Alþýðublaðið - 02.07.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.07.1972, Blaðsíða 7
BÍLAR OG UMFEkU Ford Gscort er smekklegur aö innan, laus viö allan iburð. Mæiaboröiö er þannig úr garöi gert, aö þeir hlutar þess, sem hætt er viö aö menn lendi á viö árekstur, iáta undan. Þetta er ekki öryggisbili samkvæmt ströngustu kröfum, en ætti allavega ekki aö þola verr hristinginn á islandi en I Austur-Afrfku. Lipur í innanbæjarakstri og spar- neytinn — en þó helzt til þröngur Enginn vafi leikur á hagkvæmni þeirrar stefnu bíla framleiöenda að leggja nokkra áherzlu á að framleiða litla bíla, og framleiða þá óbreytta í meginatriðum árum og jafnvel áratugum saman. t janúar 1968 hófu Fordverk- smiöjurnar i Englandi að fram- leiöa litinn fimm manna bil, Es- cort. Útliti hans hefur ekkert veriö breytt og ætlunin er að gera engar breytingar næstu árin, jafnvel næsta áratug. Verksmiðjurnar virðast hafa hitt naglann á höfuöið með þess- um bil, þvi á þessum fjórum árum hafa verið seldir rúmlega milljón Escortar. Það er þó ekki fyrr en nú sem billinn er kynntur á islenzkum markaði, og innflutningur hefst i haust. Astæðan fyrir þvi að Es- cortinn er svo seint á ferðinni er sú, að sögn talsmanns ,,Ford of Europe”, sem var staddur hér á landi fyrir skömmu, að islenzki markaðurinn er einn sá erfið- asti í Evrópu. Það sagði hann fyrst og fremst stafa af þvi(að hér eru engir bilar framleiddir, en fjölmargar tegundir fluttar inn. Ford Escort er litill bill með litla vél, raunar óþægilega litill fyrir fólk, sem er hærra en i meðallagi, — en þaö er enginn að biðja þannig fólk um að kaupa Escort. Eitthvað er það samt sem gerir Escort vinsælan bil er- lendis. Það er eflaust það, að billinn hefur staöið sig vel i „rally”, varð m.a. i fyrstu þremur sætunum og fimmta sæti i Austur-Afriku Safari. Með þessum sigrum og geysimiklum auglýsingum hefur tekizt að gera bilinn vinsælan. — En hvað þýðir það að vinna Safari? Fyrst og fremst er það spurning um úthald vélarinnar og hjólabúnaðar. Þessir hlutir, ásamt sjálfri yfirbyggingunni, hljóta að vera nokkuð yfir meðallagi, miðaö við þennan árangur. ökumaðurinn á vitan- lega stóran þátt i þessu, og ef hann er heimsfrægur ökuþór hjálpar hann ómetanlega til við auglýsinguna. Af þeirri litlu kynningu, sem ég hafði af Ford Escort, þegar hann var kynntur blaðamönn- um i siðustu viku, er ég vitan- lega ekki fær um aö dæma hann. En við þessi fyrstu kynni fannst mér billinn fyrst og fremst allur of þröngur, og ekki of vel fallinn til langferöa á islenzkum vegum. Þá fannst mér vélin heldur kraftlaus, enda er hún ekki nema 57 hestöfl, og það er þó stærri vélin sem fæst i stand ardbilinn. Þaö bætir þó úr, að vélin er hraðgeng (þessi kraftur fæst við 5500 snún. á min.), gir- skiptingin mjög lipur og þægi- leg, svo ná má all góðu við- bragöi með þvi að keyra með „sportbilahandtökum”. Það þýöir aftur á móti meira álag á vélina, og þvi styttri endingu og meiri benzineyðslu. En segja má þó, aö ekki sé þörf fyrir meira afl i innanbæjarakstri, og með skikkanlegri keyrslu á eyðslan ekki að vera meiri en 9 1. pr. 100 km. Billinn lætur aö öllu leyti vel aö stjórn i innanbæjarakstri, og öll stjórntæki eru vel staösett. Ekki haföi ég tækifæri til að reyna hann á malarvegi, en á ósléttu malbiki var hann þýður sem bezti töltari. Ekki er hægt að segja, að margt nýstárlegt sé við Escort inn, útlitið er afskaplega „klassiskt”, og fjaðrabúnaöur sömuleiðis, stifur afturöxull, og gormar aö framan. Boröa- bremsur eru aö aftan og framan. En allt þetta hefur sinn kost, þ.e. þann, að billinn er ódýr. Hann er aðeins fluttur hingað meö 1300 rúmsentimetra vél (57 DIN hö), og er verðið kr. 349 þúsund (tveggja dyra) og kr. 353 þúsund (fjögurra dyra). Og eflaust stendur Ford Escort undir þvi aö vera tilval- inn sem „fyrsti nýi billinn”, eða frúarbill, eins og framleiöend- urnir segja, að sé ætlunin. Opel framleiðir Rekord með dieselvél KEPPIR VHI MERCEDES-BENZ I september nk. hefst fram- leiðsla á fyrsta Diesel-Opeln- um, en það hefur tekiö sex ár aö fullgera þessa vél, sem á að keppa viö Mercedes-Benz og Peugot á diselbilamarkaðn- um. Opelvelin verður meö oliu- verk frá Bosch, og rúmtak hans er 2,1 1. en hestaflatal an 60 DIN, og billinn sem verður fáanlegur með þessari vél er Rekord 11. Vélin var m.a. prófuð i þrjá daga samfleytt á tilrauna- braut verksmiðjanna i Duden- hofen, þar sem sex kapp- akstursmenn skiptust á um aö keyra. Þeir settu 18 hraöamet fyrir dieselvélar. Mesti hraöinn sem þeir náöu var 190 km/klst (fyrra metið er 162 km/klst), en þá haföi diesel vélin veriö sett i GT módel, og útbúin með forþjöppu. Auk þess var notaður girkassi úr Commodore, og vélarkraftur- inn jókst með þessu i 95 hö. Sá bill sem verður sendur á markaðinn i haust náði 130 km hraöa. Helzti gallinn á bilnum er talinn hvað hámarkshraöinn er litill og viðbragðshraðinn sömuleiðis, en þaö tekur hann 23 sek. aö ná 100 km hraða. Vélin er miöuð við, að hún endist i það minnsta 200 þúsund km, og hún uppfyllir öll þau skilyrði um mengun, sem verða lögleidd eftir fimm ár. Reiknað er með að selja 15000 Opel Rekord 11 Diesel á ári. STÖDVAR FORD FRAMLEIDSLUHA og sitthvað um breytingar á bílamarkaðnum hér heima Svo viröist sem sala á notuðum bilum sé að þróast i þá átt að vera scm jöfnust allt árið. Haustsalan hvarf með síldinni. og nú er sá timi mjög tregur hjá bilasöl- um. Þó ennþá komi sjó- menn með fullar hendur fjár á vorin eftir vertíö- ina virðist þaö fara minnkandi, og svo til einu kippirnir, scm koma i bilasölu eru fyrir langar frihelgar á sumr- in, aðallega verzlunar- mannahelgina. Eftir hækkunina, sem varð á bilum i vor, fóru menn að sækjast eftir að kaupa nýlega bila, sér- staklega áður en veröið á þeim hækkaði. Þá voru útborganir miklar, og litið iánað, enda auðvelt aö selja bila. Sumir bilar seldust meira að segja ekki nema gegn stað- greiðslu, sérstakiega á þetta við um Volks- wagen. Nú hcfur verð á tveggja og þriggja ára bilum hækkað nokkuð, cn þeir seljast samt vel, og enn hafa menn efni á aö lána litið. Þeir bilar, sem seljast mest um þessar mundir eru Voikswagen, Cortina, Volvo, Peugeout og Saab. Margir spyrja lika um Toyota og brezku bilana frá Roots. Sú breyting hefur lika orðið i bilaviðskiptum aö gamlir, ameriskir bilar virðast vera að hverfa, og sömu sögu er að segja um jeppana. Það voru aðallega ungir menn, mest innan við tvitugt, sem keyptu þessa bila, en nú virðist sem þessir ökumenn sækist helzt eftir göml- um, cvrópskum bilum. Vafalaust er aðalástæð- an fyrir þessu stórhækk- aður rekstrarkostnaður, sem kemur harðast nið-' ur á stærri bilunum. Veriö gctur, að Ford hringurinn I Bandarikj- unum veröi að stöðva bilaframleiöslu sina i sumar. Astæðan er sú, að 1973 árgerðirnar uppfylla ekki þau skil- yrði, sem hafa veriö sett um útblástursloft frá vélum. Þessar upplýs- ingar eru haföar eftir f ors töðum an ni um- hverfisverndarstofnunar Bandarikjanna, William Ruckelshaus, og hann heíur skýrt mengunar nefnd öldungardeildar- innar frá þessum mögu- leika. Kuckelshaus sagði ennfremur, að eigi bila- framieiðsla Fords að halda áfram verði að milda reglugerðina á meðan fundin sé leið til að koma fultkomlega til móts við hana. Haft er eftir stjórnarmönnum Fords, að hugsaniega verði verksmiðjunum lokað i fjóra mánuði, og starfsfóiki gefiö fri, á meðan fundin sé leið til að minnka mengun frá Fordvélum. Sunnudagur 2. júlí 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.