Alþýðublaðið - 23.07.1972, Page 2

Alþýðublaðið - 23.07.1972, Page 2
KYNHRIFIN i skrif- stofunum eru eins og pappirsklemmurnar — hversdagsleg, nyt- söm, vanmetin, alls- staöar. Þeim er þó naumast veitt athygli nema eitthvað gangi úrskeiöis, enda þótt þau séu snarasti þátt- urinn í öllu mannlegu samstarfi. Þvi fer þó fjarri aö meö því sé átt viö akfeita for- stjóra sem glíma sig bullsveitta við unga og tágranna einkarit- ara bakvið læstar dyr — þótt slikar glimur séu víða háðar. Þau kynhrif, sem hér er áttvið, standa á æðra þroskastigi og eru mun flóknari, hólm- ganga að visu, en háð eftir öðrum reglum. Hin venjulegu kyn- feröislegu tengsl karla og kvenna i starfi koma fram á þann hátt, sem karlmað- urinn kann bezt að meta, eða þannig að það er hann sem ræður. Þannig hefur sérhver einkaritari það fram yfir eiginkonu for- stjórans, að einkaritarinn er honum alltaf hlýðin. Hún hrósar forsjálni hans og skilningi, réttlætir af- glöp hans, viðurkennir að- finnslur hans og harmar ó- sigra hans — vegna þess að hún þiggur laun fyrir það. Ekki eru það þó ein- ungis launin, sem ráða hlýðni hennar, en þau gera hana skilyrðislausari. Væri þaðdóttir forstjórans sem gegndi einkaritara- störfum, og tæki sömu laun fyrir, mundi hún gera athugasemdir viö ýmis- legt, jafnvel þrefa og þrasa i sambandi við at- riöi, sem óskyldur einka- ritari gerir engar athuga- semdir við. Það er þó ekki vegna þess að hún liti á sjálfa sig frá sjónarmiði karlmannsins sem sjálf- sagða þernu og hjálpar- hönd, heldur fyrir það að allir góðir einkaritarar eru gæddir sterkri móður- kennd. Afstaða þeirra til húsbónda sins einkennist vinsamlegu umburðar- lyndi. Þær lita góðlátlega á duttlunga hans, stjana við hann og koma fram við hann af virðulegri samúð. Hvernig gæti hann komizt af án hennar? Og hvérnig færi fyrir henni án hans? Þarna er um að ræða við- kvæmt en ánægjulegt jafnvægi. En þetta blessaða jafn- vægi helzt aðeins á meðan bæði virða leikreglurnar i hvivetna. Um leið og karl- maðurinn gleymir sér og leikreglunum og leggur höndina á hné henni, er hann brott rekinn úr Eden. Einkaritarinn sættir sig við hlutina, ástmærin ger- ir sinar kröfur. Þegar hann fer fram á það næst, að hún vinni eitthvað fram yfir, er eins vist að hún spyrji hvað hann haldi eig- inlega að hún sé? Ambátt, eða hvað? Já, já... hvað hann sjálfan snertir, þá litur hann þannig á að ekk- ert hafi i rauninni breytzt, starfsvið hennar hafi ein- ungis vikkað. Hvað hana snertir aftur á móti, þá lit- ur hún svo á að nú hafi þjónustan hækkað i verði. Einhvern daginn á næst- unni veitir hann þvi at- hygli að hún fellir höfug tár við rafmagnsritvélina, hraðar sér til hennar, þrunginn meðaumkunn, ástúð og riddaramennsku frá hvirfli til ilja, og kemst með klókindum og eftir gangsmunum að raun um að vesalingurinn getur ekki dregið fram lifið á launum sinum sem einka- ritari — hún getur naum- ast látið þvo rúmfötin sin i þvottahúsi. Henni er heitið launahækkun og stööu- hækkun á stundinni. Ekki það, að hann athugi að spyrja hana hvers vegna hún hafi aldrei á þetta minnst áður, eða hann muni eftir að taka það með i reikninginn að fullvaxta kvenmaður grætur aldrei nema i einhverjum ákveðnum tilgangi. Hann er hvorki tyrkneskur soldán né arabiskur sheik i sinu kvennabúri lengur, heldur hversdags karl- mannsvæfla af Vestur- landagerðinni, sem verður að gjalti, ef hann sér kven- mann gráta. Hvað stöðuhækkunina snertir, þá á stúlkan hana ekki alltaf visa þó að hún veiti kynferðislegri af- stöðu sinni i þeim tilgangi. Sumir karlmenn hækka ástmeyjar sinar, bæði hvað laun og stöðu snertir: aðrir kjósa siður að þær nálgist sjálfa þá að laun- um og virðingum, eða þeir verði að vinna með þeim öllum stundum — sizt með tilliti til þess að ástmeyjar geta allt i einu orðið fyrr- verandi ástmeyjar — og gera sér þvi takmarkað ó- mak til að efla frama þeirra. Það eru ekki held- ur margir karlmenn sem kæra sig um að vera not- aðir sem einskonar þrep i metnaðarstiga þeirra kvenna, sem þeir starfa með. Þær stúlkur, sem halda að sú leið sé þeim auðförnust ef þær liggja á bakið, verða þvi óft aö láta sér nægja einhvern smá- vægilegan greiða á móti, ef til vill og ef til vill ekki, og — búinn heilagur. Venjulega byggjast frami og stöðuhækkanir þvi ekki á þvi, að sá aðil- inn, sem þar getur ráðið nokkru um, sé boðið að fá öllum vilja sinum fram- gengt, heldur freistar hinn aðilinn — að þvi tilskyldu að hann sé af gagnstæða kyninu — að örva og espa hvatir hans i hófi, og að þvi marki að hann geri sér vonir og vilji nokkuð til vinna sem dinglar júg- urbrjóstum framan i for- stjórann, skýtur yfir markið: sú sem gegnir kalli yfirboðara sins án þess að lagfæra ögn á sér hárið, áður en hún fer inn til hans, er annað hvort heimskingi eða hún telur lifsköllun sina að eilifu bundna rafmagnsritvél- inni. Þegar kvenmaður stendur i samningagerð við karlmann, og ekki er um tiltölulega miklar fjár- upphæðir að ræða, getur hún komizt að hagstæöari samningum ef hún beitir kynþokka sinum i hófi, heldur en annar karlmað-' ur gæti náð. En sé um miklar fjárfúlgur að ræða, gagnar kynþokkinn henni ekki að ráði, nema siður sé. Karlmanningum finnst smávægileg undanláts- semi við ,,veika” kynið, ekki nema sjálfsögð ridd- aramennska, jafnvel þótt 'hún kosti hann eitthvað — en að biða ósigur fyrir kvenmanni, ef eitthvað sem verulegu máli skiptir er i húfi, finnst þeim aftur á móti niðurlæging, jafn- vel að þeim sé misboðið með þvi einu að eiga að semja um svo mikilvæg atriði við kvenmann, og verða hinir verstu við að fást. Hinsvegar er þeim það engin minnkun að tak- ast á um það sem miklu máli skiptir við karlmann, ekki einu sinni þótt þeir biði þar lægri hlut, þvi að þar eiga þeir jafna aðstöðu til leiks. Karmenn, sem þannig eru gerðir frá náttúrunnar hendi, að þeir hafa ekki beinlinis getað stært sig af kvenhylli um dagana, verða kynslægð kvenna, einkum ungra, að sjálf- sögðu auðveiddari bráð. Sé sá hinn sami kominn á miðjan aldur eða vel það, er ekki einungis að smjað- ur glæsilegrar ungrar stúlku valdi honum ljúfari ölvun en nokkurt vin, held- ur gegnir enn meiri furðu i hve ótrúlegu magni hann getur notið þess. Hégóma- skapur karlmannsins tek- ur sjálfsgagnrýni hans al- gerlega úr sambandi, þeg- ar svo ber undir. Konan er að sjálfsögðu lika veik fyr- ir gullhömrum. Yfirleitt er hún þó of raunsæ til að taka þá alvarlega, en hún metur það þó við karl- manninn, að hann skuli gera sér slikt ómak henn- ar vegna. Konur eru undantekn- ingarlitið gersamlega samvizkulausar, hvort heldur þær beita kynáhrif- um sinum upp á við eða niður á við, ef þær einung- is sjá sér einhvern hag i þvi. Kona sem er æðstráð- andi á skrifstofu eða innan fyrirtækis hefur að þvi leyti til,betri aðstöðu en nokkur karlmaður i sam- bærilegri stöðu — hún veit I að á hana verður hlustað. Þeir karlmenn sem undir hana eru gefnir, kunna að vera henni ósammála, en þrátt fyrir allt tizkuþvaðr- ið um jafnrétti kynjanna, mæla þeir henni ekki i móti eins og þeir mundu gera ef um karlmann væri að ræða. En samtimis þvi sem konan notfærir sér þessa kynferðislegu hæ- versku karlmannsins út i æsar, reiðist hún engum eins og þeim karlmanni, sem ekki kann að dylja að hann láti hana á einhvern hátt njóta þess að hún er kvenmaður — nema þá ef til vill þeim, sem ekki kann að dylja vantraust sitt á henni sem slikri, vegna þess að hún sé kvenmaður. Eins og Bar- bara Castle hefur sagt — reiöitár eru einu falslausu tárin, sem konan fellir á vinnustað. Guð hjálpi hverjum þeim karlmanni, sem þannig er undir stjórn konu gefin lætur i ljós tor- tryggni á tillögum hennar, einungis fyrir það að hún er kona. Og guð hjálpi þeim karlmanni, sem af nákvæmlega sömu sökum hlustar ekki hæversklega á það, sem hún hefur að segja. En það eru ekki margar framkvæmdastjórastöður eða forstjórastöður sem konur gegna, enn sem komið er. Ufirleitt fellur karlmönnum ekki að vinna undir yfirstjórn kvenna, vilja ekki taka mark á oröum þeirra og finnst, innst inni, að kven- þjóðin sé undarleg þjóð. Ef kona reiðist eða er i æstu skapi, er það kennt spennu undir tiðir, sé hún ung en tiðahvörfum eða kyn- makalegum fullnægingar- skorti, ef hún er komin á þann aldurinn. Ef hún læt- ur i ljós að sér finnist sem fram hjá sér hafi verið gengið i sambandi við stöðuhækkun vegna kyn- ferðis, er hún taugabiluð. Ef hún bendir á skyssur þeirra karlm, semr hún vinnur með, er hún varg- ur. En ef hún er hljóðlát, leggur hart að sér við vinnu sina og afkastar miklu er hún ókvenleg. Og þetta er að mörgu leyti satt. Allmargar i hópi þeirra kvenna sem vinna verzlunar- eða skrifstofu- störf, gera það einungis fyrir illa nauðsyn þar sem þær hafa ekki karlmann til að sjá fyrir sér. Þeim finnst það hart hlutskipti að verða að vinna þannig sjálfar fyrir lifsviðurværi sinu, og það getur að sjálf- sögðu haft ýmis áhrif á starfið. Hinar, sem vinna vegna þess að þær hafa hæfileika, metnað og ágirnd i eðlilegum hlut- föllum, þykir það að sjálf- sögðu súrt i brotið að verða að liggja undir þvi óorði og hleypidómum, sem þessar kynsystur þeirra valda kvenþjóðinni. Sigurlaunin eru eigi að siður baráttunnar virði. Sú mikla ánægja sem að er konunni að fá i hendur stjórnunarvald, á sér leyndar rætur meðal ann- ars að mega njóta þess sjaldgæfa hlutskiptis að vera þjónað i stað þess að þjóna. Að vera fært kaffið, að þurfa ekki sjálf að svara i simann, að vita skipanir sinar fram- kvæmdar. Konan i fram- kvæmdastjórasætinu kann að vera kröfuhörð og duttlungafull, vitandi það að hún getur vafið karl- mönnunum > innan fyrir- tækisinsfum fingur sér, meira að segja þeim, sem eru henni mörgum árum yngri, án þess að þurfa að beita kynáhrifum sinum, veitir henni annarlega fullnægingu. Hún er stað- föst i ákvörðunum. Kona, sem fer með fram- kvæmdastjórn, hefur meiri áhuga á að sjá hug- myndir sinar bera árangur, en hljóta al- menna viðurkenningu, þeirra vegna. Hún kýs heldur að hvisla fyrirskip- unum sinum að þeim, sem hún veit að hafa vilja og getu til að framkvæma þær, heldur en birta þær öllu starfsliðinu. Slikt leynimakk i sambandi við aðkoma vilja sinum fram, er ákaflega freistandi fyrir kveneðli hennar. Löngunin til að gerast strengbrúðumeistari er ákaflega áleitin. Og ef annað bregzt, þá lumar konan alltaf á sin- um trompum i bakhönd- inni. Enginn, sem þekkir bæði kynin, getur haldið þvi fram aö hugsanagang- ur þeirra sé eins. Og ef til vill er það fyrir þessi ósjálfráðu kænskubrögð konunnar, að henni fellur illa að vera undir stjórn annarrar konu gefin. Það mundi þýða að öllum þeim brögðum væri á glæ kast- að. Það mundi þýða að hún yrði að leggja harðara að sér i starfinu, vegna þess að engin laumuleg bros eða eggjandi augnagotur, útreiknað kast ljósra lokka eða „ósjálfráð” uppfærsla pilsfaldsins get- ur þá fengið yfirboðarann til að milda gagnrýnina varðandi afköst hennar. Stúlkur hafa oft orð á þvi að eldri konur séu leiðin- legar, en eiga einungis við það að ekki sé unnt að vekja hjá þeim sömu við- brögð og eldri karlmönn- um. Og karlmönnum er meinilla við að vinna undir stjórn kvenna, þvi að þá eru þeir nauðbeygðir til að auðsýna þeim virðingu, hæversku og auðsveipni — en þær dyggðir eru fæstum karlmönnum beinlinis eig- inlegar. Eigi að siður skapar mismunur kynj- anna alltaf vissa spennu, sem heldur öllum vakandi. Og til hverra úrslita leiðir þetta svo? Ekki neinna, áreiðanlega. Þegar karlmenn eiga i höggi við konur, bregða þeir fyrir sig framkomu- töfrum, táli og blekking- um. Þegar karlmenn eiga i höggi við karlmenn, beita þeir heitingum, harðýðgi eða mútum. Þangað til allt starf er unnið af vélum, verða tilfinningarnar allt- af með i leiknum. Hvort þeim tilfinningum er hald- ið i skefjum fyrir gagn- kvæma virðingu kynj- anna, eða af einhverjum öðrum ástæðum, hefur litil áhrif á bókhaldsuppgjörið. Sunnudagur 23. júlí 1972 / 2'

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.