Alþýðublaðið - 10.11.1972, Síða 5

Alþýðublaðið - 10.11.1972, Síða 5
Alþýðublaðsútgáfan h.f. Ritstjóri Sig- hvatur Björgvinsson (áb). Fréttastjóri Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórn- ar Hverfisgötu 8-10. — Sími 86666. Blaðaprenth.f. RÁÐHERRA ÚT- GERÐARMANNA Alþýðubandalagið þykist vera flokkur fólks- ins, sem beri umfram allt hagsmuni launþega og neytenda fyrir brjósti. Á þessa strengi leikur flokkurinn ávallt, þegar hann er i stjórnarand- stöðu. En hvernig stendur hann við orð sin, þegar hann er kominn i stjórn? Hvernig leikur hann þá hlutverk sitt, sem verndari neytenda og launþega, — alþýðunnar i landinu? Litum á at- hafnir eins helzta forystumanns Alþýðubanda- lagsins, — ráðherrans Lúðviks Jósefssonar. Hvar er félagshyggja Lúðviks Jósefssonar i sjávarútvegsmálunum? Hefur hann ekki verið þekktur fyrir það — bæði innan sins eigin flokks og utan — að vera fyrst og fremst ráðherra út- gerðarmannanna, — einkaatvinnurekenda sem fást við útgerð til þess að græða? Kom þetta ekki glöggt i ljós i fyrri sjávarútvegsráðherratið Lúðviks? Er svo ekki enn? Eins og öllum er kunnugt hafa allar ráðstaf- anir rikisstjórnarinnar i sambandi við togara- kaupin miðað að þvi, að auðvelda einkaatvinnu- rekendum að komast yfir skipin með þvi að veita þeim lán allt að 85-90% kaupverðsins. Og ef útgerðarauðvaldið getur ekki einu sinni lagt fram þau 10 eða 15% af kaupverðinu úr eigin vasa, sem gert er ráð fyrir, hver hleypur þá eins og senditik fyrir það til að kria út viðbótarfyrir- greiðslur af almannafé? „Sósialistinn” Lúðvik Jósefsson. Ráðherra útgerðarmanna. Ráðherr- ann, sem fyrir löngu hefur snúið baki við hug- myndunum um félagslegan rekstur atvinnu- tækja, eins og bezt má sjá af þvi, hversu vel hann vinnur fyrir einkaatvinnureksturinn i út- gerðinni á meðan hann lætur það lönd og leið að greiða fyrir félagslegri útgerð hinna nýju skipa. Og hvar er félagshyggja Lúðviks Jósefssonar i viðskiptamálunum? Hann hefur leyft kaup- mönnum að hækka álagningarprósentu sina, milliliðum að hækka verðið á þjónustu sinni og framleiðendum að hækka verðið á vöru sinni. Satt er það. Fólkið i landinu hefur áþreifanlega orðið vart við það. En hvað hefur ráðherrann gert fyrir þetta sama fólk, fyrir almenning, — fyrir neytand- ann? Þegar Lúðvik Jósefsson kom i viðskipta- ráðuneytið hafði fyrirrennari hans i embætti, Gylfi Þ. Þ. Gislason, látið sérfróðan mann semja drög að frumvarpi um neytendavernd, en slika lagasetningu hefur vantað hér á íslandi um margra ára skeið. Var það ætlun Gylfa að láta lögfesta slikt frumvarp á þinginu i fyrra. Um miðjan s.l. vetur spurði Alþýðublaðið, hvað máli þessu liði. Þá kom i ljós, að Lúðvik Jósefsson hafði ekkert meira aðhafst i neyt- endamálunum. Frumvarpsdrögin voru látin rykfalla niðri i skúffum i ráðuneyti hans. Og þar eru þau enn. Ekkert hefur enn komið fram, sem ber þess vott, að Lúðvik hafi dustað af þeim rykið. Neytendaverndin er kyrfilega lokuð ofan iskúffum Lúðviks á sama hátt og þær félagslegu hugsjónir, sem hann gekk með sem ungur maður, hafa nú um margra ára skeið verið harðlæstar niðri i skúffunum i innstu af- kimum hugarfylgsna hans. Þannig er nú afrekaskrá æðstu manna Alþýðubandalagsins, sem á hátiðum og tyllidög- um lætur kalla sig ,,flokk fólksins”. Ráðherra útgerðarmanna, maðurinn, sem telur það vera mikilvægasta hlutverk neytandans að borga hærra vöruverð i dag en hann borgaði i gær, er góður samnefnari flokks þessa. jalþýðu I H I I ENGIN HAUSTLÁN HOFÐU VERIÐ UNDIRBÚIN HLAUP1D UPP HL HANDA OG FÚTA STRAX DAGIHH EFTIR AD SPURZT HAFDI VERffl FVRIR UM MÁLHI A fundi sameinaðs alþingis þann 7. nóvember s.l. mælti Gylfi Þ. Gislason fyrir fyrirspurn sem hann beindi til menntamálaráð- herra um hvað liði úthlutun haustlána úr Lánasjóði islenzkra námsmanna. Kom það m.a. fram i ræðu Gylfa, að strax daginn eftir að hann hafði skýrt menntamála- ráðherra frá þvi að hann hygðist flytja slika fyrirspurn hefði allt verið sett i gang til að tryggja sjóðnum fé til haustlánveitingar og hefðu þá 60 milljónir verið út- vegaðar i snarhasti svo lánveit- ingarnar gætu hafizt. Benti Gylfi á, að þetta fé væri þó mun minna, en þyrfti hvort heldur miðað væri við tillögur stjórnar lánasjóðsins eða rikisstjórnarinnar sjálfrar i fjárlagafrumvarpinu. I framsöguræðu sinni með fyrirspurninni sagði Gylfi Þ. Gislason: „Fyrir nokkrum árum var tek- inn upp sá háttur að greiða náms- mönnum erlendis greiðslu skóla- gjalda og bæta aðstöðu náms- manna hér til þess að gangast undir haustpróf. t hitteðfyrra og fyrra var um þriðjungi námslánanna úthlutað að hausti. Um siðustu mánaðamðt hafði hins vegar engum námslánum verið úthlutað. Skýringin var ein- faldlega sú, að sjóðurinn hafði ekki fé til umráða til að hefja út- hlutun haustlána. Sjóðurinn fær sem kunnugt er fé sitt úr rikissjóði, sem lánsfé frá peningastofnunum auk eigin tekna, vaxta af eldri lánum. Um siðastliðin mánaðamót hafði sjóðurinn ekkert fé til ráð- stöfunar nema 12 millj. kr. lansfé frá Seðlabankanum, en það er sama upphæð og hann lánaði i fyrra. Aðrar peningastofnanir og rikissjóður höfðu ekkert fé lagt til sjóðsins á þessu hausti. S.l. miðvikudag ákvað ég að leggja fram fyrirspurn um þetta mál, þar eð það er mjög baga- legt fyrir námsmenn að hafa ekki enn fengið nein haustlán. Skýrði ég háttvirtum mennta- málaráðherra strax frá þessari fyrirspurn, eins og ég tel sjálf- sagða kurteisi. Strax daginn eftir mun hátt-j virtur ráðherra hafa efnt til eða látið efna til funda með öðrum peningastofnunum en Seðlabank- anum og tveim dögum siðar var stjórn lánasjóðsins tilkynnt, að þessar peningastofnanir hefðu lofað sama láni og i fyrra, þ.e. 48 milljónum króna. Væntanlega mun sjóðurinn nú fá 60 milljónum króna til umráða og mun þvi væntanlega geta hafið úthlutun haustlána i einhverjum mæli. Þetta er þakkarvert, þó að ég telji dráttinn hafa orðið óeðli- lega langan. En fjárhagsvandamál lána- sjóðsins eru enn algerlega óleyst. Stjórn Lánasjóðs islenzkra námsmanna fór fram á fjárveit- ingu fyrir árið 1973 að upphæð 493 millj. kr. Aukningin: 1. Fjölgun náms- manna: 64 millj. kr. 2. Útvikkun lánakerfisins: 26 millj. kr., 3. Hækkun hundraðstöluhlutfalls af fjárþörf skv. áætlun fyrrverandi rikisstjórnar úr 75% i 88% : 49 millj. kr., 4. Verðlagsbreytingar: 94 millj. kr. sjóðsins ættu þau að nema 493:3 milljónum, eða 160 millj. kr. En þau verða 60 milljónir.” Samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu á rikisframlagið aðeins að nema 273 milljónum króna, sem er rúmlega helmingur þess, sem sjóðsstjórnin telur þurfa. Heyrzt hefur, að rikisstjórnin hyggist hækka fjárlagatölur Þegar sagt var frá ályktunum 1. Landsfundar Alþýðuflokks- kvenna urðu þau mistök, að þrjú atriði féllu aftan af félagsmála- áliti Landsfundarins. Eru þau atriði birt hér á eftir og hlutaðeig- andi bcðnir vclvirðingar. Landsfundur Alþýðuflokks- kvenna 1972 bendir á nauðsyn þess, að komið sé upp i borgar- eða bæjarhverfum aðstöðu fyrir fólk á ýmsum aldri, til þess að lagfæra eðasmiðaeinfalda hluti, en fjöldi fólks hefur enga aðstöðu til slikra hluta i ibúðarhúsnæði sinu. Þjónusta sem þessi yrði ef- laust mörgum kærkomin og myndi veita þeim bæði gagn og gleði. Landsfundur Alþýðuflokks- kvenna 1972 varar alvarlega við þeirri þróun, sem er að gerast i húsnæðismálum þjóðarinnar, þar sem ibúðarverð fer ört vaxandi frá degi til dags og fjöldi manna verður að sæta ofurkjörum i húsaleiguokri. Fundurinn skorar á Alþingi og rikisstjórn að bregða hart við i þessum málum og þannig, að lánsupphæðin lækki ekki, aukist ekki,heldur standi kyrr. Ef þetta er rétt, hverfur núver- andi rikisstjórn frá þeirri stefnu, sem ég gaf skýlausa yfirlýsingu um hér á Alþingi fyrir hönd þá- verandi rikisstjórnar fyrir 3 árum að stefnt skyldi að árlegri aukn- ingu námslánaaðstoðar til ársins 1974 þannig að umframfjárþörf yrði þá að fullu mætt. Þáverandi stjórnarandstaða lýsti yfir sama vilja slnum þannig að allur þing- heimur var sammála um þessa stefnu. Ef reyndin við afgreiðslu fjár- laga ársins 1973 verður sú, að horfið verði frá þessari stefnu, ber mjög að harma það og hlýtur málið þá að koma með öðrum hætti til kasta Alþingis. Það hefur aldrei komið fyrir, siðan haustlánakerfið var tekið upp, að engu haustláni hafi verið úthlutað þegar komið var fram á 7. nóvember. Haustlánin nú verða miðað við núverandi fjárráð minni, en nokkru sinni fyrr. Jafnvel miðað við f járlagatillögurnar ættu haustlánin nú að nema 273:3 þ.e.a.s. 90 milljónum króna. Miðað við tillögur stjórnar lána- stöðva þessa iskyggilegu þióun með byggingu ódýrra, hentugra ibúða, sem ýmist væru til leigu eða til sölu með viðráðanlegum greiðsluskilmálum. Landsfundur Alþýðuflokks- kvenna 1972 telur það skýlausa skyldu þjóðfélagsins að tryggja öldruðu fólki sem bezta aðstöðu bæði fjárhagslega og félagslega og lýsir yfir ánægju sinni og stuðningi við starfsemi allra félagssamtaka, sem vinna að vel- ferðarmálum aldraðra. Landsfundur Alþýðuflokks- kvenna 1972 minnir á, að við búum i fögru landi og um margt sérstæðu og að við höfum þær skyldur að gæta þess vel að varð- veita og vernda fagurt og sér- kennilegt umhverfi og skorar fundurinn á alla, karla jafnt sem konur að standa dyggan vörð um öll þau verðmæti, mælanleg og ómælanleg, sem i umhverfi okkar finnast og láta aldrei skammsýn fjárgróðasjónarmið fárra fjár- aflamanna villa okkur sjónir i þeim efnum. FLOKKSSTARFIÐ HVERGERÐINGAR Alþýðuflokksfólk og stuðningsfólk Alþýðu- flokksins i Ilveragerði. Fundurinn er i kvöld, föstudagskvöld, að Bláskógum 2 og hefst kl. 20,30. Gestur fundarins er Jón Ármann Héðinsson, aiþm. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Alþýðuflokksfélagsins. ALYKTANIR LANDSFUNDAR Föstudagur 10. nóvember 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.