Alþýðublaðið - 04.08.1972, Síða 9

Alþýðublaðið - 04.08.1972, Síða 9
MORKIN A FÆRIBANDI OG ÍSLAND TAPADI 4:1 HHtfiTTIR 2 Island mátti þola 4:1 tap í leiknum við Noreg i gær- kvöldi. Samkvæmt frétta- skeyti NTB frétta- stofunnar, var leikurinn ákaflega lélegur, og góðir kaflar hjá Norðmönnum í seinni hálfleik gerðu út um leikínn. öll mörkin komu í . seinni hálfleik, en Island hafði leikið undan vindi í fyrri hálfleik, án þess að leikur þeirra gæfi af sér mark. Eina mark islenzka- liðsins skoraði Örn Óskars- son úr Vestmannaeyjum. islendingar sóttu nokkuö fast i fyrri hálfleiknum, en NTB segir * * H LEKIIEINS 06 BYRJENDUR! Margt merkilegt gerðist á golf- landsmótinu i gær, en af öllu sem gerðist vakti léleg frammistaða þekktra meistara, svo sem Björgvins ITólm, Einars Guðna- sonar og Þorbjarnar Kjærbo mesta athygli. Slökust var frammistaöa Björgvins Hólm, sem fór fyrri 9 holurnar á 48 höggum, og hætti svo keppni þegar hann var að nálgast 90 högg á 18 holurnar. Einar fór hringinn á 88 höggum og Kjærbo á 84 höggum. Þessir ciga ekki lengur möguleika. Beztu skori eftir daginn náði islandsmeistarinn frá i fyrra, Björgvin Þorsteinsson, fór hring- inn á 75 höggum. Loftur og Jóhann Benediktsson náðu 76 höggum. Staðan að keppni hálfnaðri i meistaraflokki er þessi: 1. Björgvin Þorsteinsson GA 151 2. Loftur Ólafsson NK 153 3. Óskar Sæmundsson GR 153 5. Óttar Yngvason GR 153 6. Jóhann Benediktsson GS 154 i 1. flokki er ómar Kristjánsson efstur aö keppni hálfnaðri með 162 högg, Sigurjón Ilallbjörnsson GR er efstur i 2. flokki meö 181 högg og Samúel Jónsson GR i 3. flokki með 189 högg. i kvenna- flokkier Jakobina Guðlaugsdóttir GV efst með 263 högg eftir 54 holur. —SS. að hið unga islenzka lið hafi ekki haft mikið að segja i sterka norska vörn. Norski markvörð- urinn þurfti oft að bjarga vel, en afturá mótifékk norska liðið ekki eitt einasta tækifæri allan fyrri hálfleik leiksins. i seinni háifieik snerist dæmið við, Norðmenn sóttu mun meira, enda höfðu þeir nú vindinn i bakið. Norski markvörðurinn hafði litið aö gera þessar minútur. Fyrsta mark leiksins kom á 10.* minútu seinni hálfleiks. Einar Gunnarsson brá þá Jan Fuglset innan vítateigs, og vitaspyrna var sæmd. Úr henni skoraði Fuglset sjálfur án þess Þorbergur fengi vörnum við komið. Þrem minút- um siðar bættu Norðmenn við marki, Tom Lund frá 3. deildar félaginu Lilleström skoraði. A 38. minútu kom mark númer þrjú, og hafði islenzka vörnin þá varist af grimmd um nokkurn tima. Þetta þriðja mark lciksins skoraði Harry Hestad. Siðasta mark Norðmanna gerði svo Egii Johansen aðeins tveim minútum fyrir leikslok. Og á siðustu sekúndum leiksins lá knötturinn loks i norska markinu, nýliðinn Örn óskarsson skoraði þá eftir hornspyrnu, og eftir að knött- urinn hafði þvælst lengi fyrir framan markið. Þetta er undar- lcga árátta hjá Eyjamönnum, þeir skora alltaf I sinum fyrsta landsleik, samanber Tómas Pálsson I fyrra. i fréttaskeyti NTB er ekkert sagt um frammistöðu einstakra leikmanna islenzka liðsins. FRÉTTIR FRÁ BISLET: Ekki sýndi Islenzka iþrótta- fólkið neitt sérstaka frammistöðu á Bislet leikunum i gærkvöldi, nema hvað Þorsteinn Þorsteinsson náði ágætum tima i 800 metra hlaupi 1.51.5. Eriendur Valdimarsson kastaði 55,72 metra i kringlukasti, 8 metrum styttra en sigurvegarinn Ricky Bruch. Metin féllu hvert af öðru á Bislet i Osió i gærkvöldi, bæöi Norðurlandamet, landsmet og vallarmet. Attu þar Norðmenn i hlut i sumum greinum. Gær- dagurinn hcfur þvi verið mikili happadagur hjá Norðmönnum, þvi auk góðrar frammistöðu á Bislet sigruðu knattspyrnumann þeirra iandslið okkar 4:1 og hand- knattleikslandslið þeirra vann Svia f2:10. —SS. Getraunaseölar Getraunirnar eru nú vaknaðar af sumardvalanum, og hafa þær sent út seðla fyrir 20. ieikviku, en þar er um að ræða enska leiki sem fram fara 12. ágúst n.k. Getraunirnar byrja væntanlega i rólegheitum, en að venju eykst þátttakan mikið með haustinu. Ólympíulágmörkin: ADEINS VIKA TIL STEFNU Nú er aðeins vika til stefnu fyrir þá iþróttamenn islenzka sem glima við Ólympiulágmörk og hafa ekki náð þeim ennþá. Ólym- píunefndin þarf að ganga frá vaii sinu og tilkynna það út til Munchen fyrir 10. ágúst, eða fyrir fimmtudag i næstu viku. Verður val nefndarinnar þá væntanlega tilkynnt opinberlega. Nú hafa 23 islenzkir iþrótta- menn náð lágmörkum fyrir Ólympiuleikana, 16 handknatt- leiksmenn, 3 sundmenn, 2 frjáls- iþróttamenn og 2 lyftingamenn. Sumir iþróttamannanna hafa náð lágmörkunum tvisvar eins og Ólympiunefndin krefst, aörir að- eins eiuu sinni. llandknattleiksmennirnir 16 fara örugglega á leikana, sömu- leiðis Erlendur Valdimarsson 1R sem keppir i kringlukasti, Lára Sveinsdóttir A sem keppir I há- stökki, öskar Sigurpálsson A sem keppir í lyftingum og Guðmundur Sigurðsson A sem einnig keppir i lyftingum. Sundmennirnir hafa aðeins náð lágmörkunum einu sinni, Guðjón Guömundsson 1A i 100 og 200 metra bringusundi, Guðmundur Gislason A í 200 metra fjórsundi og Friðrik Guðmundsson KR i 1500 metra skriðsundi. Verið get- ur að ólympiunefndin taki þaö gilt þó þessir menn nái lágmörk- unum aðeins einu sinni, en þaö kemur væntanlega i Ijðs. Vrnsir íþróttamenn eru ennþá aö reyna við lágmörkin, og það iþróttamenn sem taldir voru i byrjun árs öruggir á Ólympiu- leikana. Má þar nefna Bjarna Stefáns- son KR, sem ekki hefur náð þvi formi i ár sem vonazt var eftir. Hefur Bjarni verið nokkuð langt frá sinu bezta i 400 metra hlaup- inu, og ekki náð að hlaupa undir 48 sekúndum, en lágmarkið er 47,5 sekúndur. Annar frjáls- iþróttamaður reynir einnig við lágmarkiö, Guömundur Her- mannsson KR kúluvarpari, en enn sem komið er vantar mikið uppá hjá Guömundi. i sundinu er Siguröur ólafsson A ekki langt frá Ólympiulág- marki, og verið getúr að hann bætist i hóp sundmannanna þriggja fyrir 10 ágúst. í lyftingun- um var Gústaf Agnarsson A ekki langtfrá lágmarkinu, en meiðsli i baki hafa komið i veg fyrir árang- ur hjá honum I sumar. —SS. KONSTANTINI ÚR LEIK Griska herforingjastjórnin hefur gert að engu vonir Kon- stantins fyrrum Grikkjakon- ungs um þátttöku i ólympíu- leikunum i sumar. Konstantin er sem kunnugt er mjög snjall siglingamaður, og vann til gull- verðlauna á leikjunum i Róm 1960. Skilyrði til þátttöku fyrir Grikkland voru þau, að Kon- stantin kæmi tii úrtökumóts i Grikkiandi, að öðrum kosti yrði hann ekki valinn. Þótt hann hefði feginn viijað fara til Grikklands, stóð honum það ekki til boða, þvi griska herfor ingjastjórnin vill ekki leyfa hom um að koma inn i landið. Föstudagur 4. ágúst 1972 9

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.