilan leystist loks og verkfallið hélt áfram. Við geng- um frá húsunum, báðir aðilar, og verkstjórinn hætti við þá fyrirætl- un sina, að knýja nokkrar stúlkur til þess að gerast verkfallsbrjót- ar. Siðar um nóttina brutust svo einhverjir miður vingjarnlegir menn okkar málstað inn i húsið, skrúfuðu þar frá öllum vatns- krönum og tókst að eyðileggja miklar birgðir af salti, sem þarna voru geymdar. Við áttum engan þátt i þeim verknaði. Það komst aldrei upp, hverjir þetta gerðu, en okkur þótti þetta mjög miður og hverjir svo, sem hlut áttu að máii, þá var það ekki málstaður verka- fólksins, sem fyrir þeim vakti, heldur allt annað. — Jóhanna! Hér kemur mynd, sem þú ættir að þekkja til. — Jú, jú. Fólkið þekki ég raun- ar ekki, en vinnubrögðin kannast ég vel við. Þetta er fiskþvottur og svona var fiskurinn vaskaður á minum fyrstu árum hér i Reykja- vik. Ég get ekki sagt um, hvenær þessi mynd var tekin. Þó veiti ég þvi athygli, að þvotturinn fer hér fram innanhúss. Þess vegna get- ur myndin ekki verið svo ýkja gömul, þvi bæði fyrir og um alda- mótin var fiskurinn yfirleitt ávallt vaskaður úti upp úr tré- stömpum eða kerjum eins og þeim, sem sjást á myndinni. Þegar ég kom til Reykjavikur, hafði þetta breytzt. Þá fór fisk- þvotturinn hins vegar að mestu fram innanhúss og þess vegna þykir mér liklegt, að myndin sé ekki svo ýkjagömul enda þótt ég þekki ekkert af fólkinu. Vitið þið nokkuð, hvar þessi mynd gæti hafa verið tekin? Jóhanna: Nei, ekki get ég áttað mig á þvi. Jón: Þetta er sennilega inni á Ytra-Kirkjusandi. Að minnsta kosti gæti myndin vel hafa verið tekin þar, þvi af þvi sem af húsinu sést, þá er þetta eitt af þeim dæmigerðu fiskverkunarhúsum, þar sem fiskur var þveginn og unninn. Það hefur sjálfsagt verið mikil bót að þvi, þegar fiskþvotturinn var fluttur inn i verk- unarhúsin, en þó var það nú svo, að þessi verkunarhús, önnur en þurrkhúsin sjálf, voru óupphituð og á köidum vetrarmorgnum urðu konurnar að byrja á þvi að brjóta klakann ofan af þvotta- kerjunum og stóðu svo allan dag- inn með hendurnar ofan i jökul- köldu vatninu. Það þætti ekki boðlegt nú á dögum. — Var það ekki eitt af fyrstu baráttumálum Verkakvenna- félagsins F'ramsóknar að fá yljað vatn i körin á veturna? Jóhanna: Jú. Og það tók okkur mörg ár að fá þá kröfu okkar i gegn. Mig minnir að það hafi ekki verið fyrr en um 1940, sem við fengum það i samninga, að vatnið væri yljað i körin. — En hvað um fólkið sjálft og vinnuaðstöðuna? Var svona um- horfs á fyrstu árum þinum i Framsókn? — Já og miklu lengur. Svona var fólkið klætt og svona var vinnustaðurinn. Mér kemur þetta allt kunnuglega fyrir sjónir, þótt ég þekki ekki hópinn. Og það voru kjör þessa fólks og aðbúnaður, sem hvöttu mann til þess að starfa i verkalýðshreyfingunni. — Nei, ég vaí iiú ekki oá lukk unnar pamfill að komast á reit- ana. Ég varð að vera til sjós og fór til sjós strax og ég gat. — En getur þú séð, hvar þessi mynd er tekin? — Já. Myndin er tekin á Ytra- Kirkjusandi, þar sem Thorsteins- son hafði sina bækistöð um lang- an tima. Strætisvagnar Reykja- vikur hafa nú bækistöðvar sinar þarna og ég held meira að segja, að öll þau hús, sem sjást á mynd- inni, standi enn uppi. Þú tekur svo eftir flagginu, sem er við hún á flaggstönginni þarna. Veiztu hvað það táknar? Jú, jú, svona var fólkið kallað til vinnu á reitunum. Ef sólskinsdagur fór i hönd, þá var flaggað og það þýddi, að nú ætti fólkið að koma til þess að breiða fisk. Annars mátti passa sig á þvi, og þá sérstaklega þarna á sandin- um, að fiskurinn brynni ekki. Þess vegna þurfti helzt að vera gjóla þegar breitt var. Sá var munurinn á Bráðræðis- holtinu og Kirkjusandinum, að á Bráöræðisholtinu var alltaf kul og þar brann fiskurinn ekki. En á sandinum var oft logn og þá vildi fiskurinn brenna. Það urðu menn þvi sérstaklega að passa. Og hérna fáum við einmitt mynd af vinnu á reitum, þar sem bæði konur og karlar vinna sömu verkin. Jóhanna: Jú, jú. Og þarna vinna konurnar við hlið karlanna, en fyrir helmingi lægra kaupi en þeir. Þannig var það ávallt. t fiskvinnu gengu konurnar að sömu vinnu og karlar og það átti sér jafnvel stað, að konurnar stæðu i uppskipun á kolum, ber- andi pokana á bakinu, sem yfir- leitt var talin erfiðisvinna jafnvel fyrir filhraustan karlmann. En hvar sem var voru konurnar þó aðeins hálfdrættingar á við karla i launum. Þess vegna höfðu konurnar i raun og veru fyrir mikiu meira að berjast en karlar á fyrstu árum verkalýðshreyfingarinnar og engi siðan,- jafnvel enn. — Og þarna eru smástrákar að burðast með börur? — Já, bórnin fóru ung i breiðsl- una. Þá var yfirleitt reynt að tjalda þvi, sem til var. — Jón Axel. Var þetta ef til vill fyrsta vinnan, sem þú stundaðir, að breiða fisk? Sunnudagur 30. april 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.