Alþýðublaðið - 23.07.1972, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.07.1972, Blaðsíða 6
OGHVERJAR ERUSVO NHJURSTÖÐ URNARHJÁ YKKUR? Flokkurinn sem þú fékkst hæstu eink- unnina í. sýnir hlut- verkið, sem þú ert sennilega meö i sam- bandi þinu. Fátt fólk er nákvæmlega sú manngerð sem flokk- urinn lýsir, en allir ættu aö geta fundið sig i einum eða fleiri þessara flokka. HENNAR: A. Ef A einkunnin þin er hæst, leikurðu sennilega ómeðvitað móður i sam bandi þinu og hefur senni- lega valið sonarmanngerð eða litinn dreng sem fé- laga og sem leyfir þér að bæta upp þinar eigin þarf- ir. Margar konur i þessu hlutverki trúa þvi að þær geti ekki gefið manninum nógu mikið, nema að leika móður. Þessar konur af neita eigin veikleika og þörfum með þvi að ýkja eigin styrk og vald. Þessi styrkur, er auðvit- að uppgerð, þvi að ef satt skal segja, getur hinn svo- nefndi sonur eða litli drengur, stjórnað þér með sinu mikla ósjálfstæði. Menning okkar leitast við að styrkja þetta „móður- sonar-samband”. Slik hjónabönd eru t.d. venju- lega talin hamingjusöm, vel heppnuð eða fullkom- in, jafnvel þó að kynlif i slikum samböndum hafi talsvert rúm til að bæta um. Til þess að ferða frjálsari og meira sam hljóma, verður kona sem leikur móður gagnvart manni sinum, að læra að viðurkenna veikleika sina sem hún hefur óafvitandi afneitað. B. Ef B einkunnin þin er hæst, leikurðu dúkkuhlut- verkið meðan maðurinn þinn leikur stóra pabba. Þú gætir verið önnur miklu yngri kona happa- sæls manns, sem þú hefur gifst.eftir að hann náði sin- um góða árangri. Hann þarfnast þin til að sýna eða jafnvel tilbiðja hina nýfundnu heppni og til að styrkja hans aldraða manndóm. Og þú leikur þetta hlutverk mjög vel. Þú hefur sennilega verið „litla elskan” hans pabba þins eða reynt að verða það. Kona sem leikur dúkk- una eða litlu stúlkuna hegöar sér oft eins og lokkandi hjálparvana barn meðan mótaðiiinn leikur ofurmenni. Þrátt fyrir þaö að vera lokkandi, er dúkkan að- eins ertnisangi, sem hefur meira gaman af kossa flensi en kynlifi fullorð- inna. Oft getur komið fyrir að hún ásaki menn um að þeir noti sig. Dúkkan er handfjatlarinn i samband- inu og fljótlega kemst hún að þvi að styrkurinn sem hún ætlaði að væri hjá manni sinum er hennar eigin hugarburður. Til þess að vaxa upp úr þessu, verður dúkkan að sann- færast um sinn eigin styrk og hætta sinni barnalegu hegðun. C. Há C einkunn bendir til þess að þú sért i hlut- verki tæfunnar i sambandi þinu, þar sem mótaðilinn hegðar sér eins og góði drengurinn. t rauninni ertu engin tæfa heldur særð, einmana og jafnvel einnig afskipt i þinu yfir- borðskennda sambandi. Maðurinn þinn er nú reyndar enginn góði drengurinn heldur, hann er fjandsamlegur á sinn bliða og hlutlausa hátt. Þess konar samband, þar sem konan leikur erfiða hlutverkið, er breyting frá hinni hefðbundnu hlut- verkaskipan, en er þó mjög almenn. Oft er hin svo nefnda tæfa kynferðislega islega lokkandi fyrir góða drenginn, en hún er sjald- an nógu frjáls til þess að geta verið fullnægjandi rekkjunautur. Til þess að vaxa upp úr hlutverkinu, verður tæfan að hætta á, að láta i ljós sin miklu sár- indi og þora að bjóða mót- aðilanum sinar heiðarleg- ustu og dýpstu tilfinning- ar. D. Að fá hæstu einkunn i D-flokki þýðir, að þú leik- ur hlutverk þjónsins gagn- 6 vart húsbóndanum, eins “ og þekkist úr My Fair Lady. Sem þjónn ertu fyrirmyndar eiginkona, fyrirmyndarmóðir, fyrir- myndarkennslukona og fyrirmyndarhúsmóðir. Mótaðilinn, húsbondinn, er hinn mikli kennari i næstum öllu. Sem þjónn, tekurðu aldrei þátt i samræðum karlmanna og ert auð- sveipur og hugmynda- snauður rekkjunautur. Ef þú ert gift, verða börn af sliku sambandi venjulega dul, þar til þau ná kyn- þroskaskeiðinu og brjótast undan ofurvaldi einr'æðis- herrans, sem er faðirinn. Ráöherrar, læknar, prófessorar menn sem telja sig goðumlika, gift- ast oft þjónum, eða halda að þeir geri það. Oft byrgir þjónninn inni mikla reiði og gremju sem verður að fá að brjótast út, ef lifið á að hafa einhvern tilgang. Þjónn verður að ýta við húsbóndanum, sem oft er hræddur viö að láta i ljós tilfinningar sinar eða ást. Þjón-húsbónda sam band er talið „vel heppn- að” af meginþorra fólks, þó ekki sé nema fyrir það að slik sambönd endast og sýna fram á skýran grein- armun á karl- og kven- hlutverkinu. E. Há E-einkunn sýnir að þú ert kven-haukur i ofsakeppni við karl-hauk- inn, og er barist á þann hátt sem þekkt er úr „Hver er hræddur við Virginiu Woolf”? Kven- haukurinn er harðskeytt vegna þess að hún er djúpt særð og dylur sársaukann með fjandsamlegu við- móti. Hún er „fremsti hundurinn” (móðir eða tæfa) tengd við „fremsta hundinn” (stóra pabba eða húsbóndann). Venjulega er fjandskap- ur haukanna svo mikill að hann útilokar öll önnur svör en reiði. Til þess að vaxa upp úr þessu i sam- bandi sinu verður haukur- inn að koma fram án reiði og opinbera sársauka sinn. F. Ef þú hefur háa F- einkunn, þá ertu i hlut- verki kven-dúfunnar tengd karldúfunni og eigið þá margt sammerkt með þjóni — syni, góða drengn- um og dúkkunni. Allir þessir aðilar reyna að stjórna með bliðu og hlutleysi. Dúfan finnur fyrir ábyrgöartilfinningu gagnvart öllum nema sjálfri sér. Allt samband, hjónaband og kynlif milli kven- og karldúfu er venjulega leiðigjarnt. Barátta þeirra er venju- lega óheiðarleg og óbein, þar sem dúfa getur aldrei komið beint framan aö hlutunum né borið ábyrgð. Til þess að vaxa upp úr þessu þarf dúfan að læra að láta reiði sina i ljósi og aö viðurkenna sinn „milda styrk”. Geti hún látið reiði . sina i ljós getur hún einnig opinberað sársaukann sem reiðin felur alltaf. G. Há G-einkunn bendir á frjálslegt samhljóma samband. t samhljóma sambandi leyfa maður og kona hvort öðru að lifa án þess að þurfa að leika eitt- hvaðfastákveðið hlutverk, og án þess að fastákveða hvað er karlmannlegt og hvað er kvenlegt sam- kvæmt hinum viðteknu hefðbundnu venjum. Samhljóma pör bera ábyrgð á sjálfum sér og tilfinningum sinum. Þau— geta fundið og látið i ljósi reiði, ást, styrk, veiklyndi, hræðslu og gleði. Þeir ásaka ekki hinn aðilann fyrir eigin óham ingju, né ætlast til að hann geri það sem hann verður að gera sjálfur. 1 reglu- legu samhljóma sambandi gefa karl og kona hvort öðru nokkuð sem þau geta ekki fengið ein sér. Fólk i samhljóma sam- bandi getur svo sannar- lega bæði heyrt og séð, og hvort öðru eru þau maður og kona en ekki endilega tvær manneskjur sem leika karl- og kvenhlut- verk. HANS: A. Ef A-einkunnin þin er sú hæsta ertu sennilega sonur fastur i sambandi við móður-verjanda, sem heldur þér háðum i hverju þvi málefni sem þú þyrftir að sýna styrk. Synir vilja hegða sér eins og þeir gerðu þegar þeir voru að alast upp. Feður þeirra geta hafa verið i sams konar sambandi við mæð- ur þeirra. Astúð og athygli er feng- in vegna stráksskapar þeirra, en þetta er virki- lega skritin leið til þess að krefjast ástar og án þeirra krafna sem ætið fylgja. Ef sonurinn áttar sig á þess- um hjálparvana undir- lægjuhætti sinum og lærir að bera ábyrgð á eigin á- kvörðunum, þá gæti hann einnig hjálpað mótaðilan- um til að vinna bug á veik- leika sinum og lært sjálfur að láta skoðanir sinar i ljósi á frjálslegri hátt. B. Há B-einkunn sýnir að þú leikur hlutverk stóra pabba, Þú ert rólegur sterkur, hrifandi, bersýni- lega öruggur um þig og sennilega heppinn. Mótaö- ilinn er þér varla mikið meira en dýrt leikfang og imynd hennar um þig byggist á opinberun þinni á styrk þinum. I flestum tilfellum tekur stóri pabbi að sér hlutverk hins föður- lega vendara gagnvart hinum hjálparvana mót- aðila. Hann hefurvenjulega mjög góða stjórn á sér og er siðavandur. Hann sýnir sjaldan miklar kynferðis- legar þarfir, sem kemur sér vel fyrir mótaðilann. Ef stóri pabbi getur náð sambandi við dúkkuna sina eins og maður við mann og viðurkennt veik- leika sinn að vera henni eftirlátur vegna lokkandi hegðunar hennar mundi hann geta lært að láta i ljósi sinn sanna styrk og veikleika og þar með opn- að léið að samhljóma sambandi. C. Ef C-einkunnin þin er sú hæsta ertu góði dreng- urinn með tæfuna sem mótaðila. Þú hefur mikla þörf fyrir að láta þykja vænt um þig, en samtimis hefurðu gaman af að hnýta i mótaðilann. Góðu drengirnir ýkja ástartil- finningar sinar á sama hátt og mótaðilinn ýkir reiðitilfinningar sinar. Vingjarnleg framkoma er þeirra bardagaaðferð með þvi að neita þvi að bland- ast i hlutina. Eins og þeir gera sér upp vingjarnlega fram- komu, eins er ást þeirra afskræmd vegna þess að þeir afneita reiðinni. Þeir vilja vera vinsælir og reyna mikið til að vera viðurkenndir. Það sem góði drengur- inn verður að gera sér grein fyrir er/að hann get- ur reiðst og að hann verð- ur að semja við mótaðil- ann um gagnkvæmt, og á- stúðlegt samband. D. Þeir sem eru með háa D-einkunn eru hús- bændur með þjóna sem mótaðila. Bæði vitið þið nákvæmlega um hlutverk ykkar i sambandi ykkar. Anægja húsbóndans liggur i þeirri tilfinningu hans að vera æðri, frá eftirtekt og aö á hann sé hlustað. Hann litur á allar konur sem minna gáfaðar verur. Vel- gengni er honum nauðsyn- leg og sennilega áberandi i menningarlifinu og hann lætur mótaðila sinn finna að hann sé ómissandi alls staðar. Sýndu sjálfan þig bæði ástleitinn og reiðan, opinberaðu tilfinningar þinar og bliðu, viður- kenndu þarfir þinar og vertu þú sjálfur. E. Ef hæsta einkunnin þin er E, þá ertu karl-hauk ur með kven-hauk sem mótaðila. Þú þekkir veik- leika hennar vonleysi hennar, styrk hennar og hvað hún vill og hvað ekki, og þú veizt lika nákvæm- lega á hvaða takka þú átt að þrýsta til að fá það fram i henni sem þú vilt, á sama hátt þekkir hún eðli þitt. Samband ykkar er eilif samkeppni um að komast að hvort ööru vegna þess að þið getið ekki fengið hvort annað. Þú særir mótaðilann þinn til að fá útrás fyrir eigin sársauka. Og þú ásakar hana fyrir það sem þig vantar, hvort sem það er ástand eða kynferöisþróttur. Hegðun þin getur vel stafað frá fyrri dögum, samkeppni i skóla, löng- unin til að lenda á réttri hillu og löngun i félagslegt álit. Annað hvort foreldrið þitt getur hafa verið áber- andi manneskja og þó að þú hafir leitað eftir annars konar mótaöila, byggðist samkeppnin óhjákvæmi- lega upp. Sú tilfinning þin að þú sért ekki elskaður, gerir þig enn fjandsam- legri i garð mótaðilans i tilraunum til að ná sam- bandi. Ef þú getur viðurkennt þörf þina fyrir ást og þörf- ina til að gefa til baka, þarftu ekki að fela þig á bak við hinn imyndaða styrk þinn. Þú munt róast, losna við þvingunarkennd og hætta að refsa sjálfum þér fyrir imyndaða glæpi. F. Ef þú hefur háa F- einkunn ertu karl-dúfa i félagi við kven-dúfu. Dúf- ur eru sniðugir og áhrifa- miklir laumupokar. Af- skipti þeirra af mótaðilan- um og að láta undan til að forðast deilur, er helzta aðferð þeirra til að stjórna. Þú skapar sektar- kennd hjá mótaðilanum, sem lýsir þinum dulda fjandskap og gremju. Þú gætir auðveldlega eyðilagt samband þitt með vin- gjarnlegheitum. Þetta er sennilega að kenna uppeldi þinu, þar sem þér hefur verið kennt að vera vingjarnlegur hvenær sem er, þræta aldrei og gera alltaf eins og þér er sagt og gera öll- um til hæfis, jafnvel þó að það gæti kostað það að þú yrðir að afneita eigin til- finningum og eiginleikum. Einkum eru það skóla- reglur og agi sem bæla niður tilfinningarnar. Ef þú lætur i ljósi tilfinn- ingar þinar virkarðu fjandsamlegur. Tjáning- arform þitt er svo ógreini- legt hlutlaust og staðfast að stöðug spenna er isam- bandi þinu. Bezta sam- bandið er ekki byggt á al- gjöru sjálfsafskiptaleysi, og átti dúfan sig á þessu og að taka ábyrgð á sinum eigin þörfum i stað mótað- ilans, mun hann sjá að hann skuldar engum neitt og að elska er ekki sektar- skuld. G. Há G-einkunn sýnir að þú ert ábyrgur og sjálf- stæður aðili i samhljóma sambandi (sjá skilgrein- ingu á G-flokki hér að of- an). Svo segja sérfróðir menn. að venjulegur þjáningabróðir okkar i þessari jarðvist noti ekki nema einn tí- unda hluta af heila- búi sinu til hugsana- starfsemi — níu ti- undu hluta þess noti hann bókstaflega ekki til neins, að því er vitað verður. Eiginlega hafa sérfræð- ingarnir ekki neina hug- mynd um i hvaða tilgangi menn ganga með þessi býsn af ónotuðum heila i höfðinu, nema þá að það sé einskonar varasjóður, sem náttúran ætli þeim að gripa til ef i harðbakka slær, og þessi tiundi hluti, sem honum nægir til hversdagsbrúks, annar ekki álaginu. Aðrir álita að maðurinn muni smám saman taka að minnsta kosti annan tiunda hluta heilans i notkun með vax- andi menningu og mennt- un — eða með öðrum orð- um að þroskamöguleikar mannkynsins i framtiðinni séu fólgnir i þessum niu ti- undu hlutum heilans, sem enn eru ónotaðir. Og loks eru það þeir sem álita, að þessir niu tiundu hlutar hafi verið i notkun áður fyrr, á meðan maðurinn átti það skilið að kallast hugsandi vera, og þvi sé það einungis timaspurs- mál nú.-hvenær þessi eini tiundi hluti gerist einnig óvirkur... En þetta eru visindaleg ágreiningsatriði sérfræð- inganna — það er að segja þeirra manna, sem tekizt hefur með markvissri þjálfun að gera að minnsta kosti niu tiundu hluta af þessum eina tiunda virka hluta heilans óvirka, og verða fyrir það nánast sagt ofvitar á einhverju einu harla þröngu og stranglega afmörkuðu sviði, en glórulausir fávit- ar þar fyrir utan. Annars væru þeir ekki sérfræðing- ar. Greinilegasta dæmið um áhrif sérfræðinnar á sérfræðinginn sjálfan, er sagan af Sæmundi fróða, þegar Jón blessaður ögmundsson fann hann úti i Paris, og hann var orðinn svo hálærður i sinni sér- fræði, að hann mundi ekki lengur hvað hann hét. Ef til vill er það ekki einungis fyrir hendingu, að fullyrt er i þjóðsögunni af viður- eign Jóns biskups og Sæ- mundar, að sjálfur and- skotinn hafi verið skóla- stjóri i þeirri stofnun, sem útskrifaði svo hálærða sérfræðinga að þeir vissu ekki lengur hvað þeir hétu, sakir sérhæfingar sinnar. Ekki heldur það, að eftir að hinum blessaða herra Jóni hafði fyrir spekt sina tekizt að gera aftur virka þá niu tiundu hluta af heilabúi Sæmundar, sem virkur hafði verið áður en hann settist á bekk i hinum svarta skóla sérhæfingar- i n n a r — með öðrum orðum, vakið hann aftur til nokkurnveg- inn heilbrigðrar skynsemi — þá hugkvæmdist Sæmundi óðara bragð til að losna undan áhrifavaldi skólastjórans. Það bragð var ofur einfalt, eins og alltaf þegar gripið er til heilbrigðrar skynsemi, svo einfalt, að manni finnst það bera vitni undarlegum gáfnaskorti hjá flugnahöfðingjanum, að hann skyldi ekki vara sig á þvi. En þarna kemur enn fram atriði i þjóðsög- unni, sem ekki er heldur vist að sé fyrir tilviljuni Þó að enginn frýi andskotann vits — hvernig i ósköpun- um átti hann samt að láta Sunnudagur 23. júli 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.