Alþýðublaðið - 16.05.1972, Síða 4

Alþýðublaðið - 16.05.1972, Síða 4
Starfsstúlknafélagið Sókn: Orðsending til félagskvenna Þær félagskonur, sem óska eftir dvöl i húsum félagsins i ölfusborgum i sumar, geri svo vel að snúa sér til skrifstofu fé- lagsins, Skólavörðustig 16 simi: 25591, sem fyrst. Þær sem ekki hafa dvalið þar áður ganga fyrir. Starfsstúlknafélagið Sókn. St. Franciscuspítali, Stykkishólmi Staða sjúkrahússlæknis við sjúkrahúsið á Stykkishólmi er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa staðgóða fram- haldsmenntun i handlækningum og kven- sjúkdómum. Umsóknir, stilaðar á sjúkrahúsið, skulu sendar skrifstofu landlæknis fyrir 15. júni 1972 næstkomandi. Stykkishólmi, 10. mai 1972. jj|j| Fró Æskulýðsróði Reykjavíkur Breiðholt — Árbœr Æskulýðsráð boðar til almennra funda með forráðamönnum unglinga i ofan- greindum hverfum sem hér segir: Breiðholtshverfi: Þriðjudag 16. mai kl. 8,30 í samkomusal Breiðholtsskóla. Árbæjarhverfi: Miðvikudag 17. mai kl. 8,30 i samkomusal Árbæjarskóla. Fundarefni á báðum stöðum: Áætlanir Æskulýðsráðs um sumarstarf með ungl- ingum i hverfunum. BIBLÍAN °9 SÁLAAABÓKIN nýja fást i bókuvcr/.lunum og hjá kristilegu félögunum. HIÐ ÍSL. BIBI.ÍUFÉLAG típuðBranðootofu IIAIII. HIMtUIKJU BEYHJAVIK . . . 4 SKIP4UTGCRB RÍKISINS Ms. Hekla fer aiistur um land i hringferð 23. þ.m. Vörumóttaka þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag til llornafjarðar, Djúpavogs, Breið- dalsvikur, Stöðvarfjarðar, Fá- skrúðsf jarðar, Keyðarfjarðar, Kskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðis- fjarðar, Bogarfjarðar, Vopna- fjarðar, Bakkafjarðar, Pórshafn- ar og Kaufarhafnar. Ms. Esja fer vestur um land i hringferð 18. þ.m. Vörumóttaka þriðjudag til Patreksf jarðar, Tálknaf jarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Klateyrar, Súgandaf jarðar, Bolungarvikur, Isafjarðar, Norðurfjarðar, Siglu- fjarðar, ólafsfjarðar, Akureyrar og Húsavíkur. WALLACE_______________________1 Wallace var að halda ræðu, er fólk hvatti hann til að koma úr skotheldu ræðupúlti. Hann varð viö hvatningu fólksins, gekk úr púltinu og tók i hendur manna, sem fögnuöu honum ákaft, er allt i einu kváðu við fjórir skothvellir. Særðist Wallace i brjóstholi, kviðarholi og á hendi, og einnig særðist öryggislögreglumaður hættulega, og lifvörður Wallace og aðstoðarstúlka særðust einnig minna. i fyrstu voru fréttir afar óljós- ar, og ekki var vitað með vissu um miðnætti hvort rikisstjórinn væri i lifshættu, en hann var með meðvitund, er hann var fluttur inn i skurðstofuna. George Wallace, rikisstjóri Alabama, er einlægur stuðnings- maður aðskilnaðarstefnu svartra og hvitra, og þetta baráttumál hefur sett mestan svip á allan hans stjórnmálaferil. En hann hefur einnig fundið hljómgrunn hjá fólki, sein ekki ber kynþátta- málið eins fyrir brjósti og ibúar suðurríkjanna. Wallace, sem eitt sinn var efni- legur hnefaleikamaður, hellti sér út i baráttuna um útnefningu sem forsetaefni demókrata i janúar- mánuði s.l. með loforði um „nýja von fyrir bandarisku þjóðina”. I forsetakosningunum 1968 var liann i framboði utan flokka og lilaut þá 13,5% atvkæða. Um tima leit út fyrir að hvorki Nixon né Humphrey myndu hljóta nægi legan fjölda kjörmanna, þannig að Wallace kæmist þá i lykilað stöðu. Vinsældir hans meðal banda riskra kjósenda komu þó fyrst i Hvítasunnuferðir 1. Snæfellsnes 2. Þórsmörk 3. Veiðivötn (ef fært verður) Farseðlar á skrifstofunni. Ferðafélag Islands. öldugötu 3, simar 19533 og 11798. ÖTBOÐ Tilboð óskast i smiði og uppsetningu loft- ræsikerfis i stöðvarhús Laxá III við Laxá i Þingeyjarsýslu. útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen s.f., Ármúla 4. R. og á skrifstofu Laxárvirkj- unar, Akureyri, gegn 1000, - kr. skila- tryggingu. Tilboðum skal skila fyrir 5. júni. Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mins Jóhannesar skálds úr Kötlum Sérstakar þakkir færum við Fáli Ásmundssyni lækni og öðru starfsliði Landsspítalans, fyrir frábæra umönnun i erfiðum vcikindum. Fyrir mína liönd og annarra vandamanna, Hróðný Einarsdóttir t Konan min, móðir okkar, tengdamóðir og amma Marsebil Kristmundsdóttir Stangarholti 28 verður jarðsungin frá Fríkirkjunni, miðvikudaginn 17. mai kl. 3 e.h. Hallgrimur Guðmundsson, Kristin Ilallgrimsdóttir, Hilmar Viihjálmsson, Óskar Hallgrimsson, Kakel Sæmundsdóttir, börn og barnabörn. Lóðir í Arnarnesi Byggingarlóðir (einbýlishúsa) til sölu i Arnarnesi, Garðahreppi. Upplýsingar á skrifstofu minni Iðnaðarbankahúsinu Lækjargötu. Simar 24635 og 16307. Vilhjálmur Árnason hrl. Lögreglustörf Stöður 2ja lögreglumanna á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar Laun samkvæmt gildandi kjarasamning- um. Umsóknarfrestur til 25. mai 1972. Bæjarfógetinn á Sauðárkróki ljós nú i marzmánuði, er hann vann glæsilegan sigur i prófkosn- ingunum i Florida. Hann hefur i framboðsræðum sinum ráðizt á stórveldin i við- skiptaheiminum og talið sig vera verndara „hins smáa”. Áherzla hans á „lög og reglu” hefur haft þau áhrif að demókratar hafa orðið að leggja mun meiri áherzlu á þessi atriði i stefnuskráryfirlýs- ingum flokksins. Wallace er 51 árs gamall, tvi- kvæntur. Fyrri kona hans, Lurleen lézt úr krabbameini fyrir fáum árum, en hún var kjörin rikisstjóri, þegar hann varð, lög- um samkvæmt að láta af þvi em- bætti er kjörtimabili hans lauk. MISRETTI 5 aðstöðu manna á öllum sviðum til að lifa lifinu sem bezt. Vist er um það, að margir mætir stjórnarþingmenn og ráðherrar hafa mjög talað i þeim anda á liðnum árum. En það er eins og áhuginn fyrir þessum háleitu markmiðum hafi dofnað hjá þessum ágætu mönnum við það að kom- ast i stjórnarandstöðu og ráðherrastól- ana. Ég hafði nefnilega orð á þvi i ræðu hér á hinu háa Alþingi fyrir skömmu, að nauðsynlegt væri að sporna af alefli gegn þviaðauka misrétti i launakjörum og aðstöðu, sem fyrirsjáanlega myndi eiga sér stað i vaxandi mæli, ef ekki yrði reynt að hamla gegn þeirri óheillaþróun i ójafnaðarátt, sem nú á sér stað. Ég hélt þvi fram, að rikisstjórnin virtist sér láta þetta i léttu rúmi liggja, og jafnvel stuðlaði að myndun forréttinda- og auð- stétta, og benti i þvi sambandi á frum- varp hennar um heilbrigðisþjónustu, þar sem gert er ráð fyrir, að hátt laun- uðum starfsmönnum heilbrigðisþjón- ustunnar sé boðið upp á margskonar hlunnindi — jafngildi stórra fjárupp- hæða — langt umfram það, sem þekkist hjá öðrum starfsstéttum opinberra starfsmanna Hver haldið þið, góðir hlustendur, að hafi orðið viðbrögð ráðherra Magnúsar Kjartanssonar við þessu: Að hann for- dæmdi vaxandi launamismunun? Að hann vildi meiri jöfnuð i aðstöðu manna til að geta notið lifsins gæða? Eða hann mótmælti að hér á landi væru i uppsigl- ingu vissar forréttinda- og auðstéttir langskólamanna. Nei, aldeilis ekki, ekkert af sliku tagi lét hann sér þá um munn fara. 1 þess stað afgreiddi hann ræðu mina um þetta efni einfaldlega með þvi að kalla hana tizkufyrirbæri!! Hann leggði nú ekki mikið upp úr tizku af þessu tagi!! Það er sem sagt tizkufyrirbæri, þegar bent er á óréttlæti aukins launamisréttis. Það er tizkufyrirbæri, þegar varað er við þróun, sem getur leitt til enn aukinna út- gjalda fyrir þá , sem sækja þurfa til hinna dýrt seldu sérfræðingastétta. En það kemur að sjálfsögðu verst við pyngju þeirra, sem minnst hafa aura- ráðin. Mér sýnist af þessu, að það sé eitthvað farið að fyrnast yfir hátið- legar yfirlýsingar stjronarflokkanna um, að það sé stefna rikisstjórnarinnar að bæta afkomu verkafólks, bænda, sjó- manna og annarra þeirra, sem búa við hliðstæð kjör.” „Alþýðuflokksmenn mótmæla harð- lega stefnu, sem leiðir til aukins launa- misréttis, svo sem nú er útlit fyrir að verði, þvi það kemur með einum eða öðrum hætti við þá, er sizt skyldi. Það er vitað, að kjósendur stjórnar- flokkanna gerðu sér háar vonir um væntanleg afrek og frammistöðu núver- andi rikisstjórnar. Fleirum og fleirum i hópi þessa fólks er nú að verða ljóst, að henni ætlar ekki að takast að ráða fram úr þeim verkefnum, sem hún setti sér að leysa. Hún ræður ekki við verðbólguna. Lifskjör launafólks batna ekki, heldur þvert á móti. Launamisrétti eykst, ef svo heldur áfram, sem nú horfir. Kidde handslökkvitækið er dýrmætasta eignin á heimilinu, þegar eldsvoða ber að hcndum. Kauptu Kidde strax í dag. I.Pálmasonhf. VESTURGÖTU 3. 'Sl'MI: 22235 o Þriðjudagur 16. maí 1972

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.