Alþýðublaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 4
FIMM LEIOIR TIL AÐ HALÐA FRID-
INN VID FYRRVERANDIEIGINMANNINN
Hvaó mundi þér veröa
fyrst fyrir ef eiginmaður
þinn kæmi heim og tryöi
þér fyrir því, að hann væri
orðinn ástfanginn af ann-
arri konu og vildi fá skiln-
að?
Jú, svo fremi sem þú
ættir þér ekki elskhuga
sjálf og hefðir gert þitt til
að sem flestar freistandi
kynsystur þínar yrðu á
vegi eiginmannsins að
undanförnu, mundirðu að
öllum líkindum verða
undrandi.
Jafnvel þó að hann heföi unniö
yfirvinnu á skrifstofunni langa-
lengi, eða hvaö eftir annaö lagt
upp i dularfull viöskiptaferða-
lög, eða ekki haft likamleg af-
skipti af þér mánuðum saman,
þá mundirðu samt verða undr-
andi: „En hvers vegna? Við
höfum alltaf verið svo
hamingjusöm. Hann hefur notið
alls, sem karlmaður getur ósk-
að sér. Eignast yndislegt heim-
ili, verið i góðri stööu, notið
barnaláns, notið min...”.
Og smám saman breytist
undrunin i þá tilfinningu að þú
hafir verið svikin. Við erum öll
alin upp undir áhrifum þjóðsög-
unnar, ,,og lifðu glöð og ánægð æ
siðan”, hvað snertir hið full-
komna hjónaband. Þetta verður
einskonar trúarjátning, og svo
gerir annar aðilinn sér allt i einu
hægt um vik og telur þessa
imynduðu, fullkomnu sambúð
ekki lengur fyrir hendi. Okkur
finnst að við höfum verið særð-
ar, auðmýktar og skelfdar svo
við getum ekki tekið sliku þegj-
andi. t>ó ekki væri...
„Hvernig geturðu breytt
þannig gagnvart mér?... Hvað
um börnin?... Hún hlýtur að
vera samvizkulaus skepna, að
ætla sér að eyðileggja þannig
hamingjusamt heimili... Eg læt
þér ekki leyfast slika fram-
komu...”.
t>ú ferð á fund lögfræðings og
segir honum söguna frá þinu
sjónarmiði. Lögfræöingur hans
fær sennilega að hlusta á
gerólika sögu. Og þú ferð fram á
að lögfræöingur þinn fram-
kvæmi töfrabrögð. „Snúðu hon-
um heim aftur...”, það er i
rauninni þaö, sem þú ferð fram
á, þegar þú þylur þeim löglærða
hinum megin við skrifborðiö
upp allar ávirðingar eigin-
mannsins. „Og ef þér getið ekki
snúið honum heim aftur, þá lát-
ið refsa honum!”
Bill Mortock hefur fylgst með
gangi þessara dapurlegu mála i
full tuttugu ár. Mortock er 52
ára lögfræðingur, sem gert hef-
ur skilnaöarmál aö sérgrein
sinni, er sjálfur kvæntur, skilinn
og kvænturánýjanleik, og hefur
samið bók, er ber vitni rikri
samúð og skilningi og er ætlaö
að skýra á skynsamlegan hátt
hvernig við getum dregið nokk-
uö úr mesta hitanum i
hjúskapardeilum og dregið
nokkuð úr þvi álagi sem skiln-
aður hefur i för með sér, hvað
báða aðila snertir.
„Við verðum að venja okkur
af þeirri skoðun að hjónaskiln-
aður sé glæpur, sem refsing eigi
að koma fyrir”, segir hann. Og
hann stingur upp á þvi að
skilnaðarmál verði ekki sótt og
varin fyrir almennum dómstól-
um heldur fyrir einka-fjöl-
skyldudómstólum, þar sem
hjónin gætu rætt vandamál sin
við aðila, sem fengið hefðu
þjálfun i félagslegu starfi frem-
ur en lögfræðilegum ákvæðum
og lagakrókum.
„Við stöndum andspænir
örlagarikum árekstrum i sam-
lifi manns og konu, og beitum
samskonar lögfræðilegri tækni i
sambandi við skilnaðinn og um
árekstur á milli tveggja bila
væri að ræða”, segir hann.
„Hvernig getum við krafizt
skynsamlegra viðbragða af við-
komandi aðilum, þegar lögin
_ krefjast þess af okkur, að viö lit-
um á skilnaðinn einungis sem
lögfræðilegt atriði, en hvorki
fjölskyldumál né félagslegt
vandamál?”
Hér um bil fjórða hverju
hjónabandi lýkur nú með skiln-
aði, eins og hr. Mortock bendir
á, en það þýðir þó ekki endilega
að það sé skilnaðurinn fyrst og
fremst sem eyðileggur fjöl-
skyldulifið. F'ólk sem liggur
undir áhrifum neikvæðra
félaga, eyðileggur einnig fjöl-
skyldulifið. Einnig sambúðar-
fólk sem stendur i hatrömmum
deilum við fyrrverandi eigin-
menn eða eiginkonur.
„Þegar maður og kona skilja
samvistir, er lifsnauðsyn fyrir
þau bæði, svo og fjölskylduna i
heild, að viðhalda tengslunum
að svo miklu leyti sem frekast
er unnt”, segir hr. Mortock.
„Það er ekki einungis
„menningarlegt” aö halda
vináttunni við fyrrverandi
maka, heldur og hyggilegt.
Þegar allt kemur til alls geturðu
ekki látið meðalgöngumann
annast öll smáatriði — eins og
það, að Sonja þurfi að fara til
tannlæknis, eða hvers James
óski sér I afmælisgjöf. Nema
hvað?”
„Fyrsta boðorðið er að talast
viö”, segir hr. Mortock. „Talast
stöðugt vingjarnlega við — um
börnin, miðstöðvarketilinn eða
köttinn. Viðhalda sambandinu
fyrir alla muni. Og ræða einnig
við annað fólk. Það er fjöldi
fólks sem þjáist af dulinni
sektarkennd. Það er nauðsyn-
legt fyrir það að tala við aðila,
sem ekkert koma þar við sögu,
dæmir það ekki og hneykslast
ekki. Enginn getur skýrt mér
frá nokkurri þeirri synd, sem ég
hef ekki heyrt sagt frá áður, en
hinsvegar gæti ég týnt nokkrar
til”.
Hættan við það að þú gerir
móður þina að trúnaðarmanni
þinum, eða beztu vinkonu þina
er i þvi fólgin, að þær munu
sennilega svara þvi einu til sem
þær halda að þú viljir heyra:
„H ræöileg t... uss-uss...
skammarlegt... Ég skil ekki
hvernig i ósköpunum þú hefur
fengið afborið þetta”. Það sem
þú þarfnast er hreinskilinn vin-
ur, sem hikar ekki við að segja
þér sannleikann. „Honum liður
illa... hann vildi alls ekki særa
þig... það er þarflaust af þér að
leggja allt út á versta veg”.
Vitanlega er grunnt á þvi hjá
okkur flestum að vilja hafa ivið
betur i hvaða átökum sem er.
Þegar þú hefur verið gift manni
árum saman, þá veiztu að sjálf-
sögðu óksöp vel alla þá' bletti,
þar sem hann er auðsærðastur.
Hr. Mortock viðurkennir að það
sé ekki nema mannlegt að vilja
gjalda liku likt þegar maður
telji sig hart leikinn, en annað
boðorð hans er þó, að þaö megi
maður ekki gera. Það sem þú
getur sagt i gamni við kunn-
ingja þinn, getur orðið biturrar
merkingar, þegar þú lætur þér
þáð um munn fara við yfir-til-
finningarnæma, fyrrverandi
eiginkonu.
Hann kemur inn. Hnusar.
„Aha, enn er það sildin! ” ösköp
sakleysislegt en hún hugsar
með sér: „Hann er að færa að
þvi að ég sé nizk, að ég timi ekki
að gefa börnunum nógu góðan
mat, að ég eldi stöðugt sild og sé
léleg matselja”.
Hún svarar: „Nú talarðu eins
og hún mamma þin”. Það má
taka það sem gullhamra, en
hann hugsar með sér: „Henni
féll aldrei við móður mina, og
nú fellur henni ekki við mig
heldur. Hún vill gefa i skyn að
ég sé taugabilaður, imyndunar-
veikur og liklegur til alls”.
Öörnin eru svo næm á
andrúmsloftið, að þau skynja
hverja minnstu hræringu sem
þriðji aðili. Og þvi er það þriðja
boðorðið: „Blandið börnunum
eins litið i málin og frekast er
unnt”. Og það er hyggilegra,
segir hr. Mortock, að
segja börnunum að pabbi ætli
nú loksins að taka sér skemmti-
legt orlof, heldur en að taka þau
afsiðis og segja þeim dulri
röddu að bæði pabbi og mamma
elski þau óumræðilega, en nú
elski pabbi mömmu ekki lengur,
heldur einhverja aðra, en það
þýði þó ekki að hann elski þau
ekki eins og hann hafi alltaf
gert.
„Það getur virzt kaldranalegt
aö láta sér slikt um munn fara,
en ég er þeirrar skoðunar, að
þvi léttara sem hjónin taki
hjúskaparskipbroti sinu, þvi
minna þjáist börnin af þeim or-
sökum”. Að nota börnin sem
einskonar barefli á hinn mak-
ann, er ekki einungis ranglátt
gagnvart þeim, heldur spillir
það og sambandinu við fyrrver-
andi eiginmann þinn.
Láttu þvi vingjarnleg orð falla
um nýju eiginkonuna hans,
jafnvel þótt þú getir ekki með
nokkru móti liðið hana. Og láttu
börnin ekki sjá að mamma
þeirra gráti við uppþvottinn,
þegar faðir þeirra kemur, þjáð-
ur af sektarkennd til að taka
þau með sér i bilferð. Brostu þá,
gráttu seinna.
Peningar eru veigamikið at-
riði i sambúð, vegna hins marg-
háttaða öryggis sem þeir veita,
og það er einnig þess vegna að
þeir eru svo mikilvægt atriði
þegar hjón skilja, að veldur
þrætum og illindum, hótunar-
bréfum og hver veit hverju.
Fjórða boðorðið verður þvi að
beita sanngirni i peningamál-
um. Krefstu svo mikils vegna
þess að nauðsyn beri til, eða
vegna þess að þú vilt kenna hon-
um lexiuna?
„Þegar dregur til hjónaskiln-
aðar”, segir hr. Mortock, ,,er
tilfinningaálagið oft og tiðum
slikt, að jafnvel örlátustu aðilar
geta orðið samansaumaðir og
tortryggnir. Konunni finnst að
haft sé fé af sér. Eiginmannin-
um finnst að allir krefji hann
um peninga, og honum sé óger-
legt að sjá fyrir tveim heimil-
um, hvernig sem hann fari að.
Nýja konan kann að sjá eftir
þeim peningum, sem hann verð-
ur að láta af hendi til að sjá fyrir
annarri konu og börnum henn-
ar”.
„Það kemur og fyrir að kona,
sem lifað hefur i erfiðu hjóna-
bandi og vill ná friðsamlegum
skilnaði, krefst ekki alls þess
fjárframlags af eiginmannin-
um, sem lögin heimila henni og
það getur lika átt sér stað að
eiginmaðurinn vilji greiða
meira en lög krefjast i þvi skyni,
að viðhalda góðu sambandi við
fyrrverandi eiginkonu. Ég skýri
þeim frá hvers lögin krefjist og
læt þau svo um það”.
„Það gera lögfræðingar yfir-
leitt þvi miður ekki. Ef til vill
skilja þeir ekki hin tilfinnanlegu
rök — en þeir skilja hin lagalegu
rök hinsvegar til hlitar, og
krefjast þess af þér að þú látir
þá krefjast alls þess, sem þér
berlögum samkvæmt, hvort
sem þér likar betur eða verr.
Og þvi er það fimmta boðorð-
ið, að þú fylgist vel með aðgerð-
um lögfræðinganna. Sé það ekki
gert, er eins liklegt að þeir liti á
hjónaskilnaðarmálið sem sitt
einka-baráttumál, einskonar
hólmgöngu, sem þeim beri að
heyja með öllum tiltækum laga-
krókum. 1 stað þess að bera
klæði á vopnin þegar með þarf,
hella þeir oliu á eldinn þegar
sizt skyldi....”.
„Það væri þvi öllum viðkom-
andi aðilum fyrir beztu”, segir
hr. Mortock, ,,að hjóna-
skilnaðarmál væru tekin úr
höndum okkar, lögfræðinganna.
Við höfum ekki neina menntun i
sálarfræði, og það er einatt slik
þekking sem með þarf”.
„Þegar fólk heldur þvi fram
að koma þurfi á strangari
hjúskaparlöggjöf, i þvi skyni aö
bjarga hjónabandinu sem sam-
félagslegri stofnun, veit það
ekki hvað það er að segja. Þeir
aðilar, sem ég kemst i kynni við
dag hvern, reyna af fremsta
megni að komast hjá skilnaði i
lengstu lög...
„Slikt fólk á ekki að rugla i
riminu með lagakrókum, það á
ekki að þurfa að verða bitbein
lögfræðinga eða þola opinber-
lega þá auðmýkingu að einka-
mál þess séu borin á torg viö
opinber réttarhöld.Þaðáað gera
þvi kleift að leita með vandamál
sin til einskonar fjölskyldudóm-
stóls, sem skipaður væri til
dæmis tveim ráðunautum i
félagsmálum og lögfræðingi,
sem hlotið hefði viðhlitandi
menntun i sálarfræði.
Þessir þrir aðilar gætu annað-
hvort leiðbeint þeim, er til
þeirra leituðu, með tilliti til þess
að koma hjónabandsfleyinu aft-
ur á réttan kjöl, eöa veitt vafn-
ingalausan og sem sársauka-
minnstan skilnað. Ráðu-
nautarnir gætu þá lagt á ráðin
um hvað börnunum væri fyrir
beztu. Vilji hjón fá skilnað, og
ekki sé um nein börn aö ræða,
ekki heldur nein fjárhagsleg
vandamál — þá er það þeirra
einkamál, og kemur i rauninni
ekki öðrum við, enda ættu þau
að fá skilnað eftir misseris
umþóttunartima. En sé um börn
að ræða, þá kemur slikt mál öll-
um við, þvi að allir vilja forðast
að heimurinn verði yfirfullur af
óhamingjusömum meðsystkyn-
um...
„Þegar eiginmaður og eigin-
kona sækja um skilnað, þá gera
þau það áreiðanlega ekki að
gamni sinu, og þá eru þau
þurfandi fyrir skilning og leið-
beiningar, svo þau geti annað-
hvort kippt þvi i lag, sem með
þarf eða slitið hjúskapnum á
fullnægjandi hátt”.
Yfirleitt lýkur skilnaði ekki á
fullnægjandi hátt nema báðir
aðilar gangi aftur i hjónaband
með öðrum aðilum. Og þá er
þýðingarmikið að ekki gæti
neinnar óvildar eða beizkju i
garð fyrrverandi maka...
Pillan býður upp á ýmsa kosti, félagslega og sálfræðilega - en hún hefur ýmsar aukaverkanir, og sennilega
eru ekki margir sem vita að pillan hefur f för með sér
50% VONUN
KONUNNAR!
Ostrogenmagnið i blóði
stúlkna, sem nota pilluna
minnkar um helming yfir-
leitt. en er þó mjög ein-
staklingsbundið. Það er
ekki fyrr en beitt hefur
verið nýjustu rannsóknar-
áðferðum, að tekizt hefur
að sanna minnkað magn
östrogensins i blóðinu.
Ekki verður nú hjá þvi
komizt að endurskoða
aukaverkanir pillunnar og
þá einkum þá áhættu, sem
fylgir notkun hennar, end-
urmeta hin gifurlegu, já-
kvæðu áhrif hennar. bæði
félagslega og sálfræði-
lega i ljósi þeirrar áhættu.
sem ekki verður enn bund-
in vissum takmörkum.
Leyfist okkur að nota
milljónir kvenna sem til-
raunadýr, þegar við vitum
ekki hve mikilli áhættu
þær tilraunir eru bundn-
ar?
Þessi greinaflokkur
mun koma mörgum i upp-
nám.
Einungis með þvi að
minnast lauslega á málið
við nokkra af kunningjum
minum, sem eru af ýms-
um stéttum, hef ég orðið
þess visari að pillan er
mörgum einskonar trúar-
atriði.
Sumar konur hafa reiðst
mér svo fyrir það, að ég
skuli leyfa mér að gagn-
rýna notkun þessarar litlu
dásemdarpillu, að þær
hafa neitað að hlusta á
nokkur rök.
Og það er skiljanlegt.
Pillan er orðin svo ómiss-
andi i ótal hjónaböndum
og öðrum kynferðislegum
kynnum.
Þessi eina örugga leið til
að komast hjá getnaði,
hefur haft i för með sér
kynferðislegt frelsi, frels-
un frá kynferðislegum
sálarflækjum, ótta — og
siðast en ekki sizt, frá þvi
aö þurfa gripa til annarra
óheppilegra eða óþægi-
legra varúðarráðstafana.
Það er þvi ekki i sjálfu
sér neitt undarlegt þótt
margir reiðist mér, þegar
ég legg spilin á borðið og
skýri frá þvi hvað notkun
pillunnar hefur einnigi för
með sér.
Ekki í þeim tilgangi
að hræða...
Það geri ég að sjálf-
sögðu eigi að siður. En til-
gangur minn er ekki að
hræða neina konu frá að
nota pilluna, heldur að hún
geti vitað að hverju hún
gengur, þegar hún tekur
þá ákvörðun.
Það verður varla til að
hræða margar konur frá
notkun pillunnar. Og þvi
fagna ég. Ég hef mikið álit
á pillunni frá sálfræðilegu
og samfélagslegu sjónar-
miði.
En þessi fræðsla min
getur komið margri kon-
unni að gagni, sem áður
hefurtekið þá ákvörðun að
nota pilluna ekki. Og eins
þeim hinum mörgu, sem
byrjað hafa að nota hana,
en gefist upp vegna alls-
konar óþæginda.
Og ef til vill getur slik
fræðsla einnig komið að
gagni i sérstökum tilvik-
um, þar sem eiginmaður-
inn vill gjarna að konan
noti pilluna( en henni er
það hinsvegar á móti
skapi.
Annað hvort af hugar-
farslegum ástæðum, eða
vegna þess að fyrri tilraun
hefur valdið vonbrigðum.
Slikt hendir nenfilega
oft. Við tölum oft um það,
að milljónir kvenna noti
pilluna en ef til vill eru þær
enn fleiri sem byrjað hafa
á notkun hennar — hætt
aftur.
Það hefur sumsé komið i
ljós, að noktun pillunnar
minnkar magn östrogens-
ins — kvenhormónsins — i
blóðinu yfirleitt um helm-
ing.
Þó er það mikill munur
á eftir einstaklingum. En
þessi ákvörðun östrogens-
magnsins i blóðinu nær aö
sjálfsögðu einungis til
þeirra kvenna sem nota
pilluna — en ekki hinna,
sem gáfust upp.
En maður hefur hins
vegar leyfi til að álykta að
þær sem hættu notkuninni,
hafi verið þær sem uröu
fyrir mestum óþægindun-
um.
Og þá ef til vill, að
östrogenmagnið hafi
minnkað hvað mest i blóði
þeirra, eða um meira en
helming, miðað við meðal-
talið eins og það mundi
verða, ef allar konur væru
með valdboði neyddar til
að nota pilluna.
Sem betur fer á slikt sér
ekki stað. Ekki fremur en
beita ber nokkra konu
þvingunum til aö hætta
notkuninni. •
Sérhver kona á að vega
og meta rökin með og móti
og taka siðan sjálf sina
ákvörðun. Það getur hún
þvi aðeins að hún viti þau
rök.
Efnafræóileg
tiálfvönun.
Það er þvi timi til kom-
inn að konunni sé skýrt frá
þeirri áhættu, sem hún
kunni að taka.
Fyrst og fremst þessi
efnafræðilegu hálfvönun.
Þær munu fæstar, sem
heyrt hafa hennar getið
áður.
Hin liffræðilegi gangur
málsins er annars tiltölu-
lega einfaldur — þegar
maður hefur kynnt sér
hann.
Pillan hefur þau árif að
koma i veg fyrir egglosun-
ina. Sé allt með felldu
þroskast ein eggfruma
konunnar á hverju tiða-
millibili og verður að eggi.
Það gerist i svonefndu
eggbúi sem myndast i
þeim tilgangi grunnt undir
slimhúð legsins. Á miðju
timabilinu kemur gat á
eggbúið og eggið sezt að á
yfirborði legsins, þar sem
það biður frjóvgunar.
En eggbúið breytist i
svokallað „gulbú”, sem
framleiðir meiri hluta
kvenhormóns- eða
östrogenmagnsins.
Ekkert egglos —
engin eggbúsmyndun
En þegar konan notar
pilluna, á ekkert egglos
sér stað.
Þá þroskast ekki heldur
neitt eggbú, og myndast
þvi ekki heldur neitt full-
þroska egg.
Fyrir það veitir pillan
100% öryggi gegn getnaði.
Frjóvgunin er útilokuð,
þar eð ekki er um að ræða
neitt egg, sem getur
frjóvgast.
En þá þroskast ekki
heldur neitt eggbú, sem
siðar breytist i gulbú.
Reyndar hefði maður átt
að geta sagt sér svo ein-
falda hluti sjálfur, en þó er
það ekki fyrr en nýverið að
reynst hefur unnt að sanna
það með hárfinum mæl-
ingaraðferðum, að
östrogenmagnið i blóði
þeirra stúlkna, sem nota
pilluna, minnkar yfirleitt
um helming, og er þá
östrogen magnið sem þær
fá i pillunni, einnig tekið
með i reikninginn.
Þarna er með öðrum
orðum um að ræða lifefna-
fræðilega hálfvönun.
Hefur það nokkra þýð-
ingu? Getur konan ekki
verið án þessara 50%
östrogensins?
Það leynir sér ekki að
þær geta það margar. Eða
þær eru að minnsta kosti
margar, sem láta sig hafa
það.
Vafalaust kemur það sér
meira að segja vel fyrir
nokkrar af þeim.
En þegar til lengdar læt-
ur og allt er tekið með i
reikninginn, er áreiðan-
lega töluverð áhætta sliku
samfara.
Þetta 50% östrogen-
magn er nefnilega hið
sama og hjá konum fyrstu
árin eftir tiðahvörfin....
Og það er hið sama og
átt getur sér stað meðal
ungra kvenna, sem þjást
af óreglulegum tiðum —
vegna östrogensskorts i
blóði þeirra.
f báðum tilvikum er,
eins og menn vita, reynt
að ráða bót á óþægindun-
um með aukinni östrogen-
gjöf.
Hvað sannar óumdeil-
anlega að þessi 50% lif-
efnafræðilega vönun er,
hvað margar konur snert-
ir, ásigkomulag sem ýms-
um ráðstofunum er beitt
til að ráöa bót á.
Aukaverkanir í
nýju Ijósi.
Seinna i þessum greina-
flokki mun ég skýra frá
þvi nánar hvernig östro-
genminnkunin var upp-
götvuð — og hverjir gerðu
þá uppgötvun.
Það er alls ekki vist að
læknirinn yöar viti þetta —
að pillan hefur lifefnalega
hálfvönun konunnar i för
með sér. Aður en áður-
A þriðjudaginn.-
gegn heilbrigði
nefndar mælingar tóku af
skarið deildu lærðustu
menn um það fræðilega,
hvort pillan mundi auka
eða draga úr östrogen-
magninu i blóðinu.
En það er alkunna, að
notkun pillunnar fylgja
ýmsar aukaverkanir.
Hvað ekki er að undra
þegar þessi mikla hor-
mónabylting er tekin með
i reikninginn.
Ýmsar af þessum auka-
verkunum verða nú auð-
skildari. Aðrar verða jafn
torskýröar og áður.
En að þvi og mörgu öðru
kem ég seinna.
Ég vil einungis endur-
taka það, að þessar stað-
reyndir eiga ekki að
þvinga neina konu til að
hætta við pilluna, ekki
heldur til að halda áfram
notkun hennar. Hinir
miklu kostir við notkun-
ina, samfélagslegir og sál-
fræðilegir, fara einnig
mjög eftir einstaklingum.
Og það er aðeins ein
manneskja dómbær. Kon-
an sem notar pilluna.
En hún verður bara að
vita fyrir fram að hverju
hún gengur.
Tímasprengja
konunnar
9
Sunnudagur 1. október 1972
Sunnudagur 1. október 1972
o