Alþýðublaðið - 20.08.1972, Blaðsíða 1
Þrátt fyrir Spasski og Fischer, þá er þetta skákstjarnan i ár: Guðiaug Þorsteinsdóttir i Kópavogi.
SKÁK, SKATTUR OG SKRÝTIN VIÐSKIPTI
ÞAÐ ER leiðinlegt til þess að
vita að sá hugsunarháttur skuli
virkilega vera til að menn óski
þess að verðlaunafé skákeinvigis-
ins verði skattlagt hér á landi.
Þessari hugmynd var hreyft i
þætti i útvarpinu i fyrri viku, og
opinberir aðilar hafa staðfest að
verði ekki annað úrskurðað muni
svo gert.
Fyrir utan það að fordæmi fyrir
slikri skattlagningu er vart til, þá
yrði slikt einungis hnekkir fyrir
okkur, og til þess eins að okkur
yrði aldrei framar treyst til að
annast framkvæmd hliðstæðra
stórviðburða. Við kæmumst sem-
sé á svartan lista,.ekki einungis
hjá skáksamböndum um allan
heim, sem ekki sæju sér fært að
senda hingað menn á skákmót,
heldur mætti ætla að i sambandi
við ráðstefnur, kaupstefnur og
hliðstæð alþjóðleg mót, sem hér
ætti að halda, yrðum við tor-
tryggðir.
Og hvenær hefur sænska rikið
skattlagt fé nóbelsverðlauna-
hafa? Hvenær hafa erlend riki
skattlagt islenka styrkþega? Er
yfir höfuð til nokkuð fordæmi
nokkursstaðar i heiminum um
skattlagningu sliks verðlauna-
fjár?
Vegna þess að ýmsir eru i
óvissu um réttmæti væntanlegrar
skattlagningar er það krafa að
opinberir aðilar geri hreint fyrir
sinum dyrum varðandi þetta mál.
ÖÐRU ATRIÐI varðandi skák-
einvigi aldarinnar er rétt að gefa
gaum. Það eru viðskipti skák-
sambandsins við bissnissmann-
inn Chester Fox frá New York.
Hvor aðilinn ætlaði að græða á
hvorum, Fox eða SSl? Og hvernig
stóð á þvi að samið var við Fox án
þess að samráð væri haft við aðra
aðila, sem hugsanlega hefðu
getað séð um framkvæmd
myndatöku og sölu myndaefnis?
Chester Fox hefur ekki einungis
verið staðinn að þvi að hafa ætlað
að hagnast á atriðum, i blóra við
stjórn skáksambandsins, sem
honum var ekki ætlað að hagnast
á, heldur virðist forseti skáksam-
bandsins gleypa hráar allar þær
tölur, sem Fox gefur honum, svo
sem þær að útlagður kostnaður
hans við myndatökuna hafi um
siðustu mánaðarmót verið orðinn
sjö milljónir.
Nú hefur þessi sami Fox stefnt
Bobby Fischer og krafizt riflega
150 milljóna i skaðabætur fyrir
tekjumissi, sem Fischer á að hafa
valdið með þvi að fallast ekki á
kvikmyndatöku i salnum.
Skáksambandið ætlar hins
vegar að leita á náðir islenzka
rikisins og fá þar a.m.k. fimm
milljónir til að borga hallann á
einviginu.
Þetta finnst manni i fljótu
bragði einkennileg viðskipti, og
þar sem ætlunin er að islenzkir
skattborgarar beri hallann, þá
væri ekki úr vegi að krefja skák-
áambandið nákvæmra upplýs-
inga um alla samninga þess við
Chester Fox.
Bjarni Sigtryggsson: UM HELGINA
SUNNUDAGUR 20. AGÚST 1972 — 53. ARG. 186. TBL,
1