Alþýðublaðið - 01.10.1972, Síða 7
Ungur kvenlögfræðingur kjörinn
landsformaður Æskulýðssam-
laka Frjálsra demokrata.
Ungur kven-
lögfræðingur
landsformaður
ungkrata í
Þýzkalandi
Bonn — Kona hefur nú valizt til
forystu i pólitiskum æsku-
lýðssamtökum i fyrsta skipti i
sögu Sambandslýðveldisins
Þýzkalands. Ungir Demokratar
— æskulýðssamtök Frjálsa
Demokrataflokksins — hafa
kjörið hina 26 ára gömlu Ingrid
Matthaus, nýútskrifaðan lögfræö-
ing, sem formann landssamtaka
sinna og hlaut hún 47 atkvæði
gegn 32 atkvæðum Mótframbjóð-
andi hennar var karlmaður, Rolf
Vieten, fulltrúi i Menningarmála-
ráðuneytinu. Ingrid Matthaus
litur ekki á kjör sitt sem „frávik
frá reglunni” heldur hugsar hún
sér að vinna hörðum höndum að
þvi að skapa konum betri félags-
lega aðstöðu. Sambandsþingið, er
kjöri hana til formennsku i stað
Heiner Bremer, hefur samþykkt
stefnuyfirlýsingu, er Ingrid vann
að, þar sem fjallað er um lausn
konunnar úr ánauð. Frjálsi
demokrataflokkurinn mun senni-
lega gera þessa yfirlýsingu að
stefnuskráratriði sinu i þeim
þingkosningum, er haldnar verða
i haust.
PARADÍS
ÁHJÓLUM
Köln — Kölnarborg i þýzka
Sambandslýðveldinu hefur sýnt
yngstu borgurunum mikinn skiln-
ing. Hér eftir mun ,,Juppi” verða
yngsta fólkinu til gagns og
ánægju hvarvetna þar i borginni,
sem leikvöll vantar. „Juppi” er
vel útbúinn fyrrverandi hús-
gagna-flutningsvagn, vélarlaus,
sem málaður hefur verið i hinum
fegurstu og skrautlegustu „pop”
litum og búinn öllu þvi, sem eitt
barn getur óskað sér. Með þeim
hætti hefur hann verið gerður að
leikvelli á hjólum. Á vagnþakinu
er stór pallur, sem unnt er að
klifra upp á og i tengslum við
hann er siðan rennibraut, svo að
unnt sé að komast sem fljótast
niður aftur.
Reglusemi í viðskiptum
hefur jafnan verið leiðin til
trausts og álits.
Þeir sem temja sér
reglusemi í bankaviðskiptum,
njóta því trausts liankan's
umfram aðra.
Landsbankinn hefur
þess vegna stofnað nýjan
flokk sparisjóðsbóka, sem
tengdur er rétti til lántöku.
Meö þessu verða banka-
viðskipti þeirra, sem temja
sér reglubundinn sparnað,
hjá Landsbankanum, auö-
veldari en nokkru sinni fyrr.
Sparilán er nýr þáttur
í þjónustu Landsbankans.
Nú geta viðskiptamenn
hans safnað sparifé eftir
ákveðnum reglum.
Jafnframt öðlast þeir'rétt
til lántöku á einfaldan og
fljótlegan hátt, þegar á
þarf að halda.
Rétturinn til lántöku
byggist á gagnkvæmu trausti
Landsbankans og viðskipta-
vinar hans. Reglulegur
sparnaður og reglusemi í.
viðskiptum eru einu skilyrðin.
Þér ákveðið hve mikið
þér viljið spara mánaðarlega.
Eftir umsaminn tíma
getið þér tekið út innstæð-
una, ásamt vöxtum, og feng-
fengið Sparilán til viðbótar.
Reglubundinn sparnaður
er upphaf velmegunar.
Látið sparibaukinn og
sparisjóðsbókina, sem
tengd er rétti til lántöku
tryggja fjárhag fjölskyld-
unnar. Búið í haginn fyrir
nauðsynleg útgjöld siðar
meir.
Verið viðbúin óvæntum
útgjöldum.
Kynnið yður þjónustu
Landsbankans. Biðjið bank-
ann um bæklinginn um
Sparilán.
Banki allra landsmanna
VIÐSKIPTASKRÁIN ER KOMIN ÚT
í 35. SINN - 700 SÍÐUR
Viðskiptaskráin 1972—73 er
nýlega komin út og er þetta 35.
árgangur hennar. Á þessum ár-
um hefur hún vaxið úr litilli bók
i venjulegu broti i rúmlega 700
siðna bók i simaskrárbroti.
Bókinni er skipt i 8 kafla og er
efni þeirra i stuttu máli á þessa
leið:
1. flokkur greinir frá stjórn
landsins:
2. flokkur fjallar um Reykja-
vik og byrjar á ágripi af sögu
Reykjavikur.
3. flokkur fjallar um kaup-
staði og kauptún landsins, 63
talsins, og er sér kafli fyrir
hvern stað, byggður upp á sama
hátt og kaflinn um Reykjavik.
4. flokkur er varnings- og
starfsskrá. Hann er stærsti kafli
bókarinnar og sá, sem mestar
upplýsingar gefur um viðskipti
og rekstur einstakra fyrirtækja.
Hann skiptist i yfir 1000 starfs-
og vöruflokka og eru undir
hverjum flokki skráð þau fyrir-
tæki og einstaklingar, sem þar
eiga heima samkvæmt rekstri
sinum.
5. flokkur er umboðaskrá.
6. flokkur er skrá yfir islenzk
skip 12 rúmlestir og stærri
7. flokkur er löng og ýtarleg
ritgerð á ensku, sem nefnist:
„Iceland: A Geographical,
Political, and Economic
Survey”.
8. flokkur er skrá yfir erlend
fyrirtæki, sem óska eftir við-
skiptum við islenzk fyrirtæki
Fylgirit er með Viðskipta-
skránni, Brunabóta- og fast-
eignamat Reykjavikur, 88 bls.
að stærð i sama broti og Við-
skiptaskráin.
o
Sunnudagur 1. október 1972