Alþýðublaðið - 07.05.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.05.1972, Blaðsíða 1
HVERNIG VÆRI AÐ BJÓÐA GLÓNNUNUM í JARDARFOR FÓRNARLAMBA SLYSANNA? Gottveður, ölvun við akstur og umferða- slys. Ég hugsa að þetta þrennt hafi verið meðal þeirra frétta, sem einna mest bar á síðasta sumar. Og ekki að furða, — veðurblíðan var einhver sú mesta í manna minnum, fleiri bílstjórar voru teknir fyrir ölvun við akstur en nokkru sinni fyrr, og um- ferðarslysum fjölg- aði meira en nokkru sinni áður og voru í árslok orðin tæplega 800 fleiri en árið áð- ur, það nálgast að vera 14% aukning frá árinu 1970, og hafði þá orðið mikil aukning frá árinu 1969. Ekki hefði ég að ó- athuguðu máli látið mér detta í hug að þarna væri samband á milli þessara þriggja atriða. Enda synist í fljótu bragði að gott veður og þess vegna góð aksturs- skilyrði ættu að draga úr slysahættu. En staðreyndirnar tala öðru móli. Og þegar manni virðist við fyrstu sýn mega draga þá álykt- un að góð skilyrði efli góða umferð, þá kemur statistikin i árslok og kollvarpar þvi. Það kom semsé i ljós i skýrslu Umferðarráðs yf- ir umferðarslys á öllu landinu á siðasta ári, að 69.2% allra slysa urðu i dagsbirtu og 46.7% i góðri færð. Þetta leiðir aðeins til einnar ályktunar. Það er sjaldnast umhverfið og aðstæður sem valda slys- BJARNI SIGTRYGGSSON: UM HELGINA um. Það er gáleysið og sá glannaskapur sem fylgir þvi falska öryggi að aka við góðar aðstæður. Skýrslan leiðir okkur lika enn nær höfuðsök- inni. Það kemur i ljós að 18 ára unglingar við stýr- ið eru viðriðnir flest slys, þar á eftir koma 17 ára unglingar. Þvi miður liggur ekki fyrir statistik um hve oft það eru sömu unglingarn- ir, sem eiga hlut að máli, þvi það er freistandi að halda að það séu ekki 18 ára unglingar almennt, sem aka verst eða hættu- legast. Hneigðin til glannaaksturs er hins vegar mest hjá þessum aldursflokkum, — og þótt þeir bilagæjar, sem fara með tvö kiló af dekkjum og gallon af benzini við að ná tveggja hjóla beygju með viðeigandi „sándi” innan um gangandi fólk i Aðalstræti á kvöldin séu ágætlega hæfir til að koma sér skammlaust milli húsa, þá er stað- reyndin þessi: Þeir eru hættulegir þegar þeir eru komnir með 300 hestöfl til ráðstöfunar á góðum vegi! Þetta hættir nefnilega að vera grin þegar árinu lýkur með þvi að 1068 hafa verið fluttir meira og minna slasaðir á sjúkrahús, sumir með ævilöng örkuml, sem andvirði 100 Mustangbila fær ekki bætt. Það hefði kannske verið tilhlýðilegt að bjóða þess- um unglingum og þeim öðrum, sem nota umferð- ina sem leikvöll eða til að fá skapi sinu útrás, að vera viðstadda 21 jarðar- för. Þeirra, sem létust i umferðarslysum á sið- asta ári. UMFERDARSLYSA 17 OG 18 ARA LANGOFTAST HLUT AÐ ii'iíl UJr 'M ' 1 lÉ / ft: BLOMAROS í BLÓMAGARÐI Meö vorinu - þegar hlýir vindar blása, dag- urinn gerist bjartur og nóttin blá (af því það er ekki alveg komið sumar) fara hóparaf ungu fólki að birtast i skrúðgörðum borgarinnar, það er eins og þeir spretti þar upp um leið og gróðurinn fer að springa út,- aðallega kannski ungar stúlkur. Þærhreinsa beðin, nema brott kalviði - sýsla við gróöurinn, koma honum til, kannski helzt af öllu blómunum - og eru þá i öllum skilningi sannkall- aðar blómarósir. Þessa blómarós völd- um við til að sýna bjart- an vordaginn. Hún stendur þarna innanum ný-laufgaðar bjarkir, og þótt bjarkirnar séu fall- egar- þá er hún auðvitað enn fallegri sjálf. SUNNUDAGUR 7. MAí 1972 — 53. ARG. 97. TBL. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.