Alþýðublaðið - 10.11.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 10.11.1972, Blaðsíða 9
SVO SEM EKKERT ÚVÆNT: REAl MADRID SIGRADI ÍR f GÆRKVOLD1117:65 Það fór eins og menii bjuggust við, Real Madrid sigraði ÍR með yfirburðum i Laugardalshöllinni i gærkvöldi. Lokatölurnar urðu 117:65, og má segja að það sé i sjálfu sér afrek hjá ÍR að skora svona mörg stig hjá þessu frægasta körfuknattleiksliði Evrópu. Yfirburðir Real voru algerir á öllum sviðum körfuknattleiksins. t liðinu voru margir leikmenn yfir tvo metra, og þeir nýttu hæð sina til hins ýtrasta gegn hinum smá- vöxnu leikmönnum tR. En það var þó einkum á einu sviði, sem munurinn var tilfinn- anlegastur. Var það varnarleik- urinn sem var hreint frábær hjá Real, pressuvörn sem var svo þéttriðin að um tima tókst IR-ing- um alls ekki að rjúfa hann. Þegar losarabragur komst á vörnina, voru IR-ingarnir fljótir að komast á bragðið, en þeir gefðu þó ekki meira en halda i horfinu. Byrjunin var ákaflega skemmti- leg og spennandi. Liðin skiptust á um að skora, og tR hafði reyndar yfirum tima. Hvert langskotið af öðru frá Agnari Friðrikssyni small i körfunni, og óhætt er að segja að Agnar hafi verið bezta langskytta kvöldsins, enda var hann stigahæstur allra leikmanna i gærkvöldi með 22 stig. Þegar staðan var 17:16 Real Madrid i vil, virtist svo sem allt hlypi i baklás hjá tR. Körfuskot tR-inga lentu ekki nálægt körf- unni, og rúmlega helmingur allra sendinga fór beint i hendurnar á leikmönnum Real. A þessu tima- bili var sem IR-ingum væri það ómögulegt að finna smugu á sterkri pressuvörn Real. Enda fór svo að Real skoraði næstu 21 stig, og staðan var skyndilega orðin 38:16. Eftir það var spurningin einungis sú hversu stigamunurinn yrði mikill, og hvort Real tækist að ná 100 stig- um. Staðan i hálfleik var 54:26. t seinni hálfleik keyrðu leik- menn Real af engu minni grimmd en i fyrri hálfieiknum, og þótt ein- staka leikmenn týndust útaf með fimm villur, komu bara betri menn inn i þeirra stað. Þannig kom sjálfur konungurinn, Emiliano Rodriquez, ekki inná fyrr en i lok leiksins, en hann skoraði samt 16 stig. Lokatölurn- ar urðu sem fyrr segir 117:65 Spánverjunum i vil. 1 liði Real Madrid eru leik- mennirnir hver öðrum betri, og þar er greinilega valinn maður i hverju rúmi. Nokkuð er um út- lenda „atvinnumenn” i liðinu, þó það eigi að kallast áhugamanna- 'lið. Beztu menn liðsins voru þeir Rodriquez (no. 10) og Carmelo Cabrera (no. 7) auk hávöxnu mið- herjanna sem voru mjög góðir. Paniagua (no. 8) var stigahæstur með 20 stig, en Rodriquez, Thimm (no. 15) og Vinas (nor. 14) gerðu allir 16 stig. Agnar Friðriksson var i sér- flokki i sókninni hjá 1R með 22 stig, en varnarleikurinn var ekki góður hjá honum. Kristinn Jör- undsson og Birgir Jakobsson gerðu 13 stig, Sigurður Gislason 7 stig, Einar Sigfússon 6 stig og Pétur Böðvarsson og Kolbeinn Kristinsson 2 stig. Dómarar leiksins voru hreint út sagt frábærir. —SS. Agnar Friðriksson og Einar Sig- fússon berjast um knöttinn ásamt Carmelo Cabrera (No. 7). Myndin er frá leiknum i gærkvöldi. GUÐGEIR LEIFSSON IFRAM! Guðgcir Leifsson, hinn snjalli landsliðsmaður Vikings i knatt- spyrnu, hefur gengið i Fram. Gekk hann frá félagaskiptunum i fyrradag, og leikur þvi mcð Fram næsta ár. Guðgeir haföi fyrir löngu gefið i skyn að hann hygöist skipta um féíag ef Vikingur félli i 2. deild. Stóð lengi til að Guðgeir færi til Vestmannaeyja, en úr þvi varð ekki. Guðgeir hefur sagt i samtali við iþróttasiöuna, að hann leiki knattspyrnu aðeins ánægjunnar vegna. Engin ánægja sé af þvi að leika knattspyrnu i 2. dcild, og þvi hafi ekki verið annað fyrir sig að gera en að skipta um félag eða hreinlega hætta. —SS. HAUKARNIR ALVEG I SERFLOKKI Ekkert nema hrein óheppni getur komið i veg fyrir að Haukar úr Hafnarfirði endurheimti sæti sitt i 1. deild i handknattleik. Á miðvikudaginn báru Haukarnir sigur úr býtum i viðureign sinni við Gróttu um lausa sætið i deildinni 17:9. Var þetta fyrri leikur liðanna. Seinni leikurinn fer framá sunnudaginn, og þarf Grótta þá að sigra með niu marka mun, sem er alveg útilokað, þvi Haukarnir virðast vera heilum gæðaflokki ofar en Grótta. Leikur Hauka og Gróttu fór fram í hinu nýja iþróttahúsi þeirra Hafnfirðinga. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með .leiknum, og þeir hvöttu sina menn með ráðum og dáð. Greinilegt var i byrjun leiks- ins, að taugarnar voru alls ekki i lagi. Voru leikmenn þjakaðir taugaspennu allan fyrri hálf- leikinn, og fyrir bragðið var leikurinn ekki i þeim gæðaflokki framan af, sem hefði mátt vænta. Stefán Jónsson var sem fyrr beztur i liði Hauka. Haukarnir byrjuðu nokkuð vel, tóku tveggja marka forystu strax i byrjun. Þeirri forystu héldu Haukarnir lengi vel, allt þar til um miðjan hálfleikinn að Grótta náði sér á strik og náði að jafna 3:3, og siðan að komast yfir 4:3 þegar eftir voru 10 min- útur af fyrri hálfleik. En Hauk- arnir hristu af sér slenið seinni hluta hálfleiksins, og tókst að breyta stöðunni i 7:5. A þessum tima lék Sigurgeir Sigurðsson i markinu hjá Haukum, og lokaði þvi gjörsamlega. 1 byrjun seinni hálfleiks minnkuðu Gróttumenn bilið i 7:6, en upp frá þvi var eins og allt hryndi hjá Grótti ekki var heil brú i leik liðsins seinni hálf- leikinn og Haukarnir sigu fram- úr hægt og sigandi og unnu með átta marka mun. Sem fyrr segir var staðan 7:6, en Haukarnir breyttu henni fyrst i 12:6 og siðan i 17:7. A þessu timabili misnotuðu Gróttumenn m.a. vitakst, og allt gekk á afturfótunum hja þeim. Haukarnir héldu hins vegar fullkomlega höfði, og á þessum minútum kom vel fram munur- inn á þessum tveim liðum. Er óhættað segja að Haukarnir séu i heilum gæðaflokki betri en Grótta. Grótta skoraði tvö siðustu mörk leiksins, og urðu lokatölur sem fyrr segir 17:9 Haukum i vil. Seinni leikurinn fer fram á Seltjarnarnesi á sunnudáginn. 1 liði Hauka var Stefán Jóns- son i algjörum sérflokki, enda I mikilli æfingu eftur þátttökuna i Ólympiuleikunum. Var Stefán óþreytandi eins og fyrri daginn, og krafturinn er sá sami og ætið. Þá áttu þeir Þórður Sigurðsson og blafur ólafsson þokkaleg- an leik, og Elias var lipur. Báðir markveröir liðsins vörðu vel, hvor tveggja ungir piltar, Sigur- geir Sigurðsson og Gunnar Einarsson. Annars var nokkuð áberandi hjá Haukaliðinu að út- hald virðist ekki vera upp á það allra bezta, og kemur það tölu: vert á óvart, þvi liðið hefur aö sögn æft mjög vel. 1 liði Gróttu er aðeins ástæða til þess að nefna þrjá leikmenn, þá Arna Indriðason, Þór Otte- sen og Guömund Ingimarsson markvörð. Aörir leikmenn eru vart umtalsverðir. Mörk Hauka skoruðu: Þóröur 4 Stefán 4, Elias 3, Ólafur 2, Sigurður Jóakimsson 2, Haf- steinn og Guðmundur eitt hvor. Mörk Gróttu: Halldór 3, Grétar 2, Kristmundur 2, Sig- urður og Þór eitt hvor. Á undan léku FH og Armann aukaleik, og sigraði FH 31:20, jafnvel þótt Geir og Hjalta vant- aði i liðið. Eru þetta slæmar tölur fyrir Armann. —SS. og hljóta að fara upp í I. deild Föstudagur 10. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.