Alþýðublaðið - 04.06.1972, Page 6
VILl NOKKUR
STA.KA láta
GETA SÉR
GÁFHAUÚS ?
Smáauglýsingar undir
flokknum EINKAMAL eru viða
vinsælasta lesning dagblaða.
Enda kennir þar oft kyndugustu
grasa. En viða um lönd eru menn
hættir að gera sér grillur þótt
auglýsingar af þessu tagi séu svo-
litið óvenjulegar.
Eins og til dæmis þessi:
Hjartnæmt
Afbrýðissamur elskhugi i
Bangkok i Thailandi lét sér ekki
nægja að drepa keppinaut sinn.
Heldur skar úr honum hjartað og
át I kryddsósu.
„Hvaða stúlka vill láta geta sér
undrabarn. Maður með greinda-
visitöluna 161 (Meðaltalið er 100)
býður fram þjónustu sina.”
Þessi auglýsing birtist i einu
L u n d ú n a b 1 a ð a n n a fyrir
skemmstu, og nú situr
auglýsandinn. Sinclair Eustace,
41 árs gamall piparsveinn, og bið-
ur eftir þvi að stúlkurnar komi.
Blaðakona i London sendi tilboð
undir dulnefni og sagðist hafa
áhuga á að kynnast þessu nánar.
Og hún fékk fljótlega svar frá
auglýsandanum.
Hr. Eustace sagði blaða-
konunni að áhugamál hans væri
að geta konum gáfuð börn, og ef
hún vildi til dæmis eignast barn,
sem flygi i gegn um alla skóla
með ágætiseinkunn, gáfnaljós,
sem myndi ná langt, þá myndi
það kosta hana aðeins 10 pund.
Og vel að merkja, hún þyrfti
ekki að borga það nema hún yrði
ólétt. Það væri ábyrgð á þessari
þjónustu, þannig að ef hún við
læknisskoðun reyndist ekki ólétt,
þá mætti hún koma aftur, og þetta
yrði endurtekið. Endurtekið svo
oft sem nauðsynlegt væri.
Og i rauninni sagðist hann ekki
geta ábyrgst háa greindavisitölu
væntanlegs barns, en likindin
væru öll fyrir þvi að svo yrði.
Og hann taldi það skyldu sina
gagnvart þjóðfélaginu að geta
konum börn. Það væri lika viða
þannig aö eiginmenn væru ónýtir,
og hann taldi að þjónusta sem
þessi væri fullkomlega eðlileg i
slikum tilfellum. En hann vildi
ekki barna hvaða stúlku sem
væri. Það yrði að taka tillit til
þess hvort hún væri fær um að sjá
barninu fyrir sómasamlegu lifi og
menntunaraðstöðu.
Sjálfur er Sinclair Eustace
kominn af fremur greindum for-
eldrum og hann starfar við að
kenna útlendingum framburð,
eins konar prófessor Higgins.
Móðir hans var mjög gáfuð
kona, og faðir hans kaupsýslu-
maður. En af hverju velur þessi
Higgins sér bara ekki einhverja
Elisu, sem elur honum gáfnaljós?
Þetta er skylda min, segir
hann. Það er ekki rétt að nýta
ekki menn eins og mig sem
skyldi.
EINSTEIN - OG RÍFLEGA
„Þinn likami er fagur sem laufguð björk/en sálin er ægileg eyöimörk” sagöi Daviö Stefánsson, og
áreiöanlega hugsar einhver sem svo um þessa stúlku.
En þar skjátlast þeim hinum sama.
Þvi Carolina Varga Dinicu er ekki heimsk. Og hún er meira en vel gefin. Greindarsérfræöingurinn
John Ertl, sem hitti Carolinu i sjónvarpsþætti Davids Frost, mældi greind hennar og komst aö þeirri
niöurstööu aö gáfnavisitala hennar væri 186 stig.
Sem viðmiðum gætum viö til dæmis tekið einn greindasta mann, sem sögur fara af, Albert Einstein.
Greindarvisitaia hans var 172 stig.
Carolina iauk háskólaprófi 18 ára gömul og talar reiprennandi 10 tungumál. En hvaö starfar hún?
Kennir magadans.
ÞAD ER HÆTTUMINHA AD TAKA
PILLUNA EN GANGA VFIR GÖTU
Þótt pillan hafi verið
gerð stórhættuleg i
ýmsum umsögnum fjöl-
miðla af hliðaverkunum
þessarar mjög svo um-
töluðu og umdeildu
getnaðarvarnar, þá er
hún ef til vill meinlausari
en margt annað, ef
likindareikningurinn er
látinn um samanburðinn.
Brezkur læknir hefur
tekið saman skrá yfir
hættulikur vegna not-
kunar pillunar i saman-
burði við hættur, sem
ógna konunni á hverjum
degi.
Það eru margfalt meiri
likur á að konan lifi ekki
út þetta ár af öðrum
ástæðum en pillunni, svo
sem af þvi að ganga yfir
götu, éta yfir sig eða eiga
barn.
Læknirinn, David
Malcolm Potts, sem er 37
ára gamall, er forstöðu-
maður alþjóðasamtaka
um takmörkun barn-
eigna.
Samkvæmt hans út-
reikningum eru likurnar
á þvi að konan látist af
öðrum orsökum en pill-
unni þessar:
Aö ganga yfir götu:
Fimm sinnum meiri.
Vegna bilslyss: Sex
sinnum.
Ofskammts svefniyfja
af misgáningi: Tiu sinn-
um.
Barnsburði: Tuttugu
sinnum.
Ofdrykkju: Fimmtiu
sinnum.
Ofáti: 500 sinnum
Drukkni á sumarleyfis-
staö eöa sólarströnd:
1.000 sinnum.
Vegna reykinga: 10.000
sinnum.
Læknir þessi gerði
þessa skýrslu eftir að
hafa kannað opinberar
skýrslur i fimm ár, og
hann nefnir ýmis önnur
dæmi, sem hann komst að
raun um viö þessa könnun
sina. Til dæmis álitur
hann mun meiri hættu á
að kona látist vegna
ofæsingar við samfarir en
vegna nofkunar pillunn-
ar.
Hann kemst einnig að
þeirri niðurstöðu, að
konan þurfi að nota
pilluna samfleytt i 2000 ár
til aö likurnar verði
jafnar á þvi að hún lendi á
spitala vegna pillunnar
miðað við likur á þvi að
hún lendi þar vegna
heilsubrests.
Læknirinn, sem er
kvæntur og þriggja barna
faðir, segir:
„Ég hef tekið eftir allt
of mörgum dæmum þess,
að konur hafi i ráðleysi
sinu látið eyða fóstri eða
látið gera sig ófrjóar
vegna þess að læknar
þeirra hafa ekki áttað sig
á þvi hve hættan er raun-
verulega litil af þvi að
nota pilluna, sem
getnaðarvörn.
Auðvitað þýðir ekki að
neita þvi að hættan á
skaðlegum hliðar-
verkunum pillunnar sé
fyrir hendi, en hún er
bara svo óskaplega litil
miðað við allt annað, sem
mætir mannfólkinu i
hversdagslifinu. Pillan
nálgast að vera 100 %
örugg.”
0
Sunnudagur 4. júní 1972