Alþýðublaðið - 21.05.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.05.1972, Blaðsíða 3
eytt fóstri með þvi að taka inn eina pillu. Fóstureyðingar án fyrirvara eru nú daglegt brauð i Bandarikjunum. Þar eru nálægt 100 slikar framkvæmdar daglega. A aðeins einni slikri stofnun, og eru þær þó orðnar margar þar i borg. Enskar fóstureyðinga- stofnanir, sem áður fyrr sérhæfðu sig i að afgreiða konur, sem leituðu þangað erlendis frá hafa nú minna að gera en áður, þar sem fleiri og fleiri lönd rýmka reglur sýnar, og straumur kvenna erlendis frá beinist til Danmerkur. FOSTUREYÐINGAR Á „FÆRIBANDI” Það er stutt i það að farið verði að fram- kvæma fóstureyðingar með allt að þvi færi- bandahraði. A.m.k. i Englandi. Verð á fóstureyðingu, sem tekur aðeins 10—15 minútur, er aðeins 30 sterlingspund, eða innan við sjö þúsund krónur. Þrem klukkustundum eftir aðgerðina getur konan yfirgefið sjúkra- húsið. Frá þessu er skýrt i nýrri skýrslu samtaka um breytingar á lögum um fósturey ðingar, Abortion Law Reform Association. Þar er einnig nefnt, að næsta skref sé það að konur geti fengið fóstri eytt án þess svo mikið sem læknir sé við- staddur. En ekki voru höfundar skýrslunnar það bjartsýnir að þeir gætu spáð nokkru um það hvenær sá dagur rynni upp að konur gætu sjálfar VERIÐ EKKIFEIMIN VIÐ AÐ NOTA TANNSTðNGULINN - HANN ER EINS ÓMISSANDI 00 TANNBURSTINN Mörgum finnst það Iitið lystar- aukandi að sjá borðnautinn sitja og pota i efra op meltingar- færanna með stöngli. Jafnvel þótt stöngullinn sé mjög litill. A Norðurlöndum að minnsta kosti. Viðast hvar á suðlægari slóðum er tannstöngullinn jafn ómissandi við hverja máltið og salt og pipar. Og ekki kemur það af þvi að kjötið, sem snætt er, sé sérstak- lega seigt. Þótt sú sé að visu oftast rauninn þegar etið er á föstum matsölustöðum. Hvað flestir af orlofsferðalöngum okkar gera, þar eð það er mun ódýrara. En jafnvel þótt maður hafi fundið ódýran matsölustað, þar sem maturinn er með ágætum - og það er til - þá sér maður þetta munnsnyrtitæki borið feimnis- laust á borð. A Norðurlöndum verður maður að biðja um það sérstaklega. Þeir á matsölustöðunum virðast álita að annars séu þeir að gefa i skyn að kjötið sé ekki nægilega meyrt. "¥r Án þess að tala með fingurna uppi i sér. Þetta á ef til vill eftir að verða öðruvisi. Það eru ekki einungis sér- fræðingarnir við háskólann i Pennsylvaniu sem halda uppi áróðri fyrir tannstöngulinn. Það eru margir af tannlæknum okkar, sem taka undir við þá. Við verðum þvi að venja okkur á og læra að nota hvernig nota ber það áhald án þess að hneyksla mötunautana. Það er hverjum leyfilegt að bregða hendi fyrir munn sér, eins og þegar hann geispar. Og að stilla sig um að tala með tannstöngulinn - og mikinn hluta hinnar handarinnar uppi i sér. A móti kemur svo það, að mað- ur heldur tönnunum óskemmdum árum lengur en ella, segir dr. Herman Corn. Með þvi að losa sig við lim- kenndar trefjar - sem annars eru erfiðar viðfangs - og beita við það bæði tannstöngli og tannbursta. Sykurinn sekur. Þessi limkennda tref jakvoða er fyrst og fremst sykrinum að kenna. Þessum venjulega sykri, sem fyrirfinnst meira eða minna dulinn i flestum matartegundum. Kenningin byggist á þvi, að þegar sykurinn klofnar i þrúgu- sykur og glúkosu, myndist við það dextrin - limefnið, sem leggst á tennurnar. Það lim er svo sterkt, að það getur haldið föstum trefjum úr matnum sem sóttkveikjur geta dafnað i. Auk þess getur sykurinn myndað sýru, sem eyðir glerunginum. Ekki eru það þó holurnar i tannbeinið, sem dr. Herman Corn veitist gegn fyrst og fremst. Það er tannholdsbólgan, sem er menningarsjúkdómur og hann alvarlegur. Hann hefur kostað menn tennurnar svo milljónum skiptir, og er lakara en flestir gera sér grein fyrir. Það er örðugt að fá gervi- tanngóma, sem ekki valda óþægindum og núningi, þegar til lengdar lætur, meðal annars vegna þess að kjálkabein öll rýrna eftir að þau eru ekki lengur sæti fyrir tennurnar. Og tanngómur, sem er við hæfi I dag, getur valdið óþægindum á morgun. "¥r Tannstönguls-tæknin. Dr. Corn gefur ýmsar nytsamar leiðbeiningar varðandi notkun tannstöngulsins - að minnsta kosti nytsamar fyrir byrjendur. Tannstöngulinn ber að nota með varúð, segir hann. Hann má ekki gleiðka bilið á milli tann- anna. Ekki að þrýsta honum inn á milli þeirra nema unz mótstöðu verður vart. Ekki má heldur pota honum á milli tannholdsins og tannanna. Það er einmitt festan þar, sem verið er að leitast við að vernda, með þvi að koma i veg fyrir að sóttkveikjur nái að dafna þar bak við límkvoðuna. Sem að sjálfsögðu leggst helzt þar á tennurnar, sem tunga og munnvatn nær ekki til hennar. Betri nýting munnvatnsins. Og það er á fleiri sviðum, sem það kemur að gagni að fjarlægja kvoðuna, segir dr. Corn. Með þvi móti geta tennurnar notað kalkefni úr munnvatninu sér til uppbyggingar og herzlu, heldur hann fram. Gagnsemi munnvatnsins er yfirleitt mjög vanmetin. Þótt „enzýmurnar”, sem það inniheldur , og vinna að undir- búningi meltingarinnar með þvi að kljúfa ýms efnasambönd, hefur það önnur áhrif, sem ekki má ganga fram hjá. Þegar tannstöngullinn hefur unnið sitt verk, er hægur nærri að skola bilið milli tannanna með munnvatninu, sem fjarlægir þá smáagnir, er tannstöngullinn komst ekki að. Slik skoðun er kannski ekki beinlinis lystaraukandi fyrir mötunautana - nema maður haldi fyrir munn sér á meðan. Og huggi sig við það, að ekki sé tannholdsbólgan og andremman, sem hún veldur, lystaraukandi að heldur. ÍTREKUN Auglýsing frá 15. janúar 1970 um innköllun nokkurra eldri peningaseðla Athygli skal vakin á þvi, að neðangreinda peningaseðla er aðeins hægt að fá innleysta i afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavik, og frá og með 30. júní 1972 fellur innlausnarréttur niður. Þessir peningaseðlar eru: A Allir 5, 10, 50, 100 og 500 króna seðlar Landsbanka islands, sem gefnir voru út samkvæmt heimild í lögum nr. 10 frá 15. apríl 1928, og settir voru í umferð frá ársbyrjun 1948. B Allir 5 og 10 króna seðlar Landsbanka is- lands, Seðlabankans, sem gefnir voru út samkvæmt heimild í lögum nr. 63 frá 21. júni 1957. c 10 krónu seðill Seðlabanka jslands, sem gefinn var út samkvæmt heimild í lögum nr. 10 frá 29. marz 1961. Tekið skal fram, að ofangreindir peningaseðlar hættu að vera lögmætur gjaldmiðill i lögskiptum manna hinn 15. janúar 1971. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Reykjavik, 15. mai 1972. SEÐLABANKI ISLANDS 0 Sunnudagur 21. maí 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.