Alþýðublaðið - 30.04.1972, Side 5
ft
HVAD VARO kf
KRÓNUNUM?
— Jón, þessi vinnubrögð átt þú
nú að þekkja sem gamall sjómað-
ur.
— Jú, jú. Það leynir sér ekki,
hvað maðurinn er að gera. Hann
er að fara innan i og fletja fisk
þarna.
Það er sjáanlegt, að þarna er
bátur nýkominn að og einn af sjó-
mönnunum er að gera að afla sin-
um. Þessi sjón var daglegt brauð
i verstöðvunum um allt land og er
raunar enn, einkum i þeim
smærri, þótt aðstaðan sé nú orðin
önnur.
Sjómennirnir urðu sjálfir að
gera að afla sinum, slægja fisk-
inn, fletja hann og salta. Þá fyrst
var verki þeirra lokið, þegar það
var búið.
— Þegar þú varst fyrir austan
fjall, þá stundaðir þú sjó á árabát,
Jón Axel. Hvað taldist þá góður
afli hjá unglingi, eins og þú varst.
— Það var auðvitað upp og nið-
ur. Ef hressir og friskir strákar
voru upp á fullan hlut, þá gátu
þeir fengið upp i fimm-sex hundr-
uð, og kannske átta hundruð fiska
á úrvalsbátum yfir vertiðina.
Þessa vertið, sem ég var i
Þorlákshöfn, minnir mig að
hlutur minn hafi verið um 200
fiskar.
— Og hvað gerði það mikið.
Hvað gazt þú framfleytt þér lengi
á andvirði 200 fiska?
— Og þá er það siðasta myndin.
Istak á tjörninni.
Jóhanna: Já, þetta þekki ég
vel. Þarna er verið að taka is af
tjörninni i Reykjavik, sennilega
fyrir Nordalsishús.
Þetta var gert á veturna, eftir
að frost hafði verið um nokkurt
skeið, þvi isinn varð að vera orð-
inn nokkuð þykkur áður en istak-
an byrjaði. ísinn var fyrst brotinn
af tjörninni á ýmsum svæðum.
Siðan var hann klofinn með þar til
gerðum áhöldum og fluttur i is-
klefa ishúsanna.
Við verkið voru notaðar stórar
— Það hef ég ekki hugmynd um
af þeirri einföldu ástæðu, að ég
tók ekki við neinum peningum
fyrir aflann. Það voru foreldrar
minir, sem tóku við þvi öllu. Þar
af leiðandi fór það i reikning
þeirra, en ég hafði ekki hugmynd
um það sjálfur.
Þetta var vaninn á þeim tima.
Foreldrar þurftu þá ekki, eins og
nú á sér stað, að leggja með full-
vinnandi börnum sinum. Allt, það
sem börnin unnu fyrir, fór inn á
reikning heimilisins til sameigin-
legra þarfa og manni datt ekki
einu sinni i hug að maður fengi
eina einustu krónu sjálfur. Allir
urðu að vinna að heill heimilisins.
— En nú var ekki allur aflinn
seldur i verzlunina. Trosið fenguð
þið sjálfir, ekki satt?
— Jú. Við fengum netamork-
urnar, sem ekki var verzlunar-
vara. Það var það eina, sem við
fengum með okkur. Það máttum
við éta.
Og þá var heldur ekkert til, sem
hét barnaverndarnefnd og minn-
ist ég þess þó ekki, að mér hafi
liðið neitt sérstaklega illa#þótt ég
yrði snemma að byrja að vinna og
þótt mér yrði að skiljast strax i
upphafi, að ég átti einnig skyldum
að gegna við heimili mitt og for-
eldra, en ekki aðeins þau við mig.
járntengur með sérstöku lagi,
sem var klipið utan um isköggla.
Ef myndin er skoðuð vel má sjá
slikar tengur, bæði við fætur
mannsins, sem stendur við sleð-
ann, og eins fyrir aftan næstu
menn tvo, en þeir eru einmitt að
draga isklumpa að sleðanum og
hafa fest töngunum utan um
klumpana, svo betra sé að fara
með þá.
Það var venjulega litil vinna
fyrir verkamenn hér i Reykjavik
á vetrum. Þess vegna hlökkuðu
allir til þess tima, þegar istakan
gat byrjað. Þá var vinnu að fá.
Jón: Þessi istaka var að mestu
hætt, þegar ég var orðinn vaxinn
maður, en sem drengur sá ég oft
svona vinnu. Þá voru ishúsin is-
hús, en ekki frystihús, og isinn
varð að flytja að þeim. Þar var
hann svo mulinn og blandaður
salti og i þeim frystilegi var svo
fiskurinn geymdur.
íshúsin höfðu all-stórar is-
geymslur, þar sem þau gátu
geymt is frá vetrinum jafnvel
langt fram á sumar. Svo vel ein-
angraðar voru þessar geymslur.
En þó var oft hörgull á is á
sumrum. Þannig man ég eftir að
hafa heyrt það, að það hafi ekki
verið óvenjulegt á Vestfjörðum,
að heilu skipshafnirnar hafi verið
sendar á fjöll á sumrin til þess að
sækja is fyrir bátana, svo hægt
væri að verja fiskinn skemmd-
um,- vel að merkja þann fisk, sem
ekki var flattur og saltaður að
bragði.
Eins varð að frysta alla beitu
með is, eða blöndu af is og salti.
Nú erum við búin að blaða um
stund i gömlum Ijósmyndum, þar
sem sjá má fólk fyrri tima að
störfuin, sem mörg hver eru
löngu gleymd. Aðbúðin var önnur
og miklu verri, en fólk á að venj-
ast nú. Lifskjörin sömuleiðis og
allur aðbúnaður verkafólksins.
Fólkið á myndunum er einnig
flest eða allt löngu horfið af
sjónarsviðinu. En þið, Jóhanna
Egilsdóttir og Jón Axel Pétursson
þekktuð fólk, sem vann svona
vinnu, við svona kjör og þið gerð-
uð það raunar sjálf á ykkar yngri
árum.
Ef þetta fólk, sem við höfum
séð á myndunum, skyti nú upp
kollinum á Islandi vorra daga,
fengi tækifæri til þess að llta I
kring um sig og taka þátt I lífi og
starfi þjóðarinnar, haldið þið þá,
að það myndi verða ánægt með
það, sem það sæi? Lifum við nú i
þeirri veröld, sem þetta fólk
dreymdi um og vildi skapa?
Haldið þið, að draumar þess hafi
að fullu rætzt?
Jón: Að sumu leyti, en öðru i
leyti ekki. Ég held, að fólkið
myndi ekki kunna við sig á
tsfandi vorra tima. Það hafa svo
miklar breytingar orðið. Það
myndi ekki finna sig hér.
Sjálfsagt myndi það dást að öll-
um þeim tækniframförum, sem
orðið hafa og sennilega myndi
það vera ánægt með þær. En ég er
samt hræddur um, að þvi myndi
ekki líða vel hér. Að á Islandi
vorra daga sé ekki það þjóðféiag,
sem fóikið dreymdi um.
Ég ætla ekki að fara að telja
upp öll þau mörgu atriði, sem ég
býst við, að þessu gamla fólki
kæmu ónotalega á óvart, væri það
skyndilega kaiiað aftur til lifsins.
En ég myndi t.d. segja, að tóm-
stundir fólks í dag séu of miklar
miðað við það, hve skynsamlega
er hægt að eyða þeim. Þetta heid
ég, að gamla fólkið myndi sér-
staklega reka augun i.
Jóhanna: Það er raunar ógern-
ingur að svara þannig spurning-
um fyrir aðra. En eitt er vist, að
viðbrigðin yrðu mikil.
1 bili fyndist fólkinu sjálfsagt
mikil breyting til batnaðar hafa á
orðið. En ég er ekki eins viss um,
að þetta löngu liðna fólk myndi
verða svo yfir sig hrifið, þegar
það væri farið að venjast þessum
breytingum og sjá I gegnum þær.
Það er svo margt, sem miður hef-
ur farið, og allar breytingarnar
hafa ekki orðið til góðs.
Gylfi Þ. Gislason skrifar:
Verkalýður og verðlagsmál.
Hinn 4. desember siðast liðinn
gerðu launþegasamtök viðtæka
kjarasamninga, sem færa áttu
nauðsynlega kjarabót. Fyrsti
hluti kauphækkunar kom til
framkvæmda, og samið var um
meiri hækkanir siðar. Forsenda
þessara samninga var að sjálf-
sögðu sú, að lögð yrði áherzla á að
forðast verðhækkanir svo sem
unnt væri. Fleiri krónur yrðu til
litils, ef vöruverð hækkaði veru-
lega.
ÖMURLEG FRÁSÖGN
Lúðvik Jósefsson gaf nýlega
skýrslu á Alþingi um þær verö-
hækkanir, sem siðan hafa átt sér
stað. Þaö var ömurleg frásögn.
Allir hafa séð það og fundið
undanfarið, hversu verðlagið hef-
ur rokið upp á við. En þegar menn
sáu heildarfrásögn af verðhækk-
unaröldunni, rak menn samt i
rogastanz. Og menn urðu ótta-
slegnir. Hvað hefur verið að ger-
ast? Hvað er framundan?
Hér eru nokkur dæmi um verð-
hækkanirnar:
Diikakjöt 13-17%, smjör 6%,
kæfa 18%, kindabjúgu 17.7%,
fiskur 7.3-10.9%, kex 12%, brauð
24-32%, öl og gosdrykkir 10%,
klipping 21.7%, leigubilar 8%,
hitaveita 5%, rafmagn 10%,
strætisvagnar 12%, póstur og
simi 10%, afnotagjald hljóðvarps
ogsjónvarps 18.6-22%, tóbak 10%,
áfengi 15%. Listinn er miklu
lengri. En þetta er nóg til þess að
minna á, hvers konar voöi er á
ferðum.
HÆKKAÐI UM 1,3 STIG
Frá þvi i nóvember og þangað
til i febrúar hækkaði framfærslu-
visitaia um 1.3 stig og kaup-
greiðsluvisitala um 0.92 stig. En
hér er ekki tekiö tillit til þess, að
niðurfelling sjúkrasamlagsgjalds
og almannatryggingagjalds hefur
til bráðabirgða verið látið lækka
kaupgjaldsvisitölu um tæp 4 stig,
þótt nú sé búið að samþykkja ný
skattalög, sem gera ráö fyrir, að
launþegar greiði aðra skatta i
stað nefskattanna, sem felldir
hafa verið niður. Sýnt hefur veriö
fram á það I opinberum umræð-
um, að skattbyrði nær allra laun-
þega mun verða þyngri I ár en i
HÆRRA HLUTFALL
fyrra. Visitölufjölskyldan mun
greiða hærra hlutfall af tekjum
sinum I opinber gjöld I ár en hún
gerði i fyrra. Astæða þess, að
kauplagsnefnd tók ekki tillit til
þessarar breytingar á sköttum
hennar, siðast þegar hún ákvað
kaupgjaldsvisitölu, var sú, að þá
var búið að ákveða niðurfellingu
almannatryggingagjaidsins og
sjúkrasamlagsgjaldsins með
samþykkt nýrra laga um ál-
mannatryggingar, en hins vegar
ekki búið að afgreiða skattalögin
nýju, þar sem nýju skattarnir eru
lagðir á. Næst þegar kaupgjalds-
visitaian verður reiknuð út, liggja
nýju skattarnir fyrir. Þá hlýtur
kauplagsnefnd að taka tillit til
þeirra. Telji hún sig ekki hafa
heimiid til þess vegna laga-
ákvæða, verður að breyta þeim.
Það er augljóst ranglæti i garð
launþega, ef sú staðreynd, að
þeim er gert að greiða eina teg-
und skatts i stað annarrar veldur
þvi, að framfærslukostnaður
þeirra er talinn lækka. En
slikt á sér nú stað. Fyrst voru nef-
skattar felldir niður. A þvi er visi-
tölufjölskyldan talin spara, og
það er rétt, meðan aðrir skattar
koma ekki I staðinn. Þess vegna
er verð á landbúnaðarvörum látið
hækka með lækkuðum niður-
greiöslum sem svarar tæpum 4
visitölustigum, þannig að engin
kauphækkun kemur á móti. Nú
eru aðrir skattar komnir I staðinn
fyrir nefskattana. Þess vegna
verður visitalan að hækka og
kaupið þar með, fyrst við höfum
vfsitölukauptryggingu. Alit annað
væri ranglæti. Ef kauplagsnefnd
gerir þetta ekki vegna ófullkom-
innar löggjafar veröur löggjafinn
að gera það.
EKKI ÖLL SAGAN
En sagan er ekki öll sögð með
þessu. 1 vændum eru enn meiri
verðhækkanir. Til 1. mai mun
hækkun visitölu nema 7,65 stigum
og kaupgreiðsluvlsitala hækka i
kjölfar þess um 5.8 stig. Það er
þvi augljóst, að verðbólguhjólið
snýst með fullum hraða. Frá
sjónarmiði launþeganna horfir
málið þannig viö, að verðlag hef-
ur hækkað mun meira en kaup-
gjald. Og frá sjónarmiði atvinnu-
veganna er viðhorfið það, að
framleiðslukostnaöur vex
iskyggilega. Hagsmunir útflutn-
ingsatvinnuveganna og innlends
iðnaðar eru i hættu.
Fyrir kosningarnar I sumar
töldu núverandi stjórnarflokkar
litinn vanda ab leysa þau vanda-
mál, sem fram undan væru. Ef
þeir fengju völdin, mundi allt
verða i lagi. Nú hafa þeir fengið
völdin. En hver er sá, sem finnst
allt vera i lagi? Gætu hlutirnir
verið I öllu meira ólagi?
Æ fleirum verður nú ljóst, að
ekki aðeins var áróður stjórnar
flokkanna fyrir kosningarnar i
vor óheiöarlegur. Hitt er enn
alvarlegra, að þeir hafa ekki
reynzt þeim vanda vaxnir, sem
þeir tóku að sér að leysa.
Alþýöublaðið bað
Gylfa Þ. Gíslason
að reikna út hvað
orðið hefur af
kauphækkununum
- í hvað þeir pen-
ingar hafa farið
Sunnudagur 30. april 1972