Alþýðublaðið - 28.06.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.06.1972, Blaðsíða 7
BRAUÐGERD TIL LEIGU Leigutilboð óskast i brauðgerðina Hvann- eyrarbraut 42, SiglufirðUsamt öllum bún- aði, tækjum og söluaðstöðu. Tilboðum sé skilað til Gunnars Grimssonar, Sam- bandshúsinu við Sölvhólsgötu fyrir 8. júli n.k. Samband isl. samvinnufélaga. Laugardalsvöllur I kvöld kl. 20.00 leika FRAM - VALUR Reykjavíkurmóiió Tilkynning um flutning Framkvæmdastofnunar ríkisins Vegna flutnings i nýtt húsnæöi veröa skrifstofur Fram- kvæmdastofnunar rikisins aö Laugavegi 13 lokaöar fimmtudaginn 29. júní og föstudaginn 30. júni. Skrifstofurnar veröa opnaöar aö nýju aö Rauðarárstíg 31 mánudaginn 3. júli n.k.. Simanúmer stofnunarinnar verö- ur þá 2-51-33. FRAMKVÆMDASTOFNUN RÍKISINS. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skpholti 25. Simar 19099 og 20988. Húsbyggjendur — Verktakar Kambstál: 8, 10, 12. 16, 20, 22, og 25 m/m. Klippum og beygjum stál og járn eftir óskuin viöskiptavina. Stálborg h.f. Smiöjuvegi 13, Kópavogi. Slmi 42480. Prestastefna Islands 1972, sem lauk i lok siðustu viku, fjallaði meðal annars um mál- efni aldraðra. I fréttatilkynningu, sem send var blöðunum, segir m.a. um þessi mál: Prestastefnan veJcur einnig sérstaka athygli á velferðar- málum aldraðra, og leggur til að kirkjan vinni aö þeim af al- hug með þvi að: a. Að rjúfa einangrun með t.d. skipulagðri heimsóknarþjón- ustu á vegum félaga safn- aðanna og/eða i samstarfi við önnur félög. b. Meö þvi aö vinna að þvi, að stofnaðar veröi fleiri lang- legudeildir við sjúkrahús, eða hjúkrunarheimili með endur- hæfingaraðstöðu, en þó fái allir fullkomna læknisskoöun fyrir slika vistun. c. Að komið verði á þjónustu um að aka öldruðu fólki til og ÞETTA GERÐIST LIKA frá kirkju. d. 'Að ráðinn verði til starfa, af hinu opinbera, i samstarfi við kirkjuna, ellimálafulltrúi i hverju prófastsdæmi. Hlut- verk hans væri m.a. að veita öldruðum upplýsingar og margskonar fyrirgreiðslu, halda spjaldskrá og fylgjast með öldruðum, skipuleggja sjálfboðastarf. e. Að skipuleggja tómstunda- starf fyrir aldraða t.d. með betri nýtingu félagsheimila. Enda er brýn nauösyn að hag- nýta félagsheimili til ýmis- konar uppbyggilegs félags- starfs meir en viða er gert. Einnig mætti nýta ónotaða embættisbústaði til tóm- stundarstarfa fyrir aldraöa og fleiri. Þá vill prestastefnan ein- dregið óska eftir að 7. gr. frum- varps til laga um dvalarheimili aldraðara orðist svo: ,,Nú er byggt dvalar- heimili eða hafinn rekstur þess samkvæmt lögum þessum, og skal þá rikis- sjóður greiða 1/3 hluta kostnaðar við bygginguna og kaup nauðsynlegra tækja og búnaðar”. Ennfremur telur prestastefn- an æskilegt að almennur kirkju- fundur fjalli um málefni þetta. Aðalfundur Læknafélags tslands var haldinn á Blönduósi dagana 23.- 25. júni 1972. Fundinn sátu 14 kjörnir fulltrúar frá læknafélögum um allt land, auk þeirra nokkrir aðrir læknar. Til fundarins var sérstaklega boðið ráðuneytisstjóra heilbrigðiseftir’- lits rikisins. Aðalmál fundarins voru Siöa- mál lækna og Læknisþjónusta utan sjúkrahúsa, urðu miklar umræður um þessi mál. Alyktaði fundurinn að nauðsyn- legt væri, að stórefla alla heil- brigðisþjónustu utan sjúkrahúsa og bent var á, að óeðlilega litlum hluta heildarútgjalda til heil- brigðismála sé nú varið til þess- arar þjónustu. Mengun var mikið til umræðu, ályktaði fundurinn, að meng- unarmál ættu að heyra undir heil- brigðismálaráðuneytið. Einnig að séu varnir gegn mengun taldar óframkvæmanlegar vegna kostn- aðar, þa' eigi viðkomandi starf- semi ekki rétt á sér. Fyrir fundinum lá nefndarálit um ávana- og fiknilyf, var það álit fundarins, að þegar fjallað væri um þessi mál vildi oft gleymast sá þáttur sem langalvarlegastur er, það er áfengisbölið. Skoraði fundurinn á viðkomandi yfirvöld, að hefja nú þegar aðgerðir til að draga úr sölu áfengra drykkja. Magnús Kjartansson, heilbrigðismálaráðherra, flutti ræðu á fundinum þar sem hann gerði ýtarlega grein fyrir störfum ráðuneytisins á siðastliðnum ár- um og helztu verkefnum sem unnið er að og fram undan eru. Voru ráðherra færðar þakkir fyrir þá góðu samvinnu sem tek- izt hefur milli iæknasamtakanna og heilbrigðisyfirvalda. Núverandi stjórn Læknafélags tslands er þannig skipuð: Snorri Páll Snorrason, formað- ur, Guðjón Magnússon, ritari, Guðmundur Sigurðsson gjald- keri. í varastjórn eru: Brynleifur Steingrimsson, Guðmundur Jóhannesson og Heimir Bjarna- son. Framkvæmdastjóri lækna- samtakanna er Páll Þórðarson, lögfræðingur. Áttunda starfsári Tónskóla Sigursveins lauk 2. mai s.l. t skól- anum voru 296 nemendur og luku nær allir vorprófi. Námstigum luku 29 nemendur þannig: I. stigi 16 nemendur, II. stigi 9 nem- endur, III. stigi 2 nemendur, IV. stigi 2 nemendur. I tónfræði luku 42 nemendur 1. stigi og 41 nem- andi 2. stigi. Haldnir voru þrennir almennir nemendatónleikar: Jólatónleikar i Hagaskóla, Vortónleikar i Austurbæjarbiói, og i april voru haldnir tónleikar i skólahúsinu við Hellusund fyrir þá nemendur sem lengst eru komnir. A skólaárinu gerðust þau tið- indi i sögu skólans að staðfestar voru reglugerðir fyrir Tónskól- ann og Styrktarfélag hans. Þá gekkst Styrktarfélagið fyrir þvi að kaupa húseignina Hellusund 7 handa skólanum, og fór mest öll kennslan þar fram i vetur við mjög bætta aðstööu frá þvi sem áður var. ÞAÐ ER ORDID SJUKDÚMUR ÞEGAR FÚLK GETUR EKKI VERH) ÁN ÞESS AÐ VINNA Fólk, sem hefur „hemjulausa áráttu til að vinna án afláts”, gengur með sjúkdóm, sem bandariskur visindamaöur hefur gefið' nafnið',,vínnu-alkóhólismi”. Á sama hátt og alkóhóiistar geta ekki hætt að drekka — þannig geta „vinnu-alkóhólistar” ekki hætt að vinna, segir sálfræðingur- inn Wayne E. Oates. Illa haldinn Oats hefur gefið út bók i Bandarikjunum, sem hann kallar „Einkenni vinnu—alkóhólista”. — Ég var sjálfur illa haldinn af þessum sjúkdómi, segir þessi 54 ára gamli sálfræðingur, sem er nú að reyna að hjálpa þjáningar- bræðrum sinum til að hætta að slita sér út. Bók Oates er byggð á r / „VINNU-ALKOHOLISMI »7 SEGIR AMERISKUR SALFRÆÐINGUR athugunum á 1000 vinnu—alkóhólistum. Það eru margar ástæður fyrir þvi, að fólk geturekki hætt að vinna segir OátésT " — Þrjár hinar mikilvægustu er þessar: Hræðsia vio tatæKi, vomr um hæfni og völd, sektartilfinning ýfir þvi að hafa það of gott. Vinnu—alkóhólisti byrjar daginn á nákvæmlega vissum tima, segir Oates. Hann fer á fætur á slaginu, og á meðan hann þvær sér og rakar sig fer hann i huganum yfir allt það, sem hann þarf að gera um daginn. Hvítur stormsveipur I vinnunni er hann eirrsog hvitur stormsveipur. Hann er 110% virkur allan daginn. . . . og „venjulegu frisku” fóki finnst hann óþolandi. Hann er varla kominn ínn úr dyrunum heima hjá sér, þegar hann er byrjaður á öllu þvi sem hann þarf aö gera til þess að honum finnist hann ekki vera að eyða timanum. Vinnu—alkóhólistinn er mjög hrifinn af þvi þegar honum er veitt eftirtekt. Hann nýtur þess að fá aðra til að finnast þeir duglausir, með þvi að hendast sjálfur um aö gera hitt og þetta. Hann gortar mikiö, og gjarnan um það að það sé hann, sem ber þyngstu byrðarnar. Miðaldra fólk er veikast Miðaldra fólk verður harðast úti af völdum þessa sjúkdóms. — Það erum við, sem lifðum kreppuárin milli þrjátiu og fjöru- tiu, og nú erum við að slita okkur út, segir Oates. — Við gleymum aldrei „þeim dögum”, og jafnvel þótt velferð okkar aukist, þá aukast útgjöldin lika....það er meira en nóg til að fá okkur til þess að vinna hvildar- laust. Við vinnum dálitiðmeira til þess að fá dálitið meira, og svo dálitið meira og dálitiö meira og dálitið meira....endalaust. „Óléttuafbrigðið” er verst Vinnu—alkóhólistarnir þrá völd og sigra. En þeir fá aldrei óg — verða aldrei ánægðir með nokkra vinnu. Flestir vinnu—alkóhólistar eru karlmenn — en þó eru margar konur þeirra á meðal. — Kvenkyns vinnu—alkóhólist- ar eru fyrst og fremst þær fjöl- mörgu, sem þjást af hreingern ingaræði, segir Oates. En allra verst eru þær farna af sjúkdómn- um, sem álita sig engan rétt hafa nema þegar þær eru óléttar, og eru alltaf að eignast börn. Það er tvimælalaust sú allra erfiðasta vinna, sem nokkur vinnu-alkóhól- isti getur þvingað sig til að fram- kvæma. Á ÞREM ÁRUM HAFA 13.000 FARÞEGAR ORÐID FÚRNARLÚMB FLUGRÆNINGJA A undanförnum tveimur og hálfu ári hafa hvorki fleiri né færri en 90 látizt eða særzt og þúsundir hafa lent i hættu, jafnvel lifshættu. Og þó er i þessum tölum ekki meðtalið það fólk, 47 talsins, sem létuzt vegna sprengju sem sett var i svissnesku þotuna, er fórst yfir Zurich árið 1970, né heldur hin 27, er voru myrt á Lod flugvellinum i Tel Aviv á dögunum, þar sem - 80 aðrir særöust. En þessar tölur eru svona nokkurn veginn skýrasti bak- grunnurinn að verkfallinu, sem flugmenn um gervallan heim gerðu á mánudaginn i siðustu viku og islenzkir flugmenn tóku m.a. þátt i. Siðan 1930, eftir að flugumferð fór að verða umtalsverð, hefur flugvélum verið rænt um það bil 350 sinnum, en þar af hafa um 300 rán verið framkvæmd siðustu sex árin, eða siðan 1966. Kom þetta fram i skýrslu Peters Masefield, fyrrum forstöðumanns brezkra flugvalla. Talsmaður Alþjóðasambands flugmanna, sagði að siðan 1969 hafi flugvélarán kostað sjö áhafnameðlimi lifið, fjóra far- þega og 19 ræningja. Aðrir 19 áhafnameðlimir, 37 farþegar og 15 ræningjar hafa særzt i þessum tilvikum. Á þessu timabili hafa um 13.000 farþegar lent i flugvélaránunum, þar á meðal 600 þegar þjóðfrelsis hreyfing Palestinuskæruliða rændi fjórum stórum farþega- þotum og sprengdi i loft upp. Þessar árásir á áætlunarflug hafa kostað mörg þúsund milljónir þrátt fyrir mikið eftirlit á flugvöllum, vopnaða verði, röntgenmyndatöku af farangri og af farþegum, hvers kyns tækni- legum og sálfræðilegum aðferðum til að ganga úr skugga um að farþegar komist ekki vopnaðir um borð. Erfiðustu áætlunarleiðirnar eru enn leiðirnar milli Bandarikjanna og Miðausturlanda, þar sem krafa um flug til Kúbu og nokkrar míííjónír í lausafé er næstum þvi orðið daglegt brauð. Raunverulega virðast flugvéla rán engin takmörk hafa við stjórnmálaskoðanir eða á neinn hátt verið hægt að binda þau við skoðanir. Þau hafa verið fram- kvæmd jafnt vestan tjalds sem austan og i þróunarlöndunum. Refsingar fyrir flugvélarán eru hins vegar mjög mismunandi miklar, og i Bandarlkjunum hafa flugvélaræningjar verið dæmdir i 25 —50 ára fangelsi. I Austurriki hafa hins vegar fjórir flugræningjar sloppið með tveggja og hálfS árs fangelsi, og i öðrum tilvikum hafa dómarnir hljóðað upp á 15 mánuði tii tvö ár 1 Sovétrikjunum er vitað um 11 manns, sem hlotið hafa dóm fyrir flugvelarán, frá niu til 15 ára fangelsi, og af þeim lengstu eru tveir d<Tmar, sem breytt var úr ævilöngu fangelsi I 15 ára. 1 yfirliti Alþjóðasambands flugmanna kemur einnig fram, að i Egyptalandi er aðeins einn flug- ræningi I 10 ára fangelsi, en i Libanon hefur maður sloppið með niu mánuði fyrir sama afbrot. JON PALSSON SKRIFAR UM SKÁK VEROUR KARPOV NCSTIASKORANDI ? ,,Ég heimta að eftir áætlun". þú fljúgir Eitt mesta skákmanns- efni sem Rússar eiga um þessar mundir er án efa hinn rétt liðlega tvitugi Anatoli Karpov frá Leningrad . ( Boris Spasski er frá Lenin- grad!) Hann varð heimsmeist- ari unglinga 1969, og hef- ur hann aukið styrkleika sinn jafnt og þétt siðan. Er skemmst að minnast Aljekins-mótsins i Moskvu 1971 og alþjóða- skákmótsins i Hastings 1971/72, en þar sigruðu þeir V. Kortsnoj (Rússl.) og A. Karpov með nokkr- um yfirburðum, hlutu þeir 11 v. af 15 möguleg- um. Litum aðeins á nokkur ummæli sérfræðinga eftir Aljekin-mótið i Moskvu 1971. Alexander Kotov stórmeistari: „Fyrrver- andi heimsmeistari ung- linga A. Karpov, stendur nú tvimælalaust i broddi fylkingar þeirra ungu skákmeistara, sem i framtiðinni munu taka við merki sovézka skák- skólans úr höndum nú- verandi skákjöfra. I þess- ari fylkingu eru auk þeirra V. Tukmakovs og J. Balasjovs, sem tefldu á Aljekin-mótinu, R. Vaganjan, G. Kúzmin, M. Podgajets, hinn 17 ára gamli A. Gortsjakov og fleiri. Það sýnir bezt tæknilegt öryggi þeirra Túkmakovs og Karpovs, að þeir töpuðu ekki einni einustu skák”. V. Henkin segir: „Sagt er, að still Karpovs sé þurr og skynsemisbund- in”. „Á hans aldri mætti tefla hvassar”, segir Tal. „Annars er það Hastings 1971-2 1 Korchnoy 2 Karpov 3 Mecking 4 R. Byrne 5 Gligoríc 6 Najdorf 7 Andersson 8 Unzicker 9 Pfleger 10 Kurajica 11 Ciocaltea 12 Botterill 13 Hartston 14 Keene 15 Markland 16 Franklin smekksatriði”, bætir fyrrverandi heims- meistari við. „Um smekk tjáir ekki að deilaT Ekki eru allir á sama máli og Tal. En álit sumra sérfræðinga á tafl- mennsku Karpovs er vil- halt og rangt. Við erum einfaldlega ekki vanir þvi, að ungur skákmaður kjósi heldur stöðuskák en leikfléttur. A sinum tima voru sömu „sakír” bornar á Boris Spasski. Reynslan hefur sýnt, hver hafði rétt fyrir sér”. Það sem Salo Flohr, stórmeistari sagði eftir einvigið Fischer- Petrosjan, sýnir ljóslega, að Rússar binda miklar vonir við Karpov, en gef- um Flohr orðið: „Svona að gamni skal þess getið hér, að „hótanir” Fisch- ers um að éta alla rúss- neska stórmeistara eru hér með teknar til greina. Verði hótanirnar að raun- veruleika, skaðar ekki að geta þess að við eigum unga „fiska”, einn þeirra er Karpov”. Við skulum nú lita á tvær af skákum þessa unga snillings. 1 Caracas i Venezuela 1970, mættust þeir Guðmundur Sigurjónsson og A. Karpov,ogfer viðureign þeirra hér á eftir. Hastings 1971/72 Hv. A. Karpov Sv.R. Byrne (USA). Sikileyjar-vörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 Bd7 7. Dd2 Hc8 8. 0-0-0 Rxd4 9. Dxd4 Da5 10. f4 h6 Einnig er hér mögulegt 10...e6. 11 e5 dxe5 12. fxe5 Bc6 13. B b 5 R d 5 14. Bc6+bxc6 15. a3 h6 16. Bd6 eins og i skák Karpov-Balashov, 39. meistaramót Sovét- rikjanna. 11. Bh4 g5 12. e5 Ef 12. Bel Bg7 13. g3 Bc6 14. Bh3 0-0! ? með góðu tafli fyrir sv. R. Byrne- Mestrovic, Hastings 1970/71. 12 ................ gxh4 ‘13. exf6 e6 14. Be2 Bc6 15. Hhel Hg8 16. Bf3 Kd7 17. He5 Db6 18. Dxb6 axb6 19. Bh5 20. Bxf7 21. bxe6 + 22. He3 23. Rd5+ 24. Hxd5 25. f5 26. Hc3+ 27. a4 28. Ha3 29. a5 30. Kbl 31. Hdxa5 32. Hb5 33. Ha7 34. Bd5 35. Ka2 36. Haxb7 + 37. Hxb7 + 38. Be6 39. Hd7 + 40 Hc7 Hxg2 Hxh2 Kc7 Hd8 Bxd5 Hf2 h5 Kb8 Hf4 Hg4 Bh6+ bxa5 Kc7 Hg3 Hb8 Hgl + Hfl Hxb7 Kd8 h3 Ke8 1-0 Hvitt: Karpov (Sovétrik- in). Svart: Guömundur Sigurjónssou. Pirc-Robatsch-vörn. t. e4 g(i 2. d4 d(i 3. Rc3 Bg7 4. f3. Guðmundur kvað þessa herskáu uppbyggingu hvits hafa komið sér á óvart. Venjulega teflir Karpov af rósemi og kann bezt við sig i rólegri stööubaráttu. 4. — c6 5. Rge2 b5 6. Be3 Bb7 7. g4(?). Nokkuð fljótfærnisleg framrás. 7. Dd2ásamth4 litur betur út. 7. — h5 8. g5? Þar með minnka mögu- leikarnir hjá hvitum á kóngssókn. Reynandi var 8. gxh5, sem heldur stöð- unni opinni. 8. — e6 9. Dd2 Re7 10. a4 b4 11. Rdl a5 12. c3 bxc3 13. bxc3 Ba6 14. Rb2 Rd7 15. Rcl Bxfl 16. Hxfl 0-0. Svartur er kominn með betra tafl og hvitur verð- ur að einbeita sér að vörninni. 17. Bf4(?). Taflið opnast nú svört- um i hag. — Betra var 17. Kf2 og reyna að koma kóngnum i skjól. 17. — e5 18. dxe5 Re5! Ekki 18. -dxe5, sem dregur úr mætti biskups- ins á g7. 19. R c d 3 R x d 3 + 20. Rxd3 Db6! 21. Be3. Ef 21. Bxd6 Hfd8 22. Bxe7 Bxc3 23. Dxc3 De3+ 24. Kdl Hxd3+ og vinnur. Eða 22. Bc5 Da6 með yfirburðarstöðu. 21. — c5 22. Kf2 Db3 23. Ilfcl Hfd8 24. Rf4 d5 25. Dc2! Nú næði hvitur betra tafli eftir 25.-Dxc2 Framhald á bls. 4 1234567890123456 GM 2670 GM 2540 IM 2540 GM 2510 GM 2600 GM 2530 IM 2510 GM 2545 IM 2515 IM 2490 IM 2460 2390 IM 2465 2510 - 1 i 0-1 i 0 - i 0 * h h h h h 0 1 h h 0 h h 0 j 0 0 0* h h h 0 0 0 0 0 * * 0 ö 0 0 0 0 0* h h h 0 MH h h i h - * ii h - h h o * - 1 0*0- hhhh h h h h h h 0 o o * * * 1 h h h h h 0 * o * * * oo** 0 0 0 0 1 1 1 h h 1 h 1 h h h h h h h h h h h h h h 1 1 1 1 0 h h h h h h h h h h h 11 h h h h h h 0 i * - 0 i i * - H0J* h hh h h * 0 0 * 1 * 0 0 * 0 1 i 1 1 i 1 i 1 i i 1 i i i i i i i i i i 1 1 i 1 i i i i i 0 - i 1 i - i 0 * - * 1 o 1 11 1 11 i 9* 9i 8i 8i 8 i 8 7* 7 i 6* 1 6 i 6 0 5* 1 4* - 3 & Miðvikudagur 28. júní 1972 Miðvikudagur 28. júní 1972 <D

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.