Alþýðublaðið - 23.07.1972, Page 3

Alþýðublaðið - 23.07.1972, Page 3
Ef þú iðkar golf, geturðu brennt upp 250 hitaeiningum á klukkustund, en sú iþrótt hefur tviþætt áhrif. Þú nýtur samskonar áreynslu og á göngu, auk þess sem þú grennist um mittið við að sveifla kylfunni. Þvi lélegri golfleikari sem þú ert, þvi meiri árangri getur þú þvi náð — þvi að þá tekurðu fleiri sveiflur með kylfunni. HROSSREIÐ Svo er sagt aö maður geti losnað við um 250 hitaeiningar með þvi að sitja klukkustund á hestbaki. En þá er átt við meinhastar, út- lendar bykkjur og sennilega verð- ur tapið mun minna á íslenzkum vekringum. En maður ætti þó ekki að titna. . . REKKJULEIKIR Heimaleikfimi allskonar getur gagnast vel i barátt- unni við hitaeiningarnar. Þeir sem rannsakað hafa slika hluti, fullyrða að einn „venjulegur” rekkju- leikur geti t.d. losað hvorn aðilann um sig við 200 hitaeiningar. Og mun fleiri ef hart er að sér lagt — umfram það venjulega. KNATTSPYRHA OGr ‘BRo&tfc LfiKA l GANGA Eins og áður getur, þá er hægt að ganga hitaeiningarnar af sér. Það kréfst ekki neins sérstaks klæðn- aðar, og má iðka þá iþrótt hvar sem er og hvenær sem er, án þess að vekja minnstu athygli, og brenna þannig upp 300 hita- einingum á einni klukkustund. TENNIS ef þú lékir knattspyrnu i grið og erg samfleytt i hálfa aðra klukkustund, mundir þú losna við 90 hita- einingar á hverri minútu. En slika áreynslu þolir enginn til lengdar, jafnvel ekki þrautþjálfaðir landsliðsmenn. Og svo fer hitaeiningatapið einnig mikið eftir því hvort þú leikur framherja eöa stend- ur i marki. Hvað mundirðu segja um einn tennisleik við Spasski? Fyrir utan allt annað mundi það ekki draga úráhuganum að vita að þú mund- ir losna við 450 hitaeiningar í hverjum leik við öll hlaupin, hoppin og knattsláttinn. Jafnvel þótt um einhvern annan mótherja væri að ræða. YKKUR KÍLÓIN! öll vitum við mætavel hvað veldur því að við fitnum. Það eru allar þessar hitaeiningar, sem við skóflum í okkur dags daglega. En hvernig eigum við að losna við fituna? Það er, þvi miður, allt annað en auðvelt. Til þess að losna við einungis hálft kiló af fitu, sem þú getur svo ósköp vel verið án, verður þú að brenna upp 3,000 hita- einingum. Og það kostar meira en litla áreynslu. Til þess að vinna það afrek verður þú að ganga i 10 klukkustundir. Hvildarlaust. Og hratt. Ætlir þú hins vegar að brenna þær upp án likamslegs erfiðis, getur þú svo sem setið á þeim lik- amshluta sem til þess er ætlaöur, i fullar þrjátiu og þrjár og hálfa klukkustund — án þess að bragða matarbita að sjálfsögðu, og án þess að drekka annað en blávatn og þó af skornum skammti. Sem betur fer þá fyrirfinnast öllu skemmti- legri aðferðir til þess að losa sig við þessar „ónauðsynlegu orkueining- ar”, að minnsta kosti yfir sumar- mánuðina, hvort sem sól skin i heiði eða á bak við ský. Sú aðferð er i þvi fógin að leggja stund a einhverskonar iþróttir. Allar iþróttir veita mönnum tækifæri til að losna við eitthvað af ónauðsynlegum hitaeiningum. Her fer á eftir listi yfir hinar helztu iþróttagreinar, sem tiltækar eru i þvi skyni, og svo er þitt að velja, og reikna út hve margar hitaeiningar þú getir þjálfað af þér. Það er að minnsta kosti skemmtileg tilbreyting frá þvi að veraaðleggja saman hve mörgum hitaeiningum þú bætir á þig við matborðið. Á HJÓLASKAUTUM Itaquel Welch er að leika I kvikmynd um þessar mundir, þar sem hún fer á hjólaskautum, svo ekki leikur neinn vafi á að sú Iþrótt komizt I tlzku. Það er reyndar önnur þokkagyðja, Felicity Devonshire heitir hún, sem sýnir þá iþrótt hér á myndinni, vitandi það að þannig getur hún losnað við 400 hita- einingar á klukkustund. RÓDUR Róður og áróður er sitt hvað. En' það gæti verið áróður fyrir að iðka róður, að hann getur losað þig við allt að 400 hitaeiningar á klukkustund, ef þú leggst hraust- lega á árarnar. SUND Með þvi að leggjast til sunds og synda hvíldarlaust í fulla klukku- stund geturðu -losnað við 400 hita- einingar. Konur hafa alltaf sýnt mikinn áhuga á sundi — það gerir þær brjóstameiri. HJÓLREIÐAR Reiðhjólið er þarfaþing. Það er lipurt far- artæki, tiltölulega ódýrt og eyðir ekki bensini. Aftur á móti eyðir það hitaeining- um, 300 á klukkustund, jafnvel þótt þú hjólir hægt og rólega. TRIMMIÐ AF Sunnudagur 23. júli 1972 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.