Alþýðublaðið - 04.06.1972, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.06.1972, Blaðsíða 4
Persónulýsing þeirra, sem fæddir eru ó tímabilinu fró 23. september til 22. október: VOSARMERKINGAR ERIIFASTIR FYRIR A SINN ROLEGA HATT OG LÍDA ENGUM AD TRODA SÉR IIM TÆR EÐA BEITA SIG BRÖGÐUM Það sem mest ber á í fari Vogarmerkinga er það hve mikils þeir meta samræmi og réttlæti og hafa inni- lega samúð með öll- um þeim sem þjást á einhvern hátt. Flestir kunna þeir og að meta fegurð, sem fólgin er í formum og Ílínum. Þeir eru venjulega félags- lyndir, aðlaðandi og samvinnuliprir. Það er sjaldgæft að ein- farar finnist í hópi þeirra, því að þeir ná beztum árangri og njóta mestrar ánægju í samfélagi við aðra, annaðhvort í hjóna- bandi eða öðrum tengslum. Þeir eru venjulega mjög hæverskir og tillits- samir, og gera sig sjaldan seka um að særa aðra af ásettu ráði. Hneigð til að meta, mæla og vega er annar þáttur, sem á ber i fari stjörnumerkinga. Það er þeim ósjálfrátt að vilja vita form, stærð og ásig- komulag allra hluta, og allar afstöður. Margir Vogarmerkingar eru mjög vel gefnir, hófsamir i skapi og framkomu og vel látnir af öllum, sem um- gangast þá. Vegna jafn- lyndis sins, eru þeir fljótir að taka aftur geðró sina þótt þeim sinnist: lang- ræknir eru þeir yfirleitt ekki, en virðast furðu fljótir að gleyma þótt eitthvað hafi borið á milli, eöa verið gert á hluta þeirra. Margir Vogar- merkingar eru aftur á móti ekki sem bezt til þess fallnir að taka þátt i hrjúfri baráttu hversdags- leikans sökum góðlyndi sins, og freista þá oft að hverfa á einhvern hátt frá veraldlegum staðreynd- um, eða þeir þjást með sjálfum sér og reyna að láta ekki á bera. Allt sem við kemur fegurð, fágun og fögrum listum er þeim einkar hugleikið. Þeim er fjarri skapi að olnboga sér leið i lifinu, eða beita hnu- um og hnefum, heldur reyna þeir að sannfæra aðra með röksemdum og tala rólega fyrir máli sinu, oft með þeim árangri, sem þeir stefna að. Og þótt þeir séu yfirleitt gæflyndir, fer þvi fjarri að öðrum veitist auðvelt að misnota sér það - Vogamerkingar eru fast- ir fyrir á sinn rólega hátt og liða engum að troða sér um tær, eða beita sig brögðum. Yfirleitt eru Vogar- merkingar tillitssamir hæverskir i samskiptum sinum við aðra. Þeir eru glöggir á afstöðu annarra, og ef þeim fellur hún eru þeir alltaf reiðubúnir að ræða málin á sinn rólega hátt. Þannig verður þeim oft mun meira ágengt hvað þvi við kemur að vinna aðra á sitt mál, heldur en þeim sem deila hart. Þurfi Vogarmerkingar að taka mikilvægar ákvarðanir, vega þeir og meta vandlega áður allar aðstæður, með og móti og ákvörðun þeirra verður að sama skapi rökrétt og hlutlaus. Aftur á móti er eins vist að þeir slaki á taumi við tilfinningar sin- ar, finnist þeim einhver beittur ranglæti, og ofbeldi i öllu formi er þeim viður- styggð. Þeir vilja að allir sitji við sama borð i lifinu, og sérhver beri það úr bitum sem honum ber. Vegna vingjarnlegrar framkomu sinnar og góð vildar njóta Vogarmerk- ingar yfirleitt hylíi manna og eru vinmargir. Friður og samræmi er þeim fyrir mestu, allar deilur og ósamkomulag taka þeir nærri sér, en eru að sama skapi fundvisir á ráð og leiðir til sátta og sam- komulags. Kemur það og oft i þeirra hlut i lifinu að setja niður deilur manna og koma á samningum, og tekst flestum betur að jafna ágreining og draga úr þvi sem á milli ber með lægni, fortölum og þolin- mæði. Ileilsufar. Margir af Vogar- merkingum eru friðir sýnum, grannvaxnir, þokkafullir i hreyfingum, kunna vel að koma fram og virðist öll fágun i blóð borin. Oft eru þeir hand- smáir. Þeir eru snyrtilegir og bera umhyggju fyrir útliti sinu og klæðaburði, litaraft þeirra er hreint og ber vitni heilbrigði og hreinlæti. Aftur á móti eru þeir sjaldnast neinir hreysti- skrokkar, þótt þeir séu vel gerðir likamlega, og mikil þátttaka þeirra i félagslifi getur valdið þeim þreytu og dregið úr viðnámsþrótti þeirra, nema þeir megi njóta nægilegrar hvildar. En þó að þeir kenni alloft lasleika, eru þeir merki- lega fljótir að sigrast á sliku og ná sér aftur. Það er mænan og taugakerfið, nýrun og lendarnar, sem veikast er fyrir og oftast nær eru sjúkdómar, sem þeir fá, i einhverjum tengslum við þessa likamshluta. Konur, sem fæddar eru undir vogarmerki, eru taldar friðastar allra kvenna, og oft gæddar ómótstæðilegum kyn- þokka. Þær hafa itur- mótað andlit margar hverjar, einkar aðlaðandi framkomu og þýða, hljómfagra rödd. Það er til að persónur, fæddar undir vogarmerki, séu gæddar merkilegum lifsþrótti og fjöri, og þó að þær virðist i fljótu bragði ekki harðskeyttar eða kraftamiklar, vinnst þeim þó oft flest betur en þeim er liklegri væru til mikilla átaka, vegna þess að þær gerhugsa starfsaðferðir sinar og beita lagi og hug- kvæmni. Einkennilegt er það, að enda þótt Vogarmerking- ar séu rólegir og hæverskir i daglegri um- gengni, getur verið mjög erfitt að fást við þá og gera þeim til hæfis, þegar þeir eru veikir. Þeir ætlast þá til að þeim sé ekki einungis óaðfinnanlega hjúkrað, heldur og sýna rikuleg samúð, og taka það m jög nærri sér ef vinir þeirra heimsækja þá ekki reglulega. Atvinna og ævistarf. 1 starfi eru Vogar- merkingar yfirleitt hljóð- látir og vingjarnlegir, reiðubúnir til samstarfs og sveigjanlegir, en geta verið mjög háðir um hverfi sinu. Þeir eru ekki mikið gefnir fyrir hrjúfa erfiðisvinnu, sizt óþrifaleg störf, og ekki er þeim heldur geðfellt að vinnu- félagarnir séu hrjúfir eða ruddafengnir. Aftur á móti getur naumast betri vinnufélaga, þar sem um- hverfið og samstarfs- mennirnir eru þeim að skapi, og aðstæður allar viðunandi að þeirra sjálfra dómi. Verða þá margir til að leita hjá þeim ráða og leiðbeininga, þvi að yfirleitt er það einn af eðlisþáttum Vogar- merkinga að álykta rétt og framkvæma réttar að- gerðir á réttum tima. Aftur á móti kemur það lika fyrir, að Vogar- merkingar gangi óþarf- lega langt i rökhyggju sinni og athugun á öllum aðstæðum, og beiti óþarf- lega miklum skilgreining- um i umræðum, fram og aftur. En hinu ber ekki að neita að þeir komast flest umfremur að réttum niður stöðum, enda hætta þeir ekki fyrr en þeir telja við- hlitandi skýringu fengna. Margir af þeim eru þvi sérstaklega vel fallnir til lögfræðilegra starfa og skipa sæti dómara og em- bætti sendiherra og diplómata af mikilli prýði. Sökum skapstillingar og jafnvægis, eru þeir öðrum færari um að meta allar aðstæður rólega og hlut- laust og skoða frá öllum hliðum. Og þvi er það, að þótt margir Vogar- merkingar séu i hópi mikilsvirtra lögfræðinga og dómara afla margir þeirra sér einnig álits sem traustir gagnrýnendur, ekki hvað sizt fyrir það, að þeim er öðrum fremur gefinn sá hæfileiki að setja skoðanir sinar fram á hóf- saman og elskulegan hátt, þannig að aðfinnslur þeirra meiða ekki neinn eða særa. Þá lætur þeim og vel að fást við efna- fræðileg störf, raftækni og ýmsar virkjunarfram- kvæmdir. Eigi Vogarmerkingar að njóta sin i starfi, er þeim það mjög mikils virði að það sé við þeirra persónu- lega hæfi, og fullnægi tjáningarþörf þeirra eða sköpunarþrá. Einkum á það við þá Vogar- merkinga, sem hneigjast að listrænum störfum, og þar hafa þeir margir getið sér góðan orðstir, bæði sem myndlistarmenn, tón- listarmenn og sagnaskáld, listræn hönnun lætur þeim einnig mjög vel. Fái þeir hinsvegar ekki veitt hæfileikum sinum i þann farveg, sem óskir þeirra standa til, verður þeim oft tiltölulega litið úr þeim, og er þá sem þá skorti hugkvæmni til að ná árangri á öðrum sviðum. Annars geta þeir viða borið niður - margir Vogarmerkingar eru til dæmis frábærir sölumenn, vegna þess hve vel þeim lætur að tala rólega og sannfærandi fyrir máli sinu, og þegar svo við bætist hæversk og vin- gjarnleg framkoma þeirra, er eins vist að kaupandinn hrifist svo af hvorutveggja, að hann kaupi langt umfram það sem hann ætlaði sér upp- haflega. Ekki er óliklegt að mikið fé fari um hendur margra Vogarmerkinga á ævi þeirra, en staðnæmist þar sjaldan lengi. Til þess eru þeir of hjálpsamir og örlátir og auk þess getur þátttaka þeirra i félags- lifinu orðið mörgum þeirra kostnaðarsöm. Þá kunnaþeirflestum beturað meta margt þaö, sem keypt verður fyrir peninga og jafnvel svo að jaðri við eyðslusemi. Geta hug- myndir þeirra um það hvað mönnum sé nauðsyn- legt til að láta sér liða vel i lifinu, verið nokkuð frábrugðnar áliti annarra yfirleitt Þrátt fyrir örlæti sitt og áðurnefnda afstöðu til pen inga geta Vogarmerkingar verið séðir i peninga- málum, oggætaþess vand- lega aö enginn hafi af þeim i viðskiptum. Og þeir eru litið fyrir það að kaupa hlutina fyrr en þeir hafa sannfærst um að þeir séu þess virði, sem fyrir þá er krafizt. Heimili og fjölskylda. Yfirleitt eru heimili Vogarmerkinga hlý og aðJaðandi og heimilislifið friðsælt. Þeir hafa mikla ánægju af að taka á móti gestum, enda vinmargir og hafa sérstakt lag á að haga þannig móttökum, að öllum finnisteeins og þeir séu heima i hjá sér i híbýlum þeirra. Þar eð margir Vogarmerkingar eru einkar listrænir og smekk- visir, lætur þeim vel að prýða heimili sitt vönduð- um og fögrum munum, og húsgögn og húsbúnaður allur, myndir og annað slikt, ber vitni þessum hæfileikum þeirra. Oft er heimili þeirra að þessu leyti nokkuð frábrugðið þvi, sem gengur og gerist, þvi að smekkvfsi Vogar- merkinga getur verið sér- stæð nokkuð. Þeir hafa og yndi af fallegum görðum kring um hús sin, sér i lagi öllu blómaskrúði, en aftur á móti er eins vist að þeir vilji fremur fela öðrum garðyrkjustörfin en vinna þau sjálfir - moldarvinna að minnsta kosti lætur þeim ekki. Konur, sem fæddar eru undir vogarmerki, leitast gjarna við að hafa heimili sin þannig, að þau skapi viðeigandi umgerð frið- leika þeirra og persónu- töfrum: Sem foreldrar eru Vogarmerkingar skilningsrikir og þolin- móðir, og reyna ekki að beita börn sin hörðu eða kúga þau á nokkurn hátt. Þeir unna mjög börnum sinum og vilja leyfa þeim að þroskast á eðlilegan hátt. En þó að þeir foreidrar séu gæfir og refsi börnum sinum sjald- an, eru börn þeirra yfir- leitt siðprúð og vel upp alin, og ekki dekurspillt. Með hógværum fortölum sinum, leiðbeiningum og ástúð, tekist foreldrum, sem fæddir eru undir vogarmerki, venjulega að fá börn sin til að virða sig og hlýða og taka skynsam- legum rökum. Barnmargir eru Vogar- merkingar sjaldnast. Aftur á móti hafa þeir barnalán mörgum fremur og tryggð þeirra barna við foreldra sina ber ástúðlegu og skynsamlegu uppeldi fagurt vitni. Mjög er það og algengt, að þeir foreldrar eyði ellinni i skjóli barna sinna. Börn, sem fædd eru und- ir vogarmerki, eru venju- lega glöð og ánægð og njóta mikilla vinsælda meðal jafnaldra sinna. Þau eru samstarfsfús og hlýðin, og venjulega liður æska þeirra árekstralaust og alltitt er það að minnsta kosti að þau steiti ekki á sömu skerjum og ýmsir jafnaldrar þeirra, fæddir undir öðrum stjörnu- merkjum. Aftur á móti er nokkur hætta á þvi, að þau forðist um of ölí átök, til dæmis i námi, og eyði timanum um of i dag- drauma. En með skyn- samlegu uppeldi, og hóf- legri hvatningu af hálfu foreldranna, geta þau spjarað sig og náð miklum árangri. Vinátta. Hæverska og heiðarleiki ásamt rikri réttlætis- kennd, góðsemi og skap- stilling, allt veldur þetta þvi að betri vini en Vogar- merkinga getur naumast. Jafnvel þótt þeim hætti við að öfunda þá vini sina nokkuð, sem hafa þeim meiri efni á að skarta i klæðaburði eða eiga rikmannlegri heimili en sjálfir þeir. Yfirleitt standa Vogar- merkingar i námu sam- bandi við samferðafólk sitt og taka mikinn þátt i opinberu lifi, og fyrir bragðið leiðir það af sjálfu sér með tilliti til eiginleika þeirra, sem áður er lýst, að þeir eignast marga vini. Enda kunna þeir þvi illa, ef þeir eru einhverra hluta vegna tilneyddir að búa við einangrun. Þó að þeim geti sinnast í bili við vini sina eins og aðra, eru þeir manna sáttfúsastir og fljótastir að gleyma öllu, sem á milli ber, og forðast fyrst og fremst alltaf að, særa tilfinningar annarra. Eins og áður er fram tekið, eru Vogar- merkingar félagslyndir og taka mikinn þátt i félags- lifi, en þeir eru einnig gæddir miklum hæfileik- um sem samkvæmismenn sökum háttvisi i fram- komu og lipurðar i sam- tölum. Og þó að þeim falli eitthvað ekki sem bezt i geð, láta þeir aldrei á þvi bera, en halda ró sinni og framkomufágun. Astir Vogarmerkinga. Astalif Vogarmerkinga er að mörgu leyti athyglis- verðara yfirleitt en þeirra, sem fæddir eru undir öðrum stjörnumerkjum. Ef til vill verður þvi bezt lýst á þann hátt, að þeir séu fæddir snillingar i öllu, sem við kemur ástum. Þeir eru ástrikir, en tillits- samir og ljúfir elskendur. Aftur á móti eru þeir ef til vill ekki sérlega staðfastir i ástum: ástaræfintýri þeirra verða þvi mörg, og þó að ást þeirra sé brennandi og ástriðumikil fyrst hættir henni við að kulna allfljótt án þess að nokkrar ástæður séu til. Yfirleitt eru Vogar- merkingar mjög næmir fyrir áhrifum af hálfu gagnstæða kynsins, og njóta þess ákaflega að vera samvistum við það. Viðkvæmni þeirra, hátt- visi og kynrænt aðdráttar- afl veldur þvi að oftast nær verður þeim vel til ásta, og þó að ást þeirra kunni að reynast hvikul, hafa þeir yfirleitt lag á þvi að slita þeim kynnum þannig, þótt náin séu, að þeir særi ekki tilfinningar gagnaðilans, og án allrar óvildar. Þrátt fyrir ró sina og háttvisi, geta Vogar- merkingar verið heitir og ástriðumiklir elskendur. Þessa gætir sér i lagi i hjónabandinu, en margir af Vogarmerkingum kvænast tiltölulega ungir. Þegar til kemur, getur það reynst harla erfitt fyrir makann að fullnægja ástarþörf Vogarmerking- sins af þeim hita, sem þeir krefjast. Þeir flana ekki út i hjónabandið, og oftast nær tekst þeim að velja sér góðan maka, sem sér um heimili þeirra af þeirri natni og umhyggju, sem þeir krefjast, og skapa þeim ástúðlegt og smekk- legt heimili, enda eiga þeir sjálfir oftast nær rikan þátt i að svo megi verða. Og þeim er það beinlinis nauðsyn, að þar riki frið- sæld og samræmi i hvi- vetna. En þó að makinn fullnægi öllum þeim kröfum eru þeir ekki ánægðir nema makinn svari ást þeirra á þann hátt, sem makanum getur veizt erfitt, eftir að mesti briminn er farinn af og lifið fær á sig hversdags- legri blæ. Og þá getur það átt sér stað að Vogar- merkingurinn leiti svölunar annars staðar, enda þótt hann geri um leið allt sem hann getur til þess að forðast að særa maka sinn, eða til skilnaðar komi. öll átök og ósamlyndi i hjónabandi eru brot á kröfum hans um friðsæld og samræmi, enda kemur það mjög sjaldan fyrir að hjúskapur Vogarmerkinga fari út um þúfur. Astir vogarmerkis- kvenna. Margar konur, fæddar undir vogarmerkinu, eru ekki einungis mjög friðar sýnum og gæddar töfrandi kynþokka, heldur eru þær og ástrikar og ástriðuheit- ar. Það leiðir þvi af sjálfu sér, að þær eignast fjölda aðdáenda, og þar sem þær láta sér ekki yfirleitt nægja að gefa þeim undir fótin, verða ástaræfintýri þeirra oft mörg og heit. En þau æfintýri standa þó yfirleitt ekki lengi, þvi að staðfestan er þeim sjaldnast gefin - en hins- vegarhafaþær ' öllum konum betra lag á þvi að sjá svo um að þeim æfin- týrum ljúki i fullri vin- semd og án sárra von- brigða eða haturs. Þær hafa yfirleitt mikinn áhuga á karlmönnum, og hafa mikla ánægju af að taka þátt i samkvæmislifi og skemmta sér yfirleitt. En þó að þær flögri þannig á milli karlmanna eins og býflugur á milli blóma og taki riflegan skerf af hunanginu, eru þær yfirleitt traustar eiginkonur og trygg- lyndar, þegar þær hafa fundið þann rétta. Þá geta þær meira að segja verið harla „gamaldags” eins og það er kallað i afstöðu sinni til hjónabandsins. Þær geta að visu hrifist af öðrum karlmönnum, þegar svo ber undir, en gæta þess þá yfirleitt að halda þeirri hrifningu innan hóflegra takmarka, og forðast allt það, sem valdið getur snurðu á hjúskaparþræðinum. En þó að þær séu þannig rólegar og háttvisar eigin- konur, eru þær flestar ástriðumiklar og gera þannig miklar kröfur til eiginmanns sins. Flestar eru þær mjög kvenlegar i allri framkomu, og ljúfar i viðmóti og njóta ástar og aðdáunar eiginmannsins, ekki hvað sizt vegna þess að þær hafa lag á að koma þvi inn hjá honum, að þær séu mjög þurfandi fyrir styrk hans og geti ekkert án hans. En þó aö þær virðist þannig harla háðar eiginmanninum, ekki hvað sizt að áliti hans sjálfs, eru þær fyllilega færar um að koma ár sinni fyrir borð. Þær beita þessu „varnar- leysi” sinu einmitt flestum öðrum konum fremur á þann hátt, aö þær fái vilja sinum framgengt átaka- laust. En hvað um það, betri eiginkonur eru vand- fundnar. Þær hafa vilja og lag á að skapa eiginmanni sinum friðsælt og smekklegt heimili, og bera mikla umhyggju fyrir honum og börnum þeirra. Þær hafa lag á að um- gangast alla árekstra- laust, og eru eiginmanni sinum stoð og styrkur einnig utan heimilisins, ef svo ber undir. Þær hafa mikla ánægju af þátttöku i samkvæmislifi, en gæta þess að vanrækja ekki skyldur sinar við eigin- mann og heimili þess vegna. En þær kunna að þurfa á talsverðu fé að halda, sakir smekkvisi sinnar, bæði i klæðaburöi og i heimilsháttum, en þrátt fyrir það eru konur, fæddar undir vogar- merkinu, svo góðar eigin- konur, að jafn góðar eða betri eru vandfundnar undir öðrum stjörnu- merkjum. MERKISHJON OG FLEIRA FOLK Það væri hægt að nefna marga íslendinga sem fæddir eru i Vogarmerk- inu, þ.e. á timabilinu frá 2 3. september til 22. október. En við gerum eins og áður, veljum af handahófi nokkra af kunnari borgurunum, og förum svona nokkurn veginn í stafrófsröð. Auðvitað þarf ekki að taka það fram, en svona fyrir siðasakir viljum við bæta þvi við, að stjórnu- spekilýsing fyrir heilt merki getur aídrei verið sniðiðupp á einn einstakl- ing. En ef þessi ævaforna visindagrein á við rök að styðjast, þá er hægt að fullyrða, að allir, sem fæddir eru f þessu merki finni eitthvað, sem á við þá, og ef þeir eru hrein- skilnir, þá sennilega eitt- hvað meira en litið. Aðrir geta svo spreytt sig á þvi að finna hvað það er helzt i lýsingunum, sem á við hvern einstakl- ing, eða ef menn þekkja þessa menn, að átta sig þá betur á einstökum atriðum lýsingarinnar. Albert Guðmundsson, knattspyrnuhetja og stór- kaupmaður er fyrstur á lista okkar yfir Vogar- merkinga islenzka, og Aron Guðbrandsson, Kauphallarforstjóri. Séra Bjarni Jónsson, f is k i m á Ia s t j ór i, — Magnús Magnússon, bæj- arstjóri i Vestmannaeyj- um, Páll Isólfsson tón- skáld og Pétur Pétrurs- son útvarpsþulur, Sigur- jón Ólafsson, mynd- höggvari, Sigvaldi Hjálmarsson, ritstjóri, Stefán islandi og Stefán Júliusson, rithöfundur, allt eru þetta menn úr Vogarmerkinu. Og i restina: Svavar Pálsson forstjóri Sementsverksmiðju rikisins, Sveinn Valfells, iðnrekandi, Vignir Guð- mundsson, blaðamaður, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingis- maður, Björn Bjarman, rithöfundur og kennari, og Ellert Schram, alþing- ismaður og landsliðsfyr irliði i knattspyrnu. vigslubiskup var Vogar- merkingur, og Björgvin Schram, stórkaupmaður er einnig fæddur i þessu merki. Gestur Pálsson leikari, Guðmundur Danielsson, rithöfundur, Guðmundur II. Garðarsson, blaðafull- trúi S.H. og Guðmundur G. Hagalin, rithöfundur eru allir Vogarmerkingar auk Hákons Guðmunds- sonar, yfirborgar- dómara. Hjón, sem bæöi hafa komiö talsvert við sögu i landspólitíkinni og innan- bæjarpólitík Kópavogs- bæjar eru fædd i þessu nterki, þau Finnbogi Rút- ur Valdimarsson, banka- stjóri og Huida Jakobs- dóttir, fyrrum bæjar- stjóri. Herdis Þorvaldsdóttir, leikkona, og Hilmar A. Kristjánsson, fyrrum út- gefandi Myndar og Vik- unnar. Jakob V. Hafstein, lög- fræðingur, Jóhannes heitinn Kjarval og Svava Jakobsdóttir, — Jón Sól- ness bankastjóri á Akur- eyri og Jónas Haralz, bankastjóri i Reykjavik, Kristinn Guðmundsson, ambassador, Lúðvik Hjálmtýsson, formaður Fcrðamálaráðs, Magnús V. Magnússon, ambassa- dor og Már Eliasson, , 9 I næstu viku kemur svo lýsing stjarnanna ó persónuleika þeirra, sem fæddir eru í Drekamerkinu. O Sunnudagur 4. júní 1972 Sunnudagur 4. júní 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.