Alþýðublaðið - 18.07.1972, Side 7
Ms. Baldur
, Stykkishólmi — simi (9:5)8120.
Afgreiösla i Reykjavik: Skipaútgerö rikisins. Simi 1-7650.
JÚNt — SEPTEMBER
Stykkishólmur — Flatey— Brjánslækur —
1 Brjánsiækur — Flatey — Stykkishólmur:
1 • '"ivíanudaga-í ::
Frá Stykkishólmi kl. 13 eftir komu póstbifreiðarinnar
frá Reykjavik.
Frá Brjánslæk kfri7.
Aætlaður komutimi til Stykkishólms kl. 20.30.
FAUGAllDAGA:
A limabilinu 10. júni til 9. sept. að báðum dögum með-
löldum.
Frá Stykkishólmi kl. 14.
Frá Brjánslæk kl. 18.
Áætlaður komutimi tii Stykkishólms kl. 22.30.
Viðkoina er alllaf i Klaley. en þar geta farþegar dvaliö
i uin 3 lima á ineðan háluriiin fer til Brjánslækjar og til
liaka aftur.
FIMMTUDAGA:
A timahilinu 13. júli til 10 ágúst að báðum dögum með-
töldum.
Frá Stykkishólmi kl. 11.00 árdegis.
Frá Brjánslæk kl. 15.00
Aætlaður komutimi til Stykkishólms aftur kl. 19.00.
FÖSTUDAGA:
A timabilinu 30. júni til 8. sept. að báðum dögum með-
töldum.
Frá Stykkishólmi kl. 11.00 árdegis.
Frá Brjánslæk kl. 15.00.
Aætlaður komutimi til Stykkishólms kl. 19.00.
ADRAR FERDIR:
M.s. Baidur fer 2 eða fleiri ferðir i mánuöi milli
Keykjavikur og Breiðarfjarðarhafiia.sem eru nánar
auglýstar liverju sinni.
M.s. Baldur flytur bila milli Brjánslækjar og Stykkis-
hólms. — Meö þvi að ferðast og flytja bilinn meðskipinu er
hægt að kanna fagurt umhverfi, stytta sér leið og spara
akstur. — Bilaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyr-
irvara:
FRA STYKKISHÓLMI: I sima 93-8120.
FRA BRJANSLÆK: Hjá Ragnari Guömundssyni, Brjáns-
læk, simstöð Hagi.
VEITINGAR: Um borð er selt kaffi, öl, heitar súpur o.fl.
— LEIGA: M.s. Baldur fæst leigður um helgar til sigiinga
um fjörðinn.
*
Utgerðin ber enga ábyrgð á farangri far-
þega.
25444
er nýtt simanúmer i BÚNAÐAR-
BANKANUM VIÐ HLEMM. Samband frá
skiptiborði við eftirtaldar deildir og
stofnanir:
AUSTURB/ '‘^TTIBU
Háaleitisút
Endurskoð
StofnlánadAB.
Byggingaf JVíar
Landnám
BÚNAÐARBANKI ÍSLANUo
ntu
ÞAD ER MARGT GERT TIL
AÐ HAFA HENDUR í HÁRI
FLUGVÉLARÆNINGJANNA
Meðal annars er búið að finna
út „meðal-flugvélaræningjanna"
Flestir flugvélarræningjar eru
handteknir áður en þeir stiga um
borð i flugvélarnar, af starfsliði
flugfélaganna, sem sérstaklega
eru þjálfað til að koma auga á þá.
Með málmleytartækjum er litið
uppgötvað. Hver einasti farþegi,
sem biður eftir fari er athugaður,
sérstaklega ef talið er að hegðun
hans sé óvenjuleg. Niðurstöður
bandarisks sálfræðings, byggðar
á einkaviðtölum við flugvélaræn-
ingja, hafa nýlega verið gerðar
opinberar. Þær gefa örlitla vis-
bendingu um hvernig starfslið
flugfélaganna fylgist með okkur.
Eftirfarandi lýsingar eiga við
flugvélaræningja:
• Mjög liklegt er að hann sé
feiminn og mjóróma. Fremur
smávaxinn, væskilslegur og
klaufalegur, og samsvari sér illa.
Hann kemur að farmiðasölunni
eins og maður sem ferðast reglu-
lega með flugvélum. Með lim-
miða úr fjölda ferða á töskunni
sinni og virðist bera það með sér
að hann viti hvert hann er að fara.
En þrátt fyrir þetta er hann illa
útbúinn. Klæðnaður hans er
óhentugur til flugferða. Klæðnað-
ur getur einnig verið mjög óhent-
ugur á tilvonandi ákvörðunar-
stað. Flugvélarræningi sem ætl-
aði með flugvél frá Toronto i
Canada að vetrarlagi, var klædd-
ur i sportskyrtu og næfurþunnum
sumarbuxum, en þá vissi hann
reyndar að vélin var á leið til
Kúbu. Farangurinn er oftast al-
gjörlega ófullnægjandi. Eins og
hóteldræsurnar, koma flugvéla-"
ræningjarnir sjaldan með nokk-
uð, sem kallast gæti ferðataska.
• Þó að hann sé augljóslega
alvanur ferðalögum, og þar að
auki feiminn, spyr hann ótal
spurninga: Þær helztu eru: hvar
millilent verði á leiðinni, fjölda
farþega, áætlaða flughæð, stað-
setningu vélanna, fjarlægðir til
borga sem ekki eru á áætlunar
leiðinni. Ein ábendingin um hver
hann sé, er að oft kemur fyrir að
hann er engan veginn viss um
auglýsta lendingartima vélar-
innar á ákvörðunarstað.
• Mest áberandi er þó, af þvi
að hann veit ekki um það og felur
það þess vegna ekki, háttarlag
hans i biðsölum. Flest andlega
vanheilt fólk, sem kemur til flug-
stöðvanna, reynir að forðast alla
aðra i kringum sig. Það dregst að
stærð og sibreytileika móttöku-
salanna, og að geta flækst um i
hinum viðáttumiklu opnu svæð-
um. Þar finnst þessu fólki það
vera frjálst og óháð. En flugvéla-
ræningjanum finnst hann vera i
gildru og heldur sig við veggi eða
súlur. Hann rásar til og frá til
þess að fara nógu stuttar vega-
lengdir. Hann flækist venjulega
kringum búðir, símaklefa eða
snyrtiherbergi án þess að nota
neitt af þeim.
Sálfræðingurinn, DavidHubbari
frá Dallas i Texas, komst að’þvi
að flugvélaræningjar hafa einnig
sameiginleg sjúkdómseinkenni
eins og hegðunar einkenni.
Hubard segir að það sé einkenn-
andi að þá dreymi um að þeir
verði máttvana eða svo þungir að
þeir geti ekki hreyft sig.
Hubbard komst einnig að þvi að
flugvélaræningjarnir voru ekki
þessar iþróttamannslegu eða
karlmannlegu manngerðir sem
að eðlilegu ættu að hafa ánægju af
flugi. Margir voru óeðlilega úr
jafnvægi, einn gat ekki bakkað
bilnum sinum, annar gat ekki
bundið skóreimarnar og þriðji
var ófær um að meta fjarlægðir.
í algjörri mótsetningu við það
sem áður er sagt komst Hubbard
að þvi að allir þeir sem hann hafði
viðtöl við,voru miklir ferðalangar
(þó alltaf farþegarl. Fyrir suma
þeirra virtist þetta eina ánægjan,
og eina leiðin til að losna undan
æsingi og miklum erfiðleikum.
Einn þeirra hafði erft 350 þúsund
dollara og ferðast 200 þúsund mil-
ur á tveim árum áður en hann
gerðist flugvélaræningi. Annar
var vanur að ferðast i bil hina
löngu hringleið frá New Orieans
— Houston — Los Angeles —
Colorado i hvert sinn er fjöl-
skyldudeila var i uppsiglingu. Þá
hóf hann að fljúga og loksins til
Kúbu.
öll þessi ferðalög voru á eigin
kostnað. Einnig komst Hubbard
að þvi að allir sem hann talaði
við, að þrem undanteknum, voru
atvinnulausir þegar þeir gerðust
flugvélaræningjar. Hubbard telur
að atvinnuleysi geti verið kveik-
urinn að aðgerðunum og að aðal-
takmarkið sjálfsmorð. Flestar
byssur sem notaðar eru við flug-
vélarán eru óhlaðnar, eins og við
flest bankarán i Bandarikjunum,
en sálfræðingar trúa þvi að i þeim
tilfellum vonist ræningjarnir til
þess að verða skotnir af lögregl-
unni.
Hubbard heldur þvi fram að
tengsl séu á milli flugvélarána og
mannaðra geimferða. Hann hefur
sýnt fram á það með linuritum að
þau ár sem flugvélarán voru tið-
ust hafi flest mönnuð geimför
verið send á loft. Hann er sann-
færður um að sú tilfinning, að það
sé frelsi i himingeimnum, að flug-
vélaræninginn verði þyngdarlaus
og varinn fyrir árásum, hafi átt
mikinn þátt i þessu.
Hann hefur ekki fengið að sjá
pólitiska flugvélaræningja, en
telur þó að um sömu sjúkdóms-
einkenni sé að ræða hjá þeim.
Samt sem áður hafa hegðunar-
rannsóknir alls ekki náð neinni
fullkomnun. Maður, talinn vera
daufdumbur, var stöðvaður áður
en hann fór upp i flugvél I Banda-
rikjunum fyrir stuttu. Var það
gert vegna þess að háttalag hans
hafði þótt mjög skrýtið, en þegar
hann dró upp fullkomið flug-
mannsskirteini var honum hleypt
um borð. Hann rændi flugvélinni
umsvifalaust. Hver hefur annars
nokkurn tima heyrt um dauf-
dumban flugmann? Það litur út
fyrirað starfslið flugvélanna hafi
sjálft ýmis skrýtin háttalagsein-
kenni.
Styrkur til
vestfirzkra
ungmenna
i.Menningarsjóður vestfirzkrar
æsku” veitir vestfirzkum ung-
mennum styrk til framhalds-
náms, sem þau ekki geta stundað
frá heimilum sinum.
Forgangsrétt hafa ungmenni,
sem hafa misst fyrirvinnu sina
' (föður eða móðuri og einstæðar
mæður. Ef engar umsóknir koma
frá Vestfjörðum (vestfirðingum
búsettum þar) veitist styrkur til
vestfirðinga, sem búsettir eru
annars staðar, eftir sömu reglum.
Umsókn skulu fylgja meðmæli
frá skólastjóra viðkomandi
nemanda, eða öðrum, sem þekkir
hann, efni hans og aðstæður.
Umsóknir stilist til: „Menningar-
sjóðs vestfirzkrar æsku”, Vest-
firðingafélagið Reykjavik c/o
Sigriður Valdimarsdóttir, Birki-
mel 8b, Reykjavik. Umsóknir
þurfa að berast fyrir lok júlimán-
aðar.
Vestfirðir er það svæði, sem
Vestfirðingafélagið telst ná yfir.
Vinnuvélar
TIL SÖLU
Eigum til afgreiðslu nú þegar ný-innfluttar
vinnuvélar — m.a.
Br0yt X2
með gröfuarmi
árgerð 1967
International
jarðýta TD 8
árgerð 1967
Caterpiliar 933 F
skófla
1 1/2 cibic yard
Eigum á lager:
Skóflur á Broyt-gröfur, hjólbarða 1100x20, 12-
16 strigalaga, nylon og 750x16, 6 strigaiaga,
nylon
Varahlutir fyrir flestar tegundir vinnuvéla.
Allar vélarnar eru með húsi
Chaseside SL 3000 4x4
skófla
3 1/2 cubic yard,225 ha vél
árgerð 1965
MF 50 traktorsgrafa
árgerð 1970
Hörður Gunnarsson
HEILDVERZLUN
Skúlatúni 6 — Simi 35055
Sigríður Erlendsdóttir óttræð
Vegna þrengsla í blaðinu
fyrir helgi gátu þessar
greinar ekki birtzt fyrr.
t gær varð Sigriður Erlends-
dóttir, umboðsmaður Alþýðu-
blaðsins i Hafnarfirði, áttatiu ára
að aldri. Sigriður er mikil
höfðings- og sómakona og mikils
metin af öllum þeim, sem henni
hafa kynnst.
Við Alþýðublaðsmenn erum i
hópi þeirra, sem mest og bezt
virðum Sigriði Erlendsdóttur, þvi
fáir eða engir starfsmenn
Alþýðublaðsins hafa verið þvi
trúrri og þarfari, sem hún. Eiga
Alþýðublaðið og Alþýðu-
flokkurinn, hvers málgagn
Alþýðublaðið var og er, Sigriði
Erlendsdóttur mikla þakkarskuld
að gjalda.
Fyrir hönd Alþýðublaðsins
sendi ég Sigriði Erlendsdóttur
einlægar heillaóskir i tilefni af-
mælisins.
Sighvatur Björgvinsson
Sigriður Erlendsdóttir er fædd i
Merkinesi i Höfnum 17. Júli 1892,
en. þar voru foreidrar hennar þá
búsettir, hjónin Erlendur
Marteinsson og Sigurveig Einars-
dóttir. Foreldrar Erlends voru
Marteinn Ólafsson bóndi i Merki-
nesi (ættaður úr Fljótshlið) og
kona hans Guðbjörg Jónsdóttir,
en foreldrar Sigurveigar voru
Einar Einarsson vinnumaður á
Mýrum i Álftaveri og Guðriður
Magnúsdóttir frá Guttormshaga i
Holtum. Verður hér ekki gerð
frekarigreinfyrirþessum ættum,
en óhætt um að fullyrða, að ekki
þurfi lengi að leita þar til þess að
finna skarpgreint fólk og vel
dugandi til margra hluta.
Á Jónsmessunni 1902 fluttist
Sigriður til Hafnarfjarðar með
foreldrum sinum, þá 10 ára
gömul. Hefur hún átt heima i
Hafnarfirði siðan, alla tið nema
fyrsta sumarið i litlu húsi við
Kirkjuveg, en það létu foreldrar
hennar byggja fyrsta sumarið
þeirra i Hafnarfirði, og þar býr
Sigriður enn. Erlendur faðir
hennar stundaði lengstum sjó-
mennsku, þótt ekki væri hann’
heilsuhraustur, en siðan gerðist
hann útsölumaður Alþýðublaðs-
ins i Hafnarfirði. Eftir að hann
dó, bjuggu þær saman mæðg-
urnar, Sigurveig og Sigriður og
stundaði Sigriður fiskvinnu, en
móðir hennar var lengi ekki heil
heilsu. Sigurveig varð fjörgömul,
meira en 100 ára, og dvaldist á
Sólvangi siðustu árin.
Þegar Erlendur Marteinsson
hætti að geta séð um afgreiðslu og
útsölu Alþýðublaðsins, tók
Sigriður dóttir hans við af honum
og hefur séð um þau efni i
Hafnarfirði siðan og ser enn, þótt
áttræð sé að aldrei. Fjöldi barna
hefur unnið á hennar vegum
þennan langa tima við útburð
blaðsins eða innheimtu. Hún
hefur verið glöggskyggn á trú-
mennsku barnanna og aðra kosti
og kunnað vel að meta þá. Hún
hefur haft gott lag á börnum og
átt auðvelt með að laða þau að
sér, enda barngóð, svo sem verið
hafði Erlendur faðir hennar, en
börn hændust jafnan mjög að
honum. Þarf ekki um að tala, hve
mikils virði það hefur verið fyrir
Alþýðublaðið og Alþýðuflokkinn
að eiga svo trúum og áhuga-
sömum starfsmönnum á að skipa
við afgreiðslu blaðsins sem þau
hafa reynzt feðginin, Erlendur og
Sigriður.
Það er með viija gert að nefna
þessi störf íyrir Alþýðublaðið
fyrst af störfum Sigriðar
Erlendsdóttur, þvi að hin siðustu
ár hafa bæjarbúar mest orðið
varir við störf hennar á þvi sviði.
Þeir bæjarbúar eru áreiðanlega
nokkuð margir, sem mun fínnast
að bærinn þeirra hafi misst
^ierkan drátt úr svip sinum,
þegar Sigriður sést ekki lengur á
ferli með Alþýðublaðið. Hitt er
svo rétt, að önnur störf Sigriðar
hafamótað þróun bæjarfélagsins
meira en þetta starf hennar.
Þess var áður getið, að Sigriður
Erlendsdóttir hefði iagt fyrir sig
fiskvinnu. Hún byrjaði aö vinna á
reitum strax eftir að hún fluttist
tii Hafnarfjarðar, svo sem titt var
um börn þá og lengi siðan, meðan
saltfisksþurrkun úti var i fullum
gangi.
Siðan mátti segja að fisk-
þvottur (vask) og önnur fisk-
verkun væri aðalstarf Sigriðar
áratugum saman. Þótti Sigriður
bæði rösk og vandvirk i störfum.
En saga hennar á þvi sviði er ekki
þar með öll sögð. Þegar hún og
jafnaldrar hennar hófu fiskvinnu-
störf, var hér ekkert verkalýðs-
félag i bænum, engin samtök,
sem gættu hagsmuna verka-
lýðsins. Verkamannafélagið Hlif
var stofnað 1907, og gátu konur
skjótt gerzt félagar i þvi. Sigriður
gekk i Hlif jafnskjótt og hún hafði
aldur til. Ekki mun hún hafa haft
sig mjög i frammi i félaginu, en
þar lærðist henni að skilja nyt-
semi sliks félagsskapar og átta
sig á gildi samtakanna. Þegar
verkakvennafélagið Framtiðin
var stofnað 3. des. 1925, af þvi að
betur þótti henta, að verkakonur
hefðu sitt eigið félag, var Sigriður
þar i flokki, og ekki leið á löngu
þar til hún var orðin ein af for-
ystukonum félagsins. Hún var
fyrst kosin i stjórn félagsins 1928,
og á næstu 25 árum sat hún 17 ár
samtals i stjórninni, lengstum
ritari. Nefndarstörf hennar eru
ótalin og sömuleiðis störf hennar
að félagsmálum á fundum og
utan funda. Það er skilningur og
starfsemi Sigriðar Erlendsdóttur
árum saman og fjöida kvenna og
karla, sem hugsuðu og störfuðu
eins og hún, sem hefur gert
verkalýðshreyfinguna að stór-
veldi i islenzku þjóðfélagi. En
ekki hefur það ætið verið tekið út
með sitjandi sældinni.
Mörg orð hafa verið töluð, spor
stigin ekki fá, vökustundirnar
orðið fleiri en nokkurn mætti
gruna, þrekraun ótrúlega oft og
tiðum að þola vonbrigði án þess
að gefast upp.
En barátta verkalýðsfélaganna
hefur ekki verið hagsmuna-
barátta eingöngu, heldur hefur
hún verið menningarstarf, sem
breytt hefur þjóðfélaginu til
mikilla muna.
Það var á útmánuðum 1932 að
Sigriður Erlendsdóttir hreyfði þvi
á fundi i verkakvennafélaginu, að
mikil þörf væri á dagheimili hér i
bænum fyrir börn verkakvenna.
Formaður félagsins, Sigurrós
Sveinsdóttir, tók i sama streng.
Sumarið eftir starfrækti félagið
dagheimili og ekki löngu siðar
var dagheimilishusið á Hörðu-
völlum reist. Hefur verkakvenna-
félagið rekið dagheimili siðan —
nema á striðsárunum — , og
verður ekki um deilt, hversu
mikilvægt hlutverk félagið hefur
hér tekið að sér að leysa, raunar
með meiri eða minni styrk frá
bæjarfélaginu. Sigriður Erlends-
dóttir var i þeirri nefnd, sem sá
um rekstur dagheimilis fyrsta
árið, og siðan samfleytti 30 ár, og
má óhætt segja, að þunginn af
framkvæmdunum öllum hafi
langþyngst hvilt á hennar baki,
þótt aðrar konur legðu þar einnig
fram drjúgt starf.
Snemma hneigðist Sigriður til
fylgis við Alþýðuflokkinn.
Hugsjónir jafnaðarstefnunnar
fundu hljómgrunn i hjarta
hennar.
„Alþýðuflokknum á alþýðan
mest að þakka hin batnandi lifs-
kjör,” hefur hún sjálf sagt i
blaðaviðtali. Henni er ljóst, hve
geysimiklu flokkurinn hefur
áorkað i þeim efnum á liðnum
timum. Og hún sér ekki enn að
nokkur annar flokkur sé liklegri
til að vinna að raunverulegum
hagsmunamálum almennings i
landinu svo að gagni komi.
Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki,
að hún hafi ævinlega verið ánægð
með aðgerðir flokksins i iands-
málum eða bæjarmálum. En hún
hefur metið flokkinn eftir heildar-
stefnu hans og störfum. Og hún
hefur löngum verið ólöt i spori, ef
flokkurinn hefur þurft nokkurs
með, o^ óbljúg að taka svari hans
á vinnustað eða annars staðar.
Lengi hefur hún átt sæti i fulltrúa-
ráði flokksins i Hafnarfirði og
verið fulltrúi á Alþýðuflokks-
þingum. Og þegar kvenfélag
Alþýöuflokksins var stofnað 18.
November 1937, var Sigriður
kosin i stjórn þess, og gjaldkeri
þess hefur hún verið siðan.
Enginn getur metið, hversu
mikinn þátt störf þessa félags
hafa átt i gengi Alþýðuflokksins
hér i bæ né hversu mikinn þátt
Sigriður Erlendsdóttir heíur att i
starfsemi felagsins, en það er
vist, að þetta hvort tveggja er
mikið.
Það var nefnt hér að framan, að
Sigriður hefði þótt vandvirk og
vel verki farin við fiskverkunina.
En þau einkeúni hafa fylgt henni i
öllum störfum. Trúmennska
hennar i verki er frábær. Hún hef-
ur verið mikil hannyrðakona,
kenndi til dæmis að taka undum
stúlkum hannyrðir um skeið.
Vandvirkni hennar og smekkvisi
hafa ekki brugðizt þar frekar en
annars staðar.
Varla ætti að þurfa að taka það
fram eftir það, sem að framan er
sagt um Sigriði, að hún sé greind
kona. En það er hún, skarpgreind
meira að segja. Hún er prýðilega
minnug og kann frá mörgu að
segja af mönnum og málefnum,
sem hún hefur sjálf reynt eða
heyrt um eða lesið. Hún kann vel
að segja frá. Og ég, sem þessar
linur skrifa, er þess fullviss, að
hún væri ágætlega ritfær, hefði
hún viljað leggja þá hluti fyrir
Framhald á 2. siðu.
©■
Þriðjudo^ur. 18. júli. 1972
Þriðjudagur. 18. júlí. 1972
©