Alþýðublaðið - 07.05.1972, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.05.1972, Blaðsíða 4
Flestar konur, fæddar undir tvíburamerkinu, eru tvíþættar að skapgerð - þær geta verið glaðar og aðlaðandi aðra stundina, en kaldar og gagnrýnandi hina, án þess nokkur vituð ástæða sé til. Þær eru eirðarlausar, gerast fljótt þreyttar á hlutunum og krefjast stöðugra tilbreytinga - einnig í ástum. ^ ^j? PERSÓNULÝSING ÞEIRRA SEM FÆDDIR ERU í TVÍBURAMERKINU ISLENZKIR TVI- BURAMERKINGAR VEL FALLNIR TIL AL- MANNATENGSLA Pað er sagt um Tvi- huramerkinga, að þeir séu oft á tiðum lagnir i samningum og góðir er- indrekar. Sannfærandi ræðumenn og vel til þeirra starfa íallnir, cr krefjast snertingar og tengsla við almenning. Þess vegna kemur það ekki á óvart að finna í upptalningu nokkurra is- lendinga, sem fæddir eru i þessu merki nöfn Birgis Kjarans, alþingismanns, lljálmars l{. Bárðarson- ar, siglingamálastjóra, Jónasar Arnasonar, al- þingismanns, Kristins Hallssonar, söngvara og Svavars Gcsts, hljómlist- armanns. Annars cr það eitt af sérkennum þessa merkis að áhugasvið og viðfangs- efna val Tviburamerk- inga cr óvenju fjölbreytt, og fólk þessa merkis er litt gefið fyrir það aö binda sig einu starfi. Kn þó er það eitt, sem flestum Tviburamerking- um er eiginlegra almennt en fólki annara merkja, — að koma ár sinni vel fyrir borð i viðskiptum. Og þeir eru vinnusamir. I>ess vcgna kemur það ef til vill enn siður á óvart að finna i þessum sama lista nöfn eins og þessi: Eyjólfur Konráð Jóns- son, ritstjóri og upphafs- maður almcnningshluta- félaga, llaraldur Sveins- son, forstjóri Morgun- blaðsins, Otto A. Michel- scn, umboðsmaður IBM, Sigurliði Kristjánsson, kaupmaður og Vernharð- ur Bjarnason, forstjóri. Og þegar til þess er hugsaö að Tvíburamerk- ingar hafa gjarnan næmt skopskyn og eru liprir rit- höfundar, hugkvæmir og málsnjallir, þá er gott að liafa til viðmiðunar Loft Guðmundsson, rithöfund og Vilmund heitinn Jóns- son, fyrrum landlækni. Nú, mcðal annara kunnra tslendinga, sem fæddir eru i þessu merki má nefna Lúðvik Jósefs- son ráðherra og Kristin E. Andrésson, — Braga Ásgeirsson, listmálara, Gunnlaug Scheving og Kristbjörgu Kjeld, leik- konu, — Steinþór Gests- son á Ilæli og Steingrimur Pálsson, fyrrum þing- maður á Brú i Hrútafirði, — Vilbjálmur Einarsson, iþróttakappi og skóla- stjóri, Pórarinn Þórar- insson, fyrrum skóla- stjóri á Eiöum og Snorri P. Snorrason, læknir. Jón Helgason ritstjóri Timans cr fæddur i Tvíburamerk- inu, Guðrún frá Lundi og Grimur Thorarinsson, fyrrum kaupfélagsstjóri á Selfossi. Þórhallur Tryggvason, bankastjóri, Arni Waag, fuglafræðing- ur, Kagnheiður Asta Pét- ursdóttir og Bjartmar Guðinundsson, fyrrum alþingismaður, á Sandi. Sérkenni Tviburamerk- inganna er tviskipt persónugerð, sem alloft er mótuð tveim gagn- stæðum eðlisþáttum. Þeir eru fljótir að skipta skapi, og bregður þá ýmist til djúpar alvöru eða áhyggjulausrar kæti. Þeir hafa jafnan áhuga á hlutlægu og óhlutlægu, meðvituðu og ómeð- vituðu, staðreyndum og hugarórum. Tviburamerkingar eru bjartsýnir að eðlisfari og léttlyndir, að minnsta kosti öðru veifinu: Þeir geta reiðst skyndilega og rennur svo reiðin jafn skyndilega og gleyma þá á svipstundu hvers vegna þeir reiddust, hvað andstæðingurinn lét sér um munn frá og hvað þeir sjálfir sögðu. Tviburamerkingar eru yfirleitt góðum gáfum gæddir, margir metnaðargjarnir og við- kvæmir. Þeir eru frjóir i hugsun, fljótir að nema, stálminnugir og stöðugt að svipast um eftir nýjum viðfangsefnum og áhuga- málum. Þeir eru einkar fjölhæfir og eiga auðvelt með að semja sig að að- stæðum, og alltitt er að þeir hafi tvennt i takinu samtimis. Þvi miður hættir þeim oft við að dreifa um of kröftum sin- um og hæfileikum i stað þess að einbeita sér að sérstöku verkefni unz þvi er lokið. Og þar sem þeir hafa mörg járn i eldinum, vilja sum þeirra kólna og litið verða úr ýmsu sem þeir hafa á prjónunum. Takist þeim hins vegar aö sigrast á þessari hneigð, njóta hæfileikar þeirra og gáfur til fulls og þeir fá miklu áorkað. Hugur þeirra spannar vítt svið, þó að þeim reynist stund- um torvelt að einbeita honum sem skyldi. Það lærist þó sumum með aldrinum, en yfirleitt kemur það ekki af sjálfu sér. En þeir eru hug- kvæmir, málsnjallir, og leggi þeir stund á nám, ná þeir yfirleitt miklum árangri. Flestum Stjörnu- merkingum veitist auð- velt að nema tungumál, bókelskir eru þeir yfir- leitt, þyrstir eftir öllum fróðleik og þekkingu og lesa þvi mikið og eiga margir auðvelt með að ræða hin ólikustu efni. Yfirleitt eru þeir ófúsir að Jeggja trúnað á hlutina, nema fyrir eigin sjón og raun, en hafi þeir sannfærst um eitthvað á þann hátt, hafa þeir ánægju af að skýra öðrum frá reynslu sinni og niður- stöðum. Þeir eru og oftast nær frjálslyndir og lausir við fordóma og þvi sanngjarnir i skoðunum og eiga auðvelt með að skilja sjónarmið annarra. Metnaður þeirra einkenn- ist fremur af eirðarleysi en viljafestu. Margir eru þeir gæddir næmu skop- skyni og hafa þvi hneigð til að hnika til staðreynd- um, ef svo ber undir að hið broslega nýtur sin þá betur. Heilsufar. ítjörnumerkingar hafa venjulega ekki siður nóg að starfa likamlega en andlega. Ahyggjur eru heilsu þeirra hættulegast- ar, og taugaálagið reynist þeim á stundum um megn. Taugakerfið er veikast fyrir, svo og brjóstið og lungun. Marg- ir eru þeir þvi kvefsækn- ir, næmir fyrir inflúenzu, ofkælingu og brjóst- himnubólgu. Annars eru þeir yfirleitt hraustir likamlega, jafnvel þótt þeir kunni að virðast fremur veikbyggðir, og þeir verða sjaldan alvar- lega veikir, nema streita og taugaálag komi til. Oft og tiðum skapast taugaálag fyrst og fremst fyrir eirðarleysi og sóun krafta fyrir átök við of mörg viðfangsefni i senn. Þegar svo ber undir hætt- ir Tviburamerkingum við að unna sér ekki nægi- legrar hvildar, og þá er streita og ofreynsla á næstu grösum, og bætir þá ekki úr skák þegar hugsanastarfsemin er svo frjó og áköf, að það bitnar á svefninum. Er Tvibura- merkingum það þvi ákaf- lega mikilvægt, heilsunn- ar vegna, að hafa það sterkt taumhald á ákefð sinni og eirðarleysi að þeir njóti nauðsynlegrar hvildar - en þó fyrst of fremst að þeim bregðist ekki nægur svefn. Tviburamerkingar eru margir hverjir friðir sýn- um, nettmenni og andlitið mótað finum dráttum, svipurinn vökull og greindarlegur. Fleiri eru þeir grannvaxnir en feit- lagnir, framkoman ber oft vitni taugakviki og einskonar óþoli. Skapið er oft háð örun og skyndileg- um geðsveiflum, og hætt við að þeir þreytist á hlut- unum eftir tiltölulega skamman tima og vilji þá fitja upp á einhverju nýju. Störf og atvinna. Flestir eru Tvibura- merkingar vinnusamir og hafa áhuga á margvisleg- um störfum, en njóta sin þar bezt sem þeim gefst tækifæri til að beita til hlitar hugkvæmni sinni, fjölhæfni og gáfum. Þeir kunna vel að haga orðum sinum, hafa næmt skop- skyn, eru aðlaðandi i framkomu, geta orðið ágætir og sannfærandi ræðumenn og reynst vel fallnir til allra starfa sem krefjast snertingar og tengsla við almenning. Þeir eru lægnir samningamenn, erind- rekar og oft snjallir lög- fræðingar. Flestum er Tvibura- merkingum það eiginlegt að koma ár sinni vel fyrir borði viðskiptum, og geta reynst dugandi sölumenn. Þeim er lagið að hagræða staðreyndum og hæfileik- ar þeirra til að halda uppi gagnrýni, geta notið sin einkar vel i allri blaða- mennsku. Þá eru þeir og margir liprir rithöfundar, eigi þeir þess kost að METNADUR ÞEIRRA EINKENNIST FREMUR EIRDARLEYSI VIUAFESHI túlka sjálfráðir sinar skoðanir og á sinn hátt. Margir Tvibura- merkingar eru og miklir hagleiks menn og lætur vel öll sú iðn sem krefst finleika og nákvæmni eins og radiótækni, öll rafeindatækni yfirleitt, vélaviðgerðir og véla- verkfræði. Margir frá- bærir skurðlæknar hafa og verið fæddir undir tviburamerki. Yfirleitt eru Tvibura- merkingar traustir og áreiðanlegir undir annarra stjórn en þeim lætur þó mun betur að vinna sjálfstætt, án þess að gagnrýni annarra eða leiðbeiningar komi til. Þeir hafa mikla ánægju af ferðalögum og fellur það vel að breyta bæði um umhverfi og starfsvið. Þó er ánægja þeirra i sam- bandi viö ferðalög ekki fyrst og fremst fólgin i þvi að kynnast fegurð og menningu framandi landa, heldur einfaldlega i hreyfingunni og breyti- leikanum. Litt eru Tvibura- merkingar fyrir það gefn- ir að binda sig eingöngu einu starfi eða viðfangs- efni, og það er tiltölulega sjaldgæft að þeir stundi til langframa það starf, sem þeir taka sér fyrst fyrir hendur - algengt að þeir skipti um störf fjór- um-fimm sinnum, áður en þeir finna það, sem þeir telja sér við hæfi. Séu þeir orðnir leiðir á þvi viðfangsefni, sem þeir hafa með höndum, verða þeir ónógir sjálfum sér og iiður illa, andlega og likamlega. Þeir vinna stöðugt að þvi að afla sér aukinnar þekkingar, geta lagt gerfa hönd á flest, trúa á þróun og framfarir og hraða og kjósa sér starf i þeim anda. En þeir kunna lika vel að meta hæfileika sina og fjöl- hæfni til launa og vilja fá störf sin vel borguð. Sibreytilegur áhugi Tviburamerkinga getur leitt til þess að þeim hald- ist þó ekki vel á fé, en yfirleitt er þeim ekki um það gefið að tefla á neina tvisýnu i fjármálum. Taki þeir á annað borð þá ákvörðun að koma skipu- lagi á fjármál sin, geta þeir efnast vel, það eð þeir eru stöðugt á höttun- um eftirhærri launum, og geta lagt hart að sér, hvenær sem þau eru i boöi. Loks eru Tvibura- merkingar mjög lægnir á að hagnýta sér ýmis sambönd til aukins fjár og frama. Þeir eru smekkmenn og á þann hátt, að það getur orðið þeim dálitið kostnaðar- samt, þótt ekki sé þar um neitt óhóf að ræða. Agjarnir eru þeir i raun- inni ekki i venjulegum skilningi, og alls ekki nízkir - og hættir við að horfa ekki i skildinginn, þegar ný áhugamál eru annarsvegar. A stundum væri það þeim sjálfum fyrir beztu, að þeir væru að vissu leyti ihaldsamari i fjármálum, en raunin er samt sú, að þá skortir sjaldnast fé til lang- frama. Heimili og fjölskylda. Umhverfið og heimilið er Tviburamerkingum ákaflega mikilvæg atriði - að þeir eigi við friðsæld, samræmi og fegurð að búa. Þeim er það mikil ánægja að vinir og kunningjar sæki þá heim, og er þvi oft gestkvæmt á heimili þeirra. Það getur á stundum haft tals- verðan kostnað i för með sér, en yfirleitt sjá þeir og sinum vel farborða. En þeir eru hneigðir til alls- konar breytinga, eins heima og á öðrum svið- um, og krefjast þess að heimili þeirra sé búið öll- um nýtizku þægindum og nýtizkulegt á allan hátt. Finnst þeim ábyrgð og skyldur hvila of þungt á sér, eru þeir eins liklegir til að taka tösku sina og staf og halda á brott. Þeir eru i rauninni stöðugt ferðbúnir, og fellur það illa aö vera staðbundnir. Ef þeim finnst að þeir séu það, geta þeir gripist þunglyndi, og það bitnar þá á fjöiskyldu þeirra og heimilislifi. Geti þeir sigrast á þessari hneigð, eru allar likur til að fjölskyldulif þeirra verði hamingjusamt. Yfirleitt er eins og hugsun þeirra snúist meira um hvað heimilið geti veitt þeim, heldur en hitt, hvað þeir geti veitt heimilinu. Og jafnvel þótt þeir geri sér far um að koma drengi- lega og heiðarlega fram við fjölskyldu sina, hættir þeim við að láta sinar eigin óskir og vilja sitja i fyrirúmi. Öðrum kann að finnast sem þeir séu börnum sin- um einkar góðir og um- hyggjusamir, en sjálfum finnst þeim stundum að börnin séu þeim fyrst og fremst til trafala. Eigi að siður unna þeir börnum sinum, vegna þess þau unna þeim. Þeir geta aðlaðast þeim, og reyna að gera þeim lifið þægi- legt og skemmtilegt, og börn laðast mjög að þeim sökum glaðværðar þeirra og ástúðlegrar framkomu - þegar allt leikur i lyndi. Börn sem fædd eru und- ir tviburamerkinu, eru oft sérsinna og vilja fara sin- ar eigin leiðir, þau þarfn- ast skilnings og gætni af hálfu foreldranna. Mikil- vægast er það fyrir þau að hafa sem fjölbreyti- legust viðfangsefni, og áhugi þeirra er stöðugt vakandi fyrir öllu sem er að gerast. Hugarfar þeirra er mjög auð- mótanlegt fyrir foreldr- ana, en hugboð þeirra ákaflega næmt og vekur þau óðara til viðnáms ef reynt er að telja þau á eitthvað, sem þeim finnst að ekki muni vera rétt. Vinátta. Yfirleitt eru tvibura- merkingar mjög góðir i umgengni og þvi vin- margir, en sjaldgæft að þeir eigi sér óvini. Þeir ætlast til drenglyndis og heiðarleika af vinum sin- um og fyrirgefa aldrei ef komið er fram við þá á gagnstæðan hátt. Það er fjarstætt að imynda sér Tvibura- merkinga einmana eða einfara, enda sjaldgæft að þeir séu það. En eðli þeirra er snúið mörgum þáttum og oft gagnstæðum, þeir þarfn- ast samfélagslegrar fullnægingar og leita hennar á þann hátt að eiga marga kunningja og ólika, án þess að binda við þá eiginlega vináttu. öll kyrrseta fellur þeim illa, þeir mundu helzt kjósa að vera á mörgum stöðum i einu innan um fólk, taka þátt i umræðum þess og kynnast þvi, en þegar þeir gera sér grein fyrir að það má ekki takast, gera þeir sig að lokum ánægða með færri kunningja - og nokkra vini. Vinir Tviburamerkinga kunna vel fjöri þeirra og glaöværð, en eiga oft örðugt með að átta sig á eirðarleysi þeirra. Ekki gera Tviburamerkingar sér yfirleitt rellu út af þvi þótt vinir þeirra hafi aðrar skoðanir á málun- um en þeir sjálfir, og eiga auðvelt með að rökræða við þá gremjulaust. Þeir bera virðingu fyrir fólki, sem unnið hefur andleg afrek og njóta samvista við fólk, sem hefur svipuð áhugamál og þeir. Oft eru Tvibura- merkingar mikils metnir i samkvæmislifinu, sakir fyndni sinnar og hæfileika til að taka þátt i um- ræðum um alla hluti á skemmtilegan hátt, en eigi að siður er þeim allt slúður fjarri skapi. Og það getur átt sér stað, að fyndni þeirra verði hvöss og gagnrýni þeirra bitur og markvis, ef i það fer. Astir Tviburamcrkinga. Eirðarleysi Tvíbura- merkinga og hneigð til sifelldra breytinga setur að sjálf- sögðu mark sitt á ástir þeirra oft og tiðum. Þeir þrá að visu hið innra með sér staðfasta og einlæga ást, en flestir hneigjast þeir þó mjög til skammærra æfintýra og daðurs, og kynni þeirra af konum eru sjaldan svo djúpstæð að sú þrá þeirra megi rætast. Margir hafa þeir þá framkomu, sem gera þá vinsæla meðal kvenna, eiga auðvelt með að auðsýna þeim athygli og nákvæmni og fá þær til að trúa þvi að þær séu þeim allt. En yfirleitt eru þeir ekki neitt að flýta sér i hjónabandið, þar eð þeim er ekki um neina fjötra gefið og kviða því að þeir verði fljótt leiðir á fastri sambúð. Til- breytingin er þeim krydd lifsins, ferðalög og allskonar æfintýri eru þeim nauðsyn ef þeir eiga að njóta hamingju i lifinu allt sem fellur i fastan farveg er þeim þraut þeg- ar til lengdar lætur. En eðlilegt er þeim að vera ljúfir og tillits samir i ást- um - á meðan æfintýrið varir. Oft er ást þeirra á kon- um huglægs eðlis, þeir laðast að þeim vegna andlegra hæfileika þeirra, gáfna og áhuga- mála. Hið tviþætta eðli Tviburamerkinga veldur þvi, að þeir geta verið hlédrægir, viðkvæmir i atlotum aðra stundina, en ástriðuheitir og ofsa- fengnir þess á milli. Og jafnvel þótt þeir séu ást- fangnir af einni konu, geta þeir auðveldlega hrifist af annarri sam- timis. Tviburamerkingar eru öðrum yfirleitt liklegri til að leita tilbreytingar i æfintýrum utan hjóna- bandsins, og eigi konan að hafa hemil á þeim, verður hún sjálf að vera hneigð til brevtinga cg íeröaiaga og það hleypi- dómalaus, að hún taki ekki daður þeirra allt of alvarlega. Finni þeir slika konu, og sé hún vel gefin og hafi svipuð áhugamál og þeir, getur hjónabandið orðið mjög hamingjusamt. Astir tviburam erkis- kvenna. Flestar konur, fæddar undir tviburamerkinu, eru tviþættar að skapgerð - þær geta verið glaðar og aðlaðandi aðra stundina, en kaldar og gagnrýnandi hina, án þess nokkur vituð ástæða sé til. Þær eru eirðarlausar, gerast fljótt þreyttar á hlutunum og krefjast stöðugra til- breytinga - einnig i ástum. Oft eru þær harla daðurhneigðar og hverf- lyndar. Ef þær glata áhuganum á viökomandi karlmanni, snúa þær við honum baki formála- laust. Liður þá sjaldnast á löngu áður en áhugi þeirra hefur beinst að öðrum, sem fullnægir æsileikaþörf þeirra i bili. Þeim fellur ekkert eins illa og að finna sig að einhverju leyti bundnar, og ef þær ganga i hjóna- band, verða þær oftast nær fyrir vonbrigðum. Þær þrá stöðugt að kynnast nýju fólki, nýju umhverfi, lenda i nýjum æfintýrum. í hjónabandinu geta þess ar konur orðið félagar eiginmannsins, þegar bezt lætur, og þá fyrst og fremst vegna sameigin- legra áhugamála og hug- rænna viðfangsefna, en þess er hinsvegar litil von að þær láti sér einfaldlega lynda einskonar ráðskonuhlutverk. Þeim er það eðlilegt og nauðsynlegt að eiga sér áhugamál utan heimilisins, eftir að kem- ur i hjónabandið, og vinna að þeim, og þau geta smámsaman orðið þeim svo timafrek, að eigin- maðurinn risi gegn þeirri athafnasemi, og þær verði þvi að beita kven legri ráðsnilli sinni til sátta. Komist þær samt sem áður að raun um, að þeim sé ógerlegt að tviskipta þannig lifi sinu, verður það oftastnær heimilið og eigin- maðurinn, sem þar hefur betur. Én þess ber að gæta, að margar konur, fæddar undir tviburamerki, eru þeim hæfileikum gæddar, að þeim tekist að annast heimilið og sinn áhuga- málum sinum utan þess árekstralitið. Jafnvel þótt þær geti ekki kallast heimakærar, ber heimili þeirra vitni reglusemi og smekkvisi. Þær hafa yfir- leitt mjög fágaðan og þroskaðan smekk og eru þrifnar og reglusamar - en þær kjósa helzt að geta láta aðra vinna heimilis- störfin, krefjast þá vand- virkni og hlýðni og kunna vel að segja öðrum fyrir verkum. Vegna eggjandi og á stundum daðurskendrar framkomu sinnar er það titt að þær vekji afbrýði- semi með eigin- manninum, nema hann geri sér ljóst, að orsökin er oft einfaldlega sú, að þær þarfnast aðdáunar og viðurkenningar á hæfi- leikum sinum. Yfirleitt eru þær allt of raunsæar og hagsýnar til þess að láta slikt ganga svo langt, að það leiði til sundur- þykkis og ef til vill hjóna- skilnaðar. Sé eiginmaðurinn hins- vegar skilningsrikur og þau eigi sameiginleg áhugamái, getur hjóna- bandið orðið farsælt og varað unz „dauðinn skilur þau að”. UM NÆSTU HELGI: KRABBAMERKIÐ Sunnudagur 7. maí 1972 Sunnudagur 7. maí 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.