Alþýðublaðið - 21.09.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.09.1972, Blaðsíða 5
Aiþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Simi 86666. Biaðaprent h.f. ALGERT STJORNLEYSI „Rikisstjórnin mun ekki beita gengislækkun gegn þeim vanda, sem við er að glima i efna- hagsmálum”, segir i málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar. En hvað hyggst hún gera? Ráðstafanir i framhaldi af þeim ráðstöfunum, sem hún hefur gert, segir Þjóðviljinn. Hvað i ósköpunum er nú það? Rikisstjórnin hefur ekk- ert gert. Hennar einu ráðstafanir til þessa i vanda efnahagsmálanna hafa verið að höggva skörð i þá varasjóði, sem viðreisnarstjórnin skildi eftir sig. Ber þá að túlka orð Þjóðviljans svo, að ,,ráð- stafanirnar i framhaldi af ráðstöfunum” felist i þvi að halda áfram að eyða úr varasjóðunum? En jafnvel þótt svo væri, þá er það auðvitað engin lausn. Þessir varasjóðir þrjóta á skömm- um tima. Og hvað þá? Hvaða „ráðstöfunum i framhaldi af ráðstöfunum” verður þá beitt? Fyrsta skylda hverrar rikisstjórnar er að stjórna landinu. Það er ekki gert með þvi að láta mikiivæg mál, eins og efnahagsmálin, reka sig sjálf. Það er ekki gert með þvi að hlaupa i vara- sjóði þjóðarinnar og ausa úr þeim á meðan end- ist ef erfiðleikar steðja að. Það er ekki gert með þvi að teygja fingurna ofan i vasa almennings til þess að sækja þangað fé svo jafna megi reikn- inginn þegar allir sjóðir eru upp eyddir. Þetta er ekki að stjórna. Þetta er að stjórna ekki! Rikisstjórn ólafs Jóhannessonar hefur brugð- ist frumskyldum sinum við þjóðina. Hún hefur litið sem ekkert reynt að gera til þess að stöðva þá óheillaþróun, sem orðið hefur i efnahags- málunum á siðustu mánuðum. Hún hefur ekki reynt að stjórna. Hún hefur látið allt reka á reið- anum unz i algert óefni er komið og neyðarúr- ræði, eins og gengisfelling eða hliðstæð ráð- stöfun blasa við. Alþýðublaðið veit, og rifjaði það raunar upp i byrjun þessarar forystugreinar, að rikisstjórnin hefur heitið þvi að gripa ekki til gengisfellingar. En hverju eru menn bættari með þvi? í fyrsta lagi hefur rikisstjórnin svikið svo mörg af sinum loforðum, að henni er fullvel trúandi til þess að svikja þetta lika. í öðru lagi getur rikisstjórnin valið um fjölmörg úrræði i efnahagsmálum, sem hafa alveg sömu afleiðingarnar fyrir al- menning og gengisfelling, þótt formlega megi kalla þau öðru nafni. Þannig kemur þetta loforð ekki til með að standa ráðherrunum fyrir svefni. Þeir annað hvort svikja það eða fara i kring um það. Almenningur ætti að gera sér grein fyrir þvi, að hér er ekki um að ræða ýkta stjórnarand- stöðugagnrýni á ráðagerðir rikisstjórnar. Stjórnarsinnar sjálfir eru farnir að tala um gengisfellingar á allt annan hátt en fyrrum. Þannig lýsti t.d. Ragnar Arnalds þvi yfir á al- mennum fundi fyrir skömmu, að „ákveðnir ráðamenn” vildu nú gengisfellingu, það væri mjög óæskilegt fyrir stjórnmálamenn að segja nei við gengisfellingu og hún væri alls ekki neitt pólitiskt ,,tabú”. Svona hafa Alþýðubandalags- menn ekki talað i 15 ár. Hvað eiga þessi vinsam- legu orð Alþýðubandalagsformannsins i garð gengisfellingar að tákna? Rikisstjórn ólafs Jóhannessonar er búin að missa öll efnahagsmál þjóðarinnar gjörsamlega út úr höndunum á sér. í miðju góðæri stefnir hún nú að hreinu kreppuástandi. Siðast, þegar for- sætisráðherra úr Framsóknarflokknum fór með völd i landinu lét hann af þeim með þeim orðum, að nú stæði þjóðin á barmi hengiflugs. Hvernig verður viðskilnaðurinn nú? RAGNAR ARNALDS A ALMENNUM FUNBi: ÝMSIR RÁDAMENN VIUA FELLA GENGID Það er óæskilegt fyrir stjórn- málamann að segja afdráttar- laust nei, um gengisfellingu, sagði Ragnar Arnalds á fá- mennum fundi Alþýðubandalags- ins á tsafirði fyrir skömmu. Stundum getur hún verið eina til- tæka lausn vandamála atvinnu- lifsins. Þvi er gengisfelling ekki neitt pólitiskt ,,tabú”. Alþýðubandalagsmönnum hefur sennilega brugðið nokkuð i brún er þeir heyrðu þessi orð flokksformannsins. Þeim mest, sem farið hafa að fyrirmælum forsætisráðherra og lesið mál- efnasamning rikisstjórnarinnar kvölds og morgna. t þvi riti segir nefnilega: Rikisstjórnin mun ekki beita gengislækkun gegn þeim vanda, sem við er að glima i efna- hagsmálunum... En hvernig á nú að túlka orð formanns sterkasta stjórnar- flokksins? Hvað merkir það, að nú sé ,mjög óæskilegt fyrir stjórnmálamann að segja nei við gengisfellingu”? Hvað felur það i sér, að nú sé gengisfelling ekki lengur ,,tabú” - orð hjá Alþýðu- bandalagsm önnum ? Auðvitað verða menn að gera ráð fyrir þvi að orð formanns Alþýðubanda- lagsins eigi að taka alvarlega. Þau ummæli, sem hér er vitnað til, viðhafði Ragnar Arnalds eins og fyrr var sagt á almennum stjórnmálafundi, sem Alþýðu- bandalagið efndi til á lsafirði s.l. laugardag. Fundurinn var fremur fásóttur, en framsögu- menn á fundinum voru þau Ragnar Arnalds og Svava Jakobsdóttir. Umræðurnar um hugsanlega gengisfellingu spunnust út af fyrirspurn eins fundargestsins. Vildi hann fá ákveðið svar um, hvort rikisstjórnin hugsaði sér að gripa til ,,gömlu viðreisnar- ráðanna” og fella gengið til þess að leysa vanda útgerðar og fisk- vinnslu. Hin „ákveðnu” svör gaf Ragnar Arnalds á þá lund, að það væri mjög óæskilegt fyrir stjórn- málamann að svara spurningunni með afdráttarlausu nei-i! Gengis- felling ætti oft rétt á sér og væri þvi alls ekki neitt pólitiskt „tabú”. Mun fyrirspyrjandi ekki hafa átt von á þessu svari. Þá sagði Ragnar Arnalds einnig, að vandamál efnahags- lifsins væru enn i athugun. Að- gerðir biðu haustsins, en nú þegar væru ýmsir ráðamenn þeirrar skoðunar, að gengisfelling væri eina bjargráðið. „Þó tel ég per- sónulega að tæpast verði gripið til hennar”, sagði Ragnar. Þá komu varnarmálin nokkuð til umræðu á fundinum. Sverrir Kristinsson, kennari frá Dröngum i Strandasýslu, ræddi þau mál nokkuð. Hann sagðist eiga sæti i 25 manna miðnefnd Herstöðvaandstæðinga og hefðu samtökin notað sumarið til þess að undirbúa aðgerðir. Skipulagðir hefðu verið náms- og starfshópar sem myndu láta til sin taka i vetrarbyrjun. En rikust áherzla Þá var komið að þvi að brezku togaramennirnir þyrftu á aðstoð tslendinga að halda og gerðist það mun seinna, en i deilunni nú. Laugardaginn 20 september árið 1958 kom brezl^Hurhtyrspillirinn „Diana” með vOTiían, brezkan togarasjómann ^PiJmaksfiarðar til þess að lej^ggpnjnai^lað^iis- fluttur C'lfSjiWnS^^p^eKsnlöi og me^jotTCWL táffipjpeir #fir- menn af herskfljýjirlR'o og skips- læknirinn. LæknifjMj á Patreks- firði, Hannes Fi^nbogason, fram- kvæmdi aðgerð TSwJuka togara- sjómanninum, og bauð skipslækni brezka herskipsins að vera við- stöddum, hvað sá ekki þáði vegna annrikis um borð að þvi er hann sagði. Fjölmargt manna safnaðist á bryggjuna á Patreksfirði, þegar tundurspillirinn kom að, en allir íslendingarnir og raunar útlend- ingarnir lika komu mjög prúð- mannlega fram og urðu engin orðaskipti milli aðila, að þvi er frétt Alþýðublaðsins frá 21. sept- ember hermir. Það var kl. 10 f.h. að morgni þess 20. september, sem brezka herskipið hafði talstöðvarsam- band við skipherrann á islenzka varðskipinu Ægi og bað um leyfi til þess að fara með sjúkan mann yrði lögð á starfsemi þess hóps, sem hafi það hlutverk að „fylgjast með aðgerðum utan- rikisráðherra i herstöðvarmál- unum.” Sagði Sverrir það vera hlutverk þessa hóps að vaka yfir þvi, að utanrikisráðherra hagi meðferð málsins ekki að eigin geðþótta og geri þannig málið að laumuspili stjórnmálamanna. „Ráðherranum verður veitt það aðhald, að ekki mun takast að svikja fyrirheit stjórnarsátt- málans um skilyrðislausa brott- för hersins.” til læknis á Patreksfirði. Skip- herra varðskipsins sneri sér með beiðnina til forsætisráðherra, llermanns Jonassonar, sem varð strax við beiðninni. Tundurspillirinn „Diana” var um þetta leyti að styðja brezka togara út af Vestfjörðum til land- helgisbrota. Hafði hún leyst af freigátuna „Russel” við þann starfa. Þegar hjálparbeiðnin barst munu sjö brezkir togarar hafa verið að veiðum innan 12 miln- anna úti af Vestfj. og jafnmargir fyrir utan linu á sömu slóðum. Við Grimsey voru þá sex brezkir togarar að veiðum i landhelgi. GODUR AFLI Og aflinn var ágætur hjá togurunum fyrir 14 árum. Þriðju viku septembermánaðar lönduðu sjö togarar 2180 tonnum i Reykja- vik. Aflinn var allur karfi, — fenginn á hinum þá nýfundnu Fylkismiðum. Mestan afla fékk Þorm’ður goði, — 363 tonn. FYRSTA MANNS- LÍFINU BJARGAÐ í ÞORSKASTRÍÐINU KJORDÆMISÞING Alþýðuflokksins i Norðurlandskjördæmi Vestra verður haldið á Hótel - Mælifelli Sauðárkróki sunnudaginn24. september 1972 og hefst kl. 13. Gylfi Pétur 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Dagskrá Þingið sett. Jóhann G. Möller Atvinnumál kjördæmisins. Pétur Pétursson, alþingismaður. Stjórnmálaviðhorfið; Gylfi Þ. Gislason, form. Alþýðuflokksins. Ávarp. Bárður Halldórsson, menntaskóla- kennari Almennar umræður og ályktanir Kosning Kjördæmisráðstjórnar. Þingslit. Kjördæmisráðstjórn. Fimmtudagur 21. september 1972 ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.