Alþýðublaðið - 18.08.1972, Side 1

Alþýðublaðið - 18.08.1972, Side 1
NYJASTA NYTT I BERNHOFTSTORFU MALINU RÁBHERRA BÍÐUR EFTIR BORGARRAÐI OG BORG- ARRÁD EFTIR RÁÐHERRA Einhver misskilningur virðist vera kominn upp milli ólafs Jóhannessonar, forsætisráð- herraiog borgarráðs i sambandi við tilboð Arkitektafélags islands um lagfæringu Bern- höftstorfunnar rikinu að kostnaðarlausu. Alþýðublaðið hafði samband við forsætisráðherra i gær og sagði hann, að enn væri ekki búið aö ganga frá svari, þar sem beöið væri eftir áliti frá borgar- rðði vegna málsins. Frá borgarráði höfum við hins vegar þær fregnir, að þaðan væri ekki álitsgerðar að vænta fyrr en forsætisráðherra er búinn að tjá sig um málið. Má þvi búast við, að enn eigi eftir að liða nokkrir dagar áður en þetta kemst á hreint. Eins og Alþýðublaðið hefur skýrt frá er 20 manna hópur reiðubúinn til þess að hefja störf strax i dag, er jákvætt svar fæst, en það verður semsagt bið cftir svari. Alþýðublaðið hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að rikið sé þvi fylgjandi, að torfan verði rifin. í borgarráði mun hins vegar vera meirihluti fyrir þvi að Bernhöftstorfan fái að standa. MEXIKO- MAÐURINN m MEÐ OKKUR Fjórtán af fimmtán dómurum við alþjóðadóm- stólinn i Haag samþykktu „lögbann” á útfærslu fisk- veiðilandhelginnar við island. Eftir þvi sem blaðið kemst næst var Luis Padilla Nervo frá Mexico sá dómaranna, sem greiddi atkvæði gegn þessum bráðabirgðaúrskurði gegn lifshagsmunum islend- inga. Hér á eftir fer listi yfir dómarana, sem sæti eiga i alþjóðadóminum: Forseti dómsins er Sir Muhammed Zafrulla frá Pakistan, en varaforseti er Foud Ammoun frá Libanon. Aðrir dómarar eru: Sir Gerald Fitzmuarice frá Bretlandi, Luis Padilla Nervo frá Mexico, Isaak Forster frá Framhald á bls. 8. UTANRIKISRAÐHERRA: Vlfl MflTMÆ 1 iiu” „¥IU ivlUllvlH ■LUm Alþjóðadómstóllinn i Haag kvað upp i gær bráðabirgðaúr- skurð með fjórtán atkvæðum gcgn einu um „lögbann” á út- færslu islenzku fiskveiðiland- helginnar 1. september. (Jr- skuröur þessi er kveöinn upp á grundvelli óska rikisstjórna Bretlands og Vestur-Þýzka- lands, en islendingar hafa sem kunnugt er mótmæit þvi, að dómurinn hafi lögsögu i málinu. í niðurstöðum Haag- dómstólsins segir, að íslending- um sé óheimilt að beita reglu- gerðarákvæðum þeim, sem gefin voru út 12. júli s.l. um út- færslu fiskveiðiiandhelginnar, á nokkurn hátt gegn brezkum og vestur-þýzkum fiskiskipum, sem veiðar stunda utan tólf sjó- milna markanna. Einnig segir i úrskurði dóm- stólsins, að islendingum sé óheimilt að beita vaidi gagnvart brezkum og vestur-þýzkum fiskiskipum, áhöfnum þeirra eða öðrum aðilum, sem tengdir eru útgerð skipanna, þó svo að veiðum „utan tólf milna markanna”. Mælir Ilaagdómstólinn svo fyrir við hlutaðeigandi aðila i landhelgisdeilunni, að þeir beiti ekki neins konar valdi hver gcgn öðrum. Þá úrskurðar alþjóðadóm- stólinn einnig með sama at- kvæðafjölda og áður greinir, fjórtán atkvæðum gegn einu, að fiskveiöar Breta á islandsmið- um (og er þá átt við svæðið milli 12 og 50 milnanna) skuli tak- markast við 170.000 tonn á ári, en fiskveiðar Vestur-Þjóðverja á sama veiðisvæði við 119.000 tonn á ári. Eins og kunnugt er höföu Bretar boðizt til þess að tak- marka veiðar sinar hér við land við 185 þúsund tonn á ári. i niðurlagi dómsniður- staönanna segir, að að bráða- birgðaúrskurð þennan megi endurskoða, ef einhver hlutaöeigandi aðila krefjist þess, og skal sú endurskoðun fara fram fyrir 15. ágúst 1973, viðkomandi skip hafi verið á nema dómstóllinn hafi fellt endanlegan dóm fyrir þann tima. i dag fyrir hádegi fer fram rikisstjórnarfundur um niður- stöður Haagdómstólsins og strax að honum loknum verður landhelgisnefndin köliuð saman til fundar, en i henni eiga sæti fulltrúar allra þingflokka. í gær höfðu engin svör fengizt frá brezku rikisstjórninni varðandi siðustu tillögur isienzku rikisstjórnarinnar frá II. ágúst s.L, en þær fela i sér nokkrar tilslakanir frá fyrri til- boðum islendinga i viðræðunum við Breta um fiskveiöiréttindi þeirra hér við land eftir útfærslu f isk v c iðila nd helgi nna r 1. september n.k. Enn er þvi óvist, hvort frekari viðræður verða við Breta fyrir 1. september. Eins og kunnugt er hefur utanrikisráðherra marglýst þvi yfir, að af islands hálfu sé litið svo á, að viðræðun- um sé ekki lokið, og að islenzka rikisstjórnin sé reiðubúin til að halda þcim áfram. Framhald á bls. 4 EINN SAMBÆRILEGUR DOMUR ER TIL 06 ÞÁ NEYDDIST DÓMSTÓLLINN TIL AO TAKA ORD SÍN AFTIIR Bráðabirgðaúrskurður sá, scm kveðinn var upp i Haag i gær i landhelgismálinu, er ekkcrt einsdæmi i sögu alþjóða- dómstólsins. Arið 1951 kvað hann upp sambærilcgan bráða- birgðaúrskurð i deilu milli Breta og tranbúa, sem var iran- búum mjög i óhag. Nákvæm- lega ári siðar komst alþjóða- dómstóllinn hins vegar að þeirri niðurstöðu, að hann hefði ekki lögsögu i málinu. ; Arið 1951 voru samþykkt i tran lög um þjóðnýtingu oliuiðn- aðarins. Heis deila milli tran- búa og Breta vegna lagasetn- ingarinnar. 5. júli — eða fimm dögum eftir að brezka rikisstjórnin óskaði cftir bráðabirgðaúrskurði al- þjóðadómstólsins, sem kæmi i veg fyrir gildistöku þjóðnýt- ingaráformanna — kvað dóm- stóllinn upp úrskurð um sér- stakar bráðabirgðaráðstafanir og var úrskurðurinn mjög óhag- stæður hagsmunum iranbúa. 22. júli 1952 — eða nákvæm- lega ári siðar — kvaö alþjóöa- dómstóllinn hins vegar á um það, að hann hefði ekki lögsögu í málinu. STARFSMENN GÆZLUNNAR: VUA BÆTTA STARFS ADBÚB Starfsmannafélag Landhelgis- gæzlunnar hcfur ■ bréfi til Ólafs Jóhannessonar, dómsmálaráð- herra, sctt fram ýmsar kröfur um stórbætta vinnuaðstöðu vegna fyrirhugaðrar útfærslu landhelg- innar 1. septembcr. Fulltrúar frá starfsmannafél- aginu áttu fund mcð ráðherra á þriðjudag, þar sem þessi mál voru rædd. Engin ákveðin niöurstaða fékkst á þcssum fundi, en einn af yfirmönnum Landhelgisgæzlunn- ar sagði i samtali við blaðamann Alþýðublaðsins i gær, að það yrði islcnzku þjóðinni mikil hneisa ef ekkert verður gert í málinu. Ilann vildi ekki nefna nein atriði, sem rædd hafa verið, þar sem málið væri á frumstigi, en hann lét á sér skilja. að miðað við óbreyttástand væri það gjörsam- lega útilokaö fyrir Landhclgis- gæzluna að sinna sinu hlutverki sómasamlega, ef ekkcrt veröur gert til úrbóta, „áður en slys vcrður”, eins og hann orðaði það. Ilann bætti þvi við, að i dag væri Landhclgisgæzian ekki einu Framhald á bls. 8. ER ISLENZKIFISKISKIPAFLOTIHH AD GLATA ALLRI VÁTRYGGINGU? Illa horfir nú fyrir Vátrygg- ingasjóði islenzkra fiskiskipa. Káðstafanir sjávarútvegsráð- herra vegna karfamálsins sviptu sjóöinn tckjum sem nema 10 milljónum króna, og var þó greiöslugeta sjóðsins nógu bág- borin fyrir. Sjóðurinn er stórskuldugur við flest tryggingarfélög landsins, og dæmi eru til þess að hann sé 10 mánuðum á eftir áætlun með greiðslur til tryggingarfélaga. r Sumum tryggingarfélögum hefur sjóðurinn ekki greitt grænan eyri á þessu ári. A þessum atriðum fékk blaðið staðfestingu, þegar það ræddi i gær við formann sjóðsstjórnar, Jón Erling Þorláksson trygginga- fræðing og Sigurð Jónsson fram- kvæmdastjóra Sjóvátryggingar- félags tslands. Vátryggingarsjóður islenzkra fiskiskipa greiðir iðgjöld af tryggingum islenzka fiskiskipa- r SJOÐURINN SEM GREIÐA A flotans. t sjóöinn renna 82% af út- gær, sagði Sigurður Jónsson flutningsgjöldum sem lögð eru á frainkvæmdastjóri Sjóvátrygg- flestar útfluttar sjávarafurðir. ingarfélagsins að ástandið færi Undanfarin ár hefur þróunin stöðugt versnandi, og væri af orðið sú, að sjóðurinn hefur átt æ þessu ákaflega mikið óhagræði erfiðara með að standa i skilum fyrir tryggingafélögin. Sagði við þau tryggingafélög sem taka Sigurður, að sjóðurinn væri t.d. 10 að sér að tryggja fiskiskip. Hefur mánuðum á eftir meö greiðslur þctta ástand farið versnandi ár núna, og hann væri ennþá að frá ári, og skuidahali sjóösins við borga iögjöld fyrir árið 1971. tryggingarfélögin er alltaf að Engan eyri hefur sjóðurinn iengjast. borgað af iðgjöldum þessa árs. í samtali við Alþýðublaðið i „Astandiö hefur verið slæmt, IÐGJÖLDIN KOMINN í MIKIL og varla kemur það til með að batna við þessar nýju ráðstafan- ir”, sagði Sigurður Jónsson. t samtali við Alþýðublaðið i gær, staðfesti Jón Erlingur Þor- láksson formaður sjóðsstjórnar frétt blaösins. Sagði Jón að þvi væri ekki að neita að sjóðurinn stæöi höllum fæti fjárhagslega, og hann hafi átt i erfiðleikum, með að standa i skilum við trygg- ingarfélögin. Framhald á bls. 8. VANSKIL

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.