Alþýðublaðið - 04.06.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.06.1972, Blaðsíða 2
NÝR MEGRUNARKÚR FYRIR ÞAU LÖTU: LATIÐ UOSIÐ LOGA! Hér er loks kominn megrunarkúrinn fyrir þau lötu, sem nenna ekki að hreyfa sig, og þau sem ekki hafa viljastyrk til að lifa á ristuðu brauði og appelsinusafa i heiian mánuð. Kúrinn er einfaldlega fóiginn I þvi að skrúfa sterkari perur alls staðar heima fyrir, en setja ekki upp sólgleraugu, þegar maður er á ferð úti. Þetta hljómar næstum þvi fáránlega, og i raun- inni á ekki að taka það allt of alvarlega, en visinda- legar rannsóknir hafa þó sannað, að það hjálpar örlitið upp á sakirnar, þótt ekki sé beinlinis hægt að segja að kilóin og pundin fljúgi burt. Það er nefnilega ein af mestu áreynslunum að nota augun. 25% af allri orkueyðslu okkar fara i að beita sjóninni. Neyti mað- ur 2000 kaloría um daginn og vinni sitjandi, fara 500 kaloriur I sjónina. Það hefur lengi verið vitað að blint fólk hefur til- hneigingu til að fitna, og lengi vel héldu menn að það væri fyrst og fremst vegna þess hve blint fólk hreyfir sig litið. Nú hefur það komið i ljós, að fólk með augnsjúkdóma hefur einnig vissa tilhneigingu til að fitna, en þegar það fær bót þessara meina leggur það af aftur. — Þess vegna er það ekki bara hreyfingarleysi, sem veldur þvi að fleiri og fleiri verða feitari og feit- ari, segir formaður ljós- tæknifélagsins i Herlev i Danmörku, Ib Ovesen verkfræðingur. — Ein af stærstu hliðarástæðunum fyrir þvi er sú, að fólk vinnur mikiö innanhúss i birtu, sem er að magni til langt undir þvi marki sem er utan- húss. Lifkerfið fær minna ljósmagn er það er vant, og viðbrögð þess eru hæg- ari gangur, — afleiðing þess seinni vinna. Það veldur einnig þvi að fólk verður þreyttara af þvi að vinna tiltekið verk við slæm birtuskilyrði. Ljósmagnið hefur nefnil. ótrúlega mikil áhrif á all- an gang liffæranna. Bandariskar rannsóknir hafa t.d. leitt i ljós aö dauðsföll fyrir timann eru 2.5 sinnum meiri meðal blindra en sjáandi, sem þýðir það aö meðalaldur mannsins, rétt eins og plöntunnar, lengist með meira ljósmagni. Það hafa einnig verið gerðar tilraunir með mýs, sem sýktar hafa verið með krabbameini. Þær, sem bjuggu við mikið ljós lifðu helmingi lengur en hinar, sem látnar voru vera i hálfrökkri. Nýjar visindalegar rannsóknir hafa einnig leitt i ljós, að hlutverk augnanna er meira en bara að sjá með. í auganu eru sellur, sem mæla ljós- magniðog senda heilanum upplýsingar um það. En það hefur einnig komið i ljós, að þar eru einnig sell- ur, sem senda skilaboð til þeirra stöðva likamans, sem framleiða hormóna, einkum skjaldkirtilsins. Þannig virkar ljós- magnið á hraða efnaskipta likamans. 1 blóðinu er efni, sem stjórnar þvi hve vel upplagður maöur er. Þvi meira sem af þessu efni er i blóðinu, þeim mun daufari og sljórri er við- komandi. Það hefur sýnt sig, að með auknu ljós- magni fækkar þessum kornum f blóðinu, og menn eiga auðveldara með að einbeita sér. Ýmsir vilja halda fram, að þá fyrst sé mannslik- aminn i essinu sinu, þegar hann getur unnið með sama ljósmagni og fylgir fullri dagsbirtu. I Bandarikjunum, sem lengst eru komin allra landa i ljóstæknilegu sjónarmiði, var krafan um ljósmagn i skólastofum og á vinnustöðum þegar á siðasta áratug tvöfaltá við það sem I dag er krafizt á Norðurlöndunum. Litur ljóssins hefur einnig sin áhrif. Við veika lýsingu eru hinir hlýju, rauðleitu litatónar raf- magnsperunnar æskilegir, en við sterkari lýsingu eru þeir þreytandi og ætti fremur að nota bláleitari birtu. En muniö, að það er að- eins við vinnu, sem sterk lýsing er bezt. Heima fyr- ir, þegar fóik er að slappa af og vill hafa það notalegt er það milda ljósið sem róar, # ** Tizkufataframleiðendur hafa fengið óstöðvandi áhuga á karlmönnum. Og engin furða, því það hefur semsé komið í Ijós, að þeir geta verið engu siðri tízku- fatakaupendur en kvenfólk. *»*Þetta er svipmynd af því sem hefur verið að koma i sumar: köflóttar buxur, víðari út en tíðk- ast hefur — og vesti eða peysur með víðu, opnu hálsmáli. * * * Skórnir eru orðnir hælaháir, og þaraf leiðandi hafa buxurnar verið að síkka, því þær eiga nú helztaðná niðurá miðja skóhæla. NYAÐ- FERÐ LEYSIR PILL- UNAAF HÓLMI Það er alltaf verið að leita nýrra leiða, - og það nýjasta er til- raun sem verið er að gera með óvenju- lega aðferð til getnaðarvarna. Það er lítill belgur, smeygt er undir húðina á hendi karla eða kvenna. Belgurinn er úr gúmmi, þumlungur á lengd, og frá honum berast reglu- bundið skammtar af gervihormónum i blóðið. Þetta er talin merkasta nýjung á þessu sviði siðan pillan kom til sögunnar, og við tilraunirnar eru bundnar miklar vonir. Þær tilraunir, sem gerðar hafa verið á karl- mönnum benda ekki til þess að hætta sé á nei- kvæðum viðbrögðum við alkóhóli, eins og raunin varð á um fyrrir tilraunir með getnaðarvarnir svipaðs eðlis fyrir karl- menn. Þessi nýja tegund getnaðarvarna veldur ekki stöðvun á egglosi meðal kvenna eins og pillan gerir, heldur hindrar að eggið frjóvgist. Ahrifin á karl- menn eru þau að sæði þeirra frjóvgar ekki egg konunnar. Ekki er nauð- synlegt að báðir aðilar noti þessa vörn. Bandariski prófessorinn dr. Howard Tatum, sem stjórnar til- raunum með þessa aðferð á vegum Fólksfjölgunar- ráðs Bandarikjanna i New York, sagði að þær gæfu mjög góða raun, en nokkur timi myndi liða áður en þessi aðferð yrði i almennri notkun. 'ielstu kostir hennar eru þeir, að hún er örugg fyrir konur, og engin hætta á blóðtappa, sem i ýmsum tilfellum hefur orðið vart vegna not- kunar pillunnar. Það er mjög einfalt að koma þessum belg fyrir undir húðinni, og gert ráð fyrir að hjúkrunarkonur geti annast þaö. Vilji kona eignast barn er belgurinn tekinn burtu, og ennfremur er talið æskilegt að það sé gert að jafnaði á 15 mánaða fresti. 0 Sunnudagur 4. júní 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.