Alþýðublaðið - 23.07.1972, Side 1

Alþýðublaðið - 23.07.1972, Side 1
UM LEIÐ OG LÆRIN VORU HULIN HURFU TÚRISTARNIR Þetta var bannvara i Afriku- rikinu Malawi, þar til fyrir stuttu. Og einmitt vegna banns- ins voru pinupilsin þeim mun eftirsóttari tizkuvara þar i landi, eftir aö konur annars staðar voru farnar að lækka faldinn. En ferðamálayfirvöld tóku eftir þvi i fyrra, eftir þriggja ára bann gegn opinberun hnjánna, að konur voru hættar að koma til landsins sem túristar. Skýringin var augljós, og þegar yfirvöld gerðu sér grein fyrir þvi að ef þeir vildu halda ferðamannaviðskiptum, þá urðu þeir að leyfa svolitið meir. Til að byrja með takmarkast þetta „frjálsræði” við flug- stöðvar, járnbrautarstöðvar, hótei og baðstrendur. En það er þó altént framför. Annars viljum við ekki láta hjá liða að tileinka þessa mynd vikublaðinu Nýju landi með ósk um að það gangi jafn langt til móts við frjálslyndið og stjórnin i Malawi. GðaSAU Þegar 22ja ára gömul kona i Ir- an, Farideh Ghayebi, varð þess visari að maður hennar hafði hjá- konu, þá seldi hún hjákonunni eiginmann sinn fyrir 700.000 rial (tæpar tvær millj. kr.). Skilnað er yfirleitt erfitt að fá þar i landi, en þegar um er að ræða að báðir aö- ilar komist að fjárhagslegu sam- komulagi þá gengur það yfirleitt greiðlega. Nú ætlar Farideh i fri fyrir pen- ingana sina, og leita sér að nýjum og betri manni. „Hann var nú heldur ekkert sérstaklega góður,” sagði hún um þann fyrrverandi. „LYKILLINN AÐ FISKVERÐINU” „isiand er lykillinn að fisk- vcrðinu”, segir i grein sem Ken Gofton ritar nýlega i brezka fjár- málablaðið Financial Time. i grein sinni ræðir Gofton um fiskvcrð á mörkuðuin i Bretlandi, og segir það hafa hækkað um 45% á tveim siðustu árum. Nú siðustu mánuðina hafiþó haldist jöfnuður á verðinu, og það sé að sjálfsögðu von manna að þessi jöfnuður haldist, eftir 18 mánaða stöðugar hækkanir fiskverðs. Þá segir Gofton, að útfærsla islenzku landhelginnar geti heldur betur sett strik i reikning- inn. Miðin við island séu mikil- vægustu fiskimið Breta nú, og fiskverð næstu mánuðina fari gl- gjörlega eftir þvi hvað gerist eftir 1. september. „Allar kristalkúluspár um fiskverðið meðan deilan er enn óleyst, er aðeins timasóun”, segir Gofton i lok greinarinnar. BJARNI niiri i#n iii II m n i h CFM 1IIIIII SIGTRYGGSSON: 1 UVELKU MIN NULI ■ A oEUUNUM „Það er mannlegt að skjátl- ast” er sagt að tölva nokkur hafi svarað þegar upp komst um vit- leysur sem hún hafði gert. Auð- vitað skjátlast tölvunni vart nema þeim hafi eitthvað skjátl- ast, sem matað hefur hana eða gert prógrammið, sem hún vinnur eftir. En þegar i ljós kom að tölva sú, sem skattstofan hefur notað við álagningu gjalda að þessu sinni, gerði a.m.k. tvenn mis- tök, hafði of lágan tekjuskatt tveggja gjaldahæstu fyrirtækj- anna i Reykjavik, þá leiðir það hugann að þvi hvað kann að ger- ast, ef ekki er til eitthvað pró- gramm, sem gerir það eitt að kanna hvort tölvan hafi unnið rétt. Ég er ekki nægilega tölvu- fróður til að vita hvaða aðferðir eru notaðar við að finna skekkj- ur tölvunnar, en veit þó að ég vildi ekki vera sá maður, sem fær eitt núll af misgáningi fyrir aftan einhvern gjaldaliðinn, en er of heiðarlegur til að gera röfl. Þessar villur geta alls staðar gerzt, og ekki sizt þar sem reiknað er „með puttunum” eins og sagt var um gömlu að- ferðina. En hættan er þvi miður sú, að almenningur þekkir ekki tölvurnar, óttast þó að marki hve flóknar og óskiljanlegar þær eru, og þorir ef til vill ekki að tortryggja þær. Og þeir menn eru eflaust margir, sem vilja fremur borga mánaðarlaun um- fram i rikiskassann en standa i striði við tölvu. Spurningin er þess vegna þessi, að starfsmönnum skatt- stofunnar algerlega ólöstuðum: Á skattborgarinn nokkurn full- trúa, sem gætir þess að þau mistök geti ekki gerzt sem valda óvelkomnum núllum á seðlinum? SUNNUDAGUR 16. JOLi 1972 — 53. ARG. 156. TBL, ©

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.