Alþýðublaðið - 28.06.1972, Blaðsíða 3
FYRST FÓR
BÍLLINN - ÞÁ
INNBÚIÐ
Orlögin hafa heldur betur
leikið ung hjón grátt suður i
Hafnarfirði á siðustu þremur
dögum. Þau hafa tapað nær öll-
um eigum sínum og standa nú
uppi slypp og snauð.
Aðfaranótt sunnudagsins var
bifreiC' þeirra gereyðilögð þegai
drukkinn ökumaður ók á hana
fyrir utan heimili þeirra að
Norðurbraut 19,Hafnarfirði.
Og um hádegisbilið i gær kom
upp eldur i ibúð sem þau leigja
og brann og eyðilagðist af vatni
mestur hluti innbúsins.
t samtali við Alþýðublaðið
kváðust þau hjónin reikna með,
að tjónið næmi að minnsta kosti
hálfri milljón króna.
Það gerir sögu þeirra jafnvel
raunalegri, að þau voru i þann
veginn að flytjast burt úr ibúð
inni, þar sem þau höfðu hana
ekki á leigu lengur en til
mánaðamóta.
„Við vorum að fara að pakka
niður”, sagði eiginmaðurinn,
Olafur Valgeirsson ,,og það,
sem verra er, þá höfum við enn
ekki fundið aðra ibúð”.
Eldsupptök eru ókunn, en
eldurinn náði að eyðileggja inn-
bú i stofu og svefnherbergi og
stóran klæðaskáp.
Reyndar hefði getað farið
verr, þvi hér var um að ræða
timburhús með steyptum
kjallara, en eldurinn kom ein-
mitt upp þar.
Yfir kjallaranum er steypt
plata, þannig að hún varnaði
þvi, að eldurinn kæmist upp á
um öðrum eigum sinum
fátækari og meira að segja þar
með talinn fatnaður þeirra.
fyrstu hæð hússins.
En nú standa þau hjónin uppi
ibúðarlaus, billaus og nær öll-
HÚN ER LÍKA INDÆL
FYRIR HEYSKAPINN
Áheitum sumardögum, þegar
sólin skin á heið^kirum himni
með dálitlum norðan andvara,
flykkjast Reykvikingar hver
sem betur getur út úr húsum
sinum til að njóta góða veðurs-
ins og fá á sig brúnan lit. Beint
fyrir framan gluggana hjá okk-
ur hér á Alþýðublaðinu er einn
vinsælasti sólbaðsstaðurinn i
borginni, Arnarhóllinn, og i
góðu veðri sést varla i grænt
gras fyrir sóldýrkendum.
Við erum stundum að velta
þvi fyrir okkur hvort fólkið, sem
þarna flatmagar, sé ekki búið
að gleyma þvi, að svona veður
er nefnt þurrkur, og viti ekki, að
viðast hvar á landinu er þannig
veðri tekið með öðru hugarfari
en þvi, að það sé tilvalið til sól-
baðs.
Um þessar mundir rannsaka
bændur veðurkortið i sjónvarp-
inu, fylgjast með lægðum og
hæðum og ganga út á hlað til að
gá til veðurs með gamla laginu,
svona til frekara öryggis.
Þeir ganga um slægjurnar at-
huga sprettuna og velta þvi
fyrir sér hvort þeir ættu ekki að
fara að slá.
Ef grasið er vel sprottið og
veðurútlitið gott er ekki eftir
neinu að biða. Ljáirnir eru
teknir fram og lagðir á, — og
sláttur er hafinn upp á þá von,
að þurrkur haldist, hvað sem
sjónvarpið segir.
Við höfum fréttir af þvi, að
bændur i Borgarfirði séu farnir
að slá margir hverjir, og á
laugardaginn áttum við leið um
Flóann, þar sem sömuleiðis var
farið að slá á einstaka stað.
Það er nokkuð langt siðan
fréttir bárust af þvi, að bændur i
Eyjafirði væru að búa sig undir
slátt, og á mánudagsmorguninn
héldu vinnumenn Egilsstaða-
bænda meö sláttuvélar út á tún
og slógu fyrstu spilduna. Svo
góður var þurrkurinn á Héraði
þennan dag, að siðdegis mátti
snúa i þvi sem fyrst var slegið,
og sá atburður varð efni i fyrstu
heyskaparmynd sumarsins i
Alþýðublaðinu.
KRONAN HRESS
NEMA PUNDINU
HRAKI MEIRA
tslenzka krónan fylgir skrán-
ingu Bandarikjadals og hefur þvi
styrkzt gagnvart sterlingspundi,
eftir að það hefur fallið i verði um
tæp 4% siðan gengisskráningu
var hætt á föstudag i siðustu viku.
Um hádegi i gær hóf Seðlabanki
Islands skráningu erlends gjald-
eyris að nýju. Hefur pundið fallið
um nákvæmlega 3,7% sfðan á
föstudag. Tiltölulega litlar
breytingar hafa orðið á öðrum
gjaldmiðli Evrópurikja, en i flest-
um tilvikum til litilshá’ttar hækk-
unar. Hins vegar hefur italska
liran lækkað um 0,4%.
Afleiðingar af „floti” sterlings-
pundsins eru með öðrum orðum
þær, að flestar Evrópumyntir
nata heldur styrkzt gagnvart
Bandarikjadollar, sem getur,
þegar fram i sækir, veikt stöðu
hans.
Hér á landi veltir fólk eðlilega
fyrir sér þessa dagana, hverjar
afleiðingar óstöðugleikinn á
gjaldeyrismörkuðum kunni að
geta haft fyrir islenzku krónuna,
vegna hinna miklu viðskipta
Islands við sterlingssvæðið. Sú
spurning var áleitin viöa i gær i
kaffitimunum á ýmsum vinnu
stöðum, ekki sízt bankastofnun-
um og ráðuneytum, hvort
lækkunin á gengi sterlingspunds-
ins muni, þegar frá liður, valda
gengisfellingu islenzku krón-
unnar.
Ahyggjur i þessu efni eiga þó að
vera óþarfar, meðan lækkun
pundsin^ er ekki meiri en orðið
er. Verði hins vegar „fallið”
meira, má bæði gera ráð fyrir, að
það veiki Bandarikjadollar og
islenzku krónuna. —
ENN ER ALLT VIÐ
SAMA í KJARA-
DEILU RAFVIRKJA
Enn situr við það sama i kjara-
deilu rafvirkja við vinnuveit-
endur. Siðasti sáttafundur, sem
haldinn var á föstudag, stóð I
þrjár stundir, og þokaðist ekki i
samkomulagsátt.
Magnús Geirsson, formaður
Félags islenzkra rafvirkja sagði i
stuttu samtali við Alþýðublaðið i
gær, að nýr sáttafundur hefði enn
ekki verið boðaður. Aðspurður
um það, sem gerðist á fundinum
á föstudag, sagði Magnús:
„Viðræðurnar á föstudaginn
gengu fremur aftur á bak en
hitt”.
Verkfall rafvirkja hefur nú
staðið i tiu daga. Verkfall, sem
rafvirkjar áttu i fyrir tveimur ár-
um, stóð i tæpar fimm vikur.
Eins og Alþýðublaðið hefur
áður skýrt frá, hefur verkfall raf-
virkja haft nokkur áhrif i bygg-
ingariðnaðinum og jafnvel
stöðvað framkvæmdir. En sú
krafa rafvirkja, sem helzt stend-
ur i vinnuveitendum er einmitt
krafan um að störf rafvirkja mið-
ist við ákvæöisvinnu eins og störf
flestra eða allra annarra, sem i
byggingariðnaðinum starfa. —
FISCHER: ERLENDIR
FRÉTTAMENN RÓMA
UNDIRBÚNINGINN
FBAMHALD AF FORSIÐU
að þú hefur fjóra daga enn til þess
að hafa áhyggjur”.
Hann kvaðst ekkert hafa heyrt i
Fischer i gær, en eins og við
skýrðum frá i blaðinu i gær
ræddust þeir við i fyrradag.
Þá hafði Cramer farið meö
Guðmundi G. Þórarinssyni, i
skoðunarferð i Das-húsið,
„svituna” á Hótel Loftleiðum og
Laugardalshöllina.
Lýsti Cramer siðan aðstæðum
fyrir Fischer og og mun hann
hafa verið ánægður.
Ákvörðun Fischers um að koma
ekki fyrr kemur nokkuð á óvart
og þá sérstaklega i herbúðum
Skáksambandsins, þar sem
ætlunin hafði verið að sýna
Fischer aðstæður hér og gefa
honum tækifæri til að gagnrýna.
Siðan hafði verið meiningin að
nota dagana fram að einviginu til
þess að lagfæra það, sem Fischer
kynni að óska breytinga á.
En samkvæmt siðustu fregnum
virðist hann samsagt ekki álita
þörf á breytingum eða aðlögunar-
tima á Islandi.
Spasski lýsti þvi hins vegar yfir
á fundi með -blaðamönnum i
fyrradag, að hann áliti það mikil-
vægt að vera kominn hingað
nokkru fyrir einvigið.
I ensku dagblaði fyrir skömmu
var haft eftir honum að hann
myndi draga stórlega úr Vodka-
neyzlu fyrir einvigið. Það þarf
Fischer hins vegar ekki, þar sem
hann smakkar ekki áfengi.
Hingað til lands eru nú komnir
rúmlega 10 erlendir blaðamenn,
en búizt er við að samtals eigi
þeir eftir að verða milli 80-120.
Allur undirbúningur einvigisins
hefur gengið mjög vel og i viðtali
við Alþýðublaðið i gær sagði Guð-
jón Stefánsson, framkvæmda-
stjóri Skáksambandisins, að þeir
erlendu fréttamenn, sem hér
væru, hefðu lýst þvi yfir, að bún-
ingurjnn hér væri meiri og betri
en þeir hefðu kynnzt áður.
©
Miðvikudagur 28. júní 1972