Alþýðublaðið - 21.05.1972, Blaðsíða 6
Sjötta og síðasta grein Gests Guðfinnssonar um ferðalög innanlands
I siðasta ferðaþætti var vikið að
nokkrum sumarleyfisferðum, að-
allega á Vestfjörðum. I þessum
þætti, sem er sá siðasti um innan-
landsferðir i sumar, verður fram
haldið upplýsingum um sumar-
leyfisferðirnar eftir þvi sem rúm
leyfir.
Strandaferð
Ferðafélag Islands gerir það
ekki endasleppt við Vestfjarða-
kjálkann i sumar. Auk Vest
fjarðaferðar og 2 ja Hornstranda
ferða, sem þegar er getið, ráðger-
ir félagið sex daga ferð norður á
Strandir 8.-12. júli. Verður ekið
norður Kjöl til Hveravalla, siðan
um Auðkúluheiði i Vatnsdal og
Borgarvirki, en þaðan fyrir
Vatnsnes og allt til Ingólfsf jarðar
á Ströndum. Ef veður og aðstæð-
ur leyfa er svo áætluð bátsferð til
Drangaskarða. Heim verður ekið
um Dali.
Þetta er næsta fjölbreytileg
ferð, eins og sjá má af upptaln-
ingunni. Er þó aðeins stiklað á
stóru. Til viðbótar má t.d. minna
á Blöndugljúfur, Hvitserk og
Hindisvik á Vatnsnesi og rekann
á Ströndum, auk fugla og sels á
þeim slóðum. Sömuleiðis Skarð á
Skarðsströnd og Staðarfell á
Fellsströnd, sem hvortveggja eru
sögufrægir staðir. Fyrir þá sem
litið hafa ferðazt, má ennfremur
geta þess að farið mun verða um
Þingvelii og litið á Gullfoss og
Geysi i leiðinni, en þetta eru allt
staðir, sem standa fyrir sinu,
i jafnvel þótt maður hafi komið þar
j áður. — Ferðin kostar aðeins
i 4.950 krónur.
Eyjafjarðarfjöll
Þá er ein Ferðaféiagsferð, sem
ég vildi sérstaklega benda dug-
legum fjallgöngumönnum á, en
það er átta daga ferð um fjall-
lendið vestan Eyjafjarðar. M.a.
má nefna Súlur, Kerlingu, Stóra-
stail, Tröllafjall og Vindheima-
jökul kringum Glerárdal, Háfjall
við öxnadal, fjöllin norðan Hörg-
árdals og vestan Svarfaðardals.
Ætlunin er að ganga á svo mörg
fjöll sem timi vinnst til, en á
þessu svæði eru sum hrikalegustu
og hæstu fjöll norðanlands, svo
sem Kerling við Eyjafjörð, sem
er 1538 m yfir sjávarmál. Tiitölu-
lega litið hefur verið farið um
þetta svæði af ferðamönnum, en
nú gefst tækifærið. En þessi ferð
er þó varla nema fyrir nokkuð
gönguvant fólk og kemur sjálf-
sagt út svitadropunum á ein-
hverjum áður en lýkur. Hinsveg-
ar er útsýnið viða stórkostlegt og i
raun og veru óborganlegt, ef veð-
ur og skyggni er gott. —-Ferðin er
6.-13. júli og kostar 6.600 krónur.
Miðlandsöræfi
Bæði Ferðafélagið og Farfuglar
ráðgera Miölandsöræfaferð i
sumar eins og undanfarin ár.
Ferðafélagsferðin tekur tólf
daga, en Farfuglar gera ráð fyrir
að eyða fjórtán dögum i ferðina. 1
stórum dráttum er báðum ferð-
unum hagað á svipaðan hátt. Ekið
er til Veiðivatna, meðfram Þóris-
vatni, i Nýjadal. Þaðan um
Sprengisand, Gæsavötn og
Dyngjuháls til öskju með við-
komu i Vonarskarði. Þaðan verð-
ur farið i Herðubreiðarlindir.
Farfuglar áætla göngu á Herðu-
breið, ef veður leyfir. Siðan verð-
ur ekið um Grimsstaði, Kreppu-
brú og Hvannalindir til Kverk-
fjalla, þar sem gengið verður I is-
hellana i jöklinum. 1 bakaleiðinni
verður m.a. komið að Dettifossi
og Asbyrgi, i Hljóðakletta og
Hólmatungur, en siðan i Húsavik
og að Mývatni og haldið þaðan til
Akureyrar. Loks verður svo hald-
ið suður Auðkúluheiði um Hvera-
velli og Kjöl til Gullfoss og Geysis
i lokin. Þetta eru tvimælalaust
lengstu og mestu sumarleyfis-
ferðirnar, enda hafa þær upp á
ýmsa fegurstu staði landsins að
bjóða. Of langt mál yrði að fara
náið út i einstaka staði á þessari
leið, en drepa má þó á nokkur
atriði, sem við sögu koma.
A þessari leið er komið við á
flestum helztu dvalarstöðum
Fjalla-Eyvindar á hálendinu, svo
sem rústunum við Hreysiskvlsl, i
Herðubreiðarlindum, Hvanna-
lindum og á Hveravöllum, og
þykir mörgum það ómaksins
vert. Einnig sér vel tíl Arnarfells
múlanna, þarsem Eyvindur hafði
bækistöð um skeið. Ýmsir hafa
lesið og heyrt sitthvað um útilegu
Eyvindar á fjöllum, en kannski
ekki alltaf gert sér ljósa hugmynd
um staðhætti, þar sem hann hefur
dvalið. 1 þessum ferðum öðlazt
menn áreiðanlega nýjan skilning
á lifsskilyrðum og aðbúnaði
Fjalla-Eyvindar og Höllu I úti-
leguhreysunum margar dagleiðir
frá mannabyggðum, og er þó sitt-
hvað að koma þangað á hlýjum
sumardegi eða dvelja þar við
nauman kost i kulda og hörkum
skammdegis og vetrar.
Sérstaklega eftirminnilegir
staðir á þessari leið eru t.d.
Askja, Herðubreið, is-
hvelfingarnar i Kverkfjöllum,
Asbyrgi, Hljóðaklettar og Detti-
foss. Sömuleiðis Mývatn, en ráð-
legast er fyrir fólk að hafa þar
einhvern útbúnað til að verjast
flugunni, sem gjarnan hrellir að-
komumenn illilega, ef hún er i
essinu sinu, en það er nokkuð
misjafnt eftir veðri og ,,göng-
um.”
Ferðafélagið fer Miðlandsör-
æfaferð sína 9.-20. ágdst. Hún
kostar 9.100 krónur.
Farfuglar eru aðeins seinna á
ferðinni eða 16.-26. águst.
Miðlandsöræfaferðirnar hafa
verið mjög vinsælar undanfarin
sumur og mikil þátttaka i þeim.
Þess vegna ætti fólk að hafa fyrra
fallið á að panta sér far og ná sér i
miða i þessar ferðir og búa sig vel
i útileguna, sem mestmegnis
verður væntanlega I tjöldum.
12.-23 ágúst er Ferðafélagið
með aðra langa ferð á áætlun
sinni, en það er um Norðaustur-
land, m.a. i Borgarfjörð og á Snæ-
fell. Þessi ferð kostar lika 9.100
krónur.
Borgarfjörður og Snæfell
Stærsta númerið i þessari ferð
er auðvitað Snæfell. En einnig er
Borgarfjörður eystri sérlega
eftirsóknarverður staður. 1 þess-
ari ferð geta menn valið á milli
ferðarinnar á Snæfell og fjögurra
daga dvalar i Borgarfirði og má
segja um það, að sá kvölina sem á
völina, þvi ekki verður bæði
sleppt og haldið.
Þeir brattgengustu munu auð-
vitað velja Snæfellið, en grjót-
safnararnir falla fyrir Borgar-
firðinum, þvi ekki er annarstaðar
meira að finna af ýmiskonar dýr-
indis steinum en þar, og hefur
margur komið klyfjaður grjóti
þaðan úr fjöllunum. Þar eru lika
hin fögru og sérkennilegu Dyrfjöll
og fleira fyrir augað.
1 þessari ferð er einnig farið út
á Langanesfont og kringum
Sléttu, með viðkomu á Rauðunúp-
um, og um Húsavik eða Kinn i
Náttfaravikur.
Hofsjökull og Þjófadalir
Stutt gaman er hinsvegar fjög-
urra daga ferð norður fyrir Hofs-
jökul 24.-27. ágúst. Ekið er um
Hveravelli og þaðan austur með
Hofsjökli um Asbjarnarvötn til
Laugafells og Nýjadals. Komið i
Vonarskarð, Eyvindarver og
Veiðivötn. Þetta er sjaldfarin
leið, enda nokkuð afskekkt. 1
þessari ferð verður gist I Ferðafé-
lagsskálum. Ferðin kostar 3.200
krónur.
Þá ráðgerir Ferðafélagið
Þjófadalaferð 11.—20 ágúst, eða
10 daga ferð. Sú ferð hefst með
þvi að ekið verður til Kerlinga-
fjalla og gist fyrstu nóttina i As-
garði. En síðan verður ekið til
Hveravalla og Þjófadala og gist
þar i Ferðafélagsskálanum. Er
hugmyndin að nota vikuna til
gönguferða i ýmsar áttir, en nóg
er þarna gf girnilegum f jöllum og
stöðum. T.d. Rauðkollur og
Hrútafell og Strýtur i Kjalhrauni.
Ennfremur Fagrahlið og Jökul-
krókur. Sjálfir eru Þjófadalirnir
einstaklega geðþekkur staður,
einn þessarar búsældarlegu úti
legumannadala, sem maður
þekkir bezt úr þjóðsögunum,
grænir og gróðursælir upp til
brúna, sauðir á beit og bær i daln-
um, I þessu tilfelli litið og þokka-
legtsæluhús Ferðafélags Islands.
Ferðin er einstaklega ódýr miðað
við timann, kostar aðeins 3.300
krónur.
Lónsöræfi
Þá er að geta 8 daga Ferðafé-
lagsferðar i Lónsöræfi. Það er
ekki langt siðan farið var að fara
slikar ferðir i Lónsöræfi, en þær
hafa notið árvaxandi vinsælda,
enda er eftir talsverðu að slægj-
ast á þessum slóðum, náttúrufeg-
urðin óvenjuleg. Flogið verður til
Hornaf jarðar og siðan ekið þaðan
inn á Illakamb i Lónsöræfum, þar
sem tjöldum verður slegið rétt við
Jökulsá, en siðan gengið um
svæðið umhverfis, eftir þvi sem
timi vinnst til, m.a. i Tröllakróka
og Víðidal. 1 Viðidal var búið um
skeið og var það eitthvert af-
skekktasta býli landsins. Það hét
Grund og sést vel fyrir rústunum i
dalnum, en snotur foss er ör-
skammt frá bæjartóttunum og
sumarfritt umhverfið.
Ferðin kostar 8.000 krónur.
Skaftafell og Oræfajokull
Þrjár sumarleyfisferðir eru
áætlaðar hjá Ferðafélaginu að
Skaftafelli i öræfum, allt 8 daga
ferðir. Þjóðgarðinn i Skaftafelli
þarf ekki að kynna ýtarlega, en
viðbrugðið er nátturufegurðinni
þar. Möguleiki er á göngu á
Hvannadalshnjúk i þessum ferð-
um, en það er svo sem vænta má
erfiðasta fjailganga á íslandi, þvi
að ekki er annar tindur hærri en
Hvannadalshnúkur. I sllkri ferð
er allrar varúðar þörf og ekki far-
andi nema jöklavanir menn séu i
ferðinni, sem kunna skil á nauð-
synlegum útbúnaði. Hinsvegar er
nóg að skoða, þótt sleppt sé jökl-
inum: Bæjarstaðaskógur,
Kristinartindar, Svartifoss, enn-
fremur er ekið út i Ingólfshöfða
og til Hornafjarðar. Tjöld og hit-
unartæki eru lögð til á staðnum.
Verð á þessum ferðum er 7.700
krónur. Fyrsta ferðin er 13.—20.
júli, önnur 20.—27. júli, þriðja 27.
júli—3. ágúst.
Fjallabaksvegur
22.—27. júli ráðgerir Ferðafé-
lagið ferð um Fjallabaksveg syðri
°g 14,—17. ágúst i Hrafntinnu-
sker, Eldgjá og að Langasjó. 1
seinni ferðinni verður m.a. gengið
á Sveinstind. Fyrri ferðin kostar
4.700 krónur, en sú seinni 3.200
krónur. I Hrafntinnuskeri eru
langir og miklir ishellar, sem
ýmsir kannast eflaust við af
myndum.
Svo sem sjá má af allri þessari
upptalningu, er um margar og
fjölbreytilegar hópferðir að ræða
innanlands I sumarleyfinu, og er
þó ekki allt upp talið. Kannski
verður erfiðasti hluturinn að
velja og hafna, þar sem svo
margra kosta er völ.
Þar með er þessum ferðaþátt-
um lokið og aðeins eftir að óska
þátttakendum i ferðunum góðs
sumarleyfis og ánægjulegs ferða-
lags i byggð og á fjöllum.
Slútnes i Mývatni er gróðursælt með afbrigðum og fuglalif er þar mikið. Þessi mynd er þaðan. - Mynd-
ina tók Gestur Guðfinnsson.
Þessi mynd er úr Vonarskarði. Eins og sjá má er ekki gróðrinum fyrir að fara á þeim stað. Þar sést
ekki einu sinni melgrasskúfur. -- Myndina tók Gestur Guðfinnsson.
0
Sunnudagur 21. maí 1972