Alþýðublaðið - 16.05.1972, Side 7
Nú kveður
við nýjan ton
Allar götur síðan 1936 hefur Málningarverk-
smiðjan Harpa verið í fararbroddi, hvað snertir
nýjungar í framleiðslu á málningu, lakki og ýms-
um kemiskum efnum byggingariðnaðarins.
Frá upphafi hefur rannsóknarstofa fyrirtækisins
rekið umfangsmikla starfsemi, sem beinist að
því að reyna þol og gæði framleiðslunnar við
mismunandi íslenzkar aðstæður.
Sérstaða Hörpu meðal málningarframleiðenda
á íslandi er fólgin í því, að Harpa notar ein-
göngu uppskriftir sem hannaðar eru á rann-
sóknarstofunni fyrir hina umhleypingasömu ís-
lenzku veðráttu. Reynsla fengin af nær 40 ára
viðureign við íslenzkt veðurfar tryggir gæði
framleiðslunnar.
LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN
EINHOLTI 8
Það var mikil eftirvænting á
Laugardalsvellinum á laugar-
daginn. Þúsundir áhorfenda,
mestmegnis börn og unglingar
biðu þá eftir hetjunni sinni, Bobby
Charlton. Allt i einu heyrðist klið-
ur, og litill snáði benti i áttina að
stúkunni og hvislaði. „Þarna
er’ann”. Jú, þar birtist Bobby
Charlton i eigin persónu, og á-
horfendur klöppuðu og stöppuðu.
Eftir að Bobby hafði sagt nokk-
ur orð, hófst keppnin i knatt-
þrautarmóti Ford af fullum
krafti.
Flokkarnir komu hver af öðr-
um, og i heildina gekk keppnin
mun hraðar en búist var við.
Flokkarnir röðuðu sér þvinæst
við verðlaunapallinn, og nöfn
sigurvegaranna voru lesin upp.
Fyrst var lesið upp nafn Harðar
Andréssonar úr Þrótti, sigurveg-
arans i flokki 8 ára pilta. Fram
sté litill og feiminn piltur, og
klifraði varfærnislega upp á verð-
launapallinn. Og ekki minnkaði
feimnin þegar Bobby Charlton
tók i hendina á Herði og afhenti
honum sigurverðlaunin.
En þetta gekk allt eins og i
sögu, og sigurvegararnir voru til-
kynntir hver af öðrum, Magnús
Þór Asmundsson Val, Björn
Bjartmars Vikingi, Jóhann Grét-
arsson UBK, Guðmundur M
Skúlason Fylki og Rafn B. Rafns-
son Fram.
A efstu myndinni er Hörður litli
að taka við verðlaunum sinum, til
hliðar sjást skjaldsveinar 8 ára
flokksins, og neðst er einn kepp-
enda að framkvæma erfiða þraut.
Rússar hafa meiri áhuga á
gervihjarta en hjartaflutningum
HJARTA SLCR
40 MLUÚNIR
SLA6A Á Altl
Moskvu. - Sovézkir skurðlækn-
ar hafa ekki i hyggju að hefja
hjartaflutninga fyrr en likur hafa
aukizt fyrir þvi, að slikar að-
gerðir heppnist, ritar hinn kunni
sovézki skurðlæknir, prófessor V.
Sjumakov, i grein i Moskvublaðið
Literaturnaja Gaseta. —■ Okkar
hlutverk er ekki að framkvæma
hjartaflutninga hjartaflutning-
anna vegna, eða að halda sýningu
á snilldarlegri tækni.
Eins og aðstæður eru nú lifa
hugsanlegir hjartaþegar, sem
ekki er grætt i nýtt hjarta, að
jafnaði lengur en sjúklingar, sem
grætt er i nýtt hjarta. Á hinn
bóginn er raunverulega engin
sönnun fyrir þvi, að sjúklingar
með heilaskaða, sepn venjulega
er tekið hjarta úr til hjarta-
flutnings, gætu ekki lifað, ef þeir
fengju rétta meðferð. Við munum
þá fyrst hefjast handa um þessar
ASALFUNDUR
HlUKRUNARKVENNA
Aðalfundur Hjúkrunarfélags
islands var haldinn i Domus
Medica sunnudaginn 7. mai s.l..
Úr stjórn félagsins gengu þær
María Finnsdóttir og Sigurhelga
Pálsdóttir, en i þeirra stað voru
kjörin þau Nanna Jónasdóttir og
Rögnvaldur Stefánsson.
Kynntar voru tillögur varðandi
breytingar á félagslögum.
að félögum gæfist tækifæri til að
iluiga þær, var ákveðið að halda
framhalds aðalfund i október n.k.
og vcrða þá endanlegar
ákvarðanir teknar varðandi laga-
breytingar.
INDLAND- ÍSLAND
Rikisstjórnir tslands og Ind-
lands hafa ákveðið að taka upp
stjórnmálasamband. Sendi-
herra Indlands i Osló mun jafn-
framt gegna störfum sem sendi-
herra á islandi, en ekki hefir
verið ákveðið hverjum veröur
falið að gagna störfum sem
sendiherra islands hjá Ind-
landsstjórn.
Utanrikisráðuneytið,
11. mai 1972.
skurðaðgerðir, er við vitum, að
nauðsynlegt öryggi er tryggt i
báðum tilvikum, segir prófessor
Sjumakof.
Prófessorinn bendir á mögu-
leikann aö búa til gervihjarta,
sem hægt sé að nota i stað lifandi
igrædds hjarta. - Við höfum, segir
prófessorinn búiö til mörg til-
raunalikön með hjálp ýmsra
verksmiðja og rannsóknar-
stofnana. En jafnvel þótt sum
þeirra séu mjög virk, erum við
enn rétt að byrja. Enn höfum við
ekki fundið efni, sem á við i öllum
tilfellum og uppfyllir hinar óliku
kröfur. Hjarta slær 40 milljónir
slaga á ári. Það þarf ótrúlega
sterkt efni til þess að endast við
slikt álag ár eftir ár. Gervihjörtu
eru nú smiðuð i sömu stærð og
hjörtu tilraunadýranna, en orku-
gjafinn er hafður utan likamans
og getur verið af hvaða stærð sem
vera skal.
- Þegar við ætlum að búa hjarta
til raunverulegrar notkunar,
þurfum við að fá orkugjafa, sem
koma má fyrir inni i likamanum.
Tilraunir i þessa átt eiga sér stað
á rannsóknarstofu prófessors
Sjumakofs. Prófessorinn segir,
að hér hafi menn áhuga á mögu-
leikanum á notkun isotópa, þ.e.
plutonium-238. (APN)
*
NÝTT STERKT
TREFJAEFNI
Moskvu. — Vniivlon—II er
tref jaefni, sem búið hefur verið til
i Sovétríkjunum og er sterkara og
teygjanlegra en öll þekkt náttúr -
lcg og gerfiefni. Sérfræðingar eru
þeirrar skoðunar, að þetta nýja
efni eigi að nota sem uppistöðu-
efni i hjólbarða til notkunar við
þungaflutninga. i flugvélaiðnaði
inyndi notkun þess stuðla að
lengri cndingu flugvélahjólbarða.
Færibönd gerð úr Vniivoin geta
flutt mörgum siuuum meira en
færibönd gerð úr þeim efnum,
sem venjulega eru notuð.
APN
GAGNLEGASTA ÞING
Regnhlifin er að veröa allt ann-
að og miklu meira en venjuleg
regnhlif. Fyrir skömmu sendi
þýzkur regnhlífaframleiðandi á
markaðinn regnhlif með inni-
byggðu útvarpstæki, og mátti
stilla það inn á fjórar stöðvar.
Slillingin var i handfangi regn-
hlifarinnar.
Nú hefur annar þýzkur fram-
leiðandi fengið hugmynd um auk-
ið notagildi regnhlifarinnar. A
tizkusýningu i Hamborg var þessi
regnhlif sýnd i fyrsta skipti, og er
hún einkum hugsuö til notkunar i
stórborgum þar sem glæpir eru
stórt vandamál. Með þvi að
þrýsla á litinn takka á handfangi
regnhlifarinnar er skotið tára-
gasi á árásarmanninn, og hann
þannig yfirbugaður á örfáum sek.
ER ATLANTISGATAN LEYST?
Arangurinn af rannsóknum
þýzka mótmælendaprestsins
Jurgens Spanuths varðandi þjóð-
sagna-eylandið Atlantis, sem sagt
er að sokkið hafi i sæ, hefur löng-
um verið mjög umdeildur, en nú
litur hinsvegar út fyrir að hann
muni hljóta alþjóðlega viður-
kenningu. Visindamenn við
Braastedtsafnið I Chicagó, rikis-
þjóðminjasafnið i Kairó, ásamt
franska visindamanninum Emil
Bioalley, sem búsettur er i Genf,
telja sig nú allir hafa komist að
raun um konungseylandið Atlant-
is hafi sokkið i Norðursjó á árun-
um 1200 f.Kr.
Séra Spanuth, sem búsettur er i
Bordelum i Slésvik-Holstein, hef-
ur látið svo um mælt:
„Siðustu niðurstöðurnar af
Atlantis-rannsóknunum, valda
slikri gerbyltingu, aö gerbreyta
verður allri sagnfræðinni”.
Þegar fyrir þrjátiu árum kom
séra Spanuth fram meö þá kenn-
ingu, að hiö forna eyriki hefði leg-
ið á milli eyjarinnar Helgoland og
Norðursjávarstrandar Slésvikur-
Holsteins, eins og sú strandlengja
liggur nú.
„Það var hlegið og hæðst að
mér, jafnvel eftir að ég gat
nokkru siðar lagt fram sannanir,
sem ég hafði fundið”.
Og árið 1953 upphötvaði hinn
deigluglaði prestur lika i rauninni
leifar af hinu sokkna Atlantis á
hafsbotni, niu km norðaustur af
Helgolandi með aðstoð kafara.
Spanuth fann þessar menjar
um hið sokkna eyland nákvæm-
lega á þeim stað sem hinn forn-
griski lagasmiður Sólon frá
Aþenu taldi að það hefði legið i
ferðaminningum sinum, 640 f.Kr.
„Norðurhafsfólkið kom yztu
mörkum heims, frá niunda baug
heimskringlunnar, þar sem
lengstur dagur verður 17 stund-
ir”.
Sölon lýsir klettaeynni Helgo-
land og Noröursjávar-eylendinu,
sem þá hét Atlantis, af mikilli
nákvæmni:
„Fimmtiu „stadium” - eða sem
næst 9200m - frá klettaströndinni,
sem veit aö meginlandinu, var
lág hæð, þar sem Atlantisbúar
höfðu reist sitt hæsta musteri og
höll konungs sins”.
Allir visindamenn i egipzkum
fræðum kannast vel við hina svo-
kölluðu Atlantisfrásögn Sólons,
en fram að þessu hefur alltaf ver-
ið litið á hana sem heilaspuna -
eða allt þangaö til brezkir forn-
minjafræðingar grófu upp
Ramsesar-musterið^ með fjár-
framlagi frá Rockefellerstofnun-
inni. Frumtextinn að frásögninni
um Atlantis og konungsrikið
sokkna kom þá aftur fram i dags-
ljósið. Fleygrúnirnar á leirtöflun-
um hafa ekki verið þýddar til
fullnustu fyrr en nú. Kemur á
daginn það sem þar segir er sam-
hljóða frásögn Sólons, svo vart
skakkar orði.
Hin fleygrúnum skráða frá-
sögn, sem studd er furðulega
skýrum bardagamyndum, ber
mikið lof á Ramses III fyrir sigur
hans á Atlantismönnum, sem
hugðust brjóta Egipta undir sig
með atbeina mikils herstyrks og
seglbúnu.m herskipaflota. Höfðu
þeir þá farið fyrir Mið-Evrópu til
Grikklands, og þaðan til Litlu-
Asiu, Sýrlands og hluta Arabiu.
Ramses III sendi 2000 róðrarskip,
mönnuð bogaskyttum, gegn hin-
um seglbúna herskipaflota norð-
anmanna. Þegar logn féll á og
Norðanmenn gátu ekki lengur
beitt herskipum simum, unnu
bogaskytturnar sigur á Jótunum,
Frisunum og Söxunum, sem siðar
biðu einnig ósigur á landi.
Hernaðarfrásögnin, sem meitl-
uð er i musterisveggina aö Medi-
net Habu ogmyndum skreytt, sýn-
irað Atlantis-búar hafa verið nor-
rænir að andlitsfalli, vopnaöir
dæmigerðum Germanasverðum,
borið hyrnda hjálma, kringlótta
skildi og beitt kastspjótuni. A öðr-
um veggmyndum má sjá striðs-
vagna og konur með siðar, ljós-
ar fléttur. Heldur liturinn sér enn
að mestu leyti viöast hvar.
Hinir herteknu striðsfangar
skýrðu Ramses og frá hvers
vegna þeir höföu yfirgefið sitt
eigið land. Um það bil 1200 árum
fyrir Krist áttu sér stað miklar
náttúruhamfarir á Miöjarðar-
hafssvæðinu með hinum viðtæk-
ustu afleiðingum. Eldfjöllin á
Santorin, Etna á Sikiley og eld-
fjöllin á tslandi tóku að gjósa og
60 m há flóðalda byltist um öll
lönd. Þessar náttúruhamfarir
sökktu og hinni norrænu konungs-
ey, sem lá á milli ósa Emstru og
Mecklemburg og byggð var sama
kynþætti og Sviþjóö sunnan
Stokkhólms og Noregur
sunnan Oslóar. Þaö varð svo
upphafið aö fyrstu fólksflutning-
unum, sem um er vitað, er hinir
fyrrverandi Atlantis-búar héldu
yfir þvera Evrópu og alla leiö til
Miöjarðarhafsins.
o
Þriðjudagur 16. maí 1972
Þriðjudagur 16. mai 1972