Alþýðublaðið - 10.08.1972, Síða 11

Alþýðublaðið - 10.08.1972, Síða 11
Kross- gátu- krílið /J>AWlWR/nfllHjR [J°'Lk 5/?/77 HL Þ/5/ s/m £LD FjftLL HRok/ ÚR KOrtUR. NfíR /UUH 7ftL T/tKI 'ftLfí HftS »R f ‘jkrit RRI LfíND JfíRÐ Ef/V/Ð Í RÝRft /nftL- HftTÝÐ VRS/EL %'LiK Lorr n ULLfíR Kfíbb! '°AÉTr t'ð/ A TRfíTft SToFft 3’ftLS mé RE/Ð mwR Sií: c • U) Sa' SSKiílTlQ'i'lr 5 U) C> )Q ■ ?o J5 *) ") t~ i . <)i S Mii \)0. v.toI'tl'SSSU'SC í> g) C: <id ^ r- X) J) S ^ DÁSAMLEGT LÍF lögreglubillinn fyrir utan húsið. Einn lögregluþjónanna dró upp minnisbók. Enginn hafði sagt honum neitt, svo að ég varð að byrja aftur: Hvit stigvél, rauð húfa, blá kápa, hvitar buxur. Hann hafði þykka hanzka á höndunum og átti erfitt með að skrifa. ,,Og aldur yðar.” „Tuttugu og sjö ára,” svaraði ég og æpti: „Eruð þér frá yður? Hvaða máli skiptir aldur minn?” Honum virtist sárna. „Afsak- ið frú. Ég set ekki reglurnar. Jæja, þá held ég, að allt sé komið." Hann lokaöi bókinni og gekk rólega að bilnum. Hvað átti ég að gera nú? Ég hljóp nokkur skref niður götuna, framhjá húsinu, staðnæmdist og sneri við. Ef til vill ætti ég að hringja fyrst. Ég hljóp upp tröppurnar. Um leið og ég snerti núninn, heyrði ég til hennar og ég opnaði dyrnar hranalega. Hún lá á gólfinu i anddyrinu, og andlit hennar nam við óhreint gólfið. Hún grét með sárum ekka barns, sem hefur grátið lengi. Ég settist á kalt gólfið við hlið hennar og vafði hana örmum. Hún hafði gegnvætt buxurnar, sem voru orðnar kaldar, og sjálf var hún isköld. Hún barðist við að ná and- anum. „Ég ga-ég gat ekki—” Ekkasogin þögguðu niður i henni. „Ég skil. Svona nú, ég skil þetta.” Ég leit á klukkuna. Hálf þrjú. Tveiri timar. Það urgaði i loku og skrölti i keðju og dyr frú Lowry opn- uðust, og rétt grillti i augu henn- ar i rifunni. „Frú Lowry,” hrópaði ég. „Voruð þér heima? Hún er búin að vera hérna svo lengi. Hvers vegna hleyptuð þér henni ekki inn? Þér hefðuð getað hringt bjöllunni fyrir hana. Þér vitið, að hún nær ekki til hennar. Heyrðuð þér ekki, að hún grét?” Eftir langa þögn tók hún til máls, og ég heyrði rödd hennar i fyrsta sinn, frá þvi að við flutt- umst i húsið. Hún sagði: „Ég vildi ekki blanda mér i þetta, frú Eld- ridge. Ég hugsa bara um mig.” „Gamla, mýbitna leðurblaka! hrópaði ég og staulaðist á fætur og lyfti Jane upp. „Ég vona, að þér mjaðmarbrotnið. 1 baðinu. Og ég vona, að þér liggið þar hrópandi á hjálp, þar til þér drepizt úr hungri!” Dyrnar lokuðust. Ég hringdi bjöllunni, sem var þrjátiu senti- metrum ofan seilingar Jane. Frú Brock kom fram á stiga- skörina og horfði niður til okkar. „Guði sé lof, að þér funduð hana,” hrópaði hún. áhyggj- urnar voru næstum búnar að gera út af við mig.” Innan úr ibúðinni að baki hennar glumdi hláturinn úr sjónvarpinu eins og grjótskriða. Hún hefði getað farið niður til þess að athuga, hugsaði ég. En henni hafði verið sagt að sitja og biða eftir að dyrabjöllunni yrði hringt, og þvi sat hún og beið eftir hringingunni. Ég slökkti á sjónvarpstækinu. „Þér megið fara heim núna, frú Brock,” sagði ég. Jane var óhrein og grátbólgin, og tennurnar glömruðu i munni hennar. Ég klæddi hana úr votum fötunum og vafði ábreiðu utan um hana og lét vatn renna i baðkerið. Lungnabólga byrjar með skjálfta. Brjósthimnubólga byrjar með verk i siðunni. Ö, Jane, hvers vegna sagðir þú ekki bilstjóranum, að þú næðir ekki til bjöllunnar? Hvers vegna baðstu hann ekki að hringja fyrir þig? Hvernig gat hún gert það? Hann var bilstjórinn, fullvaxinn maður, sem hafði verið trúað fyrir Jane, sem varð að sæta þeim kostum, sem hann bauð. Og frú Lowry lokaði sig inni eft- ir að hafa aðgætt, hvað um var að vera, og lá á hleri inni i ibúð sinni. Ég setti kakóbolla hjá baðker- inu og batt bláum borða um hár hennar. „Drekktu það allt,” sagði ég, fékk henni plastbátana og end- urnar, gekk út og lokaði dyrun- um á eftir mér til aö hleypa ekki út heitri gufunni. Ég varð að hringja til skrif- stofunnar. Hnén kiknuðu undir mér, og ég fór að skjálfa. Ég Smásaga eftir Barböru Holland — 4 komst að legubekknum og sett- ist varfærnislega á brún hans og hélt mér fast. Ég þorði ekki að hreyfa mig. Mér leið eins og linudansara, sem hefur leikið listir sinar árum saman einn og litur skyndilega niður og sér mann- fjöldann stara á sig opnum munni. Ég hélt mér fast við legubekk- inn meðan sviminn leið hjá, og mér varð óglatt. En ég vissi, hvað ég varð að gera, og ég varð að styðja við hönd mina til þess að gera það. Ég hringdi i simanúmer Jerrys. Er ég hafði fengið samband við einkaritara hans gegnum skiptiborðið, fór að draga úr svimanum, og er hún hafði gefið mér samband við hann og hann tekiö upp símtólið. var ég hætt að skjalfa og byrjuð að gráta. SöGULOK innar án þess að geta um þjóð- erni hans. Dulac læknir truflaði sam- ræður þeirra með þvi að koma og tilkynna Tommy að honum hefði verið útvegað sjúkraliðs- starf sem .Totentrager og .Pfleger! Hann átti að starfa með þeim Fauvage og Foulquier og myndu þeir setja hann inn i starfið og skyldur hans gagnvart lifendum og dauðum. Hið ógeðfellda starf hans við likburð frá sjúkraskýlinu hófst þegar og breyttist aldrei allan timann, sem hann var i Gleina. Fyrst gerðist það að SS „heil- brigðsifulltrúinn” Grosser yfir- foringi kom með tengur og kippti öllum gullfyllingum úr munni þeirra, sem látizt höfðu yfir nóttina. Yeo-Thomas og Foulquier báru siðan likin að litlum kofa sem notaður var sem likhús. Þar voru likin færð úr skitugum görmunum en sið- an staflað upp á þau sem fyrir voru, oft græn af rotnun. Stund- um var likhúsið svo fullt, að þeir urðu að standa á gömlum likum til að geta smeygt hinum nýrri innfyrir. En aldrei gerði þetta hryllilega starf þá kalda og kærulausa. Að visu gátu þeir ekki „veitt þeim öllum nábjarg irnar”, segirTommy, en i hvert sinn og þeir höfðu troðið nýju liki á sinn stað i hrúgunni tóku þeir ofan frollur sinar og stóðu um stund hljóðir i sömu sporum þrátt fyrir formælingar og spörk varðanna. Skyldustörf Tommys i þágu þeirra sem eftir lifðu voru ekki siður ömurleg. Sem sjúkraiiði varð hann að hlúa að hinum sjúku i margvislegu og ógeðs- legu böli þeirra. Vegna næring- arskorts höfðu sumir kýli á stærð við' litla melónu sem spýttu greftri heilan metra þeg- ar þau voru opnuð og skildu eftir hnefastóra holu. Á sumum hafði bjúgur étið allt hold af beinun- um svo skein i þa »r. 1 tvö skipti tóku þeir Fv.uiqú!er lif- andi menn fyrir lik i misgrii og báru þá til likhússin' sem þeir urðu að færa þá tötrana þegar þeir urðu viö veikan hjartsláttitin og ue þá til baka svo ^ gætu dáiö meðal hinna sem tnn . oru með lifsmarki. Hann hélt nú áfram ieiö sinni og borðaði einn og einn tening af brauði i einu. Hann varð að tyggja vandlega hvern bita áður en hann gæti kyngt honum. Af vininu varð honum betra en brauðinu, en hann ásetti sér að treina það og skammta sjálfum sér þrjá sopa daglega. Jafnvel þegar byrjaði að rigna og sjúk- dómurinn ásótti hann með : I endurnýjuðum þunga, stóð hann i j við þennan ásetning sinn . ( Smám saman varð erfiðara að finna felustaði og eftir þvi sem húsum fjölgaði varð honum ljósara að hann var kominn inn á þéttbýlissvæði. Eftir að hafa sneitt hjá nokkrum þorpum kom hann i skóg og þar afklæddist hann og þvoði sér i litilli á. En enda þótt hann hresstist nokkuð við það varð honum kaldara en áður þegar hann fór aftur i rök fötin og vegna þess að hann var of máttfarinn og þjáður til að berja sér eða hlaupa um sér til hita, fékk hann sér vinsopa og hnipraði sig saman undir ungu tré. Þegar hann vaknaðí var enn dimmt en það var hætt að rigna. Hann át fáeina brauðmola, fékk sér sopa af vininu, lagði af stað og reyndi að taka mið af föln- andi stjörnunum. Um sólarupp- rás fór hann niður bratta brekku og kom aö molnuðum múrvegg, sem virtist ná langar leiðir til beggja handa. Hann heyrði hvergi hljóð og klöngraðist yfir múrinn. Hinum megin við hann kom hann að rústum Yeo-Thomas verksmiðju, sem auðsjáanlega hafði eyðilagst i sprengjuárás. En handan við verksmiðjuna var múrveggurinn heill og hlið in læst, svo hann varð að klifra yfir og neytti til þess allra sinna krafta. Vegurinn, semhann kom nú á var auðsjáanlega aðal um- ferðaræð og hann tók að litast um eftir vegvisi. Vegvisinn fann hann og á honum stóð: CHEMNITZ 2 Km. Hann hafði miðað langtum nákvæmar en hann hafði þorað að gera sér vonir um. Nú þurfti hann ekki annað að gera en halda áfram i vesturátt. Chemnitz var of stór til að hann gæti eytt tima i að sneiða hjá henni svo hann hélt áfram beint af augum, uppörvaður af ratvisi sinni, ákveðinn i að kom- ast gegnum borgina áður en birti alveg. Um leið og hann kom að borgarmörkunum gat hann séð að borgin hafði orðið illa úti i sprengjuárásum: alls- staðar voru rústir, þaklaus og gluggalaus hús stóðu eins og beinagrindur i daufri morgun- skimunni og eftir drungalegum götunum kom tötrum klætt fólk með fötur og brúsa, of niður- sokkið i leit sina að vatni til að taka eftir útliti ókunnugs manns sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma var i sama báti og það sjálft. A göngu sinni um borgar leifarnar heyrði hann mælt á frönsku og tók eftir að sumir þeirra sem framhjá fóru voru franskir striðsfangar eða franskir verkamenn og fóru hvorir tveggja frjálsir ferða sinna, um skuggalegar göt- urnar. Þessi uppgötvun kom honum vel þegar hann var sloppinn far- sællega gegnum borgina og Fimmtudagur 10. ágúst 1972 11

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.