Alþýðublaðið - 07.05.1972, Blaðsíða 2
KONAN ER HONNUD MEO
ENDINGUNA f HUGA
— þar með er komin skýring á því
:
ill
-IÖ3í
;y®||
®1
— þar meö er komin skýring c
hvers vegna hún vaggar sér í
lendunum þegar hún gengur,
talar meira og lifir lengur
Flest munum viö hafa sér athygli gagnstæöa karli
Flest munum við hafa
verið ung aö árum, þegar
viö rákum fyrst augun i
það að einhver munur var
á strákum og stelpum.
Hins vegar verður þaö
ekki fyrr en við erum
komin til nokkurs þroska,
sem við förum að spyrja
sjálf okkur i hverju sá
munur sé i rauninni fólg-
inn að slepptu þessu aug-
sýnilega — til dæmis hvort
konur séu í rauninni
„veikara” eða „sterkara”
kyniö, ef út i þá sálma er
fariö.
Nú er komin út á ensku
fræðilegt rit um einmitt
þetta efni, „The Differ-
ences Between A Man And
A Woman” — Munurinn á
karli og konu — þar sem
höfundurinn, Theo Lang,
leitast viö að svara þeirri
spurningu.
Þar heldur hann þvi
fram — sem læknar telja
að visu umdeilanlegt, að
konur sveifli bakhlutanum
þegar þær eru á gangi,
ekki einungis til að vekja á
sér athygli gagnstæða
kynsins, heldur orsakizt
það af sérstakri bygg-
ingu og tengingu mjaðma-
beinanna.
Konan er mýkri á hör-
und en karlmaðurinn, seg-
ir höfundur, og oftast nær
er hún einnig ljósari á hör-
und.
Konur eru mun næmari
fyrir þef og angan, segir
Lang — og stendur þaö að
einhverju leyti i sambandi
við kynhormónana
Þær þola mun meira til-
finningaálag en karlar,
hættir siður við geðveiki,
litblindu og heyrnardeyfu.
Kona hefur minni súr-
efnisþörf en karlmaður, og
hefur mun meiri mögu-
leika til aö lifa af áreynslu
i mikilli hæð, til dæmis i
sambandi viö fjallgöngur.
Lang segir enn fremur,
að enda þótt það sé staö-
reynd að konum sé ekki
gefin snilligáfa á borð við
Beethoven og Shake-
speare, sanni það ekki að
konur séu minna gefnar en
karlmenn. „Þvert á móti
er margt sem bendir til
þess, að konur séu yfirleitt
greindari en karlmenn-
Sköpunargáfur.
„Snilligáfan þarf nefni-
lega ekki endilega að
sanna almenna greind.
Það er sköpunarhæfileik-
inn, sem úr sker.
Af veikara kyninu að
vera, eins og það er kallað,
verður ekki annað sagt en
konur beri vel byröar lifs
ins. Strax i fæðingunni er
þeim óhættara en drengj-
um. Drengirnir eru stærri
og eiga þvi erfiöara meö
að komast gegn um
mjaömagrindarop móður-
innar.
Drengirnir eru veikara
kynið, fyrir og eftir fæð-
ingu — þvi aö ófædd pilt-
börn hafa ekki jafn mikið
mótstöðuafl gegn sjúk-
dómum og ófædd mey-
börn.
Hitt verður aftur á móti
ekki véfengt, að vöðva-
þrek konunnar er minna
en karlmannsins. Karl-
maður, sem hefur meðal-
burði, getur borið allt að
, þvi tvöfaldan þunga sinn,
en venjuleg kona að kröft-
um ekki nema hálfan
þunga sinn.
En þær þola allan sárs-
auka betur en karlmenn,
hafa meira lifsþrek og
veröa yfirleitt öllu langlif-
ari.
Það eru þvi fleiri
gamlar konur á lifi i heim-
inum en karlar. Brezkur
karlmaöur má gera ráö
fyrir að ná 67 ára aldri,
konan 72.
Og Lang kemst að þess-
ari niðurstöðu: „Frá sjón-
armiði náttúrunnar er
konan karlinum nauösyn-
legri og dýrmætari — hún
er móðirin”.
Fóstrunin.
„Karlmaður getur
komið i karlmanns stað.
Starfi hans i þágu náttúr-
unnar er lokið um leið og
hann hefur gert kven-
manninum barn. En um
leið er konan bundin sinu
hlutverki árum saman.”
„Hún verður að bera hið
frjóvgaða egg og siðan
fóstur i nóðurlifi i niu
mánuði, og ala barnið að
þvi loknu, hafa það á
brjósti og ala það upp.”
„Sæðisframleiðandinn
þarf þar ekki nálægt neinu
aö koma —enda þótt oftar
fari svo að hann komist
ekki hjá þvi vegna þjóðfé-
lagshátta og lagalegrar
skyldu — en liffræðilega
séð er návist hans ekki
nauðsynleg.
Heiiastarfsemi.
Fyrir þaö hefur nátt-
úran gert konuna svo úr
garði, að allar likur eru á
að hún endist betur og lifi
lengur. Hvaö lika kemur á
daginn.
En svo er það tvennt,
sem Lang hefur komizt að
raun um — að visu hefur
karlmönnum löngum
borið það i grun, þótt þeir
Framhald á bls. 8
EKIU HÆFIIR EDA
ÓHÆFUR TIL AU
VERA FORSTJÓRI?
Hvernig bregst þú við stressandi stundum?
ERTU óbifanlegur og
þrautseigur eða læturðu
litils háttar mótvind
blása þér af leið?
Þvi ætlum við að kom-
ast að með eftirfarandi
spurningum.
Þetta — að vera óbifan-
legur og þrautseigur — er
eitt af leynivopnum sem
frægir visindamenn,
könnuðir og listamenn
hafa yfir að ráða.
Nú veiztu það.
Hvernig heldurðu að á
þvi standi að stórbisniss-
maður getur verið léttur i
lund og glaður? Vegna
þess að hann lætur ekki
erfiðleika og ófarir buga
sig.
Svaraðu ærlega spurn-
ingunum. Þá geturðu séð
hvernig þú eiginlega ert
og hvers vegna þú ert eins
og þú ert. Svo skaltu
sjálfur leggja mat á nið-
urstöðurnar.
1. Þegar þú áttir að læra
að synda á bernsku
dögum:
a: Langáði þig til að
hætta þegar þú varðst
þess áskynja að það var
erfitt?
b: Lagðirðu hart að þér?
c: Mitt þar á milli?
2. Þegar þú varst i skóla
og áttir að læra eitthvað
sem þér þótti leiðinlegt:
a: Lastu þá eins litið og
þú gazt?
b: Kvartaðiru stundum?
c: Notaðirðu hverja stund
til að lesa?
3. Ef um er að ræða ein-
hvern sem þú kannt vel
við og vilt að fái áhuga á
þér, hvað gerirðu?
a: Ekki neitt?
b: Leggur eitthvað á þig
til að vekja athygli hans?
c: Gerirðu allt sem i þinu
valdi stendur til að her-
taka hann gersamlega?
4. Þú vilt vera sjálfstæð-
ur og óháður, en það hef-
ur oft mistekizt, hvað
gerirðu þá?
a: Hættir?
b: Snýrð þér að öðrum
atvinnumöguleikum sem
kannski eru betri?
c: Veltir fyrir þér hvað
unnt er að gera?
5. Sonur þinn eða dóttir
vill hætta i skóla og fá sér
vinnu, hvað gerirðu?
a: Lætur hann eða hana
fá bezta starf sem völ er á
og sem fyrst?
b: Lætur þig engu skipta
hvað hann eða hún gerir?
c: Telur barni þinu hug-
hvarf, að það haldi áfram
þrátt fyrir allt?
6. Ef þú kemst að raun
um að nám i eitt missiri
veitir þér rétt til að
hækka i tign, hvað ger-
irðu þá?
a: Alyktar að allt sé gott
b: Tekur til við námiö af
miklum krafti?
c: Ert i vafa?
7. Efeitthvaðer þér til
ama þar sem þú býrð, á
götunni eða annars-
staðar, þú veizt aö aðrir
hafa reynt að fá það lag-
fært, en gefist upp —
hvað gerirðu?
a: Segir: úr þvi hinum
hefur ekki tekizt , þá
þýðir ekki fyrir mig að
blanda mér i málið?
b: Hringir i sima og
skrifar þar til eitthvað
gerist?
c: Lætur þig engu
skipta?
8. Þú finnur seðlaveski,
að visu tómt, en með
nafni og heimilisfangi,
hvað gerirðu?
a: Lætur það iiggja
kyrrt?
b: Hringir eða skrifar
þangað til þú finnur eig-
andann?
c: Hringir nokkrum
sinnum og hættir svo?
9. Fram undan er vanda-
mál sem óvist er hversu
leysa megi, til hvaöa ráða
tekurðu þá?
a: Hugsar og hugsar og
ýtir þvi svo frá þér?
b: Geymir það til morg-
uns?
c: Hættir ekki fyrr en
málið er leyst?
10. Þú kemst að raun um
að eitthvað sem þú hefur
byrjað á, á fyrir sér að
taka langan tima.
a: Missirðu þolinmæð-
ina?
b: Berst vasklega um
sinn en hættir svo?
c:Lætur ekki hvarfla að
þér að gefast upp, en
heldur ótrauður áfram?
Niðurstöður:
Og hér koma niðurstöð-
urnar;
a b c
1. 14 2
2. 12 4
3. 12 4
4. 14 2
5. 2 1 4
6. 14 2
7. 14 2
8. 14 2
9. 2 1 4
10. 1 2 4
o
Sunnudagur 7. maí 1972