Alþýðublaðið - 10.09.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.09.1972, Blaðsíða 3
Ef maðurinn er lélegur elskhugi liggja orsakirnar oftast i þvi að hann drekkur of mikið brennivin. borðar rangan mat, og hefur ekki hemil á streitunni. Ef farið er eftir fæðulistanum sem birtist hér á eftir ætti karl- maöurinn að verða meiri maður — fyrir konuna. Rannsóknir þær, sem alið hafa af sér umræddan mat- arkúr. voru undir stjórn matvæla og likamsræktun- arsérfræðingsins dr. Joy Barnett. Áhugi dr. Barnett, sem reyndar er kona, vaknaði þegar félagsráð- gjafi einn sagði henni af þvi að æ fleiri hjónabönd færu ut um þúfur vegna þess að eiginmaðurinn væri ekki fær um að gegna skyldum sinum sem elskhugi. Eftir tilkomu pillunnar. sem or- sakar sama og enga hættu á þungun. hafa kröfur kvenna til kynmaka aukist að mun. Og þvi miður virð- ast karlmenn ekki þola þetta aukna álag. 1 skýrslu sinni hefur dr. Barnett meðal annars skrifað þetta: ..Flestir karlmenn virðast aðeins hafa getu til þess að elska konur sinar á laugardög- um. aðra daga virðast þeir vera of þreyttir til þess. Þegar karlmaður hefur kvænzt hættir honum oft til að lita sömu augum á eig- inkonu sina og hann leit á móður sina. Hún á að klappa honum öðru hvoru, hugsa um að föt hans séu ætið vel til höfð og gefa honum að borða. Og oftast borðar hann þannig fæðu- tegund. að hann verður feitur og latur." ,,Ástarmatarkúrinn" I)r. Barnett hefur samið eftirfarandi matarkúr kon- um til mikillar gleði. og höfum við þá ánægju að færa hann fyrir augu is- lenzkra lesenda. Morgunveröur: 1 soð iðegg og ristuð brauðsneið. t staðinn fyrir eggið má gera máltiðina fjölbreytt- ari méð litilli reyktri sild, einni baconsneið eða hrærðu eggi, ofan á brauð- sneiðina. Milli rnála: Kaffi eða te, sykurlaust. Menn sem vinna erfiðisvinnu mega fá sér eitt epli eða ostsneið með kaffinu. Hádegisveröur: Súpa eða ávaxtasafi ásamt kjöti eða fisk sem aðalrétt. Smjör má ekki notast við steikingu heldur að nota mataroliur. Æskilegt er að kjötið sé magurt þvi þá má boröa hrátt grænmeti með þvi. Aðeins má borða eina kartöflu. og i eftirmat skal snæða ávexti. Eftirmiödagskaffi: Kaffi eða te án sykurs. Sá sem vinnur erfiðisvinnu má fá sér brauðsneið eða kökubita. Kvöldveröur: Kjöt eða fiskur. steikt i oliu (aldrei i smjöri). Meðlæti má vera eitt egg i græn- metissalati og tómatar og agúrkur mega að sjálf- sögðu fljóta með. Það áfengismagn sem leyfist daglega er ekki nema sem svarar einum sjúss af sterku vini eða einu glasi af léttu vini. Þegar áfengi er með i leiknum minnkar þrekiö. Eftirfarandi heilræði læt- ur dr. Barnett fljóta með, ef karlmenn hafa meiri áhuga á þvi að geðjast eig- inkonum sinum, en að erja eigin kropp og letilif. 1. Eitt glas af brennivini gerir það að verkum að karlmaður uppgötvar að til eru stúlkur. Of mörg glös afturá móti orsaka það. að gleði hans yfir fyrri upp- götvun er engin. 2. Eitt bjórglas er sjálf- sagður hlutur i lifi manns. of mörg glös gera manninn feitan og latan, og allsendis óhæfan sem elskhuga. 3. Margir menn verða feitir og um leið latir af þvi að þeir nota of mikinn syk- ur i kaffi og te. Þvi ber að varast það eins og heitan eldinn að nota nokkurn sykur i þeim tilfellum. Einn sykurmoli i hvern bolla er nóg til þess að ala fituvefi likamans. 4. Eiin brauðsneið er hættulaus, en eilift brauðát er eitt það hættulegasta. sem maður lætur inn fyrir sinar varir, sé meiningin sú að bægja hættu offitunar frá dyrum. Ef við fylgjum lista dr. Barnetts út i yztu æsar mun sá dagur upp renna, að við Oft er það mataræðið sem gerir manninn að manni — og ekki má gleyma því að sé áfengi með í leiknum þá minnkar þrekið hættum að sjá hinar ..góð- lyndu feitabollur'' á götun- um. og hvar erum við þá staddir? Hvers virði er sæl- keranum lifið án góðs mat- ar? En drengir. — hvers virði er lifið án ástar fag- urrar konu? Og ef satt reynist að krafa konunnar til karlmannsins sem elsk- huga aukist i hlutfalli við minnkandi áhættu um þungun, er þá ekki eins gott að byrja á „ástarmatar- kúrnum’’ á stundinni. Hver vill fá getuleysis-stimpilinn á sig? Nýjasti tízkuliturinn á náttfötum er gagnsætt — sem samkvæmt gam- alli uppskrift á að hafa örvandi áhrif um háttatímann. Semsé: góð blanda af gömlu og nýju. ERTII LtGALaUPUR? Skrökvarðu oft? Sé svo, skortir þig sjálfsgagnrýni. Þvi heiðarlegri sem þú ert gagnvart sjálfum þér ertu og heiðarlegri gagnvart öðrum. Sá sem hefur vanið sig á að segja satt, honum veitist erfitt aö skrökva, jafnvel þótt að honum sé kreppt. Langar þig til að komast að raun um hvernig þú ert á vegi staddur, hvað hreinskilni og sjálfsgagnrýni snertir? Hér fara á eftir fimmtán fullyröingar. Svaraðu hverri þeirra annað hvort með já-i eða nei-i, og reiknaðu þér siöan eink- unn samkvæmt stigatöfl- unni. 1. Ég skrökva oft. 2. Ég hef svo góða stjórn á mér, að ég bölva aldrei eða formæli. 3. Ég stend alltaf við lof- orð min. 4. Ég kem ekki eins fram við alla. 5. Ég haga mér ekki eins að heiman og heima. 6. Ég er svo umburðar- lyndur, að ég kemst af við alla. 7. Ég fer aldrei með slúður. 8. Ég skipulegg tima minn svo vel, að ég kem aldrei of seint. 9. Ég finn aldrei til öf- undar i annarra garð. 10. Ég beiti aldrei undan- brögðum, en stend og fell með gerðum min- um. 11. Ég hlæ ekki að rudda- skap, finnst slikt ókurt- eisi. 12. Verði ég fyrir áreitm, kemur fyrir að ég reið- ist heiftarlega. 13. Ég hlæ oft að fyndni, sem ég ekki skil. 14. Á stundum finnst mér starf mitt leiðinlegt. 15. Ég segi aldrei grófar sögur. Svarir þú 2, 3,6.8. 10.11. og 15. játandi, færðu 1 stig fyrir hverja. Eins ef þú svarar 1.4,5.9, 12,13. og 14. neitandi. Þá er það heiðarleik- inn og hreinskilnin! 0—1 stig: Þú ert heiöarlegur um of. þó að það kunni að láta einkennilega i eyrum. Þú lætur allt uppskátt sem þér finnst og sem þú hugsar. Sennilegt er, að þú hafir aflað þér talsverðra óvinsælda fyrir vikið. Það eru ekki allir, sem þola að heyra sannleikann. Þú ert jafn hreinskilinn og heiðarlegur gagnvart sjálfum þér, og slakar ekki á sannleikanum þó að þú setjir sjálfur ofan. Dæmir þú aðra jafn hart og sjálfan þig verður þú talinn ofstækisfullur. 2-3 stig. Þú ert maður, sem má treysta. Þú ert mjög svo heiðarlegur og hreinskil- inn á hverju sem gengur. Þú fyrirlitur alla lygi, Fólki sem umgengst þig er tamt að sýna þér trún- að, enda veit það, að það má treysta þér. Þú viður- kennir gerðir þinar, jafn- vel þótt þér mistakist eitt- hvað. Þú mundir ekki fást til að skrökva neinum til bjargar. Þú beitir sjálfan þig miskunnarlausri gagnrýni. 4—6 stig. Yfirleitt ertu harla heiðarlegur, en það kemur þó fyrir að þú bregður fyrir þig lygi, ef þér finnst mikið liggja við. Þér finnst það tiltölulega meinlaust svo framarlega sem eng- um er þar með miski ger. Sjálfsgagnrýni þin mætti að skaðlausu vera dálitiö skeleggari. Það hendir endrum og eins að þú vik- ur sannleikanum eilitið við i þvi skyni að þú standir betur að vigi. Og ef þú tel- ur að þú getir hjálpað félaga þinum með þvi að sniðganga sannleikann, þá hikarðu ekki við það. 7—10 stig. Já, það er þetta með sannleikann. Þér verður ekki svo mikið fyrir að sniðganga hann, og enda er heiðarleiki og allt það sveigjanlegt hugtak frá þinum bæjardyrum séð. Ef þú átt i orðaskaki eða deilum, hikarðu ekki við að renna stoðum lyginnar undir röksemdir þinar, heldur en biða lægri hlut. Sjálfsgagnrýni þin er ekki á marga fiskana, þar sem þú dylur galla þina, bæði fyrir sjálfum þér og öðrum. 11—15 stig. Þú ert svo hraðlyginn, að sjálfur Munchhausen mætti kallast sannleiks- vitni samanborið við þig. Það sakar þvi ekki þótt þú reyndir að umgangast sannleikann af eilitið meiri nærgætni, og hug- leiddir hvað felst i orðinu sjálfsgagnrýni, einungis það yrði mikil framför. Sú hugmynd sem þú hefur gert þér af sjálfum þér er naumast sannleikanum samkvæm — en þú ert orðinn svo vanur þvi að ljúga, að þú trúir sjálfum þér. Sunnudagur 10. september 1972 X

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.