Alþýðublaðið - 21.05.1972, Page 5
Hvað segja stjörnurnar um þau sem fædd eru í Ljónsmerkinu (21. júlí — 21. ágúst)
Sigurjón Matthías Kristján
Ekki fer það á milli mála, að Ljónsmerkingar eru gæddir
dramatískum hæfileikum, þeir eru margir hverjir fæddir leikarar og
lætur það vel að setja hlutina á svið. Sumir hafa þeir og hneigð
til skáldskapar, unna flestir fegurð og glæsibrag. Samferðamenn
Ljónsmerkinga eru þó oft fljótir að komast að raun um það, að þar
fara þeir, sem þykir lofið gott”
Gísli
Svo við rennum „stafrófs-
vis” yfir listann um nokkra þá
tslendinga, sem fæddir eru
undir merki ljónsins, þá er þar
fyrstan að nefna Agnar Boga-
son, ritstjóra og útgefanda
Mánudagsblaðsins. Agnar
heldur upp á 51 árs afmælið 10.
ágúst, en mörk ljónsmerkisins
eru frá 21. júli til 21. ágúst.
Annar Agnar er fæddur 3.
ágúst, Kofoed-Hansen, flug-
málastjóri.
bá kemur Agúst Þorvalds-
son, alþingismaður, Brynjólf-
ur Jóhannesson, leikari og
Einar Olgeirsson, fyrrum ráð-
herra.
Gisli Halldórsson, arkitekt
og forseti ISl er Ljónsmerk-
ingur, og eins Ingi R. Helga-
son, lögmaður. Kristján
Daviðsson, listmálari og
Magni Guðmundsson. hag-
fræðingur eru lika fæddir i
þessu merki, og eins nafnarnir
og samherjarnir: Matthias A
Matthiesen og Matthias
Bjarnason.
Steindór
Þá kemur við sögu Olafur
Ketilsson, og segist hann sjálf-
ur fæddur 15. ágúst, en kirkju-
bækur telja hann þó deginum
eldri.
Páll Bergþórsson er Ljós-
merkingur, og eins Pétúr Pét-
ursson, þingmaður, Róbert
Arnfinnsson, leikari og Rós-
berg Snædal, skáld.
Það mætti ætla að lögreglu-
stjóraembættið i Reykjavik sé
ætlað Ljónum eingöngu. Þvi
arftaki Agnars Kofoed-
Hansen, Sigurjón Sigurðsson,
er einnig Ljónsmerkingur.
Steindór Steindórsson,
skólameistari á Akureyri er
fæddur i þessu merki, og einn-
ig Sveinn Björnsson, verk-
fræðingur, forstöðumaður
Iðnþróunarstofnunarinnar.
Tryggvi Öfeigsson, útgerðar-
maður og Úlfar Þórðason,
læknir reka svo lestina.
Að gefnu tilefni ætlum við að
birta hér i lokin nöfn þeirra,
sem myndir voru birtar af i
Póll
siðasta þætti, þ.e. þeirra
Krabbamerkinga, sem við
völdum af handahófi. Þeir
eru, talið frá vinstri, efri röð á
undan:
Eggert G. Þorsteinsson,
fyrrum ráðherra, Njörður
Snæhólm, rannsóknarlög-
reglumaður, Halldór Hall-
dórsson, prófessor, Maria
Markan, söngkona, Ölafur
Jónsson, bókmenntagagnrýn-
andi, Lárus Ingólfsson, leik-
ari, Þorkell Sigurbjörnsson.
tónskáld, Njörður P. Njarð-
vik, formaður útvarpsráðs,
Kjartan Asmundsson, gull-
smiður, Hákon Bjarnason,
skógræktarstjóri, Kristinn
Björnsson, sálfræðingur,
Benedikt Gröndal, alþingis-
maður, Helgi Sæmundsson,
ritstjóri, Kristján Albertsson,
rithöfundur, Sigurður Ingi-
mundarson, forstjóri Trygg-
ingarstofnunarinnar, og Sig-
urður Magnússon, blaöafull-
trúi Loftleiða.
ENDA ÞOn UONSMERKINGAR
LÁTI KALDA SKYNSEMI
METNAÐ RÁÐA GERÐUM SÍNUM
ER ÁSTIN ÞAR UNDANSKILIN
Það virðist ekki að
ófyrirsynju, að þeir
sem fæddir eru undir
þessu stjörnumerki,
eru kenndir tiH Ijóns-
ins, sem löngum hef-
ur verið nefnt kon-
ungur dýrannna, þar
eð talið er að þeir
hæfileikar, sem eink-
um sérkenna Ljóns-
merkinga, séu virðu-
leg framkoma, hæfi-
leiki til að stjórna og
láta aðra virða fyrir-
mæli sín — og hæfi-
leiki til að elska heitt
og innilega. Margir
af kunnustu þjóðar-
leiðtogum sem sagan
kann frá að greina,
hafa og verið Ijóns-
merkingar. Yfirleitt
eru þeir sjálfstæðir
og dugmiklir, þeirrar
manngerðar, sem
myndar kjölfestu
þjóðfélagsins.
Margir af Ljóns-
merkingum eru göf-
ugir að eðlisfari
hugrakkir og örlátir.
Illkvittni, nizka og
lágkúrulegar hvatir
er sjaldgæft að finna
hjá Ljónsmerking-
um. Þeir eru yfirleitt
góðhjartaðir og til-
litssamir, en geta þó
verið harðskeyttir og
óbilgjarnir, þegar því
er að skipta.
Ljónsmerkingar eru
flestir bráðþroska, og
leggja til atlögu við erfið-
leika lifsins af kappgirni
og hrifningu. Þeir hafa
mikla ánægju af iþróttum
og kunna vel að njóta
lifsins, ef i það fer. Allt i
fari þeirra er stórt i snið-
um, éngin hálfvelgja eða
hik.
Að eðlisfari hneigjast
Ljónsmerkingar til yfir-
ráða, og eru sér þess með-
vitandi.aö þeir hafa hæfi-
leika til forystu, að þeim
er gefin frábær skipulags-
gáfa og hugkvæmni. Það
kemur lika oftast á daginn
að svo er.
En þó Ljónsmerkingar
séu flestir hreinskiptnir
réttsýnir og lausir við alla
smámunasemi, geta þeir
átt til að vera einstreng-
ingslegir i sambandi við
eitthvert sérstakt atriði og
harla óbilgjarnir, hvað
það snertir, Þeir eru
margir, hverjir skap-
miklir og nokkuð skap-
bráðir en einnig skjótir til
sátta.
Ekki fer það á milli
mála að Ljónsmerkingar
eru gæddir dramatiskum
hæfileikum, þeir eru
margir hverjir fæddir
leikarar og lætur það vel
að setja hlutina á svið.
Sumir hafa þeir og hneigð
til skáldskapar, unna
flestir fegurð og glæsi-
brag.
Samferðamenn Ljóns-
merkinga eru þó oft fljótir
að komastað raun um það
að þar fara þeir, sem
þykir lofið gott. Jafnvel
þótt það sé ekki skorið við
nögl sér, eru Ljónsmerk-
ingar ekki i vafa um aö
þeir eigi það skilið, þar
sem það kemur heim við
það álit sem þeir hafa
sjálfir á sér og hæfileikum
sinum. Ekki þýðir það þó
alltaf að þeir séu beinlinis
hégómagjarnir — heldur
að þeir séu meðvitandi um
hvers þeir séu megnugir.
Samtimis þessu geta
þeir fengið mesta imigust
á þeim , sem stöðugt ætl-
ast til einhvers af þeim.
Og ekkert þola þeir verr
en að gerðar séu til þeirra
kröfur af annarra hálfu.
Þeir vilja ráða lifi sinu án
afskipta annarra eða vera
öðrum háðir — og þykir oft
leitt að verða að viður-
kenna.að hjá þvi verði þó
ekki komizt, þrátt fyrir
allt.
Heilsufar.
Flestir eru Ljónsmerk-
ingar hraustmenni, enda
veitir þeim ekki af, ef þeir
eiga að standast þær kröf-
ur, sem þeirra eigin skap-
höfn gerir til þeirra. Þeir
leggja oft á sig mikið erf-
iði, og það er ekki sjald-
gæft, að þeir taki að sér
störf, sem þeim eru i raun-
inni ofviða. Manna ólik-
legastir eru þeir til að
sinna þvi þótt ofþreyta
geri vart við sig, fyrr en
það er um seinan. Þeir eru
ákafamenn að eðlisfari og
hættir við að ætla sér ekki
af.
Fyrir bragðið eru
hjartasjúkdómar algeng-
ustu mein þeirra, svo og
sjúkdómar, sem stafa af of
miklu taugaálagi. Kemur
sér þá vel hve þeir eru
flestir likamlega sterkir,
þvi að yfirleitt ná þeir sér
fljótt, ef þeir fást til að
hlita læknisráðum, en á
þvi vill oft verða nokkur
brestur, þvi að þolinmæði
þeirra eftir bata eru tak-
mörk sett. Hugrekki
þeirra er öllu fremur and-
legt en „likamlegt” ef svo
má að orði komast. Þeir
geta varið sjónarmið sin
með oddi og egg gegn
meirihlutanum, ef þvi er
að skipta, en skelfast
likamleg átök. Þeir unna
lifi og starfi flestum frem-
ur og ættu að gæta sin sér-
staklega gegn slysum,
sem stafað geta af fljót-
færni eða vanhugsuðum
ályktunum.
Konur fæddar undir
þessu stjörnumerki eru
margað mjög aðlaðandi,
kunna vel að koma fram,
vel vaxnar og þróttmiklar.
Margar eru þær einkar
friðar sýnum, svipurinn
finmótaður.augun skær og
djúp.
Ævistarf.
Bezt eru Ljónsmerk-
ingar til þeirra starfa
fallnir, þar sem þeírTnega
einir ráða. Þeir geta
reynst dugmiklir fram-
kvæmdastjórar, þvi að
þeir kunna flestum betur
ráð hvað sem upp á kem-
ur. Þeir hafa gott lag á að
stjórna fólki, gagnrýna
hreinskilnislega þegar svo
ber undir, á stundum svo
að jaðrar við móðgun —
þvi að þeir sjá enga
ástæðu til að dylja skoð-
anir sinar, hvort heldur
þær eru jákvæðar eða nei-
kvæðar. Og þó að Ljóns-
merkingar séu kröfu-
harðir er það einhvern
veginn þannig, að fólki
fellur vel að starfa fyrir þá
og gerir sér far um að láta
að vilja þeirra.
Eðli sinu samkvæmt
sækjast Ljónsmerkingar
eftir mestu viðurkenn-
ingu, þeim störfum sem
helzt eru metin og hæst
launuö. Þeir vilja allsstað-
ar vera fremstir. Og þeir
hafa oft hæfileika til þess,
meðal annars næmt hug-
boð varðandi skoðanir
annarra og mannleg
vandamál. Þeir eru ekki
þannig gerðir, að þeir
þurfi langan tima og yfir-
legu til að átta sig á mál-
unum.
Stoltið er snar þáttur i
lifi Ljónsmerkinga — þeir
mega ekki til þess hugsa
að þeim mistakist. Þeir
geta ekki heldur sætt sig
við að staðna i starfi, þeir
vilja hærra og hærra og
einungis fást við það
mikilvægasta, en láta
öðrum eftir smáatriði og
strit. Þeim er það ósjálf-
rátt að unna lifinu og
meöbræðrum sinum, og
löngun þeirra til að ráða
er af þvi sprottin, að þeir
álita þá betur ráðið en
ella.
Ljónsmerkingar hafa
rika ábyrgðarkennd gagn-
vart starfi sinu, en þeim
fellur ekki að beygja sig
undir fyrirmæli eða skip-
anir frá öðrum. Og þeir
geta risið gegn öllu valdi
og valdhöfum, ef þeir telja
að óréttlæti hafi verið
beitt.
Þá njóta Ljónsmerk-
ingar sin vel, ef þeir eru
framkvæmdastjórar iðn-
fyrirtækja eða stóriðju,
einnig ef þeir þurfa að
koma fram fyrir almenn-
ing og fyrir það ná þeir oft
langt i stjórnmálum, sér i
lagi sem flokksforingjar
eða leiðtogar.
Margir eru Ljónsmerk-
ingar gæddir listrænni
sköpunargáfu, og eiga sér
frama visan við leikhús,
eða þar sem list þeirra
krefst að þeir standi
frammi fyrir áheyrendum
og áhorfendum. Þá fellur
þeim og vel sölumennska
og auglýsingastörf. En
einu gildir hvaða ævistarf
Ljónsmerkingar velja sér
— þeir verða að eigá þess
kost að ráða sem mestu
sjálfir, og að hækka í stöðu
sinni.
örlátir eru Ljónsmerk-
ingar að eðlisfari, en
skelfastfátækt. Verði þeir
fyrir efnahagslegum áföll-
um, tekzt þeim venjulega
fljótlega að koma sér aftur
á réttan kjöl. Eyðslusamir
eru þeir ekki, en þeir vilja
hafa peninga handa á
milli, og tekst yfirleitt að
koma svo ár sinni fyrir
borð, að þá skortir ekki fé.
Margir Ljónsmerkingar
verða sér úti um riflegar
tekjur fyrir störf sin, og
sumir þeirra komast i góð
efni tiltölulega snemma á
ævinni. Til er að þeir tefli
djarft i fjármálum, en oft-
ast nær fer svo að þeir
hafa hagnað af.
Hins vegar geta þeir
ekki neitað öðrum um
efnahagslega aðstoð, ef
þeir eru þess megnugir að
veita hana og vita hennar
þörf. Gjafir skera þeir
heldur ekki við nögl sér,
ef i það fer og aldrei eru
þeir ánægðari en ef þeir
vita að þeim sem við tekur
finnst mikið til þeirra
koma. Ljónsmerkingar
eru stöðugt að svipast um
eftir tækifærum til að
hækka i áliti hjá öðrum, og
finnst mikið til um ef aðrir
leita hjá þeim halds og
trausts.
En þótt þeim þyki mikils
um vert að auglýsa þannig
velmegun sina og áhrif,
gæta þeir þess að stofna
hvorugu i hættu.
Heimili og fjölskylda.
Ljónsmerkingum er
nauðsyn að eiga friðsælt
heimili, þvi að þeir þarfn-
ast athvarfs, þar sem þeir
geti notið hvildar, ef þeir
eiga að halda hreysti og
kröftum. Og að sjálfsögðu
vilja þeir vera húsbændur
á sinu heimili, og vita fjöl-
skylduna gera sér það
ljóst, að hún sé þeim al-
gerlega háð og eigi þeim
allt gott upp að unna.
Gestrisnir eru Ljóns-
merkingar yfirleitt, vin-
margir og veitulir vinum
sinum — en þeir vilja lika
ráða sjálfir vali á vinum
sinum, en ekki láta neinn
segja sér hverja þeir eigi
að umgangast eða ekki.
Þeir eru aldrei með
neina smásmugulega
sparsemi i sambandi við
húsgögn eða annan
heimilisbúnað, þvi að þeir
vilja að heimilið spegli
makt þeirra og veldi.
Heimili þeirra eru þvi
glæsileg, ef þeir hafa efni
á þvi — og það hafa þeir
margir hverjir.
Eiginkona, sem fædd er
undir Ljónsmerki, getur
reynst alldýr i rekstri.
Smekkur hennar er fág-
aður, en um leið kostn-
aðarsamur, ekki einungis
hvað klæðaburð snertir,
heldur villhúngera heimil-
ið þannig úr garði.að það
vekji athygli og aðdáun.
Eigi eiginmaðurinn að
gera hana ánægða og
hamingjusama, þarf hann
að vera vel efnum bdinn,
og yfirleitt hefur ljónynjan
lag á að hvetja hann og
örfa metnað hans, finnist
henni þar eitthvað skorta.
Ljónsmerkíngar eru
stoltir af heimili sinu og
þykir vænt um það, eins
þykir þeim yfirleitt v'ænt
um börn sin og vilja hlut
þeirra sem mestan. En sú
hætta er alltaf á næsta
leiti, að þeir reynist of ráð-
rikir við börn sin, og hindri
þannig að þeirra eigin per-
sónugerð þroskist og eflist
eölilega og sjálfstætt. Að
þeir krefjist helzt til skil-
yrðis lausrar hlýðni og
viröingar af börnum sin-
um.
En það er lika tiLað þeir
séu svo stoltir af börnum
sinum, að þeim sjáist yfir
alla galla i fari þeirra. Eða
löngun þeirra til að þau
njóti sem mestrar aðdá-
unar verði til þess að þeir
krefjist of mikils af þeim
og knýi þau of hart til
árangurs. Uppeldið getur
þvi orði of strangt, þannig
að börnin rfsi gegn þvi á
einhvern hátt. þegar þeim
vex fiskur um hrygg.
Börn sem fædd eru
Ljónsmerkingar, sýna það
venjulega fljótt að þau
telji sig borin til forráða.
Þau vilja vera foringjar i
öllum leikjum jafnaldra
sinna, og knýja þá til
hlýðni við sig, ekki með of-
beldi heldur fyrst og
fremst með viljastyrk sin-
um og meðfæddum
forystuhæfileikum. Þau
vilja að sér sé stöðugt
veitt athygli, og geta
reynst foreldrum sinum og
kennurum erfið, nema
þeir hinir sömu geri sér
grein fyrir eðli þeirra og
sýni þeim skilning og nær-
gætni.
Vinátta.
Ljónsmerkingar eiga
auðvelt með að afla sér
vina, og njóta yfirleitt
mikilla vinsælda. Og þeir
eru vinum sinum tryggir
og einlægir, og standa þau
tengsl oft ævilangt.
Samkvæmismenn eru
þeir i orðsins fyllstu merk-
ingu, eiga mjög auðvelt
með að koma fram og
vinna sér álit og hylli.
Það er eins og hugboð
þeirra segi þeim til um
hverjir séu liklegastir til
að styðja þá til aukins
frama og renna stoðum
undir metnað þeirra.
Vinir Ljónsmerkinga og
kunningjar gera sér fljótt
grein fyrir þvi, að þeir
kjósa sér hvarvetna
forustuhlutverk, og að
þeim er mjög i mun að litið
sé upp til þeirra með virð-
ingu og aðdáun. Og enda
þótt Ljónsmerkingar eigi
tiltölulega auðvelt með að
blanda geði við al-
menning, halda þeir hon-
um alltaf i hæfilegri fjar-
lægð, og gefa þannig til
kynna að sýna beri öðrum
meiri virðingu.
Astir I.jónsmerkinga.
Enda þótt Ljónsmerk-
ingar láti kalda skynsemi
og metnað ráða gerðum
sinum yfirleitt, er ástin
þar undanskilin. Þeir
elska af ástriðu og hita og
tilfinningar þeirra geta á
stundum leitt þá afvega,
þannig að þeir hagi sér
ekki beinlinis skynsam-
lega, ef svo ber undir.
Það einkennilega er að
Ljónsmerkingar eru við-
kvæmir og rómantiskir
innst inni. Allt daður er
þeim fjarri og þeir taka
ást sina mjög svo alvar-
lega. Eins er þeim fjarri
að flika þeim tilfinningum
sinum fyrir annarra aug-
um — finnst slikt ekki
samboðið virðingu sinni.
Eigi að siður eru þeir ást-
inni mjög háðir, og yfir-
leitt eru þeir trúir þeim,
sem þeir elska.
Ljónsmerkingar hafa
sterkt aðdráttarafl á
kvenkynið oft og tiðum og
þvi er það óskynsamlegt
af þeim að tengjast þeim
konum sem eru eigim
gjarnar og afbrýðisamar
að eðlisfari.
Margar konur telja
Ljónsmerkinga imynd
hins sanna elskhuga, þvi
að þeir geta verið svo
ástriðufullir að náigast
grimmd i atlotum.
Persónugerð þeirra er
kraftmikil og kröfuhörð, á
þann hátt sem konur eiga
erfitt með að standast.
Ljónsmerkingar kjósa
helzt að tilhugalifið ein-
kennist af glaðværð, sam-
kvæmislifi og æsileik. Þeir
telja ekki eftir þá peninga,
sem þeir eyða i þvi skyni
— en þeim hættir við að
setja sina heittelskuðu á
einskonar gyðjustall og
sjá ekki neina galla hjá
henni fyrr en seint um sið-
ir. Og fyrir það verða þeir
oft fyrir vonbrigðum i
hjónabandinu, þótt þeir
séu venjulega of stoltir til
þess að viðurkenna það
fyrir öðrum.
Astir Ijónynjunnar.
Flestar konur fæddar
undir þessu merki eru
mjög ásthneigðar að eðlis-
fari, og margar þeirra
ofsafengnar og ástriöu-
heitar. Þær eru þvi yfir-
leitt harla eftirsóknar-
veröar frá sjónarmiöi
karlmanna, og sem unn-
ustur bera þær af öðrum
konum yfirleitt. Þær taka
ást sina alvarlega og eru
ekki hneigðar fyrir daður.
Þær eru rómantiskar i sér,
og hættir þvi við að láta
tilfinningarnar ráða al-
gerlega gerðum sinum, en
um leið eru þær viðkvæm-
ar, og flestum konum
trúrri þeim, sem þær
elska. En þær krefjast
mikils af þeim, enda gefa
þær mikið á móti.
Þar sem karlmenn lað-
ast mjög að þeim, verða
þær iðulega miðdepill
samkvæmisins, kunna þvi
reyndar mætavel og ætlast
til þess af þeim, sem þær
elska, að þeir leyfi þeim að
njóta aðdáunar og hylli
annarra karlmanna án af-
brýðisemi og eigingirni.
Hins vegar una þær þvi
ekki, að þeir sem þær
elska vantreysti þeim
hvað trúnað snertir, enda
sjaldnast ástæða til. Þær
vilja hafa glaðværð og
glaum i kringum sig, en
ekki að neinar viðjar séu á
þær lagðar.
Þaö er ekkert hálft i
sambandi við ást þeirra —
„hömlulaust ást”, er þar
rétta orðið. En þvi miður
er dómgreind þeirra ekki
jafn skyggn eða skörp, ef
svo ber undir. Tilfinning-
arnar ráða tfðum svo
miklu, þegar ástin er ann-
arsvegar, að þær sjá ekki
neina galla á þeim sem
þær elska, en aftur á móti
vilja þær ekki fyrir nokk-
urn mun viðurkenna að
þeim hafi skjátlast, ef svo
ber undir og leggja allt i
sölurnar i þvi skyni að
hjónabandið verði ham-
inggjusamt, þrátt fyrir
allt.
Hitti Ljónynjurnar fyrir
réttan mann, geta þær um
margtorðið hinar ákjósan-
legustu eiginkonur. Ast
þeirra er heit, þær eru
manni sinum trúar, þær
eru fúsar til samvinnu við
hann og vilja metnað hans
sem mestan. Þær eru frá-
bærar að smekkvisi og að-
laðandi og geta orðið
manni sinum stoð og
styrkur út á við. En skap-
miklar eru Ljónynjurnar
og klærnar hvassar, og þvi
miður ekki alltaf auð-
veldar i samb., en þótt
þær sýni klærnar endrum
og eins, bæta þær það upp
og oftast margfaldlega
með töfrum sinum og
ástriðuhita þess á milli.
Og þær eru stoltar að
eðlisfari, ekki siður en
Ljónsmerkingar yfirleitt,
jafnvel svo að nokkur
hætta er á að þær liti niöur
á aðra. Og ráðríkar eru
þær að eðlisfari, það fer
ekki milli mála.
Metnaðargjarn maður,
staðráðinn i að brjóta sér
braut i heiminum, til
dæmis á sviði stjórnmála,
svo dæmi sé nefnt, gæti
vart kosið sér betri eigin-
konu. Hún mundi annast
heimilið á þann hátt aö
honum væri sómi að,
standa við hlið honum i
öllum átökum, vinna
honum fylgi með persónu-
töfrum sinum — og
reynast þeim harður and-
stæðingur, sem á einhvern
hátt leggðu stein i götu
hans. Og þær munu,
öörum konum betur, örva
metnað hans og græða þau
sár, sem hann kynni að
hljóta i átökum, með ást
sinni og fórnfýsi.
í næstu viku: Meyjarmerkið (22. ágúst — 22. september)
O
0
Sunnudagur 21. maí 1972
Sunnudagur 21. maí 1972