Alþýðublaðið - 28.10.1972, Blaðsíða 5
aAlþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig-
hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri
Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn-
ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666.
Blaðaprent h.f.
HANZKANUM KASTAÐ
Siðast liðinn fimmtudag gerðist sá fáheyrði
atburður að forsætisráðherra islenzku rikis-
stjórnarinnar, ólafur Jóhannesson, kvaddi sér
hljóðs á fundi efri deildar alþingis og fór að lýsa
persónulegum skoðunum sinum á hvaða tökum
skyldi taka þau erfiðu og viðkvæmu efnahags-
vandamál, sem við blasa. í viðtali við frétta-
mann hljóðvarpsins siðar þennan sama dag
herti ráðherrann enn á ummælum sinum og
kastaði þar fram atriðum eins og ráðagerðum
um stórhækkun á óbeinum sköttum, fyrirætlun-
um um visitölufals og riftun á kjarasamningum
o.fl. þ.h.
Strax daginn eftir heimtuðu blöð og stjórn-
málamenn frekari skýringar á ummælunum.
Formaður Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gislason,
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár i upphafi fundar
sameinaðs þings til þess að spyrja forsætisráð-
herra hvernig bæri að skilja þessi ummæli hans.
Málið hlyti að hafa verið til umræðu i rikis-
stjórninni. Væru þetta hennar tillögur, sem for-
sætisráðherra væri að skýra frá með þessum
hætti til þess að fá fram viðbrögð t.d aðila
vinnumarkaðarins? Ellegar ættu þau ummæli
ráðherrans, að hér væri hann að lýsa sinum per-
sónulegu skoðunum, að tákna að ágreiningur
væri um málið hjá rikisstjórninni? Þannig
hljóðuðu spurningar Gylfa Þ. Gislasonar.
Við þessum spurningum hefur enn ekkert svar
fengizt. Forsætisráðherra gætti þess að vera
ekki viðstaddur á meðan málið var rætt i
þinginu svo hann þyrfti engum spurningum að
svara. Og samráðherrar hans vörðust allra
fregna. Eina svarið sem fékkst var kalt glott
kommaráðherranna, hvað svo sem það á að
tákna.
Ólafur Jóhannesson er reyndur stjórnmála-
maður, og af þeirri manntegund, sem flýtir sér
hægt. Hann er ekki þannig gerður, eins og t.d.
Lúðvik Jósefsson, að missa eitthvað óvart út úr
sérþ
Þar að auki veit landslýður, að Ólafur
Jóhannesson er ekki þannig skapi farinn, að
hann kveði upp úr með mál fyrr en i siðustu lög.
Hann er landskunnur fyrir að segja ávallt aldrei
annað hvort já eða nei, heldur ávallt hvort-
tveggja.
Það er þvi mjög óliklegt að ummæli ólafs Jó-
hannessonar um aðgerðir i efnahagsmálunum
hafi verið i bráðræði gjör. Rik ástæða hefur
legið þar að baki. Hver hún er veit ólafur bezt
sjálfur, og það virðist ljóst, að hann vill ekki
skýra frá henni opinberlega.
Það má þvi vænta þess, að þau úrræði, sem
Ólafur nefndi, séu meginkjarni þess, sem
stjórnarflokkarnir þinga nú um. Ummæiihans
jafngilda yfirlýsingu frá Framsóknarflokknum
um að hann vilji stórauka álögur, búa til nýja
visitölu sem mæli launþegum i óhag og skerða
stórlega kjör almennings. Og Ólafur hefði aldrei
gefið út slika yfirlýsingu ef þetta hefði verið
vilji Framsóknarflokksins eins. Þessi sjónar-
mið hljóta að eiga töluvert fylgi innan rikis-
stjórnarinnar —jafnvel meirihlut.afylgi. Annars
hefði forsætisráðherrann valið annan Fram-
sóknarmann til að flytja þjóðinni boðskapinn.
Nú eru miklir örlagatimar fyrir verkalýðs-
hreyfinguna á íslandi. Forsætisráðherra hefur i
nafni rikisstjórnarinnar kastað hanzkanum.
Varnarbarátta launastéttanna er hafin. Þar á
verkafólk visan stuðning Alþýðuflokksins.
OEJLUR UM ATVINNU-
MAL Á MORDURLANDI V.
— Ég gerir ráð fyrir þvi, að
Norðurlandskjördæmi veslra sé i
raun og veru fátækasta kjördæmi
landsins. Þess vegna finnst mér
réttlætanlegt að taka málefni
þess i atvinnumálum sérstaklega
til meðferðar. Þetta sagði Pétur
Pétursson m.a. i framsöguræðu
með þingsályktunartillögu sinni
um stofnun samvinnufélags allra
þeirra er fást við fiskveiðar og
vinnslu i Norðurlandskjördæmi
vestra, en framsöguna flutti
Pétur á fundi sameinaðs þings i
fyrradag.
Þá sagði Pétur einnig:
„Þarna eins og annars staðar
eru fiskveiðar og fiskvinnsla
höfuðatvinnuvegur i kaupstöðun-
um og kauptúnunum og stað-
reyndin er sú, að þessar rekstrar
einingar eru flestar ákaflega
smáar og vanmáttugar. Og þá er
spurningin, hvort það sé ekki
hyggilegt að reyna að koma á
samvinnu allra þeirra aðila, sem
að þessum málum vinna.
Hér er um að ræða kaupfélög i
einstaka tilvikum og svo einstak-
linga og hlutafélög. Á svæðinu eru
allmörg frystihús og nokkur að-
staða önnui; nokkur skip, en engu
að siður er staðreyndin sú, að
stóran hluta úr árinu er svo slæmt
atvinnuástand á ýmsum stöðum,
að til hreinar skammar er fyrir
þjóðfélagið á þeim timum, sem
nú eru. Þetta hefur auðvitað eitt-
hvað batnað að undanförnu, en
MINNINGAR-
SPJÖLD
HALLGRÍMS-
KIRKJU
fást í
Hallgrímskirkju (Guðbrandsshofu),
opið virka daga nema laugardaga kl.
2—4 e. h., sími 17805, Blómaverzluninni
Domus Medica, Egilsg. 3, Verzl. Hall-
dóru Ólafsdótlur, Grettisg. 26, Verzl.
Björns Jónssonar, Vestuzgötu 28, og
Biskupsstofu, Klapparstíg 27.
árangurinn af slikri samvinnu
hlyti að vera sá, að það mundi
verða miklu betra fyrir slikt
fyrirtæki að koma fram og reyna
að fá samþykkt verulega stærri
áfanga i atvinnumálum sinum.
Ég er sannfærður um, að slik
samvinna mundi auka stórlega
skilning á milli staða og sam-
vinnu á milli staða, envið vitum
það áreiðanlega allir hér, að á þvi
er engin vanþörf i þessu landi.
Að lokinni framsögu Péturs reis
UPP Eyjólfur Konráð Jónsson og
réðist með offorsi á hugmyndir
Péturs um lausn atvinnuvanda-
málanna á Norðurlandi. Ræddi
hann i þvi sambandi um frekju og
yfirgang. Þessu svaraði Pétur
m.a. með þvi að hann hefði átt
von á ýmsu öðru en þvi að einn
þingmanna kjördæmisins réðist
svona að sér fyrir það eitt að
koma fram með hugmynd um
lausn atvinnumálanna nyrðra.
— Þykir þingmanninum e.t.v.
sem allt sé þar i bezta lagi?,
spurði Pétur „Mér finnst hins
vegar, að atvinnumálin i þessu
kjördæmi sé allt of stórt mál til
þess að þingmenn úr kjördæminu
fari svo að velta öðrum upp úr
þvi, að þeir séu með frekju og
framhleypni, þegar þeir eru að
reyna að gera tillögu um, hvernig
eiga áð ráða fram úr málunum.”
OLÍUVERZLUNIN
ENDURSKIPULÖGÐ
— Alþýðuflokkurinn hefur og dreifing innanlands verði i
haft það á stefnuskrá sinni, sem höndum eins eða fleiri opin-
itrekað var siðast á sunnu- berra fyrirtækja og fleiri mögu-
daginn var, að oliuverzlun, oliu- leika getur vissulega verið að
innflutningur og oliudreifing á ræða. Rikisstjórn sú, sem sat á
Islandi eigi að vera i höndum undan núverandi rikisstjórn lét
rikisins. Þrátt fyrir það hljóðar gera allmiklar rannsóknir á
þessi tillaga okkarekki beinlinis vissum þáttum þessara mála.
um að fyrirskipa þjóðnýtingu á Og kann svo að vera, að þær
oliuverzlunni. Vegna reynslu rannsóknir geti auðveldað störf
undanfarinna ára og þeirrar þeirrar nefndar sem við leggj-
tregðu, sem ávallt hefur reynzt um nú til, að verði sett á stofn.
vera á þvi að fá þetta mál betta sagði Benedikt Gröndal
kannað til botns, þá leggjum við m a i framsöguræðu á fundi
til, að málið verði athugað og sameinaðs þings i fyrradag er
dregnar fram allar upplýsingar hann fylgdi úr hlaði þings-
um það, en að þeirri athugun ályktunartillögu sem þingmenn
lokinni megi ihuga, hvers konar Alþýðuflokksins flytja um að
fyrirkomulag bezt væri að hafa alþingi kjósi 7 manna nefnd til
á oliuverzlunni. þess að gera tillögu um endur-
Það er hægt að hugsa sér skipulagningu á innflutningi og
marga möguleika, t.d. þann, að dreifingu á oliuvörum. Fylgdi
innflutningurinn væri algerlega Benedikt tillögunni úr hlaði i
þjóðnýttur eða smásöludreifing fjarveru 1. flutningsmanns
gæti verið i höndum einstak- hennar, Stefáns Gunnlaugs-
linga, samvinnufélaga og jafn- sonar.
vel allt annarra aðila, sveitar- Tillögunni var visað til at-
félaga hugsanlega. Það er hægt vinnumálanefndar og annarar
að hugsa sér, að öll oliuverzlun umræðu.
10%
afsláttarkort
Afhending afsláttarkorta, sem gilda til 16. desember, hefst
mánudaginn 30. október.
Kortin eru afhent í skrifstofu KRON, Laugavegi 91, DOMUS.
Félagsmenn og nýir félagsmenn eru hvattir til aö sækja kortin
sem fyrst.
Afsláttarkortin eru ókeypis.
Laugardagur 28. október 1972
o