Alþýðublaðið - 10.11.1972, Page 7

Alþýðublaðið - 10.11.1972, Page 7
LAUSNIN Á EKKI AD VERA A KOSTNAÐ UUNÞEGANNA í LANDINII SEGJA RAFIÐNAÐARMENN UM EFNAHAGSVANDAMÁLIN VERKA- LÝÐS- MÁL Um siftast liöna helgi var haldiö hér i Reykjavik 2. þing KaHönaöarsambands tslands, en samband þetta er nýlega stofnaö landssamband manna, sem vinna aö rafiftnaöi. Uingift geröi ýmsar ályktanir, m.a. um kjaramál, atvinnumál og skattamál ásamt mjög um- fangsmiklum ályktunum um menntamál stéttarinnar og er hluti ályktananna birtur hér. Ályktum: Kjaramál. Meö einhuga baráttu verka- lýössamtakanna tókst i desember-samningunum aö auka verulega kaupmátt launa, enda þótt samtökin yröu að slaka nokk- uð á réttmætum kröfum sinum. Þá tókst og m.a. fyrir atbeina rikisvaldsins að ná fram þeim raunar sjálfsögðu félagslegu rétt- indum sem fólgin eru i lengingu orlofs og styttingu vinnuvikunnar i 40 stundir. Arangur desembersamning- anna er af hendi verkalýðshreyf- ingarinnar engin skammtima- lausn, heldur varanlegt skef til bættra lifskjara. Þess vegna hlýt- ur hreyfingin að slá skjaldborg um þann áfanga sem náöist og berjast gegn hvers konar viðleitni til þess að rýra þau kjör sem samningarnir eiga að tryggja launþegum. Sú þróun verðlagsmála, sem átt hefur sér stað undanfarið er alvarleg ögrun við afkomu laun- þega, atvinnureksturinn i landinu og raunar allt efnahagskerfið i heild. Ber brýna nauðsyn til að snúist verði við þessum vanda nú þegar, i stað þess að láta reka að feigðarósi. Þær aögerðir sem nauðsynlegt kann að vera að gripa til, verða fyrst og fremst að miða að þvi að tryggja þann kaupmátt launa sem desember- samningarnir færðu launþegum um leið og atvinnuöryggi verði treyst. Þingið hafnar öllum hugmynd- um um að leysa vanda efnahags- málanna á kostnað launþega með skerðingu á samningsbundnum kjörum eða gengisfellingu og litur á slikt sem tilræði við verkalýðs- hreyfinguna, sem hún hljóti að snúast einhuga gegn. Þingið ályktar að við næstu almenna samninga skuli Rafiðn- aöarsamband Islands m.a. leggja áherzlu á eftirfarandi: Aö launakjör islenzkra rafiön- aöarmanna veröi eigi lakari en gerist á öörum Norðurlöndum og rauntekjur veröi sambæri- iegar. Aö orlofsdögum veröi fjölgaö og orlofsfé aukiö. Aö greiöslur atvinnurekenda í veikinda- og slysatilfellum veröi auknar og gerðar sam- bærilegar viö þaö sem gildir um fastráöna starfsmenn rikis- og sveitarfélaga. Að aöbúnaöur og hollustuhættir á vinnustööum veröi stórbættir frá því sem nú cr. Ályktun um skattamál: 2. Þing Rafiðnaðarsambands ís- lands bendir á að skattalög þau sem sett voru á siðastliðnum vetri, hafa ekki komið i veg fyrir að þurftartekur eru skattlagðar sem hátekjur, en telur þó að niðurfelling nefskatta hafi verið spor i rétta átt. Þvi telur þingið nauðsynlegt að gagngerð endur- skoðun fari fram á núgildandi skattkerfimeðþað fyrir augum að gera skattkerfið einfaldara og réttlátara i framkvæmd. I þessu sambandi beinir þingið þvi til við- komandi stjórnvalda að fram verði látin fara könnun á þvi, hvort ekki verði heppilegra og réttlátara að hverfa frá beinum tekjusköttum, en taka upp i þess stað sköttun á eyðslu með óbein- um sköttum. Almennar neyzlu- vörur verði þó eigi skattlagöar. Almannatryggingarkerfið verði notað til þess að tryggja hag barnmargra fjölskyldna og lif- eyrisþega i sambandi við slika kerfisbreytingu ef hagkvæm reynist. Þingið bendir á eftirfarandi úr- ræði i skattamálum: Skattvisitala verði ákveðin með tilliti til RAUN VERULEGS framfærslukostnaöar. Alagningarhlutfall útsvars á iág- launatekjur veröi lækkaö, en hækkaö á tekjur sem nema marg- földum lágmarkslaunum. Ilúsaleiga veröi gerö frádráttar- bær til skatts og sama látiö gilda um húsaleigu i eigin húsnæöi of það er af hóflegri stærð. Vaxtafrádráttur til tekjuskatts og útsvars veröi takmarkaöur meö tilliti eölilegrar lausafjárþarfar til heimilisstofnunar og ibúöar- kaupa. Fasteignagjöld af hóflegu íbúöar- húsnæöi tii eigin nota falli niður, en af eign umfram þaö stórhækki. Stighækkun eignaskatts aukist til mikilla muna. I samræmi viö margendurteknar saniþykktir vcrkalýöshrcyf- ingarinnar er þcss krafist aö nú þegar veröi tekin upp stað- greiösla skatta. Skattaeftirlit veröi stóreflt, og refsingar vegna skattsvika veröi þyngdar til muna. Þingið telur brýna nauðsyn á þvi aö lög um hlutafélög og sam- eignarfélög veröi endurskoöuö, með tilliti til skattalaganna. Atvinnumál. Það er skoðun 2. þings Rafiðn- aðarsambands Islands, að full at- vinna sé ófrávikjaleg mannrétt- indi i nútima þjóðfélagi, og leggur á að sérstaka áherzlu að sam- tökin standi vörð um þann rétt fé- laga sinna. Þingið bendir á að atvinnu- öryggi rafiðnaðarmanna er ná- tengt hag islenzkra atvinnuvega.. Þvi fagnar þingið þeirri almennu samstöðu landsmanna um út- færslu landhelginnar i 50 milur og verndun fiskimiðanna, sem rennir máttarstoðum undir is- lenzkan sjávarútveg. Eins bindur þingið miklar vonir við þá iðn- þróunaráætlun sem gerð hefur verið og styður af alhug þá meginhugmynd sem þar er sett fram, þess efnis að gera islenzkan iðnað að burðarstoð islenzks at- vinnulifs. Þingið lýsir óánægju sinni yfir þeim töfum, sem orðið hafa á nýt- ingu fallvatna, þ.e. virkjanagerð. Þingið krefst þess, að flýtt verði áætlunum um virkjanagerð og bendir á að hagnýting isl. fall- vatna og jarðhita til orkufram- ieiðslu sé undirstaða islenzkrar Framhald á bls. 4 ORÐSENDING TIL VOLVO EIGENDA Oryggiseftirlit Volvo-verksmiðjanna í Gautaborg hefur farið þess á leit við umboðsmenn Volvo um allan heim, að þeir lóti fara fram skoðun á Volvo bifreiðum, sem bera eftirfarandi verksmiðjunúmer. Óskað er eftir þessari skoðun vegna hugsan- legrar mólmþreytu ó kælispaða og möguleika ó óhreinindum í stýrisstangarenda, sem komið hefur fram í einstaka bifreið, sem framleiddar voru í þessum framleiðsluflokkum. Verk- smiðjunúmerið er í skoðunarvottorði bifreiðarinnar. Númeraflokkarnir eru þessir: 142 — 2ja dyra Verksmiðjunúmer: 282,282 og lægri tölur 144 — 4ra dyra 294,235 og lægri tölur 145 — Station 124-803 og lægri tölur 120 — Amazon 312,500 og hærri tölur 220 — Amazon Station 70,300 og hærri tölur öryggiseftirlit Volvo biður eigendur Volvobifreiða með þessi verksmiðjunúmer vinsamlegast að hafa samband við ritara verkstæðis Veltis h.f. í síma 35-200. Þar sem tiltölulega föar Volvobifreiðir með þessum númerum eru á íslandi, mun skoðun þessari væntanlega verða lokið á skömmum tíma. Því eru viðkomandi Volvo-eigendur beðnir að hringja við fyrsta tækifæri. AB VOLVO PERSONVAGNAR TECHNICAL DEPARTMENT GÖTEBORG 0 Föstudagur 10. nóvember 1972 argus HÆD- IHA Það er aldeilis ekki ónýtt fyrir þær lág- vöxnu, að tízkuherr- unum skuli hafa hug- kvæmst „kinverjasnið- ið” á skótauinu. Nú eru skórnir þvi finni, sem botninn er þykk- ari og hælarnir hærri og þær lágvöxnu, eða hinar, sem vilja geta litið niður á mann sinn, ættu þvi að geta tyllt sér á tá eins og þær þarfnast. Stultuskóna, sem stúlkan á myndinni sýnir, gerði enskur skósmiður i Black- pool. Þykkt sólans er hvorki meira né |1 minna, en 8 tommur, — áreiðanlega heims- met. Og vinsældirnar munu vera eftir þvi. En þá er vandinn eftir einn. Sem sé að halda jafnvæginu á slikum háloftaskóm. Það mun vist ekki vera neinn barnaleik- ur og svo er sagt, að siðan þessi þykksól- aða skótizka kom fram hafi óðum aukizt fótbrot og fótmeiösli kvenna. 430 MORÐMÁL ERU ÓUPPLÝST A (RLANDI Frá þvi óeirðirnar brut- ust út i Norður-lrlandi fyrir þrem árum — i ágúst 1969 — hafa yfir 2250 sprengjutilræði átt sér stað i landinu, að meðaltali oftar en tvisvar á dag. Rösklega 550 manns hafa beðiö bana, þar af 350 aðeins á þessu ári.' Lögreglusveitir Norð- ur-Irlands, Royal Ulster Constabulory (RUC), sem orðið hafa að hand- löngurum brezku her- sveitanna, á nú óupplýst 430 þessara morða. Eitt hundrað og tólf þessara ó- upplýstu morða áttu sér stað á fyrri árum átak- anna, en 318 þeirra eru frá þeim tima, sem liðinn er af yfirstandandi ári. Alls eru 4150 manns i þessum lögreglusveitum, — þar af 400 rannsóknar- lögreglumenn. En vegna ástandsins i landinu geta þessir menn ekki sinnt skyldustörfum sinum nema að mjög takmörk- uðu leyti. Lögreglumenn- irnir geta þannig bókstaf- lega ekki látið sjá sig i á- kveðnum borgarhverfum hvað þá heldur rannsakaö afbrot, sem þar eiga sér stað eða þangað eru rak- in. Lögreglan er ekki i vafa um, að mörg þessara ó- upplýstu morða eru „venjuleg” glæpaverk, en látiö lita svo út sem IRA-skæruliðarnir standi að þeim. Þar fyrir utan hafa a.m.k. 30 fórnardýr- anna verið kvalin og pind áður en þau voru tekin af lifi, sem bendir til þess, aö geðveilir afbrota- menn, jafnvel sálsýkis- sjúklingar, hafi átt þar hlut að máli. Sam-sem áð- ur er lögreglan alveg ráðalaus. Hún getur ekki upplýst þessi „borgara- legu” morð vegna ástandsins i landinu. Að sjálfsögðu hefur þetta haft uggvænleg á- Tirif á fólk, sem veit hvað hér er um að ræða. Stór hluti borgarbúa lifir i ei- lifum ótta, — ekki við skæruliða eða hermenn, heldur við glæpamenn, ;em leika lausum hala og íotfæra sér ástandið. Næstum allt eðlilegt borgarlif i landinu liggur nú i dvala. Viða þorir fólk ekki einu sinni aö fara i bió eða á kaffihús, ellegar vera á ferli i skemmti- görðum og skrúðgöröum eitt sins liðs. UM PÁFA OG AÐRA MERKA MENN t Vadikaninu ganga sögusagnir um, aö páfinn Páil VI, sem er oröinn 75 ára gamall, hýggist segja af sér páfadómi i haust af heilsufarsástæðum. Sagt er, að páfinn hafi um langa hriö veriö ofhlaöinn vinnu og þjáist af of- þreytu. Hann er æösti trúarleiðtogi 700 milljóna kaþólikka víða um heim. t lok september var vænzt mikillar veröhækk- unar á áfengi i Dan- mörku. Þaö varö til þess að hleypa af staö sliku kaupæði, aö annað eins hefur ekki þekkzt þar í landi allt frá árum siöari heimsstyrjaldarinnar. A aðeins tveim dögum af- greiddu danskar vingerö- arstöðvar jafn mikið magn og á heilum mánuöi undir venjulegum kring- umstæöum. Tom Eagleton, senator- inn, sem eitt sinn var varaforsetaefni Mc- Governs, en fékk sparkið þegar hafin voru blaöa- skrif, þar sem andlegt heilsufar hans var talið laklegt, hefur nú fengiö uppreisn æru. A nokkrum vikum hefur hann fengiö yfir 60 þúsund bréf viös vegar aö úr Bandarlkjun- um. llugh Hefner, Playboy- kóngurinn, er nú aö fara að koma sér fyrir á Norð- urlöndum, Fyrstu „kan- inustúlkurnar", sem Norðurlandabúar hafa augum litið á heimavelli voru sendar i kynnisferð til skemmtistaðar eins skammt frá Osló. Þær komu fram i fullum skrúöa. SAND KORINl ,HEITT SUMAR' I CHILE Það er vor i Chile, jarðar- berin dafna og akacie-trén bera sin fögru útsprungnu, fjaðurlöguðu, hvitu blóm. Rósatrén standa I fulium blóma, ávextir sitrónutrjánna hafa senn fullan þroska og hin þéttu blöð pilviðarins ná brátt til jarðar. Pilviöurinn er nokk- urs konar þjóðartré i Chiie, vorið stendur fram til 21. des- ember og þá kemur sumarið. Samt er ckkert vor i stjórn- málunum i Chile nú. Verkföll hafa tröllriðið þjóölífinu nú aö undanförnu, m.a. hið um- fangsmikla og viðtæka flutn- ingsverkamannaverkfall, er vörubifreiöastjórar hófu — og þau hafa nánast verið mót- mæli gegn stefnu Allende for- seta i þjóðmálum, eða kannski réttara sagt, gegn hinni mis- heppnuðu stefnu hans. Nú eru verkföll ekki lengur neitt ný- mæli fyrir þeim Chile-búum. A valdatima fyrrverandi for- seta, Frei, sem var kjörinn sem fulitrúi Kristilegra demo- krata, voru verkföll tið. A siö- asta stjórnarári hans varö lögreglan að ráöast á þátttak- endur i. allsherjarverkfalli I Santiago de Chile og I stað þess að beita vatnsbyssum, eins og jafnan er látiö nægja, beitti hún skotfærum meö þcim afleiðingum að 6 verk- falismenn létu lifið og 40 manns særðust. Að þessu loknu var verkfallinu aflýst og lifið gekk aftur sinn gang, rétt eins og engin verkföll hefðu átt sér stað og engin skothrið far- iö fram. Meðan á valdatima Eduardo Frei stóð geröist þaö einnig, að gerð voru verkföll i koparnámunum nyrzt i land- inu. Þá beitti lögreglan einnig skotfærum. Blööin sögöu frá þvi, að nokkrir menn heföu látið lifiö og svo gekk lífið aft- ur sinn gang. Hinn vinsæli Frei Frei var vinsæll forseti. Fullyrt var, að hann heföi einkum verið kjörinn af kven- þjóöinni. Styrkur hans lá m.a. i þvi, aö hann var talinn veita öryggi gegn kommúnisman- um. Vinstriflokkarnir i Chile hafa verið litlir og litils megn- ugur, en hin mikla fátækt I landinu hefur alla tið veitt vinstriflokkum mikla mögu- leika til þess aö ná sér á strik. Sé eingöngu litið á heiti flokk- anna kemur margt einkennni- legt i Ijós. Róttæki flokkurinn er jafnaöarmannaflokkurinn i landinu og er aöili aö Alþjóöa- sambandi jafnaðarmanna. Sócialdemókratiski flokkurinn er hins vegar kommúnista- flokkurinn i landinu. Hann er hægra megin við þann flokk, sem ber heitið Kommúnista- flokkur Chile ogtelur sig vera liinn eina og sanna kommún- istaflokk landsins. Arið 1970 tókst svo flokkabandalagi þvi, er nefnir sig „Marxiska bandalagiö” aö fá AUende kosinn I forsetaem bættið. Hann nýtur stuðnings AI- þjóöasambands jafnaðar- manna, er fagnaði kosningu hans. Hið furöulega gerðist, að hann var kjörinn I embætti heiðarlegri kosningu, rétt eins og Frei áður. Þetta þykir furðulegt af þvi, að veriö er að ræða um riki i Suður-Ameriku. Og þannig fékk Chile þjóðkjör- inn, marxiskan forseta, sem m.a. tók að þjóönýta þær kop- arnámur, sem eru aðaltekju- lind landsmanna, og banda- riska og ameríska auðvaldið haföi í sinum greipum. Félagslegar umbætur Ailende gerði chilenska verkamanninn að forystuafli, hann hækkaði launin og hann hélt áfram með þær umbætur, sem Frei hafði byrjað á, þar á meöal hélt hann áfram með umbætur Freis I landbúnaðar- málum. En Chile er og veröur Chile og Chile er einkennandi sem suðuramerískt riki að þvi leytinu til, að auð- og tekju- skipting f landinu ótrúlega ó- jöfn. Atvinnuleysiö var á valdatima Freis 5% og þaö var talið „hæfilegt”. Þetta var hin opinbera tala en hin óopin- bera tala var fjórum sinnum hærri. 1 meginatriöum var Chile enn „Land hinna 100 fjölskyldna”, þar sem 2% ibú- anna áttu 98% af jarðnæðinu. Frei var tekinn aö ýta nokkuö viö þessum ófremdarástandi og Allende hélt þvi áfram, ef til vill af of miklum hraða, þvi aö i ljós kom, aö stjórnendur hans höfðu ekki nægilega hæfni til aö bera. Nú hristist hin marxiska stjórn f Chile vegna efnahagserfiðleikanna og vegna vaxandi óánægju i landinu. Vinsemd. Chile-búar hafa gjarnan óskaö eftir þvi, sem er á Norð- urlöndum. Og þeir hafa kom- izt lengra en önnur suöuram- erisk lönd f lýðræöisátt. Vmsir noröurlandabúar hafa reynzt landinu gagnlegir á liðnum tima, þar ámeöalnokkrir Dan- ir. Um sföustu aldamót komu dönsk læknishjón, Jean Hugo og Marie Nicoline Thierry, yf- ir Andesfjöllin til Chile og stofnuðu þar barnaspitala, sem bjargaði Iffum margra tugþúsunda chilenskra barna. Þvi hafa Chile-búar aldrei gleymt. Nokkru síöar kom danski skipstjórinn Oluf Christiansen Saco til hafnar- borgarinnar Valparaiso, þar sem Kyrrahafiö hefur leikið höfnina svo grátt, að hún er hreinasta dauðagildra. Saco myndaði björgunarkerfi eftir józkri fyrirmynd og þar við myndaðist þaö öryggi, sem gerði nýtingu hafnarinnar Framhald á 2. siöu. o Föstudagur 10. nóvember 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.