Alþýðublaðið - 04.10.1972, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 04.10.1972, Qupperneq 11
Kross- gáto- | /AfiÓrTflOREJA' M[ HKY SSfl fíortfl VERO rof? z BtflS t~ FÁL'n * 'ft, V/TUR VftTT mvn x’ö/nAsr > fíftáU^ TiTiU- HftFS HljoB FHLU vflRá VRykk t þvcrrr * FRÉ rrflST. BflR BFLt í ft&ft/R SKOLt OP V/Ð tw/Lm P/65ft (ð S) Ó) J) J) O é h a^i> þ c: * S CN J) 5) ^ 'A Ga Þ t" A X) A 0) 5 c a> A) ti - lí » m bergi. Hún lét aftur huröina meö ákveðnum smelli og vissi að Ruth myndi heyra hljóðið og láta vera að koma til hennar. Lindsay svaf værum svefni til morguns. sem rann upp bjartur og kaldur. Hún settist upp i rúm- inu og vafði handleggjunum um hné sér. Henni þótti alltaf vænt um þessar fyrstu morgunstundir og þann skýrleik hugans sem þær færðu með sér. Hún hafði gert sér það að vana að velta fyrir sér hin- um flóknari sjúkdómstilfellum á hverjum morgni. áður en hún fór á fætur. Þessi morgunn var öör- um frábrugðinn á einhvern hress- andi. æsandi hátt. Gæti hún viður- kennt þær ályktanir. sem hún hafði dregið kvöldið áður'.' Stóðu þær enn óhagganlegar. i ska'rri dagsbirtunni? Eða var hún að láta nývaknaða ást sina til Shane Gilligans hlaupa með sig i gönur? Lindsay var þvi vön að horfast i augu við staðreyndir. Allan námstimann og eins eftir að hún var orðinn starfandi skurðlæknir hafði hún verið sér þess meðvit- andi. að það var hið óþekkta og leynda, sem megnaði helzt að raska jafnvægi hennar. t>egar hún hafði iiðlast skýra og áreiðan lega mynd i hujganum af ástand- inu. gat hún gripið til innri l'orða hugrekkis og styrks og barizt af allri sinni þekkingu og skilningi. Og nú sefaði hún æstar tilfinn- ingar sinar af ráðnum hug og fór hægt til baka yfir allt, sem hún hafði fundið. Hún gekk út frá þeirri forsendu aö Shane væri ást- fanginn af henni og fann þá að ýmsir stakir, skýrir myndhlutar i minni hennar féllu saman og mynduðu greinilegt mynztur. Auk þess fann hún marga týnda þræði. sem hún safnaði saman við þessa grandskoðun alls samneyt- is sins við Shane Gilligan, allt frá þeim degi er hann kom til sjúkra- hússins. Jafnvel hin misheppnaða kvöldskemmtun þeirra hafði sina þýðingu þegar litið var á hana ásamt öðru. Hún vissi fullvel, hve afdrifarik likamleg nálægð ást- vinarins gat verið. Eins gerði hún sér ljóst að hennar eigin viðbrögð gagnvart kvöl og vansælu stöfuðu af þvi að henni var meinað að gefa sig á vald ekki aðeins töfrum hljóðfæraleiksins og ánægjunni af að dansa. heldur vitundinni um að hvila i faðmi hans og snertinguna við likama hans. Og sjálfum sér til varnar átti Shane ekki um ann- að að velja en að breyta eins og hann gerði. Og svo var það hlutverk Ruth i allri ráðagerðinni. Orðin. sepi hún hafði látið falla þegar þær ræddu um Shane Gilligan. Sú full- yrðing hennar að aðeins einstök kona gæti orðið eiginkona hans. Hún benti sannarlega til þess að engir lagalegir eða siðferðilegir meinbugir væru á giftingu. Og þessi siðasta staðhæfing Ruth. Lyndsav rifjaði hana upp fyrir scr orði til orðs. ..Hún yrði að geta t)ætt honum upp það sem lifið á eltir að taka frá honum". Hvað ga-ti lifið tekið frá honum nema sjálfri tilveru hans væri ógnað? Og hvað gæti valdið þvi? Einhver erfðagalli eða sjúkdóm- ur? Eða eitthvað enn annað. eitt- hvað óþekkt og þessvegna skelfi- legra en allt annað? Lindsay fann að hún gat ekki rakið þessa slóð lengra með nokk- urri stillingu. Hún gat ekki lengur setið þarna i rúminu og raðað staðreyndunum rólega upp fyrir iraman sig. Hún heyrði sér til löluverðs léttis, að Ruth var kom in á stjá i eldhúsinu og vissi þvi að timi var kominn til að fá sér steypibað og klæðast. En allan timann sem hún var að búa sig undir störf dagsins söng hjarta hennar af gleði. bað eitt að vita að Shane Gilligan var ekki eins sama um hana og hann vildi vera láta, gerði heiminn að björt- um, unaðslegum stað. — Ruth. þú dekrar við mig. Lindsay lyfti höfðinu og leit af is- uðum grapeávextinum á diskin- um og á sambýliskonu sina. — En það hef ég vist sagt þér áður, er það ekki? — Ég kalla þetta ekki dekur, ég læt það eftir sjálfri mér. Mér þyk- ir gaman að sjá um þetta heimili okkar og um að vel sé búið að þér. Lofaðu gamalli konu að hafa sinn breyzkleika. Lindsay tók aftur upp skeiðina en fann að skyndilega hafði dreg- ið úr matarlyst hennar. Hún minntist aðvörunar Shanes um að ef til vill væri ekki allt með felldu hjá Ruth. — Ruth, Gillgan læknir hefur grun um að þú sért ekki sem bezt á þig komin. Er það rétt? Hún LÆKNIP gætti sm á að sa-kja ekki of fast að henni. Hún horföi ekki einu sinni á Ruth á meðan hún talaði.en ein- beilti sér að morgunverðinum. — Þvættingur! Segöu þeim unga manni að halda sér viö skurðla'kningarnar. sem eru það eina sem hann ber nokkurt skyn- bragð á. og leyfa kvenmanni að hafa sina svörtu daga og þreytu- köst. Og er ekki kominn timi til að þú hættir að kalla hann herra Gilligan. Herra Gilligan! Hún hermdi eftir Lindsay. — Svona vitleysa. þegar allir geta séð að þú ert orðin meira en litið skotin i honum. Lindsay þekkti þetta herbragð hennar. l->að var aðferð sem hún notaði oft ef hún vildi fá einhverj- ar áriðandi upplýsingar. Lindsay velti þvi fyrir sér hvort hún ætti að svara i glensi eða snúa út úr. Ef Ruth vildi ekki leggja sin spil á borðið. hversvegna skyldi hún þá gera það? En svo datt henni betra ráð i hug. Hún ætlaði að nota sama bragðið og vita hvaða upp- lýsingar hún ga’ti hrist út úr Ruth. - Er ég það, Ruth? I>að getur varla verið. En til hvers er það? Maðurinn virðist sjálfur ekkert tiltakanlega uppna>mur fyrir minum töfrum. l>að er ekki allt sem sýnist. Va-ri ekki skynsam legast að reyna að komast að þvi hvar þú stendur? llvernig þá? Lindsay hió nú opinskátt en athygli hennar var vakandi. - A ég að elta hann með hnif i kringum skurðstofuna? Eða kannski að króa hann af i myrkraklefa i röntgendcildinni i von um að hann láti ánctjast? Ruthsvaraði ekki þessari crtni. llún stóð upp frá borðinu og lór að taka saman leirtauið. l>ú ert að verða of scin. Hún lét renna heitt vatn i vaskinn og hellti þvottalegi út i. — Karlmenn eru flón. Annaöhvort halda þeir að ekkerl geti bitiö á þá eða þeim verður ljóst að þeir geta orðið hart úti og fara þá að leika hálf- guð. l>eim finnst að þeir verði að taka allar ákvarðanir, hvað sem það kostar og að það sé hlutverk konunnar að taka þeirra fyrirmælum umyrða- laust. Hún hrærði vasklega i með uppþvottakústinum. — En ekki þessarar konu! Aftur var hrært rösklega i svo vatnið skvettist i allar áttir. — Og ég hélt að þú værir sama sinnis. Hún bætti engu við frekar. Lindsay varð að draga sinar eigin ályktanir af þessum leyndar- dómsfullu setningum. En hún var ekki af baki dottin. Hún skildi að Ruíh var að hvetja hana til að taka málin i sinar eigin hetidur. ()g hún hafði fengið þær upp- lýsingar scm hún þurfti. Hvað sem það var, sem Ruth vissi um Shane Gilligan. þá leit hún ekki á það sem hindrun - eitthvað svo iirlagaþrungið að hann yrði að halda sér frá hverskonar til- finningalegum tengslum um aldur og ævi. Lindsay blessaði Ruth i hljóði fyrir að gefa sér þessa vis- bendingu. Ilún hafði enga hug- mynd um hvernig hún ætti að nota þessa vitneskju. En að öllu öðru viðba'ttu, sem hún hafði komizt að raun um, var hægt að finna vit i þessu. Hún lauk við máltiðina og fór með diskana yfir til Ruth. t>ar lagði hún handlcgginn laust yfir herðar vinkonu sinnar. — Eg vona að þú hafir rétt fyrir þér. llún lagði vanga sinn aö þurri hrukkóttri kinn eldri konunnar. Andartaki siöar var hún farin, léttstig i spori. $ ÍS' 1 I I I I n i 1 $ % I Kt £ & 1 É % £ l 21 FRANSKA SENDINGIN Stytt útgáfa af kvikmynda- sögunni , Jhe French Connection” sem hlaut Óskarsverðlaunin í ár var nógu stór til að rúma fimmtiu kiló af heróini. Hann var hreinsaður með öflugri ryk- sugu. Litið eitt fannst af hvitu dufti, eða álika mikið magn og einn sentimetri af vindlinga- ösku. Það var heróin! Það þótti fullsýnt, er þeir höfðu verið yfirheyrðir, sem unnu við bilinn, að heróinið væri falið i ibúð Tonys. Enginn var i rauninni trúaður á að Tony væri mikilvægur hlekkur i eiturlyfja- keðju Angelos Tuminaro. Hann var hafnarverkamaður og þótti ekki sérlega gáfaður. Enginn vafi lék á þvi, að hann var með- sekur, en enginn gat trúað þvi, að Mafian færi að trúa honum fyrir svo miklum verðmætum sem fjörutiu kilóum af heróini. Lögreglumaðurinn, sem hafði yfirheyrt Tony lýsti þvi yfir, að ibúð Tonys hefði einungis verið rannsökuð, en ekki aðrir hlutar hússins. Þeir sögðu húsverðinum, að framin hefðu verið innbrot i nágrenninu, og þeir leituðu þýfsins i öllum húsum hverfis- ins. „Við höldum þvi ekki fram, að það sé falið hérna," sögðu þeir. ,,En ef einhver reyndi að geyma þýfi hérna, hver er þá líklegasti staðurinn? ” ,,Hér er herbergi, þar sem barnavagnar, ferðatöskur og slikt er geymt, en...” „Vertu alveg óhræddur,” sagði Sonny. „Enginn mun taka eftir þessu.” Eftir klukkustundar leit fundu Sonny og Egan stóra ferðatösku i óhreinu og rakamettuðu herberginu. Nafnið Fuea hafði verið krotað á hana með krit. f töskunni voru tvær minni töskur. Egan og Grosso gripu andann á lofti, er þeir sáu, hvað þær höfðu að geyma. Þarna voru fjörutiu og f jórir pakkar af heróini. Ef gæðin voru jafnmikil og gæði heroinsins, sem fundizt hafbi heima hjá Joe Fuca, var hér um gifurleg verðmæti að ræða. Eftir stuttar umræður ákváðu þeir ap skilja töskuna eftir i hillunni. Einhver hlyti að sækja svo mikið magn. Er réttarhöldin áttu að hefj- ast, fékk lögreglan nafnlaust bréf frá Frakklandi, þar sem sagði, að eiturlyfjafurstarnir óttuðust svo mjög það, sem Scaglia Fuxa eða Angelvin kynnu að segja, aö ráögert væri að reyna að ráða þá af dögum. Morðinginn væri bryti á einu beztu veitingahúsa New York. Lögreglan brást þannig viö bréfinu, að fangarnir voru fluttir til ýmissa fangelsa, sem talin voru traustari en þau, sem þeir höfðu áður dvalizt i. Ljóst var, að aldrei fyrr hafði fundizt slikt magn eiturlyfja i Bandarikjunum. En eitt vanda- málið var óleyst: Hver átti eiturlyfin? Haldinn var vörður um heróinbirgðirnar allan sólar- hringinn. Lögreglan stóð átta tima vaktir. Lögregluþjónar, sem gegndu störfum i þessu hverfi, vissu ekki af heróininu. Ekkert mátti spyrjast, sem vakið gæti grunsemdir Mafi- Margir varðmannanna voru afar taugaóstyrkir. og hvað eftir annað munaði minnstu, að fólk, sem var heimsókn i hús- inu og aðrir lögrelgumenn, yrðu skotnir. Eina nóttina heyrðist eitthvert þrusk. Kjallaradyrnar opnuðust. Fótatak heyrðist rétt hjá herberginu, þar sem Egan var á verði og hélt á haglabyssu. Tveir ljósgeislar lýstu skyndi- lega upp herbergið, og hrópaö var: „Lögreglan. Hver er þarna?” Egan gekk aö dyrunum, „Hver fjárinn eruð þér? ” spurði einn lögreglumannanna. Allt i einu hrópaði hann eitthvað og ætlaði að draga upp byssu sina, er hann sá tvo starfsbræöur sina, sem ruddust inn með reiddar byssurnar. Það tókst að leiðrétta þennan misskilning, en augljóst var, að taugastriðið, sem fór samfara biðinni, gat orðið til þess, að menn væru skotnir af hreinum æsingi. Tvær vikur liðu. Engin lausn. Svo virtist, sem P’uca bræðurnir vissu einir, hvar heróinið var geymt. Smásalarnir vissu, að heróinið yrði sett i umferð, jafn- skjótt og einhver höfuöpaur- anna losnaði úr fangelsi. Varla gat það verið Patsy, þvi að hann yrði að leggja fram 100.000 dala tryggingu. Trygg- ing Tonys nam 100.000 dölum fyrir aðild að smyglinu og auk þess yrði hann að leggja fram 22.500 dali af þvi aö heróin fannst i fórum hans. Lögreglu- yfirvöldin ákváðu að falla frá 100.000 dala tryggingunni og láta 22.500 dalina nægja. Daginn eftir var greiöslan innt af hendi, og Tony Fuca var frjáls. Tony tók lifinu með ró fyrstu dagana og hafðist við heima fyrir. Hann fór aðeins út, er hann þurfti aö verzla. Hann kom aldrei nálægt kjallaranum. Nokkrum dögum siðar fékk Sonny fri frá kjallaravörzlunni. Hann ætlaöi að vera við brúð- kaup eins bezta vinar sins. En er athöfnin stóð sem hæst, kom kirkjuvörðurinn til hans og tjáöi honum, að hans væri beðið i simanum. Hann fór inn i klefa á bak við altarið og sagði undr- andi til sin. „Hvenær getur þú fengiö þig lausan?” spurði Egan. „Nú getur eitthvað farið aö gerast á hverri stundu.” Verðirnir i kjallaranum heyrðu, er dyrnar voru opnaðar ofurhægt. Rödd hvislaöí i myrkrinu: ,,Egan.” Þeir hlóu hljóðlega, er ljósið var kveikt og Sonny birtist þvi hann var enn kjólklæddur. Fimm minútur liðu. Ekkert heyrðist. Tiu minútur. Ekkert heyrðist. Þá fór að urga i hurð- inni. Dyrnar opnuðust. Maður- inn — þetta hlaut að vera Tony Fuca — var kominn inn. Hann gaf engin hljóð frá sér. Tony nam staðar. Likami hans var spenntur til hins itrasta. Svo slakaði hann á og opnaöi dyrnar að herberginu, þar sem taskan var geymd. Nú var hann orðinn svo öruggur með sig, að hann kveikti ljósiö. „Nú fara úrslitin aö nálgast”, hugsaði Egan. Nú var loksins komið að þvi, að Tony fylgdi þeim til stóru kaupendanna i New York, þeirra sem fúslega o Miövikudagur 4. október 1972.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.