Alþýðublaðið - 10.11.1972, Side 1

Alþýðublaðið - 10.11.1972, Side 1
HRfDVERSHAHDI ATVINNII ASTAND EYIAKVENFÚLKS AFLEITAR GÆFTIR, „DAUFUR" ÁRSTÍMI - OG SUMIR LEGGJA EINFALDLEGA BÁTUM SÍNUM Tuttugu konur og einn karl- maður voru skráð atvinnulaus i Vestmannaeyjum um siðustu mánaðamót. „Þetta er i fyrsta sinn siðan i kreppunni 1967 — 1968, að at- vinnuleysi gerir innreið sina hér i Vestmannaeyjar”, sagði Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri, i samtali við Alþýðublaðið i gær. „Atvinnuástandið fer hrið- versnandi hjá kvenfólki, en hins vegar er það ennþá nokkuð sæmi- legt hjá karlmönnum, þó að þeir hafi að visu viðast aðeins átta stunda vinnu á dag”, sagði Magnús bæjarstjóri. t samtalinu kom fram, að aðeins tæplega helmingur Vest- mannaeyjabáta er gerður út um þessar mundir. Nokkrir stærri bátanna, sem eru á sjó, sigla með aflann og selja hann erlendis, og veita þvi ekki vinnu i landi. Mjög slæmar gæftir hafa verið að undanförnu og hafa margir minni bátanna af þeim sökum ekki komizt á sjó. A þessum árstima eru aflalikur taldar litlar og sem kunnugt er eru sildveiðar bannaðar sunnan- lands i haust nema með reknet- um. Hafa þvi sumir útgerðar- menn i Eyjum brugðið til þess ráðs aðleggja bátum sinum alveg yfir þennan daufasta árstima. En mestur hluti flotans, sem ekki er á sjó, er nú i klössun og er unnið að þvi að undirbúa skipin fyrir komandi vetrarvertið. ,,Ég geri ráð fyrir, að atvinnuá- standið myndi lagast, ef tiðarfar batnaði eitthvað og aflabrögð glæddust”, sagði Magnús bæjar- stjóri, og bætti við: „Það bjargar miklu, að fisk- vinnslustöðvarnar þurfa á karl- mönnum að halda til að dytta að Kramhald á bls. 4 Brezki togarinn: KAUS SJflVAR- HÁSKANN FRAM YFIR ÍS- LENZKA HÖFN Brezki togarinn Ssafa FD 155 var i sjávarháska 150 milur suð- austur af Vestmannaeyjum í gær og var islenzkt varðskip þegar scnt af stað honum til hjálpar. En kl. 21.18 afturkallaði togarinn hjálparbeiðnina og átti þá varð- skipið ekki eftir nema stutta sigl- ingu á þann stað, sem togárinn var á, þegar liann sendi út neyðarskeytið. Laust eftir kl. f jögur i gær sendi togarinn út neyðarskeyti eftir að hafa fengið á sig brotsjó. Var tii- kynnt, að miklar skemmdir hefðu orðið á brú skipsins og það ræki stjórnlaust fyrir vcðri og vindum. Einnig var tilkynnt, að sjór hefði komizt i skipiö. Flugvél fra varnariiðinu var strax scnd á vettvang i öryggis- skyni Hún flaug yfir togarann um háiftiu leytið i gærkvöldi og var þá brezki togarinn Wyre Defense i fyigd með Ssafa. Við brotsjóinn fóru Ijósavélar skipsins úr iagi og var það al- myrkvað, siðast þegar sást til þess, en þá stefndi það i suðaustur i átt til Bretiands. Þegar brotsjórinn skall á togar- anum munu ekki hafa orðið Framhald á bls. 4 OG I GRlMSEY ER SiFELLD STðRHRfÐ - f SIÖNVARPINU „Sjónvarpið hefur veriö með afbrigðum slæmt alveg siðan i sumar, það hefur verið stórhrið á skerminum alla daga, hvernig sem viðrar”, sagði Alfreö Jóns- son, oddviti i Grimsey, er Alþýöublaðið hafði samband við hann i gær. Og það má teljast slæmt fyrir þá Grimseyinga að geta ekki mcð góðu móti horft á sjónvarpið þar sem undanfarið hefur litið sem ekkert gefið á sjó, en þá er heldur litið að gera hjá þeim. Þeir hafa fengið ein- hvern afsiátt af afnotagjaldinu, en „við viijum heldur borga fullt gjald og geta notið sjón- varpsins að fullu,” sagði Alfreö. Þeir hafa kvartað og kvartað en ekkert lagast, og cnginn veit hvað er að. „Við höfum ekki ennþá orðið vör við veturinn hérna, frekar en i fyrra”, sagði Alfreið þegar við fórum út i þá sálmana. Hann sagði, að reyndar væri norðan strekkingur og hriðarveður, en litill sem enginn snjór væri á jörðu og frost tvö stig. Það kvað viö annað hljóð er við höfðum tal af Kristjáni Sigurðssyni, bónda á Grims- stöðum á Fjöllum. Hann sagði, að snjókoma væri töluverð, lemjustórhrið öðru hverju, en birti þó upp á milli. Frost sagði hann vera um sex stig, er við ræddum við hann, laust fyrir klukkan sex i gærkvöidi. Framhaid á bls. 4 Það var viða vetrarlegt á Islandi i gær, og snjór um mestallt landið. Aðeins á sunnanverð- um Austf jörðum var auð jörð, allt að Fagurhóls- mýri, enda hitastigið hæst þar, viðast 2-3 stig. En á Hveravöllum voru hjónin Árni Stefánsson og Halla Guðmundsdóttir i 19 stiga frosti, sem að visu lækkaði niður i átta stig i gærdag. I Grimsey var ennþá napurlegt haust, en á Grimsfjöllum virðist veturinn vera að koma, þar voru allir vegir orðnir ófærir i gær. Snjór var nokkuð mikill i gær, allt frá norðausturlandi og suðurum, en snjódýptin mest á Hornbjargsvita og Raufarhöfn, 15-25 sentimetrar, sagði Páll Bergþórsson veðurfræðingur i spjalli við Alþýðublaðið í gær. Talsverður snjór var lika i Vest- mannaeyjum, sagði hann, eða 10-15 sm. djúpur. Annars var snjór litill á sunnanverðu land- inu. Búast má við svipuðu veðri liklega næstu 2-3 sólarhringana, „það er spáð kólnandi veðri og ákveðinni norðanátt”, sagði Páll. Við höfðum i gær samband við nokkra af afskekktustu stöðum landsins að spyrja frétta af veðri og fleiru, og fara samtölin hér á eftir. „Það eru norðan sjö vindstig núna, og reyndar ekki snjókoma eins og er, en heilmikill skaf- renningur og frostið er átta stig”, sagði Arni Stefánsson, veðurathugunarmaður á Hveravöllum, er Alþýðublaðið ræddi við hann um þrjúleytið i gær. Um tiuleytið i fyrrakvöld sagði Arni, að hafi skyndilega lægt og við það kólnað all mikið. Það var þoka i grennd og mynd- aðist allmikið hrim, en við þetta komst frostið niður i 19 stig. Þó ekki hafi snjóað á Hvera- völlum i gær hefur verið nokkur snjókoma þar undanfarna daga, og hefur snjódýptin verið 30-40 sentimetrar samkvæmt snjó- mælingum. En vegna allmikils skafrennings hafa myndazt töluverðir skaflar, viða eru þeir töluvert á annan metra að dýpt. Siðast i október komu siðast gestir tilþeirra Hveravalla- hjóna, en það voru leitarmenn úr Biskupstungum. Siðan hefur enginn komið, sagði Arni. Við spurðum hann að lokum, hvern- ig þeim likaði vistin þarna á há- lendinu, en eins og kunnugt er tóku þau við veðurathugana- stöðinni um miðjan ágúst siðastliðinn. „Við höfum nú ekki mikla reynslu af dvölinni enn sem komið er, en við erum mjög Framhald á bls. 4 KALSINN Það var að visu ckki nema eins stigs frost hér i Reykja- vik i gærdag, en það var tals- verður gustur og þvi asi á mönnum og mátti lesa hroll- inn úr svip þeirra. Við tókum þessa mynd i miðbænum upp úr hádeginu. — Veðurstofan spáði norð-austlægri átt i dag og léttskýjuðu á köflum. Og frostið átti að vera þetta eitt til fjögur stig. FROSTIB VARfi hItjAn ST1G k HVERAVOLLUM

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.