Alþýðublaðið - 20.08.1972, Page 2
ekki
□ □ Eruð þér einn af
þeim sem les njósna-
sögur? Ef svo, þá er-
uð þér i góðum fé-
lagsskap. Vasabæk-
urnar sem innihalda
slíkt efni seljast eins
og heitar lummur, og
ekkert útlit er fyrir
minnkandi sölu.
□ □ En trúið þér því
sem þér lesið? Lík-
lega ekki, efnisþráð-
urinn er svo hug-
myndaríkur og stór-
kostlegur, að þér
gleypið það ekki
hrátt, svona án skýr-
inga. Enda skeður
svona lagað ekki i
raunveruleikanum,
eða hvað?
□ □ Allt bendir til
þess, að okkur er
óhætt að fara að taka
þessar vasabækur að-
einsalvarlegar en við
höfum gert, þvi nú er
sú öld upp runnin, er
öryggislögreglur
allra landa teygja
anga sina um allan'
heim eins og risavax-
inn kolkrabbi. Og það
eru til raunverulegir
menn, sem ferðast
um heíminn með
skirteini upp á vas-
ann, þess eðlis, að
þeir hafi rétt til þess
að drepa.
Þeir atburðir gerast i
kringum okkur sem venju-
legt fólk grunar ekki að sé
til. Sá undirheimur er til,
að allt er gert til þess að
hylja það að enginn fái
nokkra vitneskju um að
hann sé til, nema þeir sem
hans njóta. Viö sjáum
þennan heim, James Bond
og félaga á kvikmynda
tjaldinu og iesum um hann
i bókum. En vogi einhver
að halda þvi fram, að það
sem þar sést sé sannieik-
anum samkvæmt, er hann
álitinn eitthvaö skrýtinn.
— Þetta er of ótrúlegt,
— er sagt.
— Svona lagað skeður
ekki. —
— Það var gaman að sjá
þessa mynd, eða lesa
þessa bók, en að þessu
fylgi einhver aivara, það
er af og frá.
Enginn biaðamaður fær
að fara yfir landamærin
og inn i heim njósnaranna,
né fær hann leyfi tii þess
að hafa viðtal við ekta
njósnara. Astæðan er ein-
föld.
Svo lengi sem fólk álitur
að njósnarinn sé ekki til,
hefur hann beztan starfs-
frið. Einnig er það talið
bezt að almenningur viti
sem minnst um slika hluti,
og jafnvel stjórnmála-
mennirnir fá sem minnst
að vita.
Ekki eingöngu 007
En öryggislögreglan er
við lýði, og nóg er til af
njósnurum. Og sé maöur
snjall, er hægt að komast
að þvi hvernig ,,ofur-
mennin” vinna, að vissu
marki.
bað eru ekki allir stjörn-
ur á borð við James Bond,
sem vinna i hinum myrkv-
aða heimi njósnaranna.
bað vantaði nú bara.
Neðstir i stiganum eru
heima-njósnararnir, þaö
er að segja, þeir sem
njósna um eigin lands-
menn, og það fólk sem tal-
ið er hættulegt öryggi við-
komandi lands.
Vitaskuld er hægt að rif-
ast um það hvað skapi
„hættu” en það er önnur
saga. öryggislögreglan,
er i þvi tilfelli það afl, sem
hefur auga með öilu siiku,
og kemur i veg fyrir hlut-
ina, ef eitthvað ætiar að
fara úrskeiðis.
Bezta dæmið um starf-
semi heima-njósnarans
sjáum við i Grikklandi,
þar sem þúsundir af ibú-
um, hafa verið handteknir
á s.l. árum, og sendir i
fangabúöir á eyjunum
Jaros og Leros. Margt af
þessu fólki, sem handtekið
hefur verið, hefur aldrei
brotið neitt af sér, allt sitt
lif. bvi ættu yfirvöld varla
að vita um tilvist þess.
En þegar Ofurstarnir
gerðu byltinguna, horfu
skyndilega hópar af þessu
„óþekkta” fólki. Svo virt-
ist sem það hefði ekkert til
saka unnið, eða það var
áiit almennings. öryggis-
lögreglan hafði annað álit
á málunum.
Þeir eru
út um allt
1 Grikklandi kom nefni-
lega upp skritin taflstaða,
þá er byltingin átti sér
stað, sem vert væri að at-
huga aðeins. Hiö trygga
þjóðfélag, sem fólk hafði
lifað i, var heillum horfiö,
allt var orðið óöruggt, og
allt gat skeð.
betta var þaö sem hinir
nýju valdhafar óskuðu
ekki eftir. bvi var um að
gera að ná á sitt vald
mönnum sem voru með
þannig stjórnmálaskoðan-
ir, að hægt hefði verið að
sveigja þá til gagnbylting-
ar. Og hvar er svo hægt aö
fá vissu fyrir stjórnmála-
skoöunumfólks'ÍAuðvitað i
skjalaskáp öryggislög-
reglunnar. bað var langt
siðan öryggislögreglan
hafði fengið sinar upplýs-
ingar, þvi var bara að
finna nafnið þá voru allar
upplýsingar klárar.
f dag er öryggislögregl-
an þekkt staöreynd, einnig
meðal Grikkja. bvi hvilir
ekki jafn mikil leynd yfir
störfum heima-njósnarans
og hér áður fyrr, ásamt
þvi að þeir eru orðnir
miklum mun fjölmennari.
beir eru út um allt, i
strætisvagninum, á vinnu-
stað eöa i leikhúsinu. beir
finnast i hópi húsmæðra
eru i trúarbragðahópum,
jafnvel þinn bezti vinur
gæti verið heima-njósnari.
Allt sem sagt er heyrist,
og er jafnvel skrifað niður.
Og hólfin i skjalaskápnum
fyllast jafnt og þétt.
Hneyksli
i Beirut.
Við skulum fara aðeins
upp i mannvirðingastiga
njósnaheimsins, og kikja á
hina virkilega stóru karla i
faginu.
Upp úr áramótum i
fyrra, fannst bandariskur
CIA-njósnari hangandi á
löppunum út um glugga á
ibúð nokkurri i Beirút.
Hann hafði veriö myrtur.
Af margvislegum
ástæðum, hefði mátt ætla
að þetta væru stórkostleg-
ar fréttir. En blöð i
Libanon nefndu morðið
ekki á nafn, hvað þá ann-
að. bað var bara i stjórn-
málaheiminum sem
morðið vakti athygli og
hneyksli.
bað komst sem sé upp,
að bandariska sendiráðið i
Beirut var miðstöð fyrir
starfsemi CIA i Austur-
löndum nær.
Hvernig gat slikt skeð
án þess að fólk tæki við
sér.’
Ofur einfalt. bað var
ekkert nefnt i blöðunum
um þetta, né tók nokkur
stjórnmálamaður sig til og
reyndi að upplýsa málið.
Opinberir embættismenn
hreyfðu sig ekki og málið
var þaggað niöur með
mútum og álika aðferðum.
CIA stærst.
Sannleikurinn er sá, að
hvorki Graham Greene,
Alfred Hitchcock né Ian
Felming hefðu getað hnoð-
aö saman sögu, sem var
jafn spennandi og torráðin
eins og sú, sem skeði i
Beirut. Allir helztu stjórn-
málamenn i Libanon á-
samt æðstu embættis-
mönnum, voru á einhvern
hátt viðriðnir þessa at-
burði. Og svo djúpt voru
sumir sokknir, að það er
alveg óskiljanlegt. Og bak
við allt saman standa svo
Bandarikin með sitt full-
komna njósnanet.
Stærðin á starfsemi CIA
er óhugnanleg og á launa-
skrá þeirra eru tugir þús-
unda manna um allan
heim. Sérfræðingar álita
að CIA séskrefinuá undan
hörðustu keppinautum
sinum, öryggislögreglu
Rússlands, þegarum er að
ræða uppbyggingu njósna-
kerfis Angar CIA teygja
sig um allar jarðir, og
njósnarar þeirra eru þar
sem sizt skyldi ætla. Fyrir
nokkrum árum sannaðist
það, að CIA lét fé af hendi
rakna til æskulýðsstarf-
semi um allan heim. Var
jafnvel álitið að islenzk
samtök hefðu þegið fé af
CIA, en fyrir þvi fengust
aldrei sannanir.
Auöugastir
CIA starfar mikið undir
diplomatiskri vernd. I
hvert skipti er CIA njósn
ari hefur framkvæmt eitt-
hvert verkefni og eitthvað
hefur flotið upp á yfirborð-
ið, er það verk sendiráðs-
starfsmanna að skafa yfir
skitinn. Njósnarinn
hverfur, án þess að nokk
ur taki eftir þvi, eins og
vera ber.
Margir af starfsmönn-
um bandariska utanrikis-
ráðuneytisins hafa horn i
siðu CIA, þvi það er oft á
tiðum erfitt að gefa skýr-
ingar á hinum ýmsu vof-
eifilegu atburðum, sem
eiga sér stað i kjölfar
njósnarans. Og fyrir menn
sem hafa gengið i utan-
rikisþjónustuna til þess að
komast til æðstu metorða,
er það hábolvað að það
komi blettur á starfsferil
inn.
— bess fyrir utan, —
skrifaði Ambassador USA
Grikklandi, — er fjárhæð
sú sem CIA njósnararnir
fengu til ráðstöfunar,
miklu hærri en sú er sendi-
ráðið fékk. bó var það
sendiráðið sem var um-
boðs og milligönguaðilinn
við Bandarikin....
Og hræddastir.
bað er ekki svo auðvelt
að leiða hugann frá Grikk-
landi þegar talað er um
CIA. beir voru á kafi i
byltingunni. Ef kosningar
hefðu farið fram, fljót
lega eftir valdaránið, eins
og til stóð, er það talið
nokkuð öruggt, að
Papandreou flokkurinn
hefði unnið þær. betta
vissi CIA og þvi var önnur
ákvörðun tekin og njósna-
leikurinn i fullum gangi. t
dag er Grikkland bundið
Atlantshafsbandalaginu
sterkari böndum, en
nokkru sinni fyrr. Og ör-
uggt má það teljast, aö nái
Papandreou aftur völdum,
verður það ekki af tilviljun
einni saman.
bað er sárasjaldan sem
Bandarikin notast við inn-
rás ef þau ætla að ná völd-
um i hinum ýmsu rikjum.
Slikt er ekki nauðsynlegt
þvi CIA treður sér inn um
bakdyrnar, og styður
rikisstjórnir þar sem við
á, og fellir þær þar sem við
á.
beir hershöfðingjar,
sem stjórna hægri sinnuð-
um rikjum i Suður-
Ameriku, geta treyst á
stuðning CIA til dauða-
dags. Sama gildir um
rikisstjórn Suður-Viet-
nam, svo framarlega sem
hún verði Bandarikjunum
trú. Rikisstjórn Chile nýt-
ur einskis nema van-
trausts frá Washington,
enda er forseti Chile
sósialisti, og það er illa
þokkuð stefna af CIA.
Máske verður eitthvað
gert i málunum innan tið-
ar.
CIA vildi
myröa Nasser.
bað eru til margar að-
ferðir við að fá vilja sinum
framgengt, og CIA njósn-
urum er greitt fyrir að
vera harðir og grófir, og
nota sér öll ráð til fram-
dráttar. bað land er ekki
til, sem CIA hefur ekki
áhuga á, en sum hafa
meiri þýðingu en önnur.
' ;
Nú er lokið átta stigamótum
G.S.t. og eru aðeins tvö eftir, þ.e.
Jaðarsmótið á Akureyri nú um
næstu helgina 19.-20. ág. og S.R.
mótiö þ. 26. og 27. ág. hjá Leyni á
Akranesi. bað er þvi ekki ljóst
fyrr en um næstu mánaðamót,
hverjir skipa 10 manna landsliðs-
úrvalið, sem landslið Islands i
golfi verður valið úr til 15. júli
næsta sumar.
Eitt er þó fullvist, að margir af
efnilegustu ungu mönnunum
verða i úrvalinu og er fyrirsjáan-
legt, að allnokkrir góðir og reynd-
ir kylfingar, sem hafa staðið sig
vel á undanförnum árum, komast
ekki i 10 manna liðið. Má t.d.
benda á menn, eins og Atla Aðal-
steinsson og Jón Hauk Guðlaugs-
son úr Vestmannaeyjum, ólaf
Bjarka Ragnarsson o.fl.
Mörgum hefur reynzt erfitt að
elta þessi mót uppi um allt land,
jafnvel hér við Faxaflóann, þar
sem boðið er upp á 6 mótanna i ár.
Ég tel, að mótin hafi verið of
mörg og of þétt i byrjun sumars,
eins og sést á þvi að öllum
stigamótum er lokið þegar 27.
ágúst. Fæstir eru komnir i góða
MARGIR AF EFNILEGUSTU UNGU
MUNNUNUM VERÐA í ÚRVALINU
2
Sunnudagur 20. ágúst 1972