Alþýðublaðið - 01.10.1972, Síða 3

Alþýðublaðið - 01.10.1972, Síða 3
PERLUR - TÍZKUFARALDUR Perlur, ektaogóekta, eru það sem flæðir yfir tizkuheiminn þessa dagana, og borið hefur mikið á þegar haust og vetrartizkan hefur verið sýnd i Paris að undanförnu. Það er um perlur eins og svo marga hug- dettuna, að þær hafa gripið um sig, og tizku- höfundar hafa gripið þær höndum tveim. Perlur fara nú með hverju sem er, drögt- um, peysum kjólum, skyrtum og nefnið hvað sem er. Þar ganga perlur. Það eru stórar perlur, sem vinsælastar eru, og vinsælustu litirnir eru ekta perlulitur, svart og hvitt. Finleg perluhálsbönd, gull og silfurlituð, eru 'ofarlega á listanum, og einnig næstum gagnsæjar glerperlur. PARIS Er erfitt að koma sér á fætur? Þá er um að gera að hafa góða vekjaraklukku. Kr. 635,00 Við höfum nú ágætis úrval af fallegum klukkum á hagstæðu verði. Komið og veljið vekjaraklukku sem hringir mátulega hátt og auðvelt er að stoppa. Mikið úrval Vedette eldhúsklukkur, Wherle stofuklukkur, Pierpont úr, og ýmsar tegundir skartgripa. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Kr. 605,00 Kr. 645,00 Ér&fefoíáur Laugavegi 3 - Simi 13540 Óskar Kjartansson gullsmiður Valdimar Ingimarsson úrsmiður MENN ERII OF BLAUTIR SEGIA SOVÉTBLÖDIN — Drykkjuskapur er orðinn hættulegur þjóðar- sjúkdómur í Sovétríkj- unum. — Þetta er alls- herjardómur, sem blöð um gervöll Sovétríkin hafa kveðið upp. Um þessar mundir reka fjölmiðlar í Sovétríkj- unum ákafan áróðurgegn óhóflegri notkun áfengis og fylgir hann í kjölfar nýrra strangra reglna um sölu á rússneska þjóðar- drykknum Vodka. En menn efast um, að áróðurinn beri tilætlaðan árangur. Oft áður hefur verið gripið til svipaðra áróðursherferða gegn áfengisneyzlu i Sovétríkj- unum, en þær hafa ger- samlega mistekizt. Þær hafa meira segja leitt til enn meira öngþveitis og aukinnar heimabrugg- unar. i,Heimabruggað brennivín „Fylla", hefur náð þvílikrí útbreiðslu í Sovétríkjunum, að líkja verður við þjóðarógæfu. Hún er glöggt merki um siðferðilega úrkynjun þjóðfélags, sem sífellt sekkur dýpra og dýpra á vit varanlegrar áfengis- eitrunar!" Þennan harða dóm hefur hinn heimsfrægi visindamaður, Andrej Sacharav, sem oft hefur verið nefndur „faðir sovézku atombomb- unnar", kveðið upp yfir hinu sovézka þjóðfélagi. Aður en síðustu aðgerðir sovézkra yfirvalda gegn hinni gífurlegu áfengis- neyzlu hófusf, var verð á Vodka hækkað verulega, en verðhækkun hafði i för með sér stórkostlega aukningu á heimafram- leiðslu áfengis. Almenn- ingur drakk einfaldlega eigin brennivinsfram- leiðslu í stað hins rándýra Vodka í rikisverzl- ununum. Síðustu aðgerðir hófust í júní í sumar, er yfirvöld ákváðu að draga verulega úr löglegri framleiðslu Vodka á ári hverju auk þess sem dregið var úr alkahólinnihaldi fram- leiðslunnar. Ennfremur var sá tími dagsins, sem heimilt er að selja áfengi á, styttur talsvert. Nú er einungis heimilt að selja áfengi í Sovétríkjunum á tímabilinu frá klukkan 11 á morgnana til klukkan 19 á kvöldin. Haft er eftir heimildum i Sovétríkjunum, að fæstir Rússar séu trúaðir á að þessar aðgerðir verði til þess að draga úr áfengis- neyzlunni að neinu 'ráði. Flestir segjast gera ráð fyrir, að heimafram- leiðslan eigi enn eftir að aukast, þrátt fyrir hótanir stjórnvalda um stranga refsingu. Heimabruggara má samkvæmt sovézkum lögum dæma í eins til þriggja ára fangelsi. — Sunnudagur 1. október 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.