Alþýðublaðið - 21.07.1972, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 21.07.1972, Qupperneq 9
MUNCHENFERÐIVERÐLAUN I dag klukkan 16 hefst á Grafar- holtsvellinum önnur stærsta golf- keppni sumarsins hjá GR, Coca- cola keppnin. Keppni þessi er 72 holur, með og án forgjafar, og er hún öllum opin. Keppni þessi gefur stig i stigakeppni GSl. Keppnin verður með þvi fyrir- komulagi, að allir flokkar leika fyrstu 18 holurnar i dag. A morgun byrjar keppnin klukkan 9, og verða þá leiknar 18 holur. Eftir það lýkur keppni með for- gjöf, og 20 þeir beztu halda áfram keppni án forgjafar á sunnudag- inn. Þá verða leiknar 36 holur, og hefst keppnin klukkan 9. LEIKNUM FRESTAÐ Ekkert varð úr leik Vals og IBV i gærkvöldi. Mótanefndin frestaði honum nefnilega enn um sinn, en flýtti þess i stað leik Vals og Breiðabliks um nokkra daga. Fer sá leikur fram á Laugardalsvelli i kvöld. Er þetta gert vegna Fær- eyjarfarar Vals i næstu viku. Eyjamenn eru æfir yfir þessum hringlanda mótanefndar, að setja leikina á og fresta þeim siðan jafnóðum. Eyjamenn eru bara með 5 leiki, en Breiðabliksmenn hafa i kvöld lokið 8 leikjum. Einar Magnússon, Víkingi, Sigfús Guð- mundsson, Víkingi og Þorsteinn Björnsson, Fram. Þetta eru nöfn þeirra þriggja hand- knattleiksmanna sem i gær urðu að hlýða á Salómonsdóm lands- liðsnefndar.„Þvi miður piltar minir, við getum ekki notað ykkur i Munchen”. En við 16 aðra handknatt- leiksmenn sagði landsliðs- nefndin, „piltar minir, þið fáið lúxus verölaunaferð til Munchen fyrir frábæra frammi- stöðu i undankeppninni á Spáni i vetur." Það fór nefnilega eins og marga hafði grunað, menn stóðu ekki jafnt að vigi gagnvart vali, ef þeir voru fyrir i hópnum eða bættust í æfingarnar i vor. Landsliðsnefndin hafði að visu gcfið slikt i skyn, en varö að éta þaö ofan i sig aftur. En nú er Ijóst að bitinn fór aldrei nema niöur i kok. Aðeins einum leikmanni tókst að smjúga inn I hópinn, sá gamalkunni linumaður Sigurður Einarsson. Hann kom i stað Sigfúsar Guðmundssonar, sem er svo óheppinn aö vera einn þeirra iþróttamanna sem aldrei ná að sýna sitt bezta i landsleikjum. Sigfús er hinn dæmigerði félagsleikmaöur, nær alltaf sinu bezta i félags- leikjum. Þeir Einar Magnús- son og Þorsteinn Björnsson komu inn i landsliðshópinn i vor. Þeir hafa æft alveg sérlega vel, og báðir sýndu þeir stórgóða leiki i útimótinu i sumar. En samt eru þessir frábæru hand- knattleiksmcnn skildir eftir heima, Þorsteinn liklega okkar bezti markvöröur þegar honum tekst upp.og Einar hávaxnasti leikmaður islenzks handknatt- leiks, og öruggur i hvaða lið sem er, ef hann er rétt notaöur. Þorsteinn átti að visu við harðan keppinaut að etja, Ólaf Benediktsson, en enginn vandi er að telja upp leikmenn sem mættu missa sín frekar en Einar. Nöfn eins og Agúst Ögmundsson, Stefán Jónsson og Viðar Simonarson koma fljót- lega upp i hugann. Nci, það er augljóst, að menn hafa ekki staðið jafnt að vigi gagnvart vali. Þessir eru þeir 16 heppnu: Hjalti Einarsson FH, Birgir Finnbogason FH, Ólafur Bene- diktsson Val, Gunnsteinn Skúla- son Val, ólafur Jónsson Val, Gisli Blöndal Val, Stefán Gunnarsson Val, Ágúst ögmundsson Val, Geir llall- steinsson FH, Viðar Simonarson KH, Stefán Jónsson Haukum, SigurbergurSigsteinsson Fram, Axel Axelsson Fram, Sigurður Einarsson Fram, Björgvin Björgvinsson Fram og Jón Hjaltalin Magnússon Vikingi. Hópurinn fer utan á þriðju- daginn, og leikur tvo leiki við Norðmenn og tvo leiki við Vestur-Þjóðverja. Heim kemur hópurinn aftur 31. júli. Myndirnar eru frá landsleik islendinga og Bandarikja- manna. SS. FRAM NÁLGAST Hlj 13. STItlB Framarar nálgast nú óðum 13 stigin, stigatala sem þeim er eflaust ekki úr minni gengin. i fyrra var Fram neirfilega lang- efst með 13 stig I byrjun seinni umferðar, og virtist stefna að sigri. En stigin hjá Fram urðu ekki mikið fleiri en 13 i fyrra. Þegar þessum stigafjölda var náö, snérist allt á verri veg fyrir Framara. Þeir töpuðu hverjum leiknum á fætur öðrum, og höfnuðu loks i þriðja sæti. Einn af fyrstu tapleikjum Fram i fyrra var gegn ÍBV i Vest- mannaeyjum, og næsti leikur Framara er einmitt i Eyjum, á laugardaginn kemur. Hann getur oröið afdrifarfkur fyrir félagið. Það verður i öllu falli fróðlegt aö fylgjast með frammistöðu Fram i næstu leikjum, og engir munu fylgjast eins náið með henni og helztu keppinautar félagsins. Staðan I 1. deild er nú þessi: Fram 7 5 11 15:6 12 1A 7 5 0 2 15:8 10 ÍBK 7 2 4 1 14:11 8 KR 6 3 12 10:8 7 Breiöabl. 7 2 2 3 7:13 6 Valur 6 2 13 11:11 5 ÍBV 5 113 9:11 3 Vikingur 7 0 16 0:13 1 Markahæstir: Eyleifur Hafsteinsson ÍA 8 Ingi Björn Albertsson Val 6 Atli Þór Héöinsson KR 5 Föstudagur. 21. júli 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.