Alþýðublaðið - 28.06.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.06.1972, Blaðsíða 5
Útgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur ritstjómar Hverfisgötu 8-10. Blaðaprent h f i siðustu viku birtust í Alþýðublaðinu nokkrar greinar um lýðræði. Greinar þessar gaf Sam- band ungra jafnaðar- manna út fyrir fáum árum i riti, sem bar nafn- ið Nýjar leiðir. i þessu riti sagði svo um lýðræði. ,,Sérhver einstaklingur er þátttakandi í margvís- legu samstarfi, i þjóðfé- laginu, í samfélagi þjóð- anna, í vinahópi, í fjöl- skyldunni, á vinnustað og i skólum. Alls staðar þarf að móta afstöðu og taka ákvarðanir. Til þess ér'U ýmsarleiðir. Ein þeirra er sú lýðræðislega. Grundvöllur lýðræðis er að þeir, sem ákvörðunin snertir hafi áhrif á hana. Stjórnarformið er lýð- ræðislegt, þegar lög og reglur hindra ekki, áð ákvarðanir séu teknar á lýðræðislegan hátt. Lýð- ræðislegt stjórnarform er því forsenda þess, að lýð- ræði geti þróazt, en er í sjálfu sér ekki nóg. Tak- mark þjóðfélagsins á að vera, að hver einstakl- ingur fái að njóta sín sem bezt og geti orðið þjóðfé- laginu að sem mestum notum. Lýöræðislega teknar ákvarðanir að undan- gengnum skoðanaskipt- um hvetja menn til um- hugsunar um vandamálin og stuðla að samstarfi um lausn mála og aukinni virðingu fyrirþeirri lausn, sem valin verður. Lýðræðið er því í sjálfu sér aflgjafi þess, að ein- staklingarnir verði þjóð- félaginu að sem mestum notum. Oft er því haldið fram, að lýðræði riki á vestur- löndum. Er þá átt við, að stjórnarform þessara ríkja sé lýðræðislegt. Enda þótt svo sé er fjarri þvi að fuMkomið lýðræði riki. Lýðræðið er annað og meira en að fá að velja stjórnendur þjóðfélagsins með fárra ára millibili, úr fyrirfram völdum hópi. Lýðræðið er fyrst full- komið, þegar það ríkir í daglegu lífi manna. Þegar vinnan við fyrir- tækin er metin til jafns við fjármagnið. Þegar einstaklingar geta ekki lengur í skjóli fjármagns ráðið örlögum f jölda ann- arra. Þegar þeir, sem njóta fræðslu, geta haft áhrif á hana. Þegar stór- veldi hafa ekki lengur ör- lög smáþjóða í hendi sér í skjóli vopnavalds. Mikið verkefni er því framundan, ef koma skal á fullkomnu lýðræði í samskiptum þjóða og manna i millum. En ávallt verður að hafa það i huga, að lýðræði verður aldrei að veruleika, ef þjóðfélögunum tekst ekki, að sjá um, að nauðþörfum sérhvers einstaklings sé fullnægt. Fullkomið lýðræði verð- ur því aldrei að veruleika, nema hugsjón jafnaðar- stefnunnar verði að veru- leika." Þessu riti sínu skiptu ungir jafnaðarmenn niður i nokkra kafla og tóku fyrir: Efnahagslýðræði, atvinnulýðræði, lýðræði i menntastofnunum og lýð- ræði í stjórnskipan. Allar þessar greinar byggðust á sama inntakinu. Full- komið lýðræði verður ekki að veruleika nema í þjóð- félagi jafnaðarstefnu. Því var eðlilegt að í lokin væri svarað spurningunni: Hvað er jafnaðarmaður og gerðu þeir það á eftir- farandi hátt: Að vera jafnaðarmaður er að hafa óbilandi trú á jafnrétti allra i þjóðfé- laginu og styðja ávallt þá, sem lítilmagna eru í lífs- baráttu þeirra. Sem jafnaðarmenn stefnum við að þvi: að á islandi verði til þjóðfélag, sem byggist á samhug allra, þar sem hæfileikar og áhugi einstaklinganna fá notið sin þeim sjálfum og þjóðfélaginu i heild til heilla. HÖND f HÖND Sviar, frændur okkar, hafa þótt óvægnir I framkomu og tali viö stórveldin viö aö reka sina sérstæöu hlutleysisstefnu. Er þess lik- lega skemmst aö minnast er Olav Palme, forsætisráöherra þeirra, tók vandamái Vietnam til meöferöar i setningarræöu sinni á al- þjóðaráöstefnunni um mengun i Stokkhólmi. Einnig er Palme, þá kennslumálaráðherra, tók þátt i mótmæiagöngu í Stokkhólmi i sama tilgangi, vekja athygli á hernaðinum austur þar. En hvernig skrifa Sviar um þessi mál, striösrekstur og heims- valdastefnu. Eru þeir, eins og sézt hefur á prenti hér á landi, e.k. leppar Rússa, eöa taka þeir eigin afstööu óháö þeim. Hér á eftir fer eitt dæmi um sænsk skrif i lauslegri þýöingu. Þau eru leiðari úr blaði ungra jafnaðarmanna i Sviþjóö, Frihet (Frelsi). A þessum skrjfum er þó sýnilegt aö höggviö er til beggja handa og höggvið stórt. Yfirskriftin er Svianna. Hinn bandaríski stríðs- rekstursforseti Richard Nixon hefur hingað til á fyrsta kjörtímabili sínu heimsótt fjögur kommún- istalönd: Rúmeníu, Kína, Sovétríkin og Pólland. i öllum þessum löndum hefur hann verið boðinn hjartanlega velkominn. Engar mótmælaaðgerðir gegn þjóðarmorðsstyrjöld inni í Vietnam hafa átt sér stað. Engir borðar með áletrunum fjandsamlegum Bandaríkjunum hafa verið hengdir upp. Engir tal- kórar kyrja ,,Nixon morð- ingi". Engar mótmælaað- gerðirmeð kyndlum haldn- ar. Það hlýtur að vera hug- myndafræðilega sérstök lifsreynsla fyrir kapítal- iskan stríðsforseta að geta tengst framámönnum kommúnista þannig vin- áttuböndum. Að hugmyndafræði ráða- manna í Bandarikjunum er óhagganleg er sannarlega engin nýlunda. Og nú stað- festa sovézkir og kin verskir kommúnistaleið- togar, að tillitið til öryggis hinna virðulegu landa þeirra er mikilvægara en frelsisbarátta vietnömsku þjóðarinnar. Stríðið í Indó- Kína verður þeim annars- flokksfrétt. Kommúnista- stórveldin tvö þjást skyndi- lega af minnimáttarkennd og vandamál Vietnam finnst ekki lengur í hinni pólitísku heimsmynd þeirra. Nixon er sérstaklega þakklátur fyrir þessa njálp i baráttunni um forseta embættið frá kommúnista- ríkjunum. Hann þarfnast hjápar hvaðan, sem hún kemur. I Bandaríkjunum vaxa mótmælin gegn póli- tískum og hernaðarlegum mistökum hans í Vietnam. Heimsvaldastef na er ekki eingöngu bundin kapí- taliskum áhuga, þar við bætast stórveldisdraumar. Sovétríkin og Kína sem áður studdu víetnömsku þjóðina innilega bæði hern- aðarlega og efnahagslega, hafa blindazt alvarlega af samvinnunni við stríðs- höfðingjann í Hvíta húsinu. Hér sameinast heims- valdaáhuginn. Framhald á bls. 4 HÚSNÆDISNEYO I HÖFUDBORfilNNI A föstudag birtist i Visi i dálkinum „Lesendur hafa orðið” svohljóðandi: ,,Ég hef verið að leita eftir ibúð undanfarið og gengið heldur erfiðlega. t Visi var auglýst tveggja herbergja ibúð til leigu og fór ég að skoða hana. Að þvi loknu hafði ég samband við konu þá, sem yfir ibúðinni ræður. Hún sagði að það væri búið að bjóða sér þrettán þúsund á mánuði i leigu. Þegar eg sagðist ekki geta boðið svo háa leigu gerði hún sér litið fyrir og skellti á mig simanum. Er ekki kominn timi til að hið opinbera fari að hafa einhver afskipti af þessum húsleigu- málum? Það eru fjölmargir, sem bjóða og bjóða i ibúðir bara til að geta fengið þak yfir höfuðið en ekki vegna þess að ibúðin sé leiguupphæðarinnar virði.” Alþýðublaðið getur fyrir sitt leyti svarað þessari spurningu: Það er ekki eingöngu kominn timi til, það hefði átt að gerast fyrir löngu. Og þetta er ekki sagt undir fororðinu, það er aúðvelt að vera vitur eftir á. Húsnæðismálin hafa lengi verið i röð þeirra mála- flokka, sem fulltrúar Alþýðu- flokksins i borgarstjórn Reykja- vikur hafa mest látið sig varða. En á þá hefur ekki verið hlustað af meirihlutanum, sem ræður lögum og lofum i borgarstjórn. Siðastliðið haust fluttu allir fulltrúar minnihlutans i borgar- stjórn Reykjavikur sameiginlega tillögu til úrbóta i húsnæðis- málum. Sú tillaga var studd sterkum rökum. t Alþýðublaðið 30. nóvember skrifar Björgvin Guðmundsson einn flutnings- maúna tillögunnar á þessa leið um ,,Hús«æðisneyð i höfuð- borginni.” Samkvæmt upplýsingum félagsmálastjóra kemur fram, að ásókn til stofnunarinnar vegna húsnæðisvandræða hefur stóraukist., Það er þvi alveg ljóst, að ástandið i húsnæðismálum i Reykjavik er nú mjög slæmt, að ekki sé meira sagt, og það ér vissulega full þörf á þvi, að það verði gripið til róttækra aðgerða og það er alls ekki að tilefnis- lausu, að borgarfulltrúar minni- hlutaflokkanna, sjö talsins, hafa flutt tillögu um, að borgin komi upp 300 leiguibúðum á árunum 1972—1975, auk þeirra 110 ibúða, sem eftir eru af hlut borgarinnar samkv. byggingaráætlun Fram- k v æ m d a n e f n d a r i n n a r i Breiðholtshverfi. Raunar átti Alþyðuflokkurinn frumkvæðið að þvi hér áður, að bæjarstjórn Reykjavikur færi yfirleitt að hafa nokkur afskipti af húsnæðismálum. Það var i fyrstu alls ekki á stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins, að bæjarfélög, eða hið opinbera yfirleitt væru að vasast i húsnæðismálum. Það átti að vera verk einstaklinganna sjálfra og hið opinbera átti þar hvergi nærri að koma. En fyrir baráttu Alþýðuflokksins og annarra minnihlutaflokka i bæjarstjórn lét Sjálfstæðisflokkurinn undan og hóf að láta borgina byggja ibúðir, fyrst söluibúðir, en siðan einnig leiguibúðir, enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi ávallt haft ennþá meira á móti þvi, að bærinn eða borgin byggði leigu- ibúðir. Ég vil aðeins undirstrika það hér, að það er stefna Alþýðu- flokksins, og ég veit að það er stefna minnihlutaflokkanna allra, að þeir, sem hafa bolmagn til þess eignist eigið húsnæði, en hins vegar gerum við okkur það ljóst, að húsnæðisvandamálið verður ekki leyst að fullu nema borgin og hið opinbera reisi verulegan fjölda leiguibúða. En það er viðar en i borgarstjórn Reykjavikur, sem Alþýðuflokksmenn hreyfðu húsa- leigumálunum. Sigurður E. Guðmundsson, sem sæti átti á alþingi i fjarveru Gylfa Þ. Gisla- sonar fyrri hluta vetrar, bar þar fram þingsályktunartillögu um að tryggja hóflegt leigugjald fyrir ibúðir og koma i veg fyrir húsa- leiguokur. Auk þessara atriða var gert ráð fyrir að könnuð yrðu réttindi og skyldur aðila, umgengnishættir. afnot réttar leigutaka o.fl.,sem máli skiptir i þvi sambandi. 1 viðtali við Alþýðublaðið, þegar þessi tillaga kom fram sagði flutningsmaður m.a., að húsaleigumálin væru þegar orðin stórkostlegt vandamál, sem aðkallandi væri; að lausn fengist á. Ekki væru til neinar tölur um, hve stór hluti þjóðarinnar byggi i leiguhúsnæði, en sennilega væri ekki fjarri lagi að áætla, að það gerði um 15 — 20% þjóðarinnar. 1 mörgum tilfellum væri þar einnig um að ræða fátækasta og verst setta fólkið. Þessi fjölmenni hópur neytenda nýtur raunverulega engrar verndar með lögum gegn leigu- sölum, svo þar mS segja, að gildi réttur hins sterka gagnvart hinum veika. Samfélagið getur ekki látið svo sem það sjái ekki vanda þessa fólks. Það er orðið mjög aðkallandi, að eitthvað sé reynt fyrir það að gera af opin- berri hálfu og þess vegna er þessi tillaga flutt á alþingi. Þessari tillögu var vísað til rikisstjórnarinnar, og nú mun lagasetning um þetta efni vera i athugun og unnið er að frumvarpi þess efnis. En húsnæðismálin eru viðar rædd og frá öðrum sjónar- hornum. 1 Reykjavikurbréfi Morgunblaðsins gat að lita svofellda klausu sl. sunnudag: ,,Við skattalagabreytingarnar lögðu kommúnistar áherzlu á tvennt. Annars vegar að þrengja fjárhag sveitarfélaganna og færa aukið vald til rikisins, og hins vegar að koma á þungbærum fasteignasköttum, sem lið i þeirri stefnu að draga úr einkaeign ibúða.” Og það vantaði ekki að meiri- hlutinn i borgarstjórn Reykjav- íkur gripi fyrra atriðið fegins hendi til afsökunar fyrir að vera með það siðara i hámarki. Það fer varla hjá þvi*að sá grunur læðist að, sé ályktun Morgun- blaösins um siðari liðinn rétt hvað varðar tilgang kommúnista, að með fasteignaskattinn i hámarki og aðgerðaleysi i leiguhúsnæðis- byggingum sé verið að gefa „góöum” éinstaklingum undir fótinn hvað snertir aðstöðu og afsök.un fyrir svimandi hárri húsaleigu. IONADARDAGUR RÁDGERDUR 34. iðnþingi Islendinga lauk i Vestmannaeyjum á laugardag- inn. Þingið sátu eitt hundrað fulltrúar, þar af fjórar konur. Mörg mál komu til umræðu á þinginu, þ.á.m. iðnfræðslumál, fjárhagsmál, lána-, skatta og tollamál, og samþykkt var að stofna til sérstaks iðnaðardags, sem f járöflunarleið fyrir byggingarsjóð Dvalarheimilis aldraðra iðnaðarmanna. Nýr forseti Landsambands iðn- aðarmanna var kjörinn Ingólfur Finnbogason, húsasmiðameistari i Reykjavik, i stað Vigfúsar Sigurðssonar, sem nú gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þá kaus iðnþingið Emil Jónsson, fyrrv. ráðherra heiðursfélaga Landssambands iðnaðarmanna, en Emil átti sæti i fyrstu stjórn sambandsins. Miðvikudagur 28. júní 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.