Alþýðublaðið - 23.07.1972, Side 7

Alþýðublaðið - 23.07.1972, Side 7
En þá kom á daginn, aO allur þessi sýndar leikur var til einskis. Kínverjar höfðu vitað hvað á bak við lá, svo að segja frá upphafi, og léku nú sinn leik með því að opna sendiráð í Reykjavík af brosmildri hæversku. Þá var ekki ekki lúrt á neinu lengur.... sér það til hugar koma, að sérfræðingur, sem orðinn var svo fullnuma að hann mundi ekki lengur nafnið sitt, lumaði eftir sem áður á hversdagslegri skyn- semi? Það var á þessu, sem skratti lá, en ekki gáfnaskortinum, sam- kvæmt þjóðsögunni — og merkilega langt hefur höf- undur hennar séð fram i timann. Og það er ekki laust við, manni detti i hug, að ef sá blessaði Jón væri uppi á okkar tið, þá væri þjóðinni það lán að Hólastóll hefði verið aflagður. Það yrði ærinn starfi fyrir hann að fá vissa menn til að muna eftir nafninu sinu og koma þeim aftur til hversdags- legrar skynsemi. Að mað- ur tali nú ekki um hvað það yrði heilladrýgra fyrir þjóðina með tilliti til þess að Norðlingar eru orðnir svo litlir fyrir sér i löst- um, að þeir hafa enga þörf fyrir jafn strangan siða- vandara og herra Jón ögmundsson. Skramba- kornið sem nokkur ærleg afmorsvisa hefur borizt úr þeim landsfjórðungi i háa herrans tið... Gömul aðferð til að setja niður deilur endurvakin. En fyrst orðin hafa bor- izt að islenzkum biskupum i þann tið sem bæði var Hólastóll og Skálholtsstóll hér á landi, þá er ekki úr vegi að rifja upp atburð, sem gerðist i sambandi við það er biskup Norðlinga og biskup Sunnlendinga deildu svo hart á alþingi, að ekki var annað sýnna en þar yrði orrusta meiri en áður gat i sögum, enda hafa þeir tveir er þar átt- ust við, verið herskáastir guðsmanna á islenzkum biskupsstólum, og voru þeir þó ekki allir beinlinis veriö friðarsinnar. Til þess að firra mannvigum og öðrum stórvandræðum komu ábótar, prestar og aðrir vitrir menn það miklu viti fyrir hina vigreifu drottins herra, að þeir féllust á að valinn skyldi einn jörmunefldur áflogahundur af hvoru liði til hólmgöngu i öxarár- hólma, og allir aðrir halda að sér höndum. Skyldu þau úrslit, sem þar yrðu, skoðast sem úrskurður i deilumálum þeirra biskupanna — þvi að sjálf- sögðu hlaut guð að gefa þeim sigur, sem betri og réttari hafði málstaðinn, þegar slikir umboðsmenn hans deildu, og það eins hvort hundruð manna berðust með vopnum, eða einungis tveir með hnúum og hnefum, og væri hið fyrra þvi ekki nema ógáfuleg sóun á mannafla. Að sjálfsögðu upphófst þarna æsilegt taugastrið á meðan hvor um sig bisk- upanna valdi sinn garp, og siðan á milli garpanna sjálfra, þegar þeir sperrtu sig hvor framan i annan og létu sem dólgsiegast, áður en þeir héldu út i hólmann, þar sem þeir siðan flugust á eins og óðir væru lengi dags. Það má teljast Norðlingum til ævarandi hróss, að þeir héldu sátta- gerðina þótt þeirra maður félli — og það eins þótt þeir teldu fallið ólöglegt — en ekki þökkuðu þeir sinum garpi daglanga þrekraun betur en það, að svo segja ættfræðingar að nafn hans sé hvergi að finna i norð- lenzkum ættartölum, og eru þeir þó manna ætt- ræknastir. Sannast þar enn sem fyrr að sekur er sá einn sem tapar. En þvi er þetta rifjað upp hér og nú, að loks virðast stórveldin komið auga á þetta einfalda ráð til að setja niður flóknar og hatramar deilur sinar. Ekki verður vitað að svo stöddu hvort framámönn- um þeirra hefur sjálfum hugkvæmst að skjóta deilumálum sinum undir æðri úrskurð á einmitt þennan hátt, eða hvort einhver islenzkum hefur gjóað þvi að þeim að ekki ætti að saka þótt þessi að- ferð væri reynd — sumir segja að Björn á Löngu- mýri hafi stungið þvi að bandariskum starfsbróður sinum sem hér var á ferðalagi, hvað verður þó að teljast heldur óliklegt fyrst Skjónudómur al- mættisins féll á Norðlinga i það skiptið, eins og áöur segir. Það skiptir ekki heldur svo miklu máli hvernig þetta er undir komið — aðalatriðið, að minnsta kosti frá okkar bæjardyrum séð, hlýtur hinsvegar að vera það, að land vort skuli hafa orðið fyrir valinu, sem sá öxar- árhólmi, þar sem hið heimssögulega einvigi er háð. Að minnsta kosti get- ur farið svo, að einmitt það atriði geti orðið merkileg uppreisn fyrir piramidaspámanninn sæla, Adam Rutherford, sem vann sér það til athlægis allra dægurspek- inga hérlendis á sinni tið, að spá þvi að tsland ætti eftir að gegna úrslitahlut- verki i átökum austurs og vesturs — einmitt um sama leyti og allt virtist vera að fara i bál og brand fyrir botni Miðjarðarhafs, og verður ekki komizt hjá að koma aö þvi siðar. Það fer sum sé ekki á milli mála lengur, að hið „mikla einvigi aldarinn- ar’’ er ekki fyrst og fremst persónulegt uppgjör heimsmeistarans Spasskis og áskorandans Fischers varðandi það, hvor þeirra sé i rauninni meiri skák- snillingur — enda þótt það sé það að sjálfsögðu i og með, eða að kosti látið i veðri vaka að svo sé — heldur hafa framámenn i Sovét -Rússlandi og Bandarikjanna seint um siöir náð saman gáfna- kvóta og ábótar og prestar Jóns Arasonar og ögmundar Pálssonar, og komizt að þeirri raunhæfu niðurstöðu, að allt þetta kalda strið þeirra og vig- búnaðarkapphlaup er ekki annað en kjánaleg sóun á gáfum, starfskröftum og fjármunum, sem öllu væri mun betur til annars var- ið, og hlýtur auk þess fyrr eða siðar að leiða til þeirra átaka að báðir væru fyrir bý. Eina ráðið til að setja niður deilurnar, þannig að báðir haldi sæmd sinni, sé þvi að velja tvo menn til einvigis i trausti á það, sá hljóti sigur, sem betri hef- ur málstaðinn, hlýta þeim dómi — og snúa sér svo i sameiningu að þeim kinversku. t rauninni heföi maður getað svarið fyrir aö framámenn tveggja mestu hervelda heims væru svona skynsamir, eftir allt það sem á undan er gengið — hvað sannar einungis að maður á aldrei að frýja öðrum vits, þótt djúpt kunni að reynast á gáfum hans, jafnvel ekki stjórnmálamönnum. Og nú, þegar fyrstu leik- irnir hafa verið leiknir, fer maður að skilja ýmislegt betur. Það er til dæmis lit- ill vafi á þvi, að enda þótt einvigi þetta kunni að eiga sér upphaflega annan aðdraganda, og þá sem skákvigi um heims- meistaratignina eingöngu, þá hefur samizt um hinn annan og hinn eiginlega heimssögulega tilgagn þess, sem áður er lýst, þegar Nixon Bandarikja- forseti heimsótti framá- menn i Sovétrikjunum, nýkominn heim úr Kinaförinni frægu. Hver veit lika nema það hafi fyrst borið á góma, þegar Bressnef skrapp til Bandarikjanna. Hvað um það — maður getur gert sér i hugarlund að Nixon hafi sagt réttsisona: ,,Mér féll ekki rétt vel við þetta kinverska bros, mætti segja mér að það byggi eitthvað undir þvi. Til dæmis það, að þeir geri sér vonir um að við verð- um svo heimskir að gera alvöru úr þvi, sem við höf- um haft i hótunum hvor við annan að undanförnu og gereyddum hvorir öðrum með vetnis- sprengju og öðrum djöful- skap, og þar með yrðu þeir allsráðandi i heiminum vita fyrirhafnarlaust...”. Og Bressnef og kó hafi svaraö: ,,0kkur fellur þetta bros á smetti for- mannsins ekki heldur, blessaður vertu. En það er bara þetta...hvernig eig- um við að ljúka þessari þráskák okkar að undan- förnu þannig að þú skil- ur...”. Og þá hafi Nixon gripið andann á lofti: „Sagðiröu skák...?” Eöa kannski það hafi verið kóið, sem greip and- ann á lofti. Að sjálfsögðu varð að fara að þessu öllu með mestu leynd. Það tjóaði ekki að þeir þremenning- arnir færu að brosa framan i heiminn af sjón- varpsskyggninu og skýra hverjum sem heyra vildi frá slikri sáttagerð. ,,Góð- ir hálsar, það hefur orðið að samkomulagi með okk- ur að vera ekki að þessu jagi lengur, heldur láta þá Fischer og Spasski gera út um deilur okkar i einu meiri háttar skákeinvigi, i trausti á það að þeim gef- ist sem réttari hefur máls- stað að verja...”. Hvað skyldu kjósendur vestra hafa sagt við sliku? Og þó fyrst og fremst Maó for- maður? Að sjálfsögðu hefðu sovézkir þegnar ekkert sagt, en hvað um það — það sem mestu máli skipti var, að þá kinversku grunaði ekki neitt. Til þess að koma í veg fyrir það, var svo sviðsett nýtt kalt strið, að visu i vasabökar- sniði, og látið lita svo út sem einvigið snerist um allt annað en einmitt það, sem þvi var ætlað að vera. Um leið var hafið tauga- strið á milli keppendanna, stórum mun fullkomnara frá tæknilegu og sálfræði- legu sjónarmiði, en þegar þeir Atli og Eysteinn voru að sperra sig hvor framan i annan á bökkum öxarár forðum, enda miklar framfarir átt sér stað ein- mitt á þvi sviði siðan, svo er meðal annars kalda striðinu fyrir að þakka. Og nú voru það Bandarikja- menn, sem höfðu for- ystuna og létu Rússann kenna á öllum þeim sál- rænu lágbrögðum og há- brögöum, sem þeir hafa numið af samninga- nefndum N.-Vietnama i Paris að undanförnu. Þóttust ef til vill ekki mundu mæta til einvigis- ins, og þó... það voru ekki nógir peningar i boði, og enginn eyrir til i Banda- rikjunum... en þá vildi bara svo undarlega til, þegar allt virtist vera að fara i strand, að Bretinn átti peninga, og allt var á sömu bókina lært. Rússinn tók umm nýja taugastriðs- baráttuaðferð, hann stein- þagði, þangað til sá bandariski var búinn aö hrekja sjálfan sig út i horn... En þá kom það á daginn, að allur þessi sýndarleikur var til einskis. Kinverjar höfðu vitað hvað á bak við lá, svo að segja frá upp- hafi, og iéku nú sinn leik með þvi að opna sendiráð i Reykjavik af brosmildri hæversku. Þá var ekki lúrt á neinu lengur...einvigi aldarinnar, Sovétmenn og Bandarikjamenn, tvö mestu herveldi i heimi, höfðu orðið ásátt um að láta friðsamlegt skákein- vigi skera úr deilumálum sinum i trausti á að sá aðilinn sigraði, sem réttari hefði málstað að verja. 1 trausti á að ein- hversstaðar fyrirfyndist það réttlæti, sem ekki var lengur að finna austan járntjalds eða vestan... Og keppendurnir gengu til einvigis úti i sinum öxarárhólma. t fyrstu virtust Rússarnir mundu ætla að hafa réttlætið sin megin... og Bandarikja- menn ákváðu að senda fulltrúa sinn til leyniviö- ræðna við fulltrúa N.- Vietnama i Paris. Þá vann Fischer skák, og siðan kom jafntefli. Þá tók Sadat, forseti Egypta- lands og afkomandi spá- mannsins, rögg á sig og skipaði öllum rússneskum hernaöarsérfræðingum þar i landi heim til sin. Þarna sér maður ... Og Kinverjarnir brostu uppi i sinu sendiráði og spurðu hvort nokkuð væri að frétta i heiminum yfir- leitt. En Adam piramida- spámaður Rutherford glotti i gröf sinni. TefU um sálir Einhverjum kann að virðast þetta langur útúr- dúr frá sérfræðingunum, andskotanum, Sæmundi fróða og herra Jóni Hóla- biskupi ögmundssyni. Ekki er þó vist að svo sé. Svo enn sé vitnað i is- lenzkar þjóðsögur, þá var andskotinn snillingur i skák, samkvæmt þeim heimildum. Það var til að hann byöi mönnum i skák, með þeim skilmálum aö hann legði undir heims- ins góz og gersimar, en andstæðingurinn sál sina. Flestir töpuöu, einstaka gerði jafntefli, en það var lika til að menn ynnu — en þeir voru fáir. En svo var þaö iika tii, að þeir sem vour sérfræð- ingar i skáklistinni tefldu við andskotann um lif og sál annarra. Það orö lagðist til dæmis á Arna Magnússon, handritasér- fræðinginn alkunna. Þá sat hann einn við tafl á löngum kvöldum, þegar Snæfriður hans komst ekki til leynifunda viö hann, og færði mennina fyrir báða, sig og andskotann, sem að sjálfsögðu lét ekki sjá sig, ef vitni voru að skákinni. Sagan segir að þannig hafi Árni tapað, enda ekki vist að hann hafi lagt sig allan lram. Og höfundur þjóð- sögunnar virðisl hafa verið merkilega fram- sýnn, einnig á sviði þessarar undarlegu skák- listar. Hvarvetna i heiminum sitja nú þeir, sem lokið hafa prófi með láði úr Svartaskóla sér- hæfingarinnar einir við skákborðið löngum stundum og færa mennina fyrir báða sig og andstæð- inginn, sem óþarft er aö kynna nánar. Þeir eru ekki að tefla við hann um sina eigin sál — þennan eina tiunda hluta af þeim eina tiunda hluta, sem enn er virkur i heilabúi þeirra — þvi að hana hremmdi sá andstæðingur i brottfarar- prófinu, þar eð enginn blessaður Jón ögmunds- son var nálægur til að rif ja upp fyrir þeim hvað þeir hétu, og vekja þá aftur til hversdagslegrar skyn- semi. Nei, þeir eru að tefla um lif og heill jungkerans i Bræðratungu, að sjálf- sögðu aö honum for- spurðum og án þess að hann fái nokkuð aö gert. Hvaöan sem þeim kemur svo heimild til þess. Blind- skák við andskotann. Um þina sál og mina. Og úrslitin eru fyrirfram ráðin. Já, það er, sannast sagna, viðar telft en i Laugardalshöllinni. KCAR ÞRASKAK STQR- VELDANNA FÆRIST INR í tAUGARDALSHÖLL Sunnudagur 23. júli 1972 7

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.