Alþýðublaðið - 28.10.1972, Blaðsíða 2
Ingólf s-Café
BINGO á sunnudag kl. 3
Aðalvinningur eftir vali.
11 umferðir spilaðar.
Ingólfs-Café
Gömludansarnir í kvöld kl. 9
Hljómsveit Horvaldar Björnssonar.
Söngvari: Grétar Guðmundsson.
^ðgöngumiðasalan frá kl. 5 — Simi 12826
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiöir og jeppabifreið, er sýndar verða
að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 31. október kl. 12-3.
Tilboð veröa opnuð i skrifstofu vorri kl. 5.
Sölunefnd varnarliðseigna.
Laus staða
Staða bókara við bæjarfógetaembættið á
ísafirði er laus til umsóknar.
Umsóknum ásamt upplýsingum um fyrri störf sé skilað
fyrir 15. nóvember n.k.
Laun samkvæmt launalögum.
Skrifstofa Isafjarðar 20/10 1972.
Björgvin Bjarnason.
fíÍk \ Sunnudagsferð 29/10.
Selatangar Brottför kl. 13 frá
sSgggy B.S.l. Verð 300 kr.
Kerðafélag islands
Þvottamann
vantar nú þegar við Þvottahús rikisspital-
anna að Tunguhálsi 2 i Árbæjarhverfi.
Umsóknarfrestur til 2 nóvember n.k.
Umsóknir með upplýsingum um aldur og
fyrri störf, ásamt meðmælum, ef fyrir
hendi eru, sendist til skrifstofu rikisspital-
anna, Eiriksgötu 5.
Nánari upplýsingar gefur forstöðukona
þvottahússins i sima 81714.
Reykjavik, 26. október 1972
Skrifstofa rikisspítalanna.
Vélstiórar —
Vélstjórar
Framhalds aðalfundur Vélstjórafélags ís-
lands verður haldinn á Hótel Sögu, sunnu-
daginn 29. október n.k. kl. 2 e.h.
Félagsmenn fjölmennið
Stjórnin.
AUGLÝSINGASÍMINN OKKAR ER 8-66-60
ELLIHEIMILIÐ
GRUND 50 ÁRA
A efri myndinni er Gísli Sigur-
björnsson forstjóri i hópi vist-
manna. Myndin hér til hliðar er
tekin á snyrtistofu vistheimilis-
ins.
Elli- og hjúkrunarheimilið
Grund í Reykjavik er 50 ára á
morgun.
Fyrstu tildrög að stofnun Elli-
og hjúkrunarheimilisins Grund-
ar eru þessi i mjög stuttu máli:
Stjórn Samverjans, sem
annaðist matgjafir handa fá-
tækum börnum og gamalmenn-
um i Reykjavik i 10 ár, 1913-
1922, stofnaði til skemmtunar
fyrir gamalt fólk sumarið 1921,
og hélt þvi áfram i allmörg ár.
Árið 1922 varð afgangur af slikri
skemmtun 541 króna. Sú upp-
hæð var lögð til hliðar sem
stofnfé „handa elliheimili, sem
vonandi yrði einhvern tima
stofnað”.
Jón Jónsson beykir bauðst
þau til að gefa 1500 krónur og
safna fé hjá bæjarbúum, ,,ef
stjórn Samverjans lofaði að
byrja heimilið þá um haustið”.
Eftir miklar bollaleggingar
fékk Jón þetta loforð og tók
hann þá að safna fé.
Á einum mánuöi söfnuðust um
9 þúsund krónur og nýlegt stein-
hús, kallað að Grund, — þar sem
nð er barnaheimilið Vestur-
borg, — var keypt fyrir 35 þús-
und krónur.
27. október fluttust fyrstu sex
vistmennirnir i húsið, en
tveimur dögum siðar, 29. októ-
ber 1922, var húsið vigt að við-
stöddum fjölda manns.eða yfir
1000 manns að sögn blaðanna
þá.
Hús þetta gat tekið 24 vist-
menn og varð það brátt full-
skipað.
Stofnendur heimilisins voru :
Sr. Sigurbjörn Á. Gislason, Har-
aldur Sigurðsson, Páll Jónsson,
Flosi Sigurðsson og Július
Árnason. Eru þeir nú allir
látnir.
I stjórnarnefnd voru: Fri-
mann Ölafsson frá 1935 til
dauðadags 1956, Hróbjartur
Árnason frá 1940 til dauðadags
1953 og Páll Árnason frá 1953 til
dauðadags 1970.
Fyrstu árin var forstöðukona
heimilisins frú Maria Péturs-
dóttir, en Haraldur Sigurðsson,
verzlunarmaður, annaðist fjár-
mál þess.
Haraldur var siðan forstjóri
heimilisins 1930-1934, en Gisli
Sigurbjörnsson hefur verið for-
stjóri siðan i október 1934.
Húsið „Grund” við Kapla-
skjólsveg reyndist brátt of litið .
Fékk heimiliö þá lóð, Þar sem
heimilið stendur nú við Hring-
braut. Hófust byggingafram-
kvæmdir þar i ágúst 1928.
Nýja húsið var vigt 28. sept-
ember 1930 að viðstöddu fjöl-
menni.
Fyrstu árin eftir 1930 var að-
sókn vistmanna ekki næg til
þess að fylla húsið, en hún fór
vaxandi, og þegar húsið var 10
ára, voru vistmenn orðnir um
150 og kominn langur biðlisti,
sem aldrei hefir horfið siðan.
Vistmenn 1. janúar 1935 voru
108 talsins, en eru nú á Grund
einni 373. Vistmönnum hefur
þannig fjölgað á þessu timabili
um 265. En samtals á Grund, i
Ási og Asbyrgi eru vistmenn nú
524, þar af 367 konur og 157 karl-
ar.
o
Laugardagur 28. október 1972