Alþýðublaðið - 23.09.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 23.09.1972, Blaðsíða 12
Alþýöubankínn hf ykkar hagur/okkar metnatfur (ÓPAVOGS APÓTEK ]ið öll kvöld til kl. 7 augardaga til kl. 2 unnudaga milli kl. 1 og 3 SKILTASTHIDI HNfFJAFNRA FYLKINGA JA-MANNA OG NEI-MAHHA LVKUR MED • • AKVORÐUNUM ÞEIRRA SEM ENN HAFA EKKI Akvedið sig „Viö erum ekki að af- sala okkur sjálfstæði okk- ar og fórna sjálfsákvörð- unarrétti okkar fyrir sam- bandsriki, sem útrými Noregi úr hópi sjálfstæðra þjóða”. Þetta eru orð Trygve Bratteli forsætisráðherra Noregs og formanns norska Verkamanna- flokksins frammi fyrir 25.000 manns á fjölmenn- asta útifundi, sem haldinn hefur verið i Osló siðan heimsstyrjöldinni siðari lauk. A mánudag gengur norska þjóðin til atkvæða- greiðslu um eitthvert mesta hitamá.1 i seinnitima sögu hennar, aðildina að Efnahagsbandalagi Evrópu. Þjóðaratkvæða- greiðslan er ráðgefandi fyrir Stórþingið, en vitað er fyrir, að meira en tveir þriðju allra stórþingsfull- trúanna eru hlynntir stækkun Efnahagsbanda- lagsins og aðild Noregs að þvi. Samkvæmt siðustu skoðanakönnunum virðast fylkingar fylgjenda og andstæðinga i þessu mikla hitamáli þvi sem næst hnifjafnar að styrkleika. Framan af átti sveit and- stæðinga meiri hljóm- grunn, en á lokasprettin- um hefur fylgjendum að- ildar vaxið fiskur um hrygg. Ljóst er, að alger óvissa mun rikja umendanleg úr- slit allt til þeirrar stundar, að siðustu tölur hafa verið birtar, væntanlega á þriðjudag. Forystumenn norska Verkamannaflokksins hafa metið mál þetta svo, að kostirnir við aðild Nor- egs að Efnahagsbandalag- inu vegi mun þyngra en gallarnir. Trygve Bratteli forsæt- isráðherra fer fyrir liöi fylgjenda aðildar að EBE. Leggur hann mikla áherzlu á mikilvægi þess, að meirihluti norsku þjóðarinnar staðfesti þá samninga, sem þegar hafa verið gerðir við Efnahags- bandalagið, sem miöa að fullri aðild Noregs að bandalaginu frá 1. janúar 1973. Hefur Bratteli lýst þvi yfir, að hann muni biðjast lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt, ef meirihluti þjóðarinnar hafni aðild- inni að Efnahagsbanda- laginu. Haft er eftir for- sætisráðherranum, að hann muni ekki verða for- sætisráðherra i rikis- stjórn, sem þyrfti að leita nýrra samninga við EBE um toilaivilnanir og fri- verzlun (eða svipaða samninga og Lúðvik Jósepsson hefur gert við Efnahagsbandalagið fyrir hönd islenzku rikis- stjórnarinnar). Akvörðun i þessu efni hefur Bratteli tekið eftir langa og itar- lega yfirvegun. Afstaða norska for sætisráðherrans er að sjálfsögðu skiljanleg, þar sem hann hefur sjálfur verið helzti samninga- maður Noregs i viðræðun- um i Brussel. Og Bratteli nýtur stuðnings meiri- hluta flokksmanna sinna og meirihluta fólksins i Verkalýðshreyfingunni. Eins og kunnugt er hefur Verkamannaflokkurinn verið sterkasta stjórn- málaaflið i Noregi um mjög langt skeið og er ó- liklegt, að á þvi verði breyting, þó að allstór minnihluti i flokknum sé andvigur stefnu flokksfor- ystunnar i EBE-málinu. EBE-málið hefur ,,klof- ið” norska stjörnmála- flokka þvert og endilangt. Flokkslegar skoðanir ráða engan veginn úrslitum um afstööu manna i EBE- málinu, og hefur Verka- mannaflokkurinn að sjálf- sögðu ekki farið varhluta af þessari reynslu. Samkvæmt niðurstöðum siðustu skoðanakannana munu um 66% kjósenda flokksins styðja aðildina að Efnahagsbandalaginu. Innan Verkamanna- flokksins kemur andstað- an gegn aðild einkum frá ungu mönnunum i ung- hreyfingu flokksins og frá fólkinu i róttækari armi flokksins, eða vinstri arm- inum eins og hann er oft nefndur. Þó að deilt sé um aðild- ina að Efnahagsbandalag- inu innan Verkamanna- flokksins benda yfirlýs- ingar ekki til þess, að þessi skoðanaágreiningur hafi varanleg áhrif flokkslega, þó að ýmsir virðist þeirrar skoðunar, að ágreiningur inn geti hugsanlega dregið einhvern pólitiskan dilk á eftir sér. Heyrzt hefur frá ein- staka manni i fylkingu EBE-andstæðinga, að nú hafi verið leyst úr læðingi nýtt stjórnmálaafl, sem muni hafa varanleg áhrif á flokkaskipanina i Noregi. Óhætt er að fullyrða, að andstæðingum Efnahags- bandalagsins i Noregi hef- ur tekizt mun betur að móta fjöldahreyfingu i baráttu sinni gegn aðild Noregs að Efnahags- bandalaginu, en félögum þeirra i Danmörku. Ölik viðbrögð Norð- manna og Dana að þessu leyti eiga sér kannski skýringar i ólikri þjóðar- sál þessara frænda og granna. Fyrir liðlega viku siðan var haldinn á Youngstorg- inu i ósló fjölmennasti úti- fundur, sem haldinn hefur verið i Noregi siðan heimsstyrjöldinni siðari lauk. Til fundarins var boðað af samtökunum ,,Ja til EF-aksjonen” og voru aðalræðumenn á fundin- um Trygve Bratteli for- sætisráðherra og Willy Brandt kanzlari Vestur- Þýzkalands. Brandt sagði i ræðu sinni á fundinum, að hann væri nú sannfærðari en nokkru sinni fyrr um, að stækkun Efnahagsbanda- lagsins þjóni göfugum til- gangi og mikilvægustu hagsmunum allra aðila, sem hlut eiga að máli. Willy Brandt (sem nýtur mikilla vinsælda i Noregi eins og kunnugt er og tal- í skilta- og auglýsingastriðinu hafa JÁ-menn gert óspart grin að NEI-mönnum og öfugt. Textinn með þessari JÁ-skopteikningu er á þá lund að NEI-auglýsendur höfði ýmist til þröngsýnnar þjóðernisstefnu eða misskilinnar alþjóðahyggju. aði norsku á fundinum) varpaði fram eftirfarandi spurningum: Hvernig geta þjóðir Vestur-Evrópu unnið i sameiningu að verðveizlu friðarins og tryggt áframhaldandi vel- ferð þjóðanna i álfunni? Og hann spurði ennfrem- ur: Getum við náð sliku markmiði? Brandt svaraði spurn- ingunum játandi. Hann sagði: ”Svar mitt byggist á reynslu. Arangur sam- starfs landanna sex, sem mynda Efnahagsbanda- lagið eins og það er nú, er fólginn i miklum efna- hagslegum framförum, en við eigum fleiri og enn há- leitari markmið og ber varðveizlu friðarins i Evrópu hæst”. Á hinum fjölmenna úti- fundi, en hann sóttu 20—25 þúsund manns, svaraði Trygve Bratteli forsætis- ráðherra ýmsum staöhæf- ingum EBE-andstæðinga og sagði meðal annars: ,,Við erum ekki að afsala okkur sjálfstæði okkar og 1 fórna sjálfsákvörðunar- rétti okkar fyrir sam- bandsriki, sem útrými Noregi úr tölu sjálfstæðra þjóða. Efnahagsbandalag Evrópu er samtök frjálsra og sjálfstæðra þjóða, sem setja sér að marki að varðveita friðinn i Evrópu, tryggja varanlegt góðæri i efnahagsmálum og tryggja fólkinui löndunum fyllri lifsgæði og velferð”. Bratteli sagði ennfrem- ur í ræðu sinni: ,,Það er ekki satt, að hver sá, sem yfir fjármagni ræður, geti stofnað til hverskonar at- vinnurekstrar, hvar sem er i Noregi, þegar við verðum orðnir aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu. Það er ekki rétt, að verkamenn frá öðrum iöndum Efnahagsbanda- lagsins geti þyrpzt til Noregs og tekið störfin frá okkur sjálfum. Það er ekki sannleikan- um samkvæmt, að erlend- ir sjómenn geti stundað fiskveiðar uppi við land- steina hér við Noreg, eftir að við erum orðnir aðilar að Efnahagsbandalaginu. Það er ekki satt, að verðlag á matvælum og húsaleiga muni hækka ör- ar en áður, er við göngum i Efnahagsbandalagið. Það er fráleitt, að okkur hafi verið boðið að taka þátt i myndun sambands- rikis, sem útrými Noregi úr hópi sjálfstæðra þjóða”, — sagði Bratteli. En andstæðingar EBE- aðildar eru á öðru máli en Bratteli. Þannig segir norska vikublaðið Orientering, sem gefið er út af SF (Sosialistisk Folkeparti) 16. september s.l., eða liðlega viku áður en þjóðaratkvæðagreiðsl- an fer fram, að i framtið- inni verði launa- og kjara- mál norskrar alþýðu ekki ákveðin með frjálsum samningum aðila vinnu- markaðarins i Noregi, heldur verði þau ákveðin i aðalstöðvum Efnahags- Framhald á bls. 4 HELGIE. HELGASOH SKRIFAR IIM EBE-KOSNIHGARNAR I NOREGI Á MÁNUDAGINN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.